Dagur - 27.01.1996, Side 8

Dagur - 27.01.1996, Side 8
8 - DAGUR - Laugardagur 27. janúar 1996 Á hvcrjum morgni geta þeir sem vilja farið í leikfími. Myndir: AI Sveinn Sigurðsson (t.h.) og Garðar Jóhannesson eru ánægðir með matinn á Dalbæ. í heimsókn á Dalbæ - Dvalarheimili aldraðra á Dalvík Stefnan í öldrunarmálum á ís- landi hefur verið sú að gera fólki kleift að vera heima eins lengi og unnt er. Dvalarheimili aldraðra gegna þó enn mikil- vægu hlutverki fyrir eldra fólk sem treystir sér ekki að vera heima. Stundum heyrist sú skoðun að dvalarheimili af þessu tagi séu ekkert annað en geymslustaðir fyrir gamalt fólk sem sé ekki pláss fyrir lengur í þjóðfélaginu. Starfsfólk og vist- menn á Dalbæ, sem er dvalar- heimili aldraðra á Dalvík, myndu þó tæpast taka undir þá skoðun. Þrátt fyrir að árin séu orðin mörg hjá íbúunum var heilmikið líf í tuskunum þegar blaðamaður leit við í heimsókn fyrir skömmu og ekki annað að sjá en flestir hefðu nóg fyrir stafni. Dvalarheimilið Dalbær var byggt af Dalvíkurbæ og Svarfað- ardalshreppi og var heimilið tekið í notkun árið 1979. Fyrir nokkrum árum kom Árskógshreppur inn sem eignaraðili en heimilið er rek- ið með daggjöldum frá ríkinu. í fyrstu var heimilið eingöngu rekið sem dvalarheimili en síðar kom í ljós að þeir sem voru mikið las- Guðbjörg Vignisdóttir, forstöðumaður á Dalbæ. burða þurftu á annars konar þjón- ustu að halda og því var heimilinu skipt upp í dvalarheimilisdeild og hjúkrunardeild. Vistmenn á Dalbæ eru nú 44, þar af eru 20 á hjúkrun- ardeild og 24 á dvalarheimilis- deild. Auk þess að veita vistmönnum þjónustu er rekin dagvist á heimil- inu og getur gamalt fólk sem býr heima sótt ýmsa þjónustu á Dal- bæ. Fólk getur komið þangað og fengið sér að borða, tekið þátt í tómstundastarfi, farið í fótsnyrt- ingu og fleira. Boðið er upp á skipulagt félagsstarf alla virka daga og er dagskráin yfirleitt vel sótt. Auk vistmanna á Dalbæ koma að meðaltali milli 10 og 15 manns í dagvistina og stundum er fjöldinn enn meiri. Heimili fólksins Guðbjörg Vignisdóttir er for- stöðumaður á Dalbæ. Hún segir að starfsfólk á Dalbæ sé meðvitað um að þetta sé heimili fólksins og vinni með það markmið í huga að gera allt sem heimilislegast. „Þó er ekki hægt að neita því að þetta er stofnun en við reynum að láta stofnanaþáttinn ekki verða yfir- gnæfandi," segir Guðbjörg. Ann- að mikilvægt aðriði sem hún segir að lögð sé áhersla á er að virkja fólk til sjálfshjálpar. „Það verður þó erfiðara því meira lasburða sem fólk er orðið. Sú stefna í öldr- unarmálum að fólki sé gert kleift að vera heima lengur með aðstoð eins og heimilishjálp, heimahjúkr- un og dagvist, gerir það að verk- um að fólk er orðið meira las- burða en áður þegar það kemur inn á stofnun og því náum við þessari sjálfshjálp ekki eins vel upp.“ A Dalbæ er starfsfólk á vakt allan sólarhringinn alla daga árs- ins og þar vinna tæplega 50 manns í 27 stöðum. „Þetta er með stærri vinnustöðum í byggðarlag- inu,“ segir Guðbjörg. Um meðalaldur vistmanna seg- ir Guðbjörg að hann sé misjafn og þurfi ekki meira til en að einn aldraður vistmaður deyi og yngri vistmaður komi inn í staðinn til að meðalaldur lækki. „Það er heldur ekkert samhengi milli aldurs og hverjir eru á hjúkrunardeild," seg- ir hún og nefnir að elsti íbúinn um þessar mundir sé t.d. á dvalar- heimlisdeild en ekki á hjúkrunar- deild. AI Man ekkí eftir að mér hafí leiðst Júlíus Júlíusson er umsjónar- lagsstarfið á staðnum fellur blaðamann bar að garði var maður dagvistar á Dalbæ en fé- undir dagvistina. Daginn sem Júlíus önnum kafinn við að und- irbúa nýjung í félagsstarfinu, svokallaðan veðurklúbb. „Við ætlum að velta okkur upp úr veðrinu, ræða málin, skoða veðurspákort og fleira í þeim dúr,“ segir Júlíus, en klúbburinn er ekki síst hugsaður fyrir karla sem hafa minni áhuga á þeim föndurnámskeiðum sem boðið er upp á. Júlíus segir að erfiðara virðist að skipuleggja tómstundar- starf sem henti körlum og þetta sé tilraun til að koma til móts við þá karla sem hingað til hafa ekki fundið neitt við sitt hæfi í félags- starfinu. Júlíus er eini starfsmaður dag- vistar og sér því um akstur og ým- iskonar umhirðu sem tengist því fólki sem sækir dagvistina auk þess sem hann skipuleggur tóm- stundadagskrá fyrir fbúa á Dalbæ og þá sem koma á dagvistina. Hann segir einhverja skipulagða dagskrá vera alla virka daga. Á mánudögum sé t.d. alltaf bingó, einn dag í viku sé spiladagur og þriðjudaga og föstudaga sé föndur ◄ Júlíus Júlíusson ásamt Gunnari Júlíussyni, vistmanni á Dalbæ. en áætlað sé að veðurklúbburinn hittist á sama tíma og föndrið sé á dagskrá. Vinsælasta dagskráin sé hinsvegar samverustund á hverjum fimmtudegi. „Þá er lesin framhaldssaga, litið í blöðin og málin rædd. Eins erum við oft með vísu dagsins, brandara dags- ins, spumingakeppni og annað,“ segir Júlíus. Gamalt fólk ekki öðruvísi en aðrir Júlíus hefur unnið á Dalbæ í átta ár og segir starfið mjög gefandi. „Hver einasti dagur er skemmti- legur og spennandi og ég man ekki eftir að mér hafi leiðst,“ segir hann. Hann leggur áherslu á að gamalt fólk eigi að umgangast eins eðlilega og unnt sé. Margir fari að tala öðruvísi þegar þeir hitti gamalt fólk, sumir séu t.d. eins og þeir séu að tala við böm og það þyki honum fáránlegt. Gamalt fólk sé ekki öðruvísi en aðrir og því sé engin ástæða til setja sig í ákveðnar stellingar í samskiptum við þá sem eldri eru. AI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.