Dagur - 13.12.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 13.12.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 13. desember 1995 LEIPARi —-—--------------- Sókn að marki ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (Iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavfk vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 Við lifum í heimi þar sem breytingarnar eru örar og tæknin seilist inn á ný og ný svið. Valkostimir em tveir, annað hvort að líta á þróunina þannig að hún komi landi eins og íslandi ekkert við eða hitt að fylgja henni eftir og sjá út sóknarfærin. Ríkisstjórn íslands hefur nú valið síðari kostinn og samþykkti á fundi í fyrri viku að skipuð verði nefnd til að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um mótun stefnu fyrir íslenska upplýsingaþjóðfélag- ið næsta áratug. Þessi stefnumótun hafi að markmiði að ný upplýsinga- og fjarskiptatækni verði á sem bestan hátt nýtt í þágu efnahags- legra framfara og uppbyggingar í atvinnulífinu, vísindarannsókna, lista og hvers kyns menning- armála. Með slíkri stefnumótun verði unnt að vinna markvisst að hagnýtingu nýrrar upplýs- inga- og fjarskiptatækni til að bera uppi vöxt efnahagslífsins á komandi árum og tryggja öllum landsmönnum fullan og jafnan aðgang að gæð- um hins nýja þjóðfélags. Það er óvarlegt að tala um óþrjótandi auðlind- ir þjóða. íslendingar búa yfir auðlindum í hafi og á landi sem eru vissulega gjöfular en viðkvæmar og þess vegna þarf að horfa út um framrúðuna eftir nýjum stoðum. Tæknibreytingar á upplýs- inga- og fjarskiptasviðinu munu spila þarna stórt hlutverk enda gera þær að verkum að fjarlægðir sem áður virtust óyfirstíganlegar hindranir eru nú úr vegi og aðgangurinn að þekkingarbrunn- um gjörbreyta atvinnuháttum og samskiptum manna á meðal. Landfræðileg lega íslands er á vissan hátt kostur en í viðskiptalegu tilliti er hún ókostur. Greiðari leíðir fyrir upplýsingar og sam- skipti breyta þessu og gera minni fyrirtækjum kleift að seilast inn á markaði sem þau hefðu ella ekki ráðið við. Ef tekst að nýta þessar tækni- breytingar í þágu efnahagslegra framfara og uppbyggingar í atvinnulífinu, til vísindarann- sókna, mennta, lista og menningarmála almennt hafa sóknartækifærin verið vel nýtt. Lögmálin eru ekki önnur en í íþróttunum; mörkin koma ekki nema sótt sé að marki. Sáttín náðist? „Jörðin er ekki stór í alheiminum, Húsavík er ekki stór á íslandi og tann- læknastofan á Húsavík er lítil miðað við Húsavík alla,“ segir Helgi í grein sinni. Jörðin er ekki stór í alheiminum, Húsavík er ekki slór á íslandi og tannlæknastofan á Húsavík er lítil miðað við Húsavík alla. Átök og valdabarátta eru víða og meðal annars hér á Húsavík, ekki síst á tannlæknastofunum. Maður getur samglaðst öllum þeim sem ná sátt- um í deilum og það er gleðilegt ef sáttir hafa náðst í valdabaráttu tannlæknanna og þeir geti nú skipt með sér verkum, deilt og drottnað á Húsavík í fullri sátt. Sáttin náð- ist um það, hjá þessum tveimur pólitísku oddvitum sinna flokka, að láta ekki fara fram nauðsynlega og ítarlega úttekt á tveimur burð- arásum í húsvísku atvinnulífí, út- gerð og fiskvinnslu áður en end- anleg ákvörðun er tekin um sam- einingu fyrirtækjanna. Þeir hafa báðir gengið með þessa hugmynd í maganum frá því fyrir síðustu bæjarstjómarkosningar, sett sér það sem stefnu og markmið á þessu kjörtímabili. Það virðist einu gilda hvot slík sameining er skynsamleg fyrir Húsvíkinga eða ekki, það þarf ekki einu sinni að skoða það hvort slík sameining er skynsamleg. í tillögu þeirri sem meirihluti G-lista og B-lista hafði náð samkomulagi um voru þrjú ákvæði sem settu brestinn í meiri- hlutasamstarfíð. Við nánari athug- un B-listans á tillögunni gátu þeir ekki sætt sig við hana og skáru úr henni ákvæði um úttekt og skoðun á fyrirtækjunum áður en endanleg ákvörðun er tekin um sameiningu félaganna. Pau ákvæði eru: a) Að mat fari fram á arðsemi hlutafjáreignar í framtíðinni hjá hvoru fyrirtæki um sig og sam- einuðu fyrirtæki. b) Að áhættumat verði gert, þar sem sérstök skoðun fari fram á tapþoli fyrirtækjanna hvors fyr- ir sig og sameinuðu. d) Að veðhæfni fyrirtækjanna verði metin. „Maður getur samglaðst öllum þeim sem ná sátt- um í deilum og það er gleðilegt ef sáttir hafa náðst í valdabaráttu tann- læknanna og þeir geti nú skipt með sér verkum, deilt og drottnað á Húsavík í fullri sátt.“ Tilgangur með mati á arðsemi er sá, að verði hlutabréf sett á al- mennan markað er nauðsynlegt bæði fyrir þá sem eru að selja bréfin, svo og þá sem ætla að kaupa, að fá sem bestar upplýs- ingar um væntanlega arðsemi bréfanna. Eftir því sem arðsvonin er meiri, þeim mun líklegra er að bréfin seljist á viðunandi verði. Þess vegna er bæði rétt og skyn- samlegt að láta fara fram mat á væntanlegri arðsemi fyrirtækj- anna. Eins og allir vita þá eru sjávar- útvegur og fiskvinnsla sveiflu- kenndar atvinnugreinar. I þeim verðsveiflum sem eiga sér stað á mörkuðum er oft stutt milli hagn- aðar og taps og áhættan meiri en þar sem stöðugleiki ríkir. Þess vegna ættu allir að geta verið sam- mála um það að áhættumat verði gert áður en til sameiningar kem- ur. Skoðun á veðhæfni fyrirtækj- anna er nauðsynleg. Bæði fyrir- tækin hafa staðið í miklum fjár- festingum á þessu hausti og ljóst að greiðslustaða getur orðið erfíð í næstu framtíð. Komi til þess að fyrirtækin tapi á rekstri sínum þarf að brúa það bil með lántökum. Slík lántaka er ekki fyrir hendi nema veð séu fyrir þeim lánum sem þarf til að brúa rekstrartapið. Ef niðurstaða slíkrar skoðunar er jákvæð, þannig að nýir fjárfest- ar og núverandi eigendur geti vænst þess að fá arð af hlutabréf- um sínum í framtíðinni og áhættan ekki þess eðlis að menn geti átt von á að tapa því sem þeir eiga eða kaupa í félaginu, þá er enginn á móti sameiningu fyrirtækjanna. Þá er bæði rétt og skynsamlegt að sameina fyrirtækin og að því gætu allir staðið. Má þessi athugun á fyrirtækj- unum ekki fara fram áður en gengið er til sameiningar félag- anna? Eru menn hræddir við að niðurstaða framangreindrar skoðunar á fyrirtækjunum geti leitt það í ljós að markmið með sameiningu náist ekki? Að staða þeirra sé einfaldlega ekki nógu góð og traust? Það er oft sem menn stefna að því að gera eitthvað ákveðið á ákveðnum tíma og oft þurfa menn einnig að víkja frá þeirri stefnu. Til dæmis ákveða sjómenn að kveldi dags að fara á sjó daginn eftir. Þeir hlusta á veðurspána og fara ef veður reynist nógu gott. Þeir fara ekki ef veður er tvísýnt þannig að menn og skip séu í hættu. Ef þeir færu nú samt á sjó- inn með illum afleiðingum, gæt- um við Húsvískir borgarar verið sammála um það að betra hefði verið fyrir þá að hlusta betur á veðurspána. Það er nauðsynlegt að ofan- greind úttekt á fyrirtækjunum verði gerð. Við skulum vona að niðurstöður þeirrar úttektar leiði það í ljós, að sameining fyrirtækj- anna geti leitt til öflugs almenn- ingshlutafélags, þar sem hlutabréf ganga kaupum og sölum á hluta- bréfamörkuðum og þannig komi nýtt fjármagn inn í sameinað fé- lag. Ef slík úttekt er neikvæð, þá verður að bíða enn um sinn meðan verið er að styrkja rekstur og stöðu félaganna og gera þau hæf á hlutabréfamarkaði. Helgi Krist jánsson. Höfundur er starfsmaður Höfða hf. á Húsavík. ■* 9B m ■■ || 1ty Ný snyrtivöruverslun Akureyri Snyrtivöruverslunin Ilmur hefur hafið rekstur í göngugötunni á Akureyri, Hafnarstræti 98. Verslunin var opnuð 1. desember sl. Eigandi verslunarinnar er Áslaug Borg, snyrti- og förðunarfræðingur. Hún er á meðfylgjandi mynd sem tekin var í versluninni. Ilmur býður m.a. upp á þekkt merki úr snyrtivöruhciminum eins og Dior, Clarins, Orl- ane, No 7 og No Name. Mynd: bg Skákfélag Akureyrar: Góð þátttaka í hraðskák- inni hjá þeim yngstu - mót fyrir 45 ára og eldri annað kvöld Jón Björgvinsson varð bikarmeist- ari Skákfélags Akureyrar á dögun- um en næstir á eftir honum í mót- inu komu Þór Valtýsson og Sig- urður Ingason. Öðru stóru móti hjá Skákfélagi Akureyrar er ný- lokið en þar voru á ferðinni yngstu skákmennimir í hausthrað- skákmóti bama og unglinga. Þátt- takendur voru 24 og tefldu saman í einum flokki, 7 umferðir eftir monradkerfi. Eftirfarandi eru úrslit úr mót- inu: 13-15 ára 1. Bjöm Finnbogason 13 vinn. af 14 2. Loftur Baldvinsson 13 vinn. af 14 3. Jón Áki Jensson 8,5 vinn af 14 10-12 ára 1. Egill Öm Jónsson 10 vinn. 2. Valgarður Reynisson 8 vinn. 3. Sigfús Arason 7,5 vinn. 4. Gísli Grétarsson 7,5 vinn. Stúlknaflokkur 1. Stella Christensen 8 vinn. 2. Anna Kristín Þórhallsdóttir 7 vinn. 3. Inga Kristín Jónsdóttir 5,5 vinn. Magnea Finnbogadóttir fékk verð- laun í yngri flokki stúlkna. 9 ára og yngri 1. Hjálmar Freyr Valdimarss. 5,5 vinn. 2. Ragnar Sigtryggsson 3,5 vinn. Næsta mót hjá Skákfélagi Ak- ureyrar verður annað kvöld þegar flautað verður til leiks í 10 mín- útna móti fyrir 45 ára og eldri. Mótið hefst kl. 20.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.