Dagur - 08.11.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 8. nóvember 1995 5
Úti eða inni?
í haust hefur leikhúsið Hermóður
og Háðvör í Hafnarfirði sýnt
leikritið Himnaríki við miklar
vinsældir. Uppsetning leikritsins
er óvenjuleg að því leyti að það
er leikið tvisvar sama kvöldið -
fyrir sömu áhorfendur. Sviðs-
myndin er veggur af sumarbú-
stað. Öðrum megin við vegginn
er verönd fyrir framan aðaldyr
bústaðarins. Þar er einnig heitur
pottur fyrir framan aðrar dyr.
Hinum megin er eldhús bústaðar-
ins ásamt fleiri vistarverum.
Leikritið fer fram bæði úti og
inni og persónurnar fara inn og
út um dyrnar á meðan á sýningu
stendur. Það fjallar um sex ungar
manneskjur, nánar tiltekið þrjú
pör, sem ætla að eyða helgi í
sumarbústað og hafa búið sig
undir mikið fjör.
Við upphaf sýningar er áhorf-
endum skipt í tvo hópa. Annar
hópurinn fylgist með þeim hluta
leikritsins sem fer fram á verönd-
inni fyrir utan bústaðinn. Hinn
hópurinn fylgist með því sem
gerist inni í bústaðnum. I hléi
skipta áhorfendur um sal og leik-
ritið er leikið aftur. Ahorfendur
sjá nú það sem þeir sáu ekki fyrir
hlé og geta þannig fyllt í eyðum-
ar. Fyrir áhorfendur virkar þetta
næstum því eins og að sjá allt
annað leikrit.
Eg var staddur í höfuðborg-
inni fyrr í haust og fór á þessa
sýningu ásamt vinkonu minni.
Henni hafði verið ráðlagt að sjá
fyrst þann hlutann sem gerist
„úti“ en þegar við komum í leik-
húsið hafði okkur verið úthiutað
miðum „inni“ og ekkert við því
að gera. Við skemmtum okkur
þó ákaflega vel og fannst ótrú-
legt að það hefði verið betra að
sjá útihlutann fyrst.
Að sýningu lokinni áttum við
þess kost að ræða ofurlítið við
leikara og leikstjóra. I þeim sam-
tölum kom fram að líklega hefði
verið hlegið meira fyrir hlé að
því sem gerðist inni. Að minnsta
kosti að þessu sinni. Og það
hefði kannski verið betra að vera
fyrst inni.
Af hverju?
Líklega mest af því að áhorf-
endur gáfu leikurum betri svör-
un. Og við, sem fengum „inni-
miða“, áttum þátt í því sem
áhorfendur að sýningin heppnað-
ist svona vel þeim megin. Við-
brögðin, innlifun og einlægur
hlátur, höfðu áhrif á leikgleði
leikaranna. Samspil áhorfenda og
leikara var eins og best varð á
kosið.
Þannig skipti líklega aldrei
máli hvort við fengjum inni- eða
útimiða. Meira máli skipti hvar
við vorum stödd. Og kannski
hefði sýningin alls ekki orðið
skemmtileg nema af því að við
ætluðum að skemmta okkur.
Hvort sem við værum „úti“ eða
„inni“.
Leiksýningin var góð
skemmtun fyrir áhorfendur.
Unga fólkið í bústaðnum sýndist
mér hins vegar ekki skemmta sér
mikið þrátt fyrir hressilegheit og
fjör á yfirborðinu. Eitthvað
skorti. Kannski var þetta fólk
sem heldur að það sé betra að
INÓÓLFURÁ JÓHANNESSON
SJONARMIÐ
ÁMIPVIKU-
DEÓI
vera úti þegar maður er inni. Ég
veit það ekki. Mér fannst samt að
þetta unga fólk væri að leita að
einhverju eða einhverjum til að
bera ábyrgð á eigin gleði og
hamingju.
Margir telja að grasið sé ætíð
grænna hinum megin við girð-
inguna. Að betra sé að búa er-
lendis en á Islandi. Að betra sé
að búa í sveit en bæ. Að betra sé
að búa í borg en þorpi. Að betra
sé að búa í einbýlishúsi en blokk.
Að betra sé að eiga sumarbústað
en leigja.
Mörgum finnst þeir alltaf vera
á röngum stað. A röngum tíma.
Að ilest sé þeim andsnúið.
Reyndar er ýmislegt andsnúið
í veröldinni. Réttlæti og lífsgæð-
um er misskipt. Við höfum ekki
„Meginreglan er samt sú
sama: Okkur líður betur
ef við ákveðum að reyna
sjálf að gera gott úr því
sem við höfum, en vörp-
um ekki ábyrgðinni eitt-
hvert annað. Gleði, ham-
ingja og vellíðan eru ekki
sjálfgefin mannréttindi.“
öll sama efnið til að smíða gæfu
okkar úr. Ekki er hægt að bæta úr
öllu óréttlæti heimsins með því
einu að gera gott úr því sem
maður hefur. En samt er skyn-
samlegt að leitast við að gera
gott úr jafnt smáu sem stóru.
Slíkt viðhorf er raunar forsenda
þess að unnt sé að láta sér líða
vel. Engum líður vel nema að
hann ætli það sjálfur, hvort sem
hann hefur mikið eða lítið.
Nú gæti einhver sagt að það
skipti varla máli hvar setið er í
leikhúsi og þar af leiðandi sé lít-
Fjárfesting -
atvinnurekstur
Einn af viðskiptavinum okkar óskar eftir að fjár-
festa í atvinnurekstri.
Margt kemur til greina svo sem kaup á fyrirtæki eða
hlut í fyrirtæki.
Einnig kæmi til greina fjárfesting í atvinnuhúsnæði.
Upplýsingar á skrifstofunni og í síma 462 7297.
Kjarni ew.
Tryggvabraut 1, Akureyri.
Kór Dalvíkurkirkju
Sunnudaginn 5. nóvember efndi
Kór Dalvíkurkirkju til tónleika í
kirkjunni á Dalvík. Stjórnandi
kórsins er Hlín Torfadóttir, organ-
isti og söngstjóri Dalvíkurkirkju.
Auk kórsins komu fram á tónleik-
unum einsöngvararnir Sólveig
Hjálmarsdóttir, Svana Halldórs-
dóttir og Jón Þorsteinsson. Undir-
leikari á píanó var Lidia Kol-
osowska.
Tónleikarnir hófust á söng
Kórs Dalvíkurkirkju og flutti hann
fyrst sálminn Heyr himnasmiður
eftir Þorkel Sigurbjömsson við
vers Kolbeins Tumasonar. Kórinn
söng fallega og með góðri mótun.
Túlkun var vel öguð og flutningur
innilegur.
Næst flutti kórinn Til þín
Drottinn eftir Þorkel Sigurbjöms-
son við sálm eftir Pál Kolka. Kór-
inn virtrist ekki hafa þennan sálm
að fullu á valdi sínu og var ekki
frítt við að hljómur væri óhreinn
og að rynni á tóni. Flutningur virt-
ist heldur í hraðara lagi.
Þriðja lag Kórs Dalvíkurkirkju
var Ó undur lífs eftir Jakob Hall-
grímsson við ljóð Þorsteins
Valdimarssonar. Þessu lagi skilaði
kórinn fallega. Kvennaraddir voru
vel fullar og þéttar. Einnig náðist
jafnt og gott ris, sem jók á hlýlega
túlkun kórsins.
Fjórða lag kórsins var, Jesu sal-
vator mundi, sem talið er eftir B.
Gordon. í þessu lagi gætti nokkurs
óróa í sópran og tenór. Sópran og
alt gerðu hins vegar vel í síðasta
lagi þessarar lotu Kórs Dalvíkur-
kirkju, en það var Ave Maria eftir
Hans Nyberg. í þessu lagi var hins
vegar nokkuð flár tónn í tenór á
hátóni og einnig í sólói raddarinn-
ar.
Jón Þorsteinsson, tenórsöngv-
ari, söng fjóra sálma við orgelund-
irleik Hlínar Torfadóttur. Þeir
voru: Breiðist Guð þín blessun yf-
ir eftir Valdimar Snævarr, Vor
feðratrú enn tendrar ljós eftir F.
W. Faber við sálm Friðriks Frið-
rikssonar, Ég gleðst af því ég
Guðs son á eftir C. Balle við sálm
TÓNLIST
HAUKUR ÁGÚSTSSON
SKRIFAR
Þ. Böðvarssonar og Sonur Guðs
vor ást sú er eftir J. P. E. Hart-
mann við sálrn eftir H. Halldórs-
son. Flutningur Jóns Þorsteinsson-
ar á þessum ljúfu sálmum var sér-
lega hlýr og innilegur. Rödd hans
féll ljúflega að lögunum og textar
nutu bænar- og lofgjörðarblæs
síns til fullnustu.
Sólveig Hjálmarsdóttir og
Svana Halldórsdóttir sungu dúett í
lögunum Ave Maria eftir Eyþór
Stefánsson og Ave vemm corpus
eftir Gabriel Fauré. Undirleikari
þeirra á píanó var Lidia Kol-
osowska. Raddir söngkvennanna
tveggja fóm vel sarnan og bættu
þær hvor aðra vel upp. í sólóköfl-
um var hins vegar rödd Sólveigar
nokkuð flöt og fyllingarlítil auk
þess sem dálítils óstyrks gætti.
Rödd Svönu Halldórsdóttur var
styrkari en ekki verulega mikil.
Flutningur var í heild ömggur og
vel samæfður.
Kór Dalvíkurkirkju lauk tón-
leikunum og söng fyrst Exultato
inn lærdóm hægt að draga af
þessari sögu. En einmitt af því að
sagan er einföld þá undirstrikar
hún vel að hver og einn ber
ábyrgð á sinni eigin gleði og
hamingju. Að minnsta kosti get-
ur enginn tekið að sér að bera
ábyrgð á því að öðrum þyki leik-
sýning skemmtileg. Ekki einu
sinni leikararnir eða aðrir að-
standendur sýningarinnar, hversu
vel sem þeir standa sig.
Hvernig varð sú hugmynd til
að það væri betra að vera úti í
fyrri hluta sýningarinnar góðu í
Hafnarfirði? Af hverju freistað-
ast fólk til að trúa því? Ég held
jafnvel að við höfum orðið dálít-
ið súr, svona eitt andartak, þegar
við komumst að því að okkur
hafði verið úthlutað innimiðum.
Það er nokkuð fljótlegt að átta
sig á því að auðvitað skiptir ekki
miklu máli hvar setið er í leik-
húsi. En viðtekin sjónarmið um
hvað sé best em oftast rótgrónari
en í þessu tilviki. Og margur hef-
ur orðið fyrir meira óréttlæti en
því að fá ekki „bestu“ miða í
leikhúsi. Meginreglan er samt sú
sama: Okkur líður betur ef við
ákveðum að reyna sjálf að gera
gott úr því sem við höfum, en
vörpum ekki ábyrgðinni eitthvert
annað. Gleði, hamingja og vel-
líðan eru ekki sjálfgefin mann-
réttindi.
Höfundur er uppeldis- og menntunarfræðing-
ur og starfar sem lektor við Háskólann á Ak-
ureyri.
tónleikar
deo eftir Alessandro Scarlatti.
Þetta verk söng kórinn af verulegu
og ánægjulegu öryggi. Innkomur
voru góðar og sýndu glöggt, að
kórinn er vel fær um að takast á
við verk af þessu tagi svo að hon-
um og söngstjóra hans sé sómi af.
Næstsíðasta verk tónleikanna
var Ave verum corpus eftir W. A.
Mozart. í þessu rólega verki virtist
kórinn ekki finna sig sem skyldi.
Byrjun var ekki alveg í lagi og
nokkurt los á flutningi í framhaldi
af henni. I heild var þó túlkun
verksins allgóð.
Lokaverk tónleika Kórs Dal-
víkurkirkju var Regina coeli eftir
W. A. Mozart. í flutningi þessa
verks tók þátt kvartett skipaður
Sólveigu Hjálmarsdóttur, Svönu
Halldórsdóttur, Jóni Þorsteinssyni
og Jóni Helga Þórarinssyni. Kór-
inn stóð sig í heild tekið með
prýði. Söngur hans var agaður og
ákveðinn. Innkomur góðar og
hraðir hlutar vel samhæfðir. Yfir
flutningi hans var lyfting, sem
hæfði verkinu. Fáeinir óverulegir
gallar kornu fram, s.s. ívið sár
blær á hæstu tónum í sópran.
Kvartettinn gerði einnig vel, ekki
síst í karlaröddum, sem féllu vel
saman. Sóló kvenradda voru al-
mennt í allgóðu lagi, en nokkuð
spillti, að altrödd var ekki alveg
hrein í nokkur skipti. I samsöng
skilaði kvartettinn sínurn hlut all-
vel.
Flutningur verksins Regina co-
eli var góður lokapunktur þessara
tónleika. Þeir leiddu berlega í ljós,
að Kór Dalvíkurkirkju er gott
hljóðfæri, sem má ætla umtalsverð
verk. Einnig birtist í efnisskrá tón-
leikanna lofsamlegur metnaður
kórsins og stjómanda hans og
mega Dalvíkingar vera ánægðir
með að eiga slíka starfsmenn við
kirkju sína.