Dagur - 01.02.1996, Blaðsíða 5

Dagur - 01.02.1996, Blaðsíða 5
BÆKUR Fimmtudagur 1. febrúar 1996 - DAGUR - 5 Daglegt brauð í mínu ungdæmi lærði ég þá mál- venju að brauð væri einungis það brauð sem við smyrjum, gróft eða fínt. Hjá mér var franskbrauð í mestu uppáhaldi, normalbrauð mat ég minnst. Kökur voru ekki brauð, nema þá vínarbrauð. Þegar ég kom hingað norður kynntist ég því að orðið brauð er einnig notað um sætabrauð, allur bakstur er kallaður brauð, kaffibrauð. í Fað- irvorinu, sem ég reyndar kunni áður en ég fluttist norður, kynntist ég hins vegar yfirfærðri merkingu orðsins, daglegt brauð var hlut- gervingur fyrir alla Ifkamiega fæðu sem ég þurfti. I þessari utan- bókarlærðu bæn bað ég Guð (og bið enn) um að sjá fyrir mínum líkamlegu þörfum, og get ég svo sannarlega staðfest að fyrir þeim hefur hann séð. Þegar ég svo skyggndist nánar í Biblíuna komst ég að því að Guð leggur áherslu á það að maðurinn Iifir ekki á brauði einu saman. Oft en vitnað í þetta, en orðin eru tek- in úr frásögninni af því þegar Jesús fór út í eyðimörkina og fast- aði þar í fjörutfu sólarhringa. Djöfullinn kom og freistaði Jesú, sem væntanlega var orðinn hungr- aður, og sagði honum að breyta steinunum í brauð úr því að hann væri almáttugur. Þá svaraði Jesús: „Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur á sérhverju orði, sem fram gengur af Guðs munni.“ Þarna kemur fram að við eigum svo sannarlega að borða verald- legt brauð, en til þess að halda lífi eilíflega verðum við einnig að innbyrða orð Guðs, sem er í Biblí- unni. A sama hátt og við neytum okkar veraldlega brauðs daglega þurfum við einnig að taka inn andlegu fæðuna daglega. Þessar línur skrifa ég vegna þess að mig langar nú að afloknu jólabókaflóðinu að vekja athygli á nýútkominni bók, sem ekki hefur farið mikið fyrir. Hún nefnist „Daglegt brauð“ og efni hennar eru stuttar kristilegar húgleiðingar fyrir hvern dag ársins. I bókinni er hið andlega brauð Biblíunnar, orð- ið „sem fram gengur af Guðs munni", framreitt rnjög aðgengi- lega í stuttum köflum, ein síða fyrir hvern dag. Þetta er því upp- lögð lesning fyrir hvern þann sem vill uppbyggjast daglega en hefur ekki dug í sér til að leggjast yfir lestur Biblíunnar. Auðvitað er Biblían kjarnafæðan, rúgbrauðið holla, sem allir ættu að lesa. En mörgum reynist það erfitt, finnst efnið tormelt og því er gott að fá þessa kjammiklu fæðu fínunna þannig að hún verði aðgengilegri og meira aðlaðandi, líkt og fransk- brauðið eða jafnvel vínarbrauðið. Ekki svo að skilja að í þessari ný- útkomnu bók hafi nokkuð verið slegið af boðskap Biblíunnar eða hann þynntur og gerður bitlaus. Ritningarstaðurinn í upphafi hug- leiðingar dagsins í dag, þegar þetta er skrifað, fjallar einmitt um orðið, Guðs orð, og er úr Hebrea- bréfinu: „Orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tví- eggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liða- móta og mergjar. Það dæmir hugsanir og hugrenningar hjart- ans.“ Ahrif orðsins eru tviþætt, það dæmir og það frelsar. Þessi boðskapur kemst vel til skila í umræddri bók. Fáum treysti ég betur til að fara rétt með fagnaðarerindið og koma því rétt og vel til skila en höfund- inum, norska guðfræðiprófessom- um Carl Fredrik Wislöff. Svo vill til að fyrir 30 árum naut ég leið- sagnar annarar bókar hans sem nefnist „Jeg vet pá hvem jeg tror“ eða Eg veita á hvem ég trúi. Hana las ég gaumgæfilega og komst að raun um að þar er boðskapur Biblíunnar rétt kynntur. Viljir þú neyta andlegrar fæðu daglega og kynnast boðskapnum skaltu nálg- ast bókina „Daglegt brauð“ eftir Carl Fredrik Wislöff. Ein blaðsíða er helguð hverjunt mánaðardegi Fyrst er ritningarstaður úr Biblí- unni og síðan kemur stutt en hnit- miðuð hugleiðing höfundarins. Textinn fer vel í höndum þýðand- ans, Benedikts Amkelssonar, og bókin er smekkleg í alla staði. Blaðsíðutalið er rúmlega daga- fjöldi ársins og útgefandi er bóka- útgáfan Salt. Einu hættu bókarinn- ar tel ég vera þá að hún kunni við mikla noktun að losna úr bandi. Bjarni E. Guðleifsson. KVIKMYNDIR Morgan Freeinan og Brad Pitt í hlutverkum sínuin í Seven. Á slóðum morðingja Gáfu til Rauða krossíns Þessir ungu herramenn á Akureyri, sem hér sjást, héldu á dögunum hlutaveltu og gáfu þá peninga sem söfnuðust til deildar Rauða krossins á Akureyri, alls 3.374 kr. A myndinni eru Styrmir Erlingsson, Almar Erlingsson og lengt til hægri Magnús Helgi Jakobsson. Mynd: -sbs. Borgarbíó: Seven Leikstjóri: David Fincher Aðalhlutverk: Morgan Freeman, Brad Pitt, Gwyneth Paltrow, Kevin Spacey. Græðgi, ágimd, leti, öfund, reiði, hroki, losti. Dauðasyndirnar sjö, rauði þráð- urinn í myndinni Seven, sem Borg- arbíó sýnir þessa dagana. Dregin er upp raunveruleg mynd af skugga- hlið stórborganna þar sem tveir lög- reglumenn standa ráðalausir og slegnir óhug gagnvart snargeðveik- um morðingja, sem vill sýna mann- kyninu hversu sjúkt það er orðið, án þess náttúrulega að gera sér grein fyrir sfnum eigin sjúkleika. Dauða- syndimar sjö eru hans fyrirmynd og hvert morð táknar hverja þessara synda. Það er farið að síga á seinni hlut- ann hjá lögreglumanninum snjalla William Somerset og hann ákveður að hætta störfum. Þegar hann fær síðasta málið í hendur verður hon- um fljótlega ljóst að það eigi eftir að draga langan dilk á eftir sér og nokkur bið verði á því að komast á eftirlaun. David Mills (Brad Pitt) kemur fljótt til sögunnar sem að- stoðarmaður Somerset, ungur og ör og telur sig hafa nokkra reynslu í morðmálum. En annað kemur á daginn. Þeir félagar fá nú í samein- ingu að kynnast glænýrri hlið á morðmáli, ógeðfelldari en þá nokk- urn tíma óraði fyrir. Upp úr því hefst örvæntingarfull leit að morð- ingjanum og slóðin er blóði drifin. Það vekur athygli hversu mynd- in er dökk og drungaleg í heildina og passar því vel við innihald henn- ar. Lögreglumennirnir virka litlir og vanmáttugir þegar þeir paufast í rigningu milli hárra, skítugra og yftrþyrmandi veggja háhýsanna, eltandi brjálaðan morðingja. Músík- in undirstrikar enn betur óhugnað- inn og skilningsleysið á því hve vonska ntanna getur gengið langt. Leikur aðalpersónanna er átakalítill og skyggir því ekki á aðalinntak myndarinnar, eins og það á að vera í þessu tilviki. Hér er fyrst og fremst lögð áhersla á að velta fyrir sér illsku eins manns og hvernig að- ferðir lians við að myrða fómar- lömbin eru úthugsaðar. Og vægast sagt vekja þær hjá manni hroll. Ym- islegt í myndinni minnir stundum á Silence of the Lamhs, nema hvað morðinginn þar var sýnilegur mest allan tímann. Hér verða áhorfendur aðeins varir við áhrifamikla nálægð hans sem oft er enn kröftugra. Hér er á ferðinni stórgóð, spennandi og mögnuð mynd, sem aðdáendur sál- arþrillera ættu alls ekki að sleppa. EJ Munið söfnun Lions fyrir endurhœfingarlaug í Kristnesi Söfnunarreikningur í Sparisjóði Glœsibœjarhrepps á Akureyri nr. 1170-05-40 18 98 \i i.i t a 10 3'sOH1 5i o ro o íi mm fi fi9vj ÍO Smjp Skóverslun M.H. Lyngdal, Hafnarstrætj 103, sími 462 3399

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.