Dagur


Dagur - 01.02.1996, Qupperneq 1

Dagur - 01.02.1996, Qupperneq 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Vesturfarasafnið a Hofsósi: Viðbrögð hvar- vetna góð Undirbúningur Vesturfara- safnsins á Hofsósi er í full- um gangi. Nú er frágengið að frú Vigdís Finnbogadóttir mun opna safnið þann 6. júlí í sumar. Eins og frá var greint í Degi í gær hefur Sigluíjarðarbær keypt hlutabréf í safninu fyrir 200 þús- und krónur og fleiri aðilar hafa verið að koma að málinu. „Þetta er auðvitað afar sérstakt mál því það er inn í samstarfs- verkefni 11 þjóða og alveg nýr þáttur í sögu þjóðarinnar sem tek- inn er fyrir. Mönnum finnst tími til kominn að við tengjum þetta þjóðarbrot aftur við gamla landið og við á íslandi tökum í þá útréttu hönd sem þama er búin að vera áratugum saman,“ segir Valgeir Þorvaldsson á Vatni, sem unnið hefur að undirbúningi. Hann segist hvarvetna verða var við jákvæð viðbrögð í garð safnsins. „Ég var einmitt að fá bréf frá Háskólanum á Akureyri, þar sem menn lýsa sig reiðubúna að taka að sér ábyrgð og rann- sóknir á ættfræðiþættinum,“ segir Valgeir. Hann nefnir einnig til sögunnar öflug fyrirtæki á Akur- eyri. „Það sem er einnig mjög stórt atriði er að íslensk stjónvöld hafa tekið þetta upp á sína arma, hafa sýnt þessu góðan stuðning og hjálpað okkur með verkefnið." Varðandi viðbrögð vestanhafs segir Valgeir þau vera mjög góð. Nú er útlit fyrir að flugfélagið Canada 3000 hefji flug frá Winni- peg til Evrópu með viðkomu í Keflavík, allt að 8 sinnum í viku hverri, og það gæti skipt afar miklu máli varðandi möguleika Vestur-Islendinga að heimsækja Island. „Þetta er alger bylting á ferðamöguleikum ef þetta gengur eftir,“ sagði Valgeir. Éinnig verða Flugleiðir með beint flug til Hali- fax en þangað er reyndar talsvert löng leið frá mestu Islendinga- byggðunum í Kanada. Safnið er nú þegar farið að taka á sig endanlega mynd. Byggða- safn Skagfirðinga og Minjasafnið á Akureyri sjá um uppsetningu á sýningunni í húsinu og eru þegar byrjuð á því verki. HA Kaup NFO-Gruppen a Miklalaxi: Riftunarkrafa tekin fýrir 7. febrúar Riftunarkrafa skiptastjóra þrotabús Miklalax hf. í Fljótum á hendur kaupendum þrotabúsins, NFO-Gruppen í Lofoten í Noregi, var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur ný- verið en hún var þingfest 28. september 1995 Riftunar er krafist vegna van- efnda norska fyrirtækisins á kaup- samningi, sem hljóðaði upp á 25 milljónir króna og átti útborgun að vera 5 milljónir króna en aðeins hefur verið innt af hendi greiðsla að upphæð 2 milljónir króna og ekki gengið frá skuldabréfum til Byggðastofnunar vegna eftir- stöðvanna, 20 milljónum króna. Beðið var greinargerðar verj- anda NFO-Gruppen, sem barst í lok síðasta árs og var reynd sátta- meðferð hjá Héraðsdómi Reykja- víkur. Frestað var að taka endan- lega afstöðu til þess, og verður málið tekið fyrir að nýju 7. febrú- ar nk. Kristján Olafsson hrl., sem er skiptastjóri, segir að rætt hafi ver- ið um að losa norska fyrirtækið frá samningnum án þess að dómur gengi í málinu og er verjandi NFO-Gruppen að kanna það mál frekar. Þó er ekki líklegt að Norð- mennirnir samþykki að samingur- inn gangi til baka nema annar að- ili eða fyrirtæki komi í staðinn. Ekki er um mjög mikið magn að laxi að ræða í ræktun í kvíunum í Miklavatni og stefnt að því að slátra laxinum á vori komanda. GG Hann Helgi Héðinsson, trillukarl á Húsavík, var eitthvað að bjástra við sel um borð í trillunni sinni þegar ljósmyndari Dags labbaði eftir bryggjunni á Húsavík í gær. Veðrið hefur ekki verið að angra trillukarlana að undanförnu, síður en svo, en eins og fram hefur komið í fréttum fer hins vegar nýjasta reglugerðin um enn frekari takmarkanir á sókn smábáta, verulega fyrir bijóstið á trillukörlunum. Krókabátar mega hefja veiðar í dag. Óþh/Mynd: BG - reiknað með þrem til fjórum síldarsýningum á viku Eg reikna með að síldarsöltunarsýningar verði haldn- ar hér á Siglufirði þrisvar til fjórum sinnum í viku, allt næsta sumar. Þrjár ferðaskrifstofur hafa pantað sýn- ingar, sem eru vinsælar meðal erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands. Við höfum orð nokkurra farar- stjóra fyrir því að ferðamönnum sem þeir voru með hafi þótt tvennt eftirminnilegast í íslandsferð sinni; síldar- söltun á Siglufirði og að koma að Jökulsárlóni á Breiða- merkursandi,“ sagði Björn Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði, í samtali við Dag. Mikill fjöldi ferðamanna hefur komið til Siglufjarðar síð- ustu sumur og sótt söltunarsýningar sem félagar í Leikfélagi Siglufjarðar færa upp, þar á meðal nokkrir leikfélagar sem voru þátttakendur í hinu eina og sanna sílarævintýri forðum tíð. „Við bjuggumst fyrst í stað við því að sýningar þessar myndu helst höfða til Islendinga; svo sem þeirra sem voru á síld forðum daga. En þetta hefur vakið áhuga fleiri, meðal annars erlendra ferðamanna," sagði Bjöm. Síldardagskráin byrjar á myndasýningu, þar sem sýnt er og sagt hvaða áhrif sfldin hafi á þjóðarbúskapinn og einnig er málið í samhengi við viðskipti íslands við aðrar þjóðir. Síðan er Sfldarminjasafnið skoðað og endað á söltunarsýn- ingu, þar sem áhorfendum er boðið að borða vel smurt rúg- brauð með síld. „Þetta er heilmikil upplifun fyrir ferðamenn og þeim finnst þeir komast í nána snertingu við sögu þjóð- arinnar,“ sagði Bjöm Valdimarsson. Hann sagði hins vegar að enn hefði ekki verið ákveðið hvort um verslunarmanna- helgina í ár yrði staðið að hátíð á borð við Síldarævintýrið. „Við höfum staðið fyrir þeirri hátíð fimm ár í röð og nú er spuming hvað menn treysta sér í að gera. Hátíðin hefur að stóm leyti verið skipulögð af bæjaryfirvöldum, en við hefð- um viljað sjá fleiri koma að framkvæmdinni. Það eru skipt- ar skoðanir um hvað gera skuli.“ Það eru ferðaskrifstofumar Úrval Útsýn, Samvinnuferð- ir-Landsýn og Guðmundur Jónasson, sem hafa pantað síld- arsýningar í sumar. Þá hefur ferðaskrifstofan ísland - Safarí einnig verið í sambandi við Siglfirðinga, en hún hyggst í auknum mæli bjóða uppá gönguferðir um Tröllaskaga, þar á meðal í Héðinsfjörð. -sbs.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.