Dagur - 27.01.1996, Page 12

Dagur - 27.01.1996, Page 12
12 - DAGUR - Laugardagur 27. janúar 1996 JÖRÐIN OKKAR Gamlir hlutir í nýjum höndum Hver kannast ekki við að eiga hirslur fullar af gömlu dóti, sem ekki er þörf fyrir á heimilinu? Margir eiga í vandræðum með gamalt dót sem þeir tíma ekki að henda en þurfa engu að síður að losna við. Stundum enda þessir hlutir á ruslahaugum en í flestum tilfellum er þó hægt að losna við gamalt dót á annan hátt og stund- um er jafnvel hægt að hafa nokkrar krónur upp úr krafsinu. Dagur fór á stúfana og leitaði uppi aðila á Norðurlandi sem taka við gömlu dóti og komst að því að ekki er aðeins hægt að losna við húsgögn og heimilistæki heldur tekur Rauði krossinn við gömlum fótum árið um kring, fombókasölur geta hlaupið undir bagga ef einhver þarf að losna við bækur og gömlu leikföngin barnanna gætu nýst einhverri dagmömmu. Ruslahaugurinn ætti því að vera neyðarúrræði og að- eins fyrir hluti sem eru ekki bara gamlir heldur líka illa famir eða ónýtir. En lítum nánar á hvert er hægt að snúa sér til að losna við gamla dótið. Innbú: Á flestum þéttbýlisstöð- um á Norðurlandi eru gefin út fréttabréf og/eða sjónvarpsdagskrár og smáauglýsingar í slíkum blöðum gegna mikilvægu hlutverki þegar þarf að kaupa eða selja notað innbú. Þessar auglýsingar eru þó ekki eini valkosturinn því sums staðar hefur verið komið á fót búðum sem kaupa og selja notað innbú. Ein slík búð, Notað innbú, hefur verið rekin á Akureyri síðan 1989 og segir um aðstoðar Rauði krossinn íslend- inga sem vantar föt, t.d. ef fólk missir allt sitt í bruna eða náttúru- hamförum, en stærstur hlutinn er sendur í hjálparstarf erlendis. Leikföng: Á leikskóladeild Ak- ureyrar fengust þær upplýsingar að leikskólar tækju yfirleitt ekki við notuðum leikföngum enda henta leikföng sem notuð eru í heimahús- um ekki endilega á leikskólum þar sem mörg böm eru. Dagmæður hafa þó margar tekið notuðum leik- föngum feginshendi þó ekki sé um neinar skipulagðar safnanir að ræða. Notað innbú, gömul föt, leikföng og bækur eru meöal þeirra hluta sem margir tíma ekki að henda. Þeir sem þurfa að losna við gamlar bækur geta t.d. reynt að selja þær fornbókasölum. Sveinn Rafnsson, eigandi búðarinn- ar, að töluverð hreyfing sé á þessum markaði og flest sem fólk kemur með seljist. „Við tökum við öllu milli himins og jarðar," segir hann og nefnir sem dæmi húsgögn, sjón- vörp, hljómflutningstæki, sauma- vélar, veggmyndir, rúm, þvottavélar og ísskápa. „Þetta virkar í rauninni eins og á bílasölu. Fólk kemur hingað með hluti og þegar þeir hafa selst fær fólk peningana en búðin tekur ákveðna prósentu,“ segir Sveinn. Hann segir viðskiptavini sína ekki vera bara frá Akureyri heldur komi fólk víða að frá Norðurlandi og hann hafi meira að segja skipt við fólk lengra að, t.d. frá Isafirði, enda fáar svona búðir á landinu utan Reykjavíkur. Dagur hefur heimildir fyrir búð á Sauðárkróki sem einnig kaupir og selur notaða hluti en ekki náðist í eiganda þeirrar búðar. Föt: Margir hafa vanist því að safna saman gömlum fötum og gefa þau í safnanir hjá ýmsum félaga- samtökum. Rauði krossinn tekur við fötum allan ársins hring en flest önnur samtök taka aðeins við fötum ákveðinn tíma ársins þegar sérstak- ar safnanir eru í gangi. Deildir Rauða krossins eru starfandi í flest- um byggðarlögum og er hægt að skila fötunum þangað. Hver deild sér síðan um að senda fötin til Akraness þar sem þau eru lagfærð, flokkuð og þeim pakkað áður en þau eru send út í heim. Stöku sinn- Bækur: Bækur eru annars eðlis en föt að því leyti að þó nýjar bæk- ur bætist í safnið standa þær gömlu fyrir sínu. Bækur taka engu að síður pláss og því getur komið fyrir að fólk þurfi að losna við gamlar bæk- ur. Þegar svo stendur á eru fom- bókasölur góður kostur. Fombóka- búðin Fróði á Akureyri kaupir gamlar bækur eða selur í umboðs- sölu ef um mjög dýrar bækur er að ræða. Olga Ágústsdóttir, eigandi búðarinnar, segir að margar ástæður geti legið að baki þegar fólk þarf að selja bækur. Stundum sé um dánar- bú að ræða eða fólk sé að flytja í minna húsnæði. Hún segist þó ekki kaupa eina og eina bók sem einhver vill losna við eftir jólin heldur kaupi hún bókasöfn eða ef fólk er með nokkra kassa af gömlum bókum. Olga vissi ekki um fleiri fombóka- sölur á Norðurlandi en segist skipta við fólk allt frá Húsavík og vestur á Sauðárkrók. AI UTAN LAND5TEINA ELSA JÓHANNSDÓTTIR Forrest Grump! Það er óhætt að segja að leikarinn Tom Hanks sé dálítið fúll í skapi þessa dagana. Að vera álitinn góði gæinn í Hollywood setur pressu á kappann og eitthvað virðast taug- amar að vera að gefa sig. Hanks vinnur nú að mynd sem hann leik- stýrir sjálfur og er það jafnframt í fyrsta skipti sem hann sest í leik- stjórastólinn. Þar sem fólk álítur hann svo stórkostlegan leikara og að allt sem hann snertir verði full- komið, er maðurinn undir miklu álagi við að gera myndina sem besta úr garði. Þeir sem vinna með honum að myndinni, sem nefnist „That Thing You Do“, eru nú að gefast upp á þessari taugaveiklun í leikstjóranum. Hanks æpir á leik- arana í tíma og ótíma, að þeir séu hæfileikalaus fífl og hótar öðm hverju að reka allt pakkið ef eitt- hvað fer úrskeiðis. Fyrir vikið hef- ur hann fengið viðumefnið „Forr- est Grump“, sem gæti útlagst sem Forrest fýlupúki og það á svo sannarlega við nú. Og þyí má ekki gleyma að eiginkonan, Rita, fékk hlutverk í myndinni en leikur hennar er óaðfinnanlegur, að sjálf- sögðu. Samt ganga sögur um að þau rífist eins og hundur og köttur og ekki er það nú gott fyrir heilsu eiginkonunnar þar sem hún er komin að því að fæða þeirra ann- að bam. Einn af leikarahópnum lét þessi orð falla um kvalara sinn: „Tom er eins og gangandi tfma- sprengja og einhvem daginn fer hann gjörsamlega yfir um. Við höfum miklar áhyggjur af honum, auk þess að vera að gefast upp á þessum sífelldu hótunum. Hann hlýtur að enda á spítala, maður- inn!“ • Leikarinn George Clooney (bamalæknirinn Doug Ross) ætl- aði heldur betur að vera kaldur gæi á skemmtistað í Santa Monica um daginn. Þar ætlaði hann að sýna tveimur glæsipíum hvemig ætti að slökkva á sígarettustubb með því að stinga honum upp í sig. Clooney hefur líklega ekki æft sig nógu vel því hann rak upp skaðræðisöskur og hljóp heim með skaðbrennda tungu. Nú situr hann víst heima og bryður klaka... • Eriq La Salle (skurðlæknir- inn Peter „brosir aldrei" Benton) var við upptökur með einni leik- konu þáttanna, Gloriu Reuben, og þegar kossinn stóð sem hæst hrinti hún honum allt í einu frá sér og hvæsti: „Oj, hann er með tyggjó! Eriq varð skömmustulegur á svip og dró síðan stærðar tyggjó út úr sér um leið og hann baðst afsök- unar. Sagðist hafa fengið sér hvít- lauksríka máltíð í hádeginu og ætlaði að eyða bragðinu. Leikkon- an lét hann sverja að mæta aldrei aftur með tyggjó næst þegar þau þyrftu að kyssa hvort annað! Sögur af Bráðavaktínní

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.