Dagur - 13.12.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 13.12.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 13. desember 1995 Verk^lýðsfélag Austur-Húnavatnssýslu: Átelur launanefnd Á félagsfundi f Verkalýðsfélagi Austur-Húnvetninga fimmtudaginn 7. desember sl. var eftirfarandi sam- þykkt: 1. Fundurinn átelur harðlega vinnubrögð meirihluta launanefndar að opinbera ekki niðurstöðu sína fyrr en á síðasta starfsdegi nefndarinnar. 2. Með áðumefndum vinnu- brögðum voru mörg verkalýðsfélög sett í algjört tímahrak með af- greiðslu á uppsögn samninga en hjá mörgum þeirra var uppsögn bundin því að launanefndin segði ekki upp, því var ekki hægt að afgreiða málið i’yrr en launanefnd hefði lokið störf- urn. 3. Ljóst er að ef þing Alþýðu- sambands Norðurlands og Verka- mannasamband íslands hefðu ekki tekið jafn harða afstöðu í kjaramál- um og raun var á hefðu atvinnurek- endur aldrei tekið lásinn af töskun- um sínum hvað þá opnað þær og ríkisstjómin trúlega svikið enn meira en hún ætlaði í upphafi að gera. 4. Verkalýðsfélag A-Hún. telur af marg fenginni reynslu að verka- lýðsfélögin eigi eingöngu að semja við vinnuveitendur í komandi samn- ingum. Standi ríkisstjórnin sig hins vegar ekki að mati verkafólks hefur launafólk á íslandi alla burði til að gera ríkisstjóm það skiljanlegt í al- þingiskosningum. AKRA FLJÓTANDI S M ) Ö It I I K I Nýr og spennandi möguleiki í alla matargerð • Inniheldur hollustuolíunay rabsoltu Þœvilevt beint úr ægilegt beit kœliskápnum mmggmmm umMS SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRI i n a a ð m a t b ú a Nýr kór á Akureyri Merkisatburður átti sér stað í tónlistarlífi Akureyrar miðvikudaginn 6. desem- ber. Nýr kór, Kór Tónlistarskólans á Akureyri, hélt sína fyrstu tón- leika í Akureyrarkirkju undir stjóm Michaels Jóns Clarkes. Með kómum komu fram einsöngvar- amir Hildur Tryggvadóttir, sópr- an, og Björg Þórhallsdóttir, mezzósópran. Einnig komu fram á tónleikunum Jacqueline Simm, óbóleikari, Richard Simm, sem lék á orgel, og kammerhljómsveit. Fyrra verkið á tónleikunum var Konsert fyrir óbó og strengi í B- dúr HWV 301 eftir G. F. Handel. Verkið er í fjórum köflum, Ad- agio, Allegro, Siciliano og Vi- vace. Jacqueline Simm lék ein- leiksþætti óbósins af fullu öryggi og með styrkum tóni, sem náði jafnan vel að bera af undirleik hljómsveitarinnar og orgelsins. Rétt kom þó fyrir, að ívið skyggði á einleikarann vegna heldur mikils styrks í undirleik. Hljómsveitin stóð sig með prýði í langflestu tilliti. Fiðlur vom hreinar og bjartar í innleik upphafskaflans, vel samtaka í Al- legro- og Vivaceköflunum og skemmtilega lifandi í þriðja kafla, Siciliano. Einkum nutu strengir sín í sérhlutum sínum, en nokkuð bar á því, að glans færi af, þegar hljómsveitin lék undir með einleik óbósins. Síðara verkið á tónleikunum var Gloría f D dúr RV 589 eftir Antonio Vivaldi. Kórinn hóf flutning sinn á þróttmiklu Glorfa. Tónn hans er opinn og óþvingað- ur. Kvennaraddir eru vel bjartar og greinilega með góða tónhæð. Karlaraddimar eru breiðar og full- ar og gefa allvel viðunandi gmnn, sem þó hefði mátt vera nokkru þéttari, en karlasveitin er heldur fáliðaðri en vera mætti í þessum liðlega fjörtíu manna kór. Aðrir kórkaflar, sem skiluðu sér vel voru til dæmis Gratias ag- imus tibi og Propter magnam, sem kórinn flutti af þrótti og gleði, og Domine Fili, sem kórinn söng ákveðið og í góðum takti. Einna lakast tókst flutningur síðasta kaflans: Cum sancto Spiritu. í hann skorti bjarma og var ekki laust við dálítið loðinn brag. Hildur Tryggvadóttir og Björg Þórhallsdóttir sungu dúettinn Lau- TÓNLI5T HAUKUR ÁCÚSTSSON SKRIFAR damus te með verulegum glæsi- brag. Hildur Tryggvadóttir söng aríuna Domini Deus, res caelestis. Flutningur var öruggur, en rödd söngkonunnar dálítið mött á köfl- um og ekki laust við að hún leitaði aftur. Björg Þórhallsdóttir söng aríurnar Domine Deus, agnus Dei og Qui sedes ad dexteram Patris. Einnig hér var flutningur ömggur, Tímarit Máls og menningar, 4. hefti 1995, er komið út. Það er að hluta til helgað því að hundrað ár eru liðin frá því fyrsta kvikmyndin var sýnd opin- berlega. Þorvarður Amason ritar ítarlega grein um eðli kvikmynd- arinnar og spyr m.a. hvort sú kvikmyndamenning sem við erum vön sé að líða undir lok með til- komu yfírstandandi tæknibylting- en fyrir kom að röddin lfkt og reikaði á tónum. Bæði Hildur og Björg vom ekki í sínu besta formi og er þar ugglaust að hluta til að leita skýringa á göllum í flutningi þeirra. Hljómsveitin gerði almennt vel í flutningi Gloríunnar. Smávegis óri var þó í leik hennar á nokkrum stöðum, svo sem í Et in terra pax, og lítils háttar þungi lagðist yfir í til dæmis Quoniam tu solus. Vel var hins vegar leikið í til dæmis köflunum Laudamus te, Domini Fili, Qui sedes ad dexteram Patris og lokakaflanum: Cum sancto Spiritu. Cellóleikarinn átti falleg- an leik í Domine Deus, agnus Dei, og óbóleikarinn ekki síður í kafl- anum Domini Deus, res caelestis. Stjóm Michaels Jóns Clarkes var ákveðin og lifandi. Hann virt- ist hafa hið besta samband við alla flytjendur og nýtti vel blæbrigði bæði hjá hljóðfæraleikurum og söngfólki. Það er full ástæða til þess að óska Tónlistarskólanum á Akureyri til hamingju með vel lukkaða fyrstu kynningu á hinum nýja kór sínum. Hann virðist lfk- legur til góðra verka og er ánægjuleg viðbót í tónlistarflóru Akureyrarbæjar. ar. Þá setur Sigurjón B. Hafsteins- son íslenskar heimildamyndir undir smásjá, spyr hvort þær leiti sannleika eða smíði ímynd, og leiðir m.a. rök að því að þær eigi meira skylt við áróðursmyndir eins og tíðkuðust í austantjalds- löndunum en nútíma heimilda- myndir. Skáldskapurinn kemur víða að að þessu sinni; ljóð eftir Vaclav Havel forseta Tékklands og Stefán Gíslason sveitarstjóra á Hólmavík og smásögur eftir frönsku höfund- ana Michel Tournier og Pascal Quignard, auk sögu eftir rúss- neska skáldjöfurinn Anton Tsjek- hov. Flutningur bundins máls nefn- ist grein eftir Helga Hálfdánarson, en þar fjallar hann um vanda þess að lesa upp ljóð svo vel fari. Norræn fommenning í Banda- ríkjunum og Rússlandi er við- fangsefni tveggja greina í tímarit- inu. Jón Karl Helgason skrifar um það hvernig Njála var kynnt Bandaríkjamönnum á ofanverðri síðustu öld og Árni Bergmann fjallar um tilraun Maxíms Gorkíjs til að skrifa víkingaleikrit um það bil sem rússneska byltingin stóð sem hæst. Loks má nefna yfirlitsgrein yfir íslenskar skáldsögur sem komu út 1994 og ritdóma á sínum hefð- bundna stað. Tímarit Máls og menningar, 4. hefti 1995, er 128 bls. TMM kem- ur út fjórum sinnum á ári og kost- ar ársáskrift 3.300 kr. Ritstjóri er Friðrik Rafnsson. X íslenskt SSjátakk Eflum atvinnu Verkalýðsfélagið Eining, Eyjafirði. Iðja, félag verksmiðjufólks Akureyri og nágrenni. Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri. Félag byggingamanna Eyjafirði. Félag málmiðnaðarmanna Akureyri. Sjómannafélag Eyjafjarðar. \= Rafvirkjafélag Norðurlands. Eftirm innilega gott BRAGA KAFFI - íslenskt og ilmandi nýtt Tímarít Máls og menningar komíð út

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.