Dagur - 27.01.1996, Blaðsíða 15
Laugardagur 27. janúar 1996 - DAGUR - 15
Gerður Pálsdóttir með sýnis-
horn úr kortasafninu en alls á ^
hún um 16.000 kort. Myndir: AI
„Ég safna öllum íslenskum kort-
um sem hér hafa verið til sölu.
Síðan safna ég póstkortum, sér-
staklega íslenskum, en líka út-
lendum sem voru í verslunum
og gengu milli manna fram und-
ir stríð.“
Það er Gerður Pálsdóttir, hús-
freyja í Eyjafjarðarsveit, sem
mælir þessi orð. Gerður hefur ver-
ið búsett norðanlands frá árinu
1947 en maðurinn hennar, Friðrik
Kristjánsson, er frá Ytri-Tjömum
á Staðarbyggð. Hún er hússtjóm-
arkennari að mennt og hefur m.a.
kennt á Laugalandi og við Verk-
menntaskólann á Akureyri en er
hætt kennslu. Hús þeirra Gerðar
og Friðriks er staðsett í litlum
byggðarkjama rétt sunnan við
Laugarborg og þar hafa þau búið
síðan árið 1977. Það var einmitt
stuttu eftir að þau fluttu í nýja
húsið sem Gerður byrjaði að safna
kortum fyrir alvöru.
Kortasafh Gerðar
„Ég hafði aldrei hent neinum
kortum og átti því 200-300 kort
þegar ég byrjaði. Eins átti ég um
100 kort sem vora frá fósturmóð-
ur minni,“ segir Gerður. Óhætt er
að segja að fjöldi kortanna hafi
margfaldast því nú á hún um
16.000 kort. Kortunum er öllum
snyrtilega komið fyrir í um 160
möppum sem þekja margar hillur
á heimilinu.
Kort úr ýmsum áttum
Gerður segir að kortin sem hún
eigi hafi hún fengið með ýmsu
móti. Sum hefur hún fengið frá
vinum og ættingjum og eins gefur
fólk, sem veit að hún er að safna,
henni kort. Hún skiptir af og til
við aðra safnara en segist þó ekki
vera virk í neinu safnarafélagi.
„Ég freistast líka stundum til að
kaupa kort frá kortasölum," segir
hún og dregur fram eitt slikt kort
sem hún keypti á 1600 krónur.
Stundum heyrir hún af kortum
sem fólk er að reyna að losna við,
t.d. úr dánarbúum, og hefur fengið
þónokkuð af kortunum sínum á
þann hátt. Fólk vill þó ekki alltaf
láta kortin og segir hún það full-
komlega eðlilegt en verst þyki
henni þegar búið sé að henda öll-
um kortunum áður en hún fær
tækifæri til að lýsa yfir áhuga sín-
um á að eignast þau.
Þó Gerður safni öllum kortum
er mestur fengur í þeim sem era
sérstök á einhvem hátt. Sjaldgæf-
asta kortið sem hún á er póstkort
með mynd af Hvammstanga og
veit hún bara um þetta eina eintak.
Hún segir að mikið sé um að gefin
hafi verið út fáein eintök af kort-
um, stundum nokkrir tugir eða
jafnvel aðeins eitt til tvö, og erfitt
geti verið að átta sig á hvað mörg
eintök séu til af hverju korti.
Elsta kortið er rúmlega 100 ára
og það fékk Gerður úr safni sem
Theodora Thoroddsen átti en kort-
in úr þessu safni eru meðal þeirra
korta sem Gerður heldur hvað
mest upp á. Kirkjumyndir á kort-
um eru einnig í uppáhaldi og í
safninu hennar eru 11 möppur
sem hafa eingöngu að geyma
póstkort með myndum af kirkjum.
Sex möppur eru líka notaðar undir
ljósmyndir af kirkjum og segir
Gerður að þær séu fáar kirkjumar
á landinu sem hún eigi ekki mynd
af.
Kortin segja sögu
Tilgangur kortasöfnunarinnar er
ekki bara sá að eignast sem flest
kort heldur segir Gerður að gaman
sé að skoða kortin vegna þess að
mörg þeirra segi ákveðna sögu,
sérstaklega kortin frá fyrri hluta
aldarinnar. Á íslandi var fyrst far-
ið að gefa út kort í einhverjum
mæli rétt eftir aldamótin 1900.
Myndefni kortanna var mjög fjöl-
breytt og vora gefin út kort með
myndum af landslagi, fólki og at-
burðum. Gerður segir myndimar
búa yfir margs konar fróðleik,
bæði um sögu þjóðarinnar, um
hvemig fólk klæddist og einnig sé
hægt að sjá hvernig bæir og kaup-
staðir hafi breyst. Dæmi um póst-
kort í eigu Gerðar sem eru frá
ákveðnum atburði er sería með
myndum frá konungsheimsókn til
íslands árið 1907.
Tvö kortanna sem Gerður fékk úr
safni Theodoru Thoroddsen. Efra
kortið er frá árinu 1911 en það
neðra er elsta kortið sem Gerður á.
Kortið var sent sem afmæliskort
þann 1. júlí 1895 og er því rúm-^
lega aldargamalt. W'
„Kortin í dag eru meira glans-
myndir af landslagi," segir Gerður
um þau kort sem nú er verið að
gefa út og segir hún greinilegt að
fyrst og fremst sé verið að höfða
til ferðamanna. Himinn sé yfirleitt
alltaf fagurblár á þessum póstkort-
um og myndefnið ekki jafn fjöl-
breytt og á eldri kortunum. Póst-
kortaútgáfa sé þó mjög lífleg og
útgefendur eins og Sólarfilma,
Edda foto og Litbrá gefi út fjölda
korta á ári hverju.
Auk kortanna safnar Gerður
líka myndum sem fylgdu með síg-
arettupökkum og kaffipökkum á
árum áður. í því myndasafni á hún
m.a. myndir frá fegurðarsam-
keppni Islands sem fylgdu með
kaffipökkum árið 1930 og þar er
einnig að finna seríu með fimmtíu
skipamyndum. Það kennir því ým-
issa grasa í safninu hennar Gerðar.
Vantar mörg kort
16.000 kort fara ekki sjálfkrafa í
möppur og Gerður eyðir töluverð-
um tíma í að skipuleggja safnið.
„Fyrst reyndi ég að flokka kortin
eftir því hver gaf þau út en gafst
fljótt upp á því,“ segir Gerður og
kvartar yfir því að á sum kortin
vanti nafn útgefenda. Einnig sé
erfitt að treysta á númerakerfi hjá
mörgum útgefendum. Sólarfilma
númeri t.d. kortin sín en ef eitt-
hvert kort sé tekið úr umferð
vegna lítillar sölu sé gefið út nýtt
kort á sama númer. Þetta geri
kortasöfnurum erfitt fyrir. En
kortin þarf samt að flokka og tók
Gerður á það ráð að raða þeim
saman eftir efnisflokkum frekar
en útgefendum.
Safn með 16.000 kortum er
óneitanlega myndarlegt en Gerður
segir að margir eigi þó stærra
safn, jafnvel allt upp í 30.000 kort.
„Mig vantar enn ntörg kort,“ segir
hún. A1