Dagur - 13.12.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 13.12.1995, Blaðsíða 16
Akureyri, miðvikudagur 13. desember 1995 Verður þessi gœðastimpill á nfju innréttingunum og hurðunum þínum? Trésmiðjon Rlfo * Óseyri 1 q • 603 Dkureyri Sími 461 2977 • Fqx 461 2978 Atvinnumálanefnd Dalvíkur: Athygli vakin á jákvæðri ímynd skattalegs umhverfis - segir Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri Atvinnumálanefnd Dalvíkur- bæjar hefur óskað eftir því við bæjarstjórann, Rögnvald Skíða Friðbjörnsson, að kannað verði skattaumhverfi fyrirtækja á Dalvík í samanburði við önnur sambærileg sveitarfélög. Friðrik Gígja, einn nefndar- manna, segir kveikjuna að þessari samþykkt þá að sl. haust hafi birst í Viðskiptablaðinu samantekt um skattaumhverfi fyrirtækja og þar hafi komið fram að skattauum- hverfi fyrirtækja á Dalvík hafi ekki verið gott, álögur hærri en í öðrum sambærilegum sveitarfé- lögum. Friðrik segir það ekki ásættanlegt að fyrirtæki á Dalvík búi við hærri álögur hins opinbera en t.d. fyrirtæki í Ólafsfirði. „Ég hélt að þessi atvinnumála- nefnd væri bæjarstjórninni ein- hvers virði og hefði eitthvað verk- efni en það hefur engum málum verið vísað til nefndarinnar, hvorki frá bæjarráði eða bæjar- stjórn. Oftar eru mál afgreidd beint í bæjarráði og því er þetta ástand ekki viðunandi. Nefndin virðist óþörf því til hennar er ekk- ert leitað og á meðan gegnir hún engu hlutverki. Auðvitað á nefnd- in að hafa eitthvert frumkvæði en til þess verður að skapa henni svigrúm,“ sagði Friðrik Gígja. Rögnvaldur Skíði Friðbjöms- son, bæjarstjóri, segir að með bók- un atvinnumálanefndar hafi verið lögð áhersla á jákvæða ímynd skattalegs umhverfis fyrirtækja á Dalvík og vekja þurfi meiri at- hygli á því en þegar er gert og þannig laða að fyrirtæki til Dal- víkur. I árbók sveitarfélaga kemur fram að fasteignagjöld eru mjög áþekk á Norðurlandi, eða 1,4% sem er hámark með álagi. Jöfnun- arsjóður sveitarfélaga hefur hvatt til þess að sveitarfélög nýti sér all- ar heimilaðar álagningar vegna þess að væntanleg reglugerð byggir á því að þau sveitarfélög fái ekki bætt það að fullnýta ekki álagningarstofna, en í sjóðnum eru um 800 milljónir króna, og af þeint dregið ef þau nýta ekki heimildina að fullu. Því kann þessi samþykkt að þvinga sveitar- félög til að vera með svipaðar álögur, hvort heldur sem er íbúð- ar- eða atvinnuhúsnæði. Dalvíkur- bær hefur ekki nýtt sér að leggja á sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem er 1,25%, og það gera aðeins fjögur sveitar- félög. Auk Dalvíkur eru það Ól- afsfjörður, Garðabær og Seltjam- arnes. Nýhafin er innheimta fráveituskatts á Dalvík. Sæplast hf. hefur lagt inn erindi til skipulagsnefndar vegna lóðar norðan núverandi athafnasvæðis undir stórhýsi, sem yrði viðbygg- ing við núverandi húsnæði. Svæð- ið er merkt sem iðnaðarsvæði á skipulagi. GG Húnaþing: Útaf akstur og bílvelta við Laugarbakka Bifreið fór út af í hálku við Laugarbakka í Miðfirði um háltíuleytið í gærmorgun og valt. Birfreiðin er mikið skemmd, jafnvel talin ónýt. Ökumaður var einn í bfln- um og slapp að mestu við meiðsl. Lögreglan á Akureyri klippti í gær númer af 18 bif- reiðum, en eigendur höfðu lát- ið hjá líða að greiða þunga- skattinn. Ökuntaður var stöðv- aður á 90 km hraða á Hlíðar- braut, þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. og annar á Sval- barðsströnd á 125 km hraða, þar sem leyfður er 90 km/klst. GG Ovíst með flug FN milli Akureyrar og Keflavikur næsta sumar - áætlunarfiug Flugfélags Noröurlands til Grænlands hefst í dag Ovíst er með framtíð áætlun- arflugs Flugfélags Norður- lands milli Akureyrar og Kefla- víkur næsta sumar. Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri FN, segir að Keflavíkur- flugið hafi ekki komið nægilega vel út, það sé ekki að gefa félag- inu nægilega miklar tekjur og því kunni vel að fara svo að það verði lagt niður. Flugfélag Norðurlands hefur verið með flug milli Keflavíkur og Akureyrar sl. fjögur sumur og reyndar einnig tvo vetur. „Við er- um að skoða þessa áætlun sérstak- lega í okkar sumaráætlun næsta sumar," sagði Sigurður. í dag hefst áætlunarflug Flug- félags Norðurlands til Kulusuk á Grænlandi, en ætlunin er að fljúga þangað einu sinni í viku yfir vetr- armánuðina og tvisvar á sumrin. Flogið verður á Metro vél FN frá Akureyri til Keflavíkur yfir vetr- armánuðina og þaðan til Kulusuk, en yfir sumarmánuðina verður millilent í Reykjavík. I þessu © VEÐRIÐ Suðvestan kaldi og stinnings- kaldi verður á Norðurlandi vestra í dag og úrkomulaust. Á Norðurlandi eystra verður sama átt en skýjað og úr- komulaust. Hiti verður 0 til 6 stig. Á fimmtudag verður suð- vestan stinningskaldi en þurrt og á föstudag verður vestan gola eða kaldi og él vestan til og hiti 0 til 4 stig. fyrsta flugi í dag verða mæðgur af Ammassalik svæðinu, sem FN flutti í sjúkraflugi frá Grænlandi til Akureyrar, þar sem dóttirin var lögð inn á bamadeild FSA. Yfir vetrarmánuðina sagði Sig- urður að meginþunginn í flutning- unum milli íslands og Kulusuk væru Grænlendingar og fragt, en yfir sumarmánuðina væri horft til ferðamanna, en ferðaþjónusta á þessu svæði á Grænlandi væri í örum vexti. Á Ammassalik svæðinu öllu búa 3000 manns. Eins og áður segir flýgur FN til Kulusuk, þar sem er flugvöllur, en síðan tekur Grönlandsfly við og flytur farþega í þyrlu á áfangastað, m.a. til stærsta þéttbýlisstaðarins Tasilaq, þar sem búa um 2000 manns. „Við erum að gæla við að þessi nýja leið muni gefa okkur þokka- legar tekjur,“ sagði Sigurður. Hann sagði að Flugfélag Norður- lands hafi á undanförnum árum markaðsett dagsferðir til Græn- lands, en nú þyrfti einnig að gera átak í kynningu og markaðssetn- ingu á lengri ferðum. Sigurður sagði að yfirstandandi ár myndi að óbreyttu koma nokk- uð vel út í rekstri Flugfélags Norðurlands. „í venjulegu ári höf- um við náð endum saman og stundum rúmlega það. Mér sýnist að útkoman verði ágæt í ár. Hins vegar skal það tekið fram, því miður, að það er ekki innanlands- fluginu að þakka. Besta útkoman er á leigufluginu og Grænlands- fluginu. Áætlunarflugið er ekki til að hrópa húrra fyrir,“ sagði Sig- urðurAðalsteinsson. óþh Guðmundur Eiríksson, útgerðarmaður og Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Höfða hf., við undirskrift kaup- samnings Júlíusar Havsteen ÞH-1 á Húsavík í gær. Mynd: IM Júlíus Havsteen ÞH seldur Guðmundi Eiríkssyni á Höfn: Verður gerður út frá Húsavík Guðmundur Eiríksson útgerðarmaður á Höfn í Hornafírði hefur keypt rækjutogarann Júlíus Havsteen ÞH-1 af Höfða hf. á Húsavík fyrir 135 milljónir króna. Engin kvóti fylgir með í kaupun- umen hins vegar veiðarfæri. Áhöfnin verður eingöngu skipuð Húsvíkingum og skipstjóri verður Hinrik Þórarinsson á Húsavfk sem verið hefur með Aldey ÞH-110, sem er 100 tonna rækjuskip í eigu Höfða hf. Júlíus Havsteen ÞH verður á veiðum til jóla en fer væntanlega á veiðar fyrir nýj- an eiganda strax á næsta ári. Aflinn verður unnin hjá rækjuverksmiðju Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. Kristján Ásgeirsson segir það verð sem fékkst fyrir togarann mjög ásættanlegt fyrst skipið verði áfram á Húsavík. Nýr togari Höfða hf., keyptur frá Grænlandi, kem- ur til Akureyrar í dag þar sem hann verður tekin í slipp. GG Efsta svæöi Vatnsdalsár: Sex buðu Veiðifélag Vatnsdalsár í A- Húnavatnssýslu óskaði á dögunum eftir tilboðum í veiði- rétt í efsta svæði árinnar, frá Stekkjarfossi að Dalsfossi, í sumar. Sex tilboð bárust, það hæsta 400 þúsund krónur, frá Gesti Árnasyni og Brynjólfi Markússyni, sem einnig eru með afganginn af vatnasvæði árinnar á leigu. Næsta tilboð var 371 þúsund en önnur lægri. Að sögn Magnúsar Ólafssonar á Sveinsstöðum, formanns Veiði- félags Vatnsdalsár, er svæðið sem um ræðir u.þ.b. 1400 m að lengd og er þar leyfð ein stöng í tvo mánuði hvert sumar. Fyrir 13 árum var byggður laxastigi í Stekkjarfoss, sem fram að því hafði verið efsti staður sem lax komst að, og þá opnaðist þetta svæði sem nær upp að Dalsfossi. Þeir aðilar sem stigann byggðu hafa síðan verið með svæðið á leigu en höfðu ekki áhuga nú. Á svæðinu hafa verið að veiðast 20-90 laxar á hverju sumri og er svæðið mjög skemmtilegt að sögn Magnúsar. HA gardínur frá kr. 740,- KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.