Dagur - 09.11.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 09.11.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 12. október 1995 MINNINÚ 000UIT1NN Fimmtudagur GUNNAR TRYGGVASON OG SIGRÚN SIF sjá um lifandi tónlist Húsiö opnað kl. 20.00 Föstudagur DÚETTINN PAR-ÍS flytur lifandi tónlist Húsiö opnaö kl. 21.00 Laugardagur DÚETTINN PAR-ÍS flytur lifandi tónlist Húsið opnað kl. 21.00 Aldurstakmark 20 ára Snyrtilegur klæðnaður. OOOUITINN STRANDGÖTU 53 (cða meðan birgðir endast) 1/2 lambaskrokkur 239 kr. kg WWmaÉmá^s&^mam^c Kynnum pizzur frá Ding Dong Coke-superdósin frá Vífilfelli 59 kr. Kýrhakk 495 kr. kg Kýrsnitsel 799 kr. kg Efösiíw&£gsJi$totám£c 0g ttiiBaík- Frá Nýja Bautabúrinu: Úrbeinaður frampartur 879 kr. kg laugaird&gs- og suimudagstálboð: Grillaður kjúklingur m/frönskum 719 kr. ISIIauiinbollg Frá miðvikudegi til miðvikudags. fftóá Fiskibúðingur 499 kr. kg Lambasaltkjöt 499 kr. kg ffisá Mjöæassás?®#.: Kjötfars frosið 327 kr. kg Hversdagsskinka 598 kr. kg Fs3í Wf*3ms$t£jj£n$> Ms;. Kryddbiti 299 kr. stk. Kjarnabrauð 79 kr. stk. Munið fríu heimsendingarþjónustum alla virka daga kl. 11 og 16. SÍMI 261 2933 - FAX 461 2936 Sigurður Gústaf Kjartansson Fæddur 18. mars 1922 - Dáinn 23. október 1995 Sigurður Gústaf Kjartansson fæddist 18. mars 1922 að Grímsstöðum á Fjöllum. Hann var sonur hjónanna Kjartans Kristjánssonar og Salóme Sig- urðardóttur. Gústaf giftist eftir- lifandi eiginkonu sinni Karólínu Björgu Gunnarsdóttur frá Auð- bjargarstöðum í Kelduhverfi 26. ágúst 1944 og eignuðust þau 5 börn. Börn þeirra eru: Kjartan f. 26. mars 1945, ókvæntur, býr á Birnunesi. Gunnar f. 6. nóvember 1947 giftur Laufeyju Sveinsdóttur f. 6. desember 1951, búsett á Ak- ureyri, og eiga þau 3 börn; Sig- urð Örn f. 24. maí 1972, Krist- ján Val f. 6. júní 1973 og Kar- enu Björgu f. 9.september 1980. Emelía f. 8. febrúar 1951 gift Sigurði Ananíassyni f. 24. maí 1950, búsett á Egilsstöðum, þeirra börn eru Arna Hrönn f. 26. júlí 1971, hennar maki er Gunnar F. Rúnarsson f. 11. febrúar 1967, þau eiga Elmar Aron f. 9. nóvember 1993, þau eru búsett í Keflavík, og Brynj- ar Sigurður f. 4. júlí 1973, býr á Egilsstöðum. Rúnar f. 28. janúar 1958, maki Laufey Guðjónsdóttir f. 18. mars 1961, börn þeirra eru Hildur f. 23. desember 1980, d. 30. desember 1980, Hákon f. 6. janúar 1982 og Hafþór f. 28. júní 1988, þau er búsett á Akur- eyri. Arnar f. 2. nóvember 1964, ókvæntur, býr á Birnunesi. Mig langar í fáum orðum að minnast tengdaföður míns Gústafs Kjartanssonar er lést að heimili sínu mánudaginn 23. október. Gústaf var búinn að vera heilsulít- ill nokkuð lengi, en aldrei kvartaði hann eða vildi ræða um veikindi sín, hann eyddi alltaf slíku tali eða sló því upp í glens. Gústaf var ekki sú manngerð er bar tilfinn- ingar sínar á torg, en stutt var í gamansemina og léttleikann ef því var að skipta. Ég veit ekki til þess að tengdafaðir minn hafi látið styggðaryrði falla um nokkum mann, hann var einstakt ljúf- menni, kurteis og lítillátur. Gústaf hugsaði fyrst og síðast um fjöl- skyldu sína, að henni liði vel og þar væru allir hlutir í lagi. Það lýs- ir því Gústaf vel að morguninn sem hann lést hafði hann hellt uppá kaffikönnuna eins og hann var vanur svo að rjúkandi kaffi- sopinn yrði til áður en heimilis- fólkið færi til verka, en fáum mín- útum síðar var hann látinn. Hans líðan vék fyrir umhyggju um sína nánustu. Ég man enn í dag eftir okkar fyrsta samtali þegar ég bláókunn- ugur strákurinn kom í fyrsta sinn í Brimnes. Þeirri hlýju og góð- mennsku sem ég fann þá og alla tíð síðan frá þér gleymi ég aldrei. Gestrisni og hjálpsemi hefur alla tíð einkennt tengdaforeldra mína og voru þau hjónin samhent í því, eins og svo mörgu öðru og skipti þá ekki máli hvort það vom böm- in úr nágrenninu eða fullorðnir sem áttu í hlut. Bamabömin hafa öll mikið sótt í sveitina og nærver- una við afa sinn og ömmu, þar sem þau fengu ótakmarkaða vænt- umþykju og hlýju. Meðan okkar böm voru yngri dvöldu þau þar stundum part úr sumri og komu þaðan hraust og sæl til baka. Oft hefðum við viljað vera nær ykkur og getað skroppið oftar í sveitina, en fjarlægðin hefur gert slíka skreppitúra ómögulega. Gústaf og Karólína byggðu upp á Brimnesi af miklum dugnaði og myndarskap og er þar rekið mynd- arlegt bú í dag, sem synimir Kjart- an og Amar hafa nú tekið við að mestu. Gústaf gegndi ýmsum trúnaðarstörfum um dagana í sveitinni, einnig vann hann mikið utan heimilis með búskapnum, var þá oft langur vinnudagur og ekki alltaf spurt hvað tíma leið. Gústaf var mjög traustur og lagtækur maður og var því oft til hans leit- að, þar af leiðandi mæddu bústörf- in oft meira á herðum Karólínu. Þetta getur aldrei orðið tæm- andi upptalning á störfum Gústafs um dagana enda ekki ætlunin, heldur fátækleg orð um góðan mann. Nú ert þú kæri tengdafaðir fallinn frá okkur en minningin um yndislegan afa, föður og tengda- föður lifir áfram í hjörtum okkar. Hverfögur dyggð í fari manns erfyrst afrótum kœrleikans. Afkœrleik sprottin auðmýkt er, við aðra vœgð og góðvild hver ogfriðsemd hrein og hógvœrt geð og hjartaprýði stilling með. (H. Hálfd.) Mér finnst þessar ljóðlínur lýsa vel hjartaþeli þínu, og vil ég fá að þakka þér innilega fyrir kynnin og allt það sem þú hefur veitt mér og fjölskyldu minni í gegnum árin. Karólína, böm og bamaböm, Drottinn mun sefa sorg ykkar og gefa ykkur styrk á þessari sorgar- stundu. Sigurður Ananíasson. Arnfríður Smáradóttir Fædd 28. júlí 1969 - Dáin 31. október 1995 Elsku frænka mín. Það var sem heimurinn hryndi yfir mig og tím- inn stæði í stað um stund, þegar pabbi þinn hringdi og tilkynnti mér andlát þitt. Mig langar til að minnast þín í fáeinum orðum. Það er margs að minnast og upp í huga minn koma minningar, svo ótal margar. Ég man eftir þér, litlum fjömgum ljósálfi heima í sveitinni á Króksstöðum. Alltaf lífleg, snögg í tilsvörum og ég man stóru spyrjandi augun þín. Hesta- mennska var þér í blóð borin og þú hafðir einstakt lag á hestum. í UMFERÐINNI ERU ALLIR í SAMA LIÐI yUMFERÐAR RÁÐ Ekki varstu há í loftinu þegar þú fórst að ríða út á Blakki, þeim mikla gæðingi sem gat verið svo kenjóttur við okkur hin á heimil- inu. Ykkar samskipti vom frá upphafi sérstök og falleg. Þið Blakkur áttuð ykkar ævintýri sam- an og erfið fannst þér sú stund þegar það þurfti að lóga þessum vini þínum. Þú varst líka ung farin að temja trippin á Króksstöðum og hafðir yndi af að kljást við þau. Síðan kom að því að þú flyttir suður en tengslin milli okkar héld- ust alltaf góð og ég sá þig breytast úr unglingi í fallega unga stúlku. Glæsileg varst þú, ung kona með stúdentshúfuna þína, með þinn bjarta svip sem einkenndi þig. Ég sé fyrir mér þetta sérkennilega kímnisbros þitt sem fékk mig allt- af til að brosa líka og reyna að spá í hvað væri nú að brjótast uni í kollinum þínum. Ég heyri fyrir mér glettnislegan hlátur þinn sem var svo sérstakur. Ekki varstu gömul þegar þú byrjaðir að leita svara við spurningum lífsins. Oft- ast var stórt spurt en fátt um svör. Þú hófst nám í sálfræði við H.í. en fannst fljótt að fyrir þig var þetta svo staðlað og vantaði meiri til- finningu svo þú tókst þér frí frá námi, eignaðist stuttu síðar skemmtilegu börnin þín sem þú barst svo mikla umhyggju fyrir. En þó þú værir orðin heimavinn- andi húsmóðir þá varst þú síles- andi alls kyns fróðleik um mann- legt eðli og andleg málefni. Það var því ætíð gaman og sérstakt að koma í heimsókn á Njálsgötuna. Það var sko ekkert rabbað um hversdagsleikann, heldur um til- veruna og tilgang lífsins, reynt að leita svara. Þó var spjallið svo laust við alla yfirborðskennd og hátíðleik og oft hlegið dátt. Alltaf í aðra röndina að leika þér og sjá það spaugilega í tilverunni. Þú, elsku Adda mín, varst stór- brotinn persónuleiki, greind og svo óútreiknanleg. Þú varst mjög yndisleg manneskja sem nú er sárt saknað af ástvinum. En allar þess- ar fallegu minningar. Yndislegu börnin þín, Ríkey og Smári Aðal- steinn eru Ijós í tilverunni. Ég kveð þig nú á blaði, hjartans vina mín en minning þín mun lifa í hjarta mínu. Ég votta öllum ástvinum sam- úð og bið almættið að styrkja okk- ur í sorg okkar. Vor œvi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa’ ígildi. Hún boðast oss í engils róm. (Einar Benediktsson.) Guðrún Ragna Aðalsteinsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.