Dagur - 04.11.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 4. nóvember 1995
Allt var óformlegra
í gamla daga
Um miöjan nóvember lýkur starfstíma Jóns Björnssonar, félagsmála-
stjóra, hjá Akureyrarbæ. Jón hefur gegnt starfi félagsmálastjóra í 19
ár, eða frá árinu 1976, en hefur nú verið ráðinn í stöðu fram-
kvæmdastjóra félags-, uppeldis- og menningarsviðs hjá Reykjavíkur-
borg. I viðtali við Dag rifjarjón upp árin hjá Akureyrarbæ, fer yfir
þróun félagslegrar þjónustu í bænum þennan tíma, bendir á ýmis-
legt sem er á réttri leið og annað sem mætti gera betur. Hann segir
Akureyarbæ traust og áreiðanlegt fyrirtæki en nokkuð íhaldssamt
og svifaseint. Eins þykir honum áhyggjuefni hve sterkir þrýstihópar
íþróttafélögin á Akureyri eru og telur hættu á að heildarsýn tapist ef
snjórnmálaflokkar ánetjast slíkum þrýstihópum um of.
Viðtalið fór fram uppi í risi í notalegu húsi
Jóns og konu hans Stefaníu Amórsdóttur.
Þar hafa þau hreiðrað um sig undanfarin ár
en börnin þeirra tvö, Uggi og Halla, em nú
búsett í Reykjavík. Jón segir að þau hjónin
kunni vel við sig á Akureyri og honum
hefði ekki þótt verra að finna nýtt starf sem
freistaði hans hér á Akureyri. „Hvomgt
okkar er alveg ánægt með að flytja en hún
er minna ánægð en ég,“ segir hann. Engu að
síður hafa þau ákveðið að gefa Reykjavík
tækifæri. Nýja starfið leggst vel í Jón og
hann segir margt spennandi að gerast hjá
Reykjavíkurborg. Það er hins vegar ekki
nýja starfið heldur hið gamla, sem Jón er nú
að kveðja, sem er umtalsefnið að þessu
sinni.
Starfið umfangsmeira en áður
Starf félagsmálastjóra hefur breyst töluvert
á þessum 19 árum og er bæði orðið mun
umfangsmeira og verkefnin öðruvísi. Þegar
Jón byrjaði féllu mál eins og ráðgjöf, fjár-
hagsaðstoð, barnavernd, dagvistir, heima-
þjónusta fyrir aldraða og félagsleg ráðgjöf
undir verksvið Félagsmálastofnunar og
starfsmenn í tveimur og hálfri stöðu sinntu
þessari þjónustu. Síðar var starfseminni
skipt upp í þrjár deildir sem voru leikskóla-
deild, ráðgjafadeild og öldrunardeild. Jón
segir félagslega þjónustu hafa verið í örum
vexti á þessum tíma. „Upp úr 1970 voru
mörg sveitarfélög á tímamótum. Þau voru
búin að koma ýmsum verklegum þáttum
eins og gatnagerð, skipulagi og öðrum
tækniþáttum í lag og síðan hefur þjónusta,
sérstaklega félagsleg þjónusta, verið sá þátt-
ur í starfsemi sveitarfélaga sem hefur vaxið
hvað hraðast. Þessir þættir stækkuðu mjög
ört og eru orðnir mun umfangsmeiri en áð-
ur. “
Arið 1988 var stjórnsýslu Akureyrarbæj-
ar skipt upp í þrjú svið: tæknisvið, stjórn-
sýslusvið og félags- og fræðslusvið og fé-
lagsmálastjóri var skipaður framkvæmda-
stjóri síðastnefnda sviðsins. Auk leikskóla-
deildar, ráðgjafadeildar og öldrunardeildar,
sem áður féllu undir Félagsmálastofnun, til-
heyra skóla- og menningarmál og íþrótta-
og tómstundamál einnig félags- og fræðslu-
sviði og hefur hver þessara fimm deilda sér-
Akureyrarbær er vissulega traust
og áreiðanlegt fyrirtæki sem rekið
er af ábyrgaðartilfinningu, a.m.k.
borið saman við mörg önnur sveit-
arfélög sem segja má að séu í djúp-
um skít fyrir glannaskap. Hin hliðin
er að Akureyrarbær hefur verið
nokkuð íhaldssamt fyrirtæki og
býsna svifaseint og það á tímum
sem krefjast sífellt meiri viðbrags-
hraða og yfirvegaðrar dirfsku.
stakan deildarstjóra. „Deildarstjórar sjá um
daglegan rekstur í sínum málaflokki en ég
hef séð um að tengja deildirnar við bæjar-
stjómirnar, samræma starfkl milli deilda og
verið meira í þróunarstarfi. Ég hef hins veg-
ar fjarlægst daglega reksturinn og veit ekki
endilega öll smáatriði í rekstrinum lengur.
Þetta var öðruvísi þegar ég var að byrja, þá
var ég í öllu mögulegu," segir Jón.
Félagsmálastofnun hefur ekki tekið
minni breytingum en starf félagsmálastjóra
og má greina vott af söknuði þegar Jón rifj-
ar upp liðna tíð. „í gamla daga var mikið
um að fólk kæmi með fjölbreytt erindi og
allt var óformlegra. Stofnunin var stundum
eins og ættingi þeirra sem áttu engan að.
Einu sinni vorum við t.d. beðin um að jarða
kanarífugl. Bændur hringdu stundum utan
úr sveit og báðu okkur um að útvega sér
konur og höfðu þá verðandi eiginkonur í
huga. Þegar einhver einstæðingur dó kom
fyrir að leitað var til okkar um að vera lík-
menn. Nú er þetta orðið miklu meiri stofn-
un. Hún vinnur öruggar og betur en er
kannski ekki eins skemmtileg."
Gömlu leiguíbúðirnar heisluspillandi
Þegar Jón tók við starfi félagsmálastjóra
biðu hans mörg verkefni og mikil uppbygg-
ing. Hann nefnir leiguíbúðir á vegum bæjar-
ins sem dæmi um mál sem hann þurfti að
taka á á fyrstu árunum. „Þegar ég hóf störf
átti bærinn 55 leiguíbúðir. Flestar voru í
húsum sem átti að rífa en voru leigð út á
meðan þau voru ekki rifin. Þessi hús voru í
mjög slæmu ásigkomulagi og voru heilsu-
spillandi og mannskemmandi að búa í. Það
var því mjög brýnt að bæta úr þessu og nú
eru þessi hús hér um bil öll horfin. Bærinn á
um 120 leiguíbúðir og þær eru nánast allar
nýjar.“
Dagvistarmálin voru annað mikilvægt
ntál en þar segir Jón að ekki hafi tekist nógu
vel til. „Fyrir 19 árum voru þrír leikskólar,
Pálmholt, Árholt og Iðavellir. Nú eru þeir
ellefu en biðlistinn er samt ekki mikið
styttri. Þjónusta á leikskólunum hér er af-
bragð en Akureyrarbær hefur staðið sig illa
í uppbyggingu leikskóla. Ég man t.d. að ár-
ið 1992 var Akureyri í 73. sæti af 81, þegar
skoðað var hversu stórum hluta barna sveit-
arfélög býður leikskólarými."
Fleiri fá fjárhagsaðstoð nú en áður
Félagsmálastofnun er í hugum margra tengd
aðstoð við þá sem minna mega sín og það
kemur til kasta ráðgjafardeildar að afgreiða
beiðnir um fjárhagsaðstoð og veita ráðgjöf.
Jón segir beiðnir um fjárhagsaðstoð vera
mun fleiri nú en áður og telur að fólk sé
óhræddara við að leita sér aðstoðar. Hins
vegar treystir hann sér ekki til að segja um
hvort fólk hafi það verra en áður. „Það er
mjög erfitt að bera saman tvo tíma að þessu
leyti. Ég ímynda inér að fjöldi fjölskyldna
sem fær fjárhagsaðstoð hafi fimmfaldast á
síðustu tuttugu árum en hvort það merki að
tímarnir séu verri veit ég ekki.“ Hann bend-
ir þó á atvinnuleysið sem er seinni ára
Akureyringar geta verið stoltir af
mörgu í þjónustu sinni á félags- og
fræðslusviði, þó því fari fjarri að ég
þakki mér það. Ég held til dæmis
að öldrunarþjónusta hér á Akureyri
þyki með því besta sem gerist á
landinu. Einnig eru barnarverndar-
málin til fyrirmyndar og aðstæður
til íþróttaiðkunar hér eru mörgum
sveitarfélögum öfundarefni.
Ef stjórnmálamenn gæta ekki heildar-
innar og ánetjast þrýstihópum um of
af áhuga sínum eða i vinsældaleit, þá
stefnir í óefni. En þetta gera margir
stjórnmálamenn á Akureyri og meira
að segja auglýsa það og þetta hefur
leitttil vandræða...
.. .1 rauninni er eitthvað það vitlaus-
asta sem hægt er að gera frá sjónar-
miði Akureyrarbæjar að byggja
íþróttahúsið fyrir Þór sem margir
keppast við að lofa núna.
vandamál. „Á áttunda áratugnum gátu allir
fengið eins mikla vinnu og þeir vildu og
jafnvel þó þeir hefðu ekki mikla vinnugetu
var hún samt seljanleg. Nú er búið að ýta út
af vinnumarkaðinum mörgu fólki, sem gat
auðveldlega fengið vinnu þá,“ segir Jón.
Mál sem heyra undir Félagsmálastofnun
eru mál sem snerta líf fólks með beinum
hætti og segir Jón að það liggi nánast í hlut-
arins eðli að margir séu ósáttir við Félags-
málastofnun og það sem er gert þar. Sér-
staklega geti barnarvemdarstörfin verið erf-
ið og ákvarðanir um að fjarlægja börn frá
foreldrum sínum séu að sjálfsögðu óvinsæl-
ar. „Slíkt gerist ekki oft enda þrautaráð en
það hefur samt gerst nokkrum sinnum.“
Margt gott hjá bænum
Þrátt fyrir að erfiðar ákvarðanir séu hluti af
starfi félagsmálastjóra segir Jón starfið
mjög skemmtilegt og fjölbreytt. „Ég hef
unnið með mjög góðu og skemmtilegu fólki
og einnig hef ég haft afskipti af margvís-
legu fólki, bæði skemmtilegu og líka leiðin-
legu eða erfiðu fólki.“
Jón segir að oft hafi honum fundist
ganga hægt að þoka málum áfram en þegar
hann lítur til baka viðurkennir hann að samt
hafi margt breyst. „Ég er þeirrar skoðunar
að Akureyringar geti verið stoltir af mörgu í
þjónustu sinni á félags- og fræðslusviði, þó
því fari fjarri að ég þakki mér það. Ég held
til dæmis að öldrunarþjónusta hér á Akur-
eyri þyki með því besta sem gerist á land-
inu. Einnig eru barnarverndarmálin til fyrir-
myndar og aðstæður til íþróttaiðkunar eru
mörgum sveitarfélögum öfundarefni. Að
undanförnu hefur orðið markverð efling í
menningarmálum sem Akureyrarbær á
drjúgan og farsælan þátt í. Fulltrúar frá öðr-
um sveitarfélögum og ýmsum samtökum