Dagur - 13.12.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 13.12.1995, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 13. desember 1995 - DAGUR - 11 Vinir Dóra - Hittu mig: BÓKABÚÐ JÓNASAR Aþýðuplata ársins Allt frá fyrstu lífdögum árið 1989 til þessa dags hefur Halldór Bragason, Dóri, með sínum ýmsu og margvíslegu vinum verið manna ötulastur að sækja lands- menn heim, nánast hvar sem er og hvert sem er þar sem þá hefur ver- ið að finna. Og ef það hefur ekki nægt þá hafa menn bara farið út fyrir landsteina, t.d. til Bandaríkj- anna og gert það gott þar. Hér heima hefur Dóra og vinum lians, innlendum og erlendum eða hvorttveggja (meðal þeirra er- lendu má nefna Pinetop Perkins, Chicago Beau og Jimmy Dawk- ins) jafnan verið vel tekið hvar sem þeir hafa komið og ekki hefur skort athyglina þegar erlendis hef- ur verið farið. Á Poppsíðu Dags hefur verið skýrt frá veru Halldórs í Ameríku, Kanada og Bandaríkj- ununt, en þar dvaldist hann í rúmt ár og snéri svo heim aftur í sumar með samning við plötuútgáfuna Evidence í Chicago upp á vasann. Kemur fyrsta platan hans hjá Evi- Mynd: MGG dence út einhvern tímann snemma á næsta ári, en í millitíðinni hefur Dóri sent frá sér sína fjórðu plötu hér heima og eru með honum í þetta sinn þeir öðlingsspilarar Ás- geir Óskarsson trommari og Jón Ólafsson bassaleikari. Nefnist gripurinn Hittu mig og inniheldur 11 lög, þar af 10 nýsmíðar og eru þau öll með íslenskum textum. Eins og við var að búast eru þeir Jólaleikur Radíónausts og Dags: Sigurður og Sigurlína fengu fyrstu vinningana Dregið var í gær í fyrsta hluta jólaleiks Radíónausts og Dags. Tveir vinningshafar voru dregnir út og verður það gert í hverri get- raun, en þær verða alls fimm. í verðlaun eru úrvals Coby vasa- diskó frá Radíónausti, sem send verða vinningshöfum. 1 fyrsta hlutanum voru dregin út nöfn Sigurlínu Jónsdóttur, Ár- holti 5 á Húsavík og Sigurðar Þorra Gunnarssonar, Vanabyggð 10 g á Akureyri. Nægjanlegt var að svara annarri af tveimur spurn- ingum rétt og vinningshafamir svöruðu réttilega að fyrsti jóla- sveinninn kom til byggða 12. des- ember og Sigurður Þorri hafði tal- ið rétt fjöldann af bjöllunum í glugga Radíónausts, sem eru 31. Vinningshöfunum er óskað til Sjallinn á Akureyri: Bubbi, Orri og Kristín með tónleika í kvöld í kvöld, miðvikudag, kl. 21, verða stórtónleikar í Sjallanum á Akur- eyri þar sem þrír af þeim tónlistar- mönnum sem gefa út hljómdiska fyrir þessi jól kynna efni af þeim. Þetta eru Kristín Eysteinsdóttir, félagarnir þrír á nokkuð blúsuðum nótum eins og Vinir Dóra hafa alltaf verið, en nú bætast við smá- skammtar af poppi, rokki, sveita- söngstöktum og jafnvel djassi, í bland við blúsinn. Reynist það bara vera hið besta mál, því þar sem um slíka takta er að ræða, er í öllunt tilfellum um fínar laga- smíðar að ræða. Tvö lög eftir Ás- geir, Jón og Yoko og Allstaðar og eitt eftir Jón, Upphaf, auk lagsins Hjartað og Miskun, eru dæmi um slíka takta og blöndun við blúsinn, en Blús fyrir þig, titillagið, Slak- aðu á og Viðkvæm (smíð meistara JJ Cale, Sensetive Kind, með ís- lenskum texta) dæmi um hrein- ræktaðri blús. Eru þetta sömuleið- is lög sem heppnast vel og passa vel saman, þannig að tónlistarlega er um dágóða plötu að ræða. Text- arnir, flestir eftir PS, Pétur Stef- ánsson, hafa hins vegar verið gagnrýndir af ýmsum fyrir heldur rýrt innihald og vonda samsetn- ingu. Má taka undir það að þeir eru ekkert til að hrópa húrra fyrir, en það bara skiptir ekki svo miklu máli í þessu tilfelli. Það sent skipt- ir meira máli er að um fína plötu er að ræða með góðum og gríp- andi lögum. Held ég reyndar að allir sem kunna að meta Dóra skilji textana betur hér en sums staðar annars staðar. Þeir eru á hráu alþýðumáli, enda platan ein- faldlega alþýðuplata. Jólaíiundur nýja St. Georgs- lisins gildi María Guðmundsdóttir og Ingólfur Margeirsson árita bók sína: María - konan bak ríð goðsögnina í Bókabúð Jónasar á morgun, fimmtudag, frá kl. 4-6. B0KABÚÐ .DaBVkaS — JONASAR JlllWllK Hafnarstræti 108 • Sími 462 2685 Jólafundur nýja St. Georgsgildis- ins á Akureyri verður haldinn í skátaheimilinu Hvammi fimmtu- daginn 14. desember klukkan 20.30. Allir gamlir skátar svo og velunnarar eru hvattir til að mæta. Fréttatilkynning. Flugbjörgunarsveitin Akureyri Jólatré og greinar Jólatréssala Flugbjörgunarsveitarinnar er í Glerhúsinu við Drottningarbraut Mikið úrval: Normansþinur - Rauðgreni - Blágreni. Opið virka daga frá kl. 12-19. Laugardag frá kl. 10-22. Sunnudag frá kl. 12-19. Frí heimsending. Pöntunarsími 852 3452. RAUTT L.ÓS W** RAUTT LfÓS V |IrAÐERÐAR (/ hamingu og þeir eiga nú í vænd- um óvænta jólagjöf, sem verður send þeim. JÓH sem gefur út hljómdiskinn „Litir“, Orri Harðarson, sem gefur út „Stóri draumurinn" og Bubbi Morthens, sem sendir frá sér „I skugga Morthens“. STÓRLEIKUR í KVÖLD KL. 20.00 KA-STJARNAN Mætum öll á síðasta leik KA á þessu ári 'ÍÁ'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.