Dagur - 01.02.1996, Page 4

Dagur - 01.02.1996, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 1 .febrúar 1996 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SIMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON ((þróttir), BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK- SÍMIÁ SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS 464 3521 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 LEIÐARl------------------ Við kortamánaðamót Sagt er á að á íslandi haldi menn tvenn jól og samkvæmt þeirri kenningu eru seinni jólin að ganga í garð, kortajólin. Talsverð aukning varð í notkun greiðslukorta fyrir jólin miðað við sama tíma í fyrra, sem að hluta til má skýra á þann hátt að þessi nútímagreiðslumáti er sífellt að ryðja sér meira til rúms. En þessi aukning getur líka verið merki um síversnandi hag fjöl- skyldna og heimila og er miklu líklegri skýring. Stjórnmálamenn hafa talað mikið um versnandi stöðu heimilanna í landinu en ekki eru sjáan- legar neinar lausnir sem duga til að stöðva þró- unina. Spurningin er sú hvort hér sé ekki í upp- siglingu stærra mál en menn gera sér almennt grein fyrir, vandi sem næsta vonlaust verður að snúa ofan af ef svona heldur áfram. Hart hefur verið gengið að fjölskyldufólki á íslandi á undanförnum árum og áratugum. Skattabyrðin hefur verið þung og verðbólgufár- ið hefur skilið eftir sig stór sár sem seint gróa. Sú skýring er samt ekki einhlít því á seinni ár- um hefur framboð lánsfjár aukist og svo virðist sem alltof seint sé gripið í taumana þegar fólk tekur á sig skuldbindingar. Eitt eru nauðsyn- legar fjárfestingar í t.d. húsnæði en annað eru munaðarfjárfestingar þar sem fólk lifir hrein- lega langt um efni fram. í fyrra örlaði á við- brögðum í bankakerfinu og stofnanir kepptust við að kynna fyrir almenningi aðstoð í fjármál- um og ráðgjöf. Síðan hefur alltof lítið farið fyrir þessu starfi. Slíkt átak þyrfti að standa í nokkur ár ef vel á að vera en ekki fáeina daga eða vik- ur. Stór spurning er sú hvort skólakerfið þarf ekki að bregðast við og láta neytendamál meira til sín taka. Ráðherrar neytendamála á Norður- löndum voru á fundi sínum á dögunum sam- mála um nauðsyn þess. Rannsóknir í Svíþjóð og Noregi sýna að almenn þekking ungs fólks á fjárhagsmálum heimilanna er mjög lítil og ólík- legt er að niðurstaða slíkra rannsókna á íslandi yrði önnur. Opnari fjármagnsmarkaður og lána- markaður krefst hins vegar meiri kunnáttu þessa þjóðfélagshóps. Þama er hægt að bregð- ast við í forvarnarstarfinu en það breytir ekki hinu hversu illa er komið fyrir heimilunum. FRIA\ERKI SICURÐUR H. ÞORSTEINSSON íslensk írímerki áríð 1996 Nú er loks komin út áætlun fyrir út- gáfu íslenskra frímerkja árið 1996. Hljóðar áætlunin upp á tíu útgáfur með 21-23 frímerkjum samtals. Þann 7. febrúar kemur fyrsta út- gáfan nr. 335, sem eru tvö fuglafrí- merki teiknuð af Þresti Magnús- syni. Verðgildi þeirra verður tutt- ugu og fjörutíu krónur. Með mynd af Dílaskarfi og Húsönd. Sama dag- inn koma út tvö frímerki, útgáfa nr. 336, með myndum af málverkum, að verðgildi eitt hundrað og tvö hundruð krónur. Eitt hundrað króna málverkið er mynd Gunnlaugs Scheving (1904-1972), „Sjómenn í báti“, sem er olíumálverk í eigu Listasafns íslands. Hitt verðgildið upp á tvö hundruð krónur, er eftir málverki Kristínar Jónsdóttur (1888-1959), „Við þvottalaugam- ar“, sem einnig er olíumálverk í eigu Listasafns Islands. Það er Sig- ríður Bragadóttir sem hannar útgáfu þessara frímerkja. Þá verður þennan sama dag gef- in út gjafamappa með fjórum fugla- merkjum Þrastar, frá 1995 og 1996. Verður söluverð möppunnar 400 krónur. Evrópufrímerkin tvö koma svo út þann 11. apríl. Myndefni þeirra eru tvær þekktar konur frá upphafi þessarar aldar og verðgildi frí- merkjanna, sem Tryggvi T. Tryggvason hannar, er þrjátíu og fimm krónur og fimmtíu og fimm krónur. Þá verða einnig gefin út.tvö frímerkjahefti sitt með hvoru frí- merki og kosta þau því þrjú hundr- uð og fimmtíu og fimm hundruð og fimmtíu krónur stykkið. Konumar sem prýða þessi frímerki í hönnun Tryggva eru þær Ólafía Jóhanns- dóttir, sem á sínum tíma stofnaði Hvíta bandið og Halldóra Bjama- dóttir, sem var allt í senn, hand- menntakennari og skólastjóri á Svalbarðseyri og víðar, stofnandi og alla tíð ritstjóri ársritsins Hlínar, sem lengi kom út og var sérrit um hannyrðir og störf kvenna. Auk þess varð hún allra kvenna elst og lést 108 ára gömul á Blönduósi, fyrir nokkrum árum. Þá kemur út smáörk með póst- bflum, þann 14. maí. Þröstur Magn- ússon teiknar þessa smáörk eins og fyrri póstflutningstækja arkir. Einnig verður hún með átta frí- merkjum í örkinni, tveim af hverri gerð, jaðarprenti og sérstakri gjafa- möppu, sem þá er með riftökkuðum jaðar á tveim frímerkjunum lengst til vinstri. Það eru frímerkin sem notuð eru til þess að festa örkina í gjafamöppuna. Frímerkin verða að nafnverði þrjátíu krónur, því kostar hver örk tvö hundruð og fjörutíu krónur en gafamappan kemur til með að kosta fjögur hundruð krón- ur, Þröstur Magnússon hannar hana einnig. Næst verður svo Ólympíuleik- anna í Atlanta minnst með útgáfu fjögurra frímerkja þann 25. júní. Nafnverð frímerkjanna verður tutt- ugu, þrjátíu, fjörutíu og fimmtíu krónur. Það er Hlynur Ólafsson, sem hannar þessi frímerki. Þess skal getið að gjafamappa verður einnig gefin út með þessum frí- merkjum í. Útgáfa nr. 335A og 335B. Dílaskarfur og Húsönd í teikningu Þrastar Magn- ússonar. Útgáfa nr. 336A og 336B. Málverk þeirra Gunnlaugs Scheving og Kristínar Jónsdóttur. Útgáfustimplar tveggja fyrstu útgáfanna. Þann 3. september verða svo gefin út frímerki til að minnast þess að eitt hundrað ár eru frá komu St. Jósefssystra til íslands. Kaþólskt trúboð á Islandi hófst að nýju eftir siðabreytinguna, árið 1857 er Prop- aganda Fide sendi hingað trúboða frá Nordpolmissionen í Alta í Nor- egi. Keyptu trúboðarnir Landakot í Reykjavík árið 1859 og byggðu þar meðal annars litla kirkju. Hún varð svo síðar fyrsta sjúkraskýli systr- anna, sem voru algerir brautryðj- endur um rekstur sjúkrahúsa á ís- landi. Kemur því að 150 ára afmæli kaþólsks trúboðs á næsta ári. Ekki er enn ákveðið um verðgildi þessa frímerkis, en áætlað er að aðeins verði um eitt frímerki að ræða. Næst verður svo blokk á degi frímerkisins, sem verður á degi Leifs heppna, þann 9. október. Hvorki myndefni né hönnun er enn ákveðin, þegar þetta er ritað, en verð blokkarinnar er ákveðið tvö hundruð krónur. Sama dag kemur út afmælisfrímerki Menntaskólans í Reykjavík. Þann 5. nóvember koma svo út tvö jólafrímerki og virðist allt um þau óákveðið, nema að þau koma einnig út í frímerkjaheftum með tíu merkjum af hvoru frímerki, sem þar er sagt að nafnverði þrjátíu og þrjá- tíu og fimm krónur. Verður því ekki séð, að nein hækkun burðar- gjalda verði á þessu ári. Þennan sama dag koma út eitt eða tvö frímerki til að minnast dómkirkjunnar í Reykjavík. Þá kemur ársmappan fyrir árið 1996 út sama dag. Aðgengið bætt að Akureyrar- apóteki Aðgengi fatlaðra að Akureyrarapóteki í Hafnarstræti hefur nýlega verið bætt. Þeir sem bundnir eru við hjólastól eða eiga erfitt með að komast leiðar sinnar af einhverjum sökum ættu nú auðveldlega að komast í apó- tekið. Að sögn Böðvars Jónssonar apótekara var gerður flái úr göngugötunni og að dyrum apóteksins þannig að þangað er auðvelt að komast inn. Þá hefur einnig verið settur upp rofi, sem hægt er að opna dyrnar með. „Við fengum ábendingar frá viðskiptavinum okkar um að þessa væri þörf og höfum heyrt marg- ar þakklátar raddir að undanfömu,“ sagði Böðvar Jónsson apótekari. -sbs. Húsnæðisstofnun: Sendir út yfirlit vegna skattframtala Húsnæðisstofnun ríkisins hefur tekið upp þá nýbreytni að senda öllum lántakendum sínum, tæpleg 57 þúsund talsins, greiðsluyfirlit vegna skattframtala 1996. Þetta er gert til hagræðingar fyrir lántakendur hjá Byggingarsjóði ríkisins, Byggingarsjóði verkamanna og húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar. Á yfirlitinu er að finna upplýsingar um stöðu lána um áramót. Reitimir á yfirlitinu hafa tilvís- anir í skattframtalið sjálft og þurfa lántakendur aðeins að færa upplýsingar af yfirlitinu yfir á skattframtalið. Vaxtagjöld, sem lántakandi hefur haft á ár- inu vegna húsnæðiskaupa, mynda stofn til vaxtabóta og skiptir því miklu að rétt sé fært inn. Á yfirlitinu frá Húsnæðisstofnun getur framteljandi fundið upplýsingar um stöðu lán- anna sem skipta máli við útreikning vaxtabóta. Auk lána frá stofnuninni geta vaxtagjöld af öðr- um lánum, s.s. lífeyrissjóðs- og bankalánum, einnig myndað stofn til vaxtabóta.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.