Dagur


Dagur - 01.02.1996, Qupperneq 8

Dagur - 01.02.1996, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 1. febrúar 1996 MINNINO Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LOVÍSU SIGURGEIRSDÓTTUR, Melgötu 3 (áður Sælandi) Grenivík, fer fram frá Grenivíkurkirkju föstudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Örn Árnason, Sveina Sigurjónsdóttir, Guðjón Ágúst Árnason, Kristín Jónasdóttir, Guðný Árnadóttir, Torolv Noreng, Gísli Árnason, Soffía Daðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Stafni, Reykjadal, lést að heimili sínu 24. janúar. Útförin fer fram frá Einarsstaðakirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 14. María Kristín Helgadóttir, Hallur Jósepsson, Ólöf Helgadóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Ásgerður Helgadóttir, Jón Hannesson, Guðrún Helgadóttir, Gunnar Jakobsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. lést á Fjórðungssjúkrahúsínu á Akureyri 30. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún B. Jóhannesdóttir, Helga G. Ásgeirsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Guðrún V. Ásgeirsdóttir, Ásgeir Sigurðsson, Jóhanna S. Ásgeirsdóttir, Hörður Geirsson, Aðalheiður Á. Ásgeirsdóttir, Hjörleifur Árnason, Páll G. Ásgeirsson, Helle L. Pedersen, Auður S. Ásgeirsdóttir, Viðar Sigmundsson og barnabörn. FRIÐGEIR JÓNSSON, Ystafelli, sem lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 29. janúar sl., verður jarð- settur frá Þóroddsstaðarkirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 14. Klara Haraldsdóttir og systkini hins látna. Sambýlismaður minn og faðir okkar, JÓN STEINBERG FRIÐFINNSSON, bóndi, Spónsgerði, Hörgárdaf, sem andaðist 28. janúar, verður jarðsunginn frá Möðruvalla- kirkju í Hörgárdal laugardaginn 3. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Ferdinandsdóttir, Hjörtur Steinbergsson, Sverrir Steinbergsson, Haukur Steinbergsson, Atli Steinbergsson. Þórariim Þórarinsson fyrrum bóndi í Vogum í Kelduhverfí Fæddur 22. janúar 1911 - Dáinn 26. desember 1995 Þann 26. desember síðastliðinn lést á sjúkrahúsinu á Húsavík, Þór- arinn Þórarinsson, fyrrum bóndi í Vogum í Kelduhverfi, eftir stutta sjúkdómslegu. Jarðarför hans fór fram frá Garðskirkju í Kelduhverfi 3. janúar 1996, að viðstöddu fjöl- menni. Þórarinn var fæddur að Grásíðu í Kelduhverfi 22. janúar 1911. Foreldrar hans voru Þórarinn Þór- arinsson bóndi þar og Sigurrós Sigurgeirsdóttir, seinni kona hans. Þórarinn í Vogum var 5. maður í samfelldri niðjaröð, með þessu nafni, frá Þórami Pálssyni yngri á Víkingavatni, sem allir áttu heima þama við vatnið. Afkomendur Páls Arngrímssonar á Víkingavatni eru fjölmargir vítt um land, ekki síst hér um sveitir. Geta má þess að amma Þórarins í Vogum í föðurætt var einnig út af Páli á Víkingavatni og líka langamma, Björg Sveins- dóttir í Kílakoti. Sigurrós var dóttir Sigurgeirs Sigurðssonar, sem kallaður var hinn sterki, og var bóndi á Smjör- hóli, Meiðavöllum og síðast í Hrauntanga á Öxarfjarðarheiði. Kona Sigurgeirs og móðir Sigur- rósar var Kristbjörg Þórarinsdóttir frá Vestara-Landi í Öxarfirði, Ein- arssonar í Klifshaga, Hrólfssonar, Runólfssonar í Hafrafellstungu. En kona Runólfs í Hafrafellstungu var Björg Amgrímsdóttir, systir Páls á Víkingavatni. Ekki verða ættir Þórarins í Vogum raktar frekar hér, en að honum stóðu sterkir ættstofnar og margt af dugnaðarfólki, ekki síst faðir hans sem var mikill fram- kvæmdabóndi. Þegar Þórainn í Vogum var á fimmta árinu dó faðir hans frá þrem ungum bömum og einu ófæddu. Auk þess átti hann þrjár dætur frá fyrra hjónabandi. Ein þeirra mun þá hafa verið flutt til Vesturheims. Hinar, sem vom tví- burar, ólust upp á Grásíðu til full- orðinsára þar til þær fluttu til Dan- merkur og áttu þar lengi heima, en síðast í Reykjavík. Þrátt fyrir þetta áfall hélt ekkjan áfram búskap á Grásíðu með að- stoð ráðsmanna og einhverri að- stoð frændliðs. Það voru líka brátt komin sex böm í heimilið og þurfti því mikinn kjark og dugnað til að halda þeim hópi saman og sjá öllum farborða. En Sigurrós á Grásíðu var mikil hetjukona og tókst að koma bömum sínum vel til manns. Auk þess tók hún síðar tvö stálpuð fósturbörn. Var það ávallt hennar hugsun að vera meira veitandi en þiggjandi og það held ég að henni hafi tekist. Hún lést snögglega 10. júní 1939, 61 árs að aldri og varð öllum harmdauði. Börn hennar voru, auk Þórar- ins: Kristbjörg Guðrún, f. 21. janú- ar 1913, d. 26. maí 1948, gift Steingrími Bjömssyni, Ytri- Tungu, Tjörnesi. Þau eignuðust einn son. Þorbjörg, f. 28. maí 1914, d. 22. febrúar 1994, hjúkr- unarkona, gift Kristjáni Bender rit- höfundi, sem nú er látinn. Þau eignuðust 3 dætur. Þorgeir Einar, f. 12. desember 1915, bóndi á Grá- síðu, giftur Ragnheiði Ólafsdóttur frá Fjöllum. Þau eiga 3 syni. Þórarinn var elstur af sínum al- systkinum og kom snemma í hans hlut að verða heimilinu að liði við ýmis störf. Vandist hann snemma mikilli vinnu og var alla sína ævi mikill eljumaður sem slapp varla verk úr hendi. Hann var léttleika- maður, verklaginn og ótrúlega þol- inn og afkastamikill við vinnu. Hann var mikið snyrtimenni í allri umgengni, hirti skepnur sínar vel og má segja að hann hafi verið bú- hagur maður. Þórarinn gekk í bamaskóla sveitarinnar þegar hann hafði aldur til. Var það farskóli sem stóð í tvo til þijá mánuði á vetri hverjum. Auk þess var hann vetrarpart í unglingaskóla í Lundi í Öxarfirði og einn vetur í Laugaskóla í Reykjadal. Hann var vel gefinn og átti létt með nám. Sérstaklega lá allt opið fyrir honum sem laut að stærðfræði. Þetta nám nýttist hon- um vel á lífsleiðinni og tók hann að sér ýmis vandasöm störf fyrir sveit sína og sýslu. Þórarinn kvæntist 30. júní 1934 mikilhæfri konu, Jöhönnu Har- aldsdóttur frá Austurgörðum, f. 3. júlí 1900. Foreldrar hennar voru Haraldur Ásmundsson bóndi Aust- urgörðum og Sigríður Sigfúsdóttir kona hans. Haraldur var fjórði ætt- liður frá Jóni Jónssyni ríka í Ási og Sigríður þriðji ættliður frá Gott- skálk Pálssyni á Fjöllum, svo eitt- hvað sé nefnt af þeirra ættfólki. Þórarinn og Jóhanna reistu ný- býlið Voga á hálfu landi Grásíðu 1937. Allt frá grunni að kalla, bæði að húsum og ræktun. Var slíkt mikið átak og kostaði óhemju vinnu og eljusemi. Þarna ráku þau blandaðan búskap, allt til ársins 1980. En seinni árin ásamt og með sonum sínum. Þau eignuðust fjóra syni sem eru: Þórarinn, bóndi Vogum, f. 16. apríl 1935, kvæntur Maríu Pálsdóttur frá Hofi í Hjalta- dal og eiga þau 5 böm. Haraldur Bjöm, f. 15. apríl 1937, d. 13. ágúst 1990, smiður, Húsavík, kvæntur Ásdísi Kristjánsdóttur frá Klambraseli og eignuðust þau 2 syni. Sigurður Svavar, f. 18. apríl 1939, forstjóri Húsavík, kvæntur Hafdísi Jósteinsdóttur frá Húsavík og eiga þau 4 börn. Guðmundur, bóndi Vogum, f. 5. janúar 1946, ókvæntur og bamlaus. Búskapur þeirra Vogahjóna var ekki stór í sniðum til að byrja með en óx með ámnum eins og algengt var hjá nýbýlingum. Húsfreyjan var lærð saumakona og tók að sér verk sem gáfu eitthvað í aðra hönd og Þórarinn vann utan heimilis tíma og tíma, eftir því sem aðstæð- ur leyfðu. Hann lenti snemma inn í félagsmálastörf en þar var enga tekjulind að hafa, heldur var litið á þetta sem þjónustu við sveitina og héraðið. Þetta tók þó allt sinn tíma frá bústörfunum. Byrjunin var hjá ungmennafé- lagshreyfingunni, þar var hann í stjóm og nokkur vor við sund- kennslu í Litlá við Krossdal. Sat lengi í skattanefnd sveitarinnar og síðan á skattstofu á Húsavík. End- urskoðandi fjölmargra reikninga um langt skeið, þ.á.m. reikninga K.N.Þ. á Kópaskeri. Sat í stjóm Búnaðarfélags Keldhverfinga í 35 ár. Lengi meðhjálpari við Garðs- kirkju og safnaðarfulltrúi og þátt- takandi í kirkjukór. Formaður Kirkjukórasambands N.-Þing. um skeið og Ræktunarsambands N,- Þing. Þá var hann lengi í áfengis- vamanefnd og kjörstjóm. Mætti svo lengi telja, þó að hér verði lát- ið staðar numið. Öll félagsmála- störf innti Þórarinn af hendi með mikilli alúð og samviskusemi, enda stakur reglumaður á öllum sviðum. Árið 1981 fluttu þau Þórarinn og Jóhanna í dvalarheimili aldr- aðra, Hvamm á Húsavík, og áttu þar heima til dauðadags. En Jó- hanna lést 28. apríl 1983 eftir nokkra vanheilsu. Þórarinn lærði bókband eftir að hann flutti í Hvamm en vann jafn- framt því á skattstofunni á Húsa- vík í nokkur ár. Eftir það helgaði hann krafta sína mest bókbandi og var afkastamaður við það sem ann- að og vandvirkur. Auk þess að- stoðaði hann dvalarfólk í Hvammi við ýmislegt, s.s skattframtöl. Hér heíúr í stuttu máli verið rakið lífshlaup Þórarins í Vogum. Nú er hann horfinn til æðri heima. Hann lifði langan ævidag á bylt- ingartímum. Hann lagði víða gjörfa hönd á plóginn til framfara og heilla þessari sveit. Var ávallt reiðubúinn að leggja góðum mál- um lið og innti öll sín verk af hendi með stakri prýði. Ég á þessum frænda og fóst- bróður mikið að þakka og á eingöngu góðar minningar frá okkar samstarfi sem var all mikið, ekki síst í félagsmálum. Blessuð sé minning hans. Sigurður Jónsson. Bridgefélag Akureyrar: Sveit Antons með forystu Sveit Antons Haraldssonar er komin með 40 stiga forskot í sveitakeppni Bridgefélags Akur- eyrar. Spilaðar voru 9. og 10. umferð síðastliðinn þriðjudag. Þegar fjórar umferðir eru eftir í keppninni er staðan þessi: 1. Sveit Antons Haraldssonar 211 stig 2. Sveit Ævars Ármannssonar 171 stig 3. Sveit Ormarrs Snæbjörnssonar 157 stig 4. Sveit Hauks Harðarsonar 156 stig. Næstu tvær umferðir verða spilaðar þriðjudaginn 6. febrúar. Sunnudagsbridge var spilaður þann 28. janúar og þar var Anton Haraldsson líka sigursæll. Hann og Sigurbjörn Haraldsson höfðu sigur með 148 stig, í öðru sæti urðu Sverrir Haraldsson og Reynir Helgason með 144 stig, í 3.-5. sæti Hreiðar Örlygsson og Örlyg- ur Örlygsson, Frímann Stefánsson og Sigurður Erlingsson, Armann Helgason og Sveinbjöm Sigurðs- son. Öll pörin fengu 142 stig. Spilað er öll sunnudagskvöld hjá Bridgefélagi Akureyrar í Hamri og er allt spilafólk velkom- ið. Spilamennska hefst kl. 19.30.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.