Dagur - 15.02.1996, Side 6

Dagur - 15.02.1996, Side 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 15. febrúar 1996 MANNLÍF Á fundi með Þing- eyskum ITC félögum Blaðamaður Dags brá sér fyrir skömmu á fund tveggja ITC deilda í Þingeyjarsýslu. Það var ITC deildin Fluga sem hélt fund- inn en gestir voru félagar úr ITC deildinni Hnotu, fundurinn var haldinn í félagsheimilinu Sólvangi á Tjörnesi. En hvað er þetta ITC? ITC sendur fyrir International training in communication, sem á íslensku hefur verið nefnt þjálfun í samskiptum. Um er að ræða alþjóð- legan félagsskap sem þjálfar félaga sína í ræðumennsku, félagsmálum og samskiptum. í upphafi voru samtökin eingöngu ætluð konum en nú hefur orðið breyting á og standa dyr ITC deildanna um land allt körlum opn- ar. Karlar munu þó vera í miklum minni hluta í samtökunum hér á landi enn sem komið er. Hér á landi starfa 18 ITC deildir, en á Norðurlandi starfa deildimar Storð á Akureyri og í nágrenni, Hnota á Þórshöfn og í sveitunum í kring og Fluga, en félagar í Flug- unni búa í Mývatnssveit, Aðaldal, Reykjahverfi, á Húsavík og á Tjör- nesi. Af deildarfundi á alheimsþing ITC deildir halda fundi hálfsmánað- arlega en auk þess er nokkur starf- semi á landsvísu og gefst því félög- um í deildunum tækifæri til að kynnast fólki hvaðan æfa að af land- inu. Einnig sækja íslenskir ITC félag- ar þing og fundi erlendis og er nú á döfinni hjá nokkrum einstaklingum í Flugu að sækja Alheimsþing ITC, sem haldið verður í Skotlandi í sum- ar. Þeir sem starfa innan vélbanda ITC eru á öllum aldri og koma af öllum sviðum þjóðlífsins. Hæfnismat En víkjum nú að fundinum í Sól- vangi. Það var forseti ITC Flugu, Hólmfríður Pétursdóttir í Víðihlíð í Mývatnssveit, sem setti fundinn en stef fundarins var „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ ITC fundir eru formlegir fundir með fast ákveðinni dagskrá sem miðar að því að þjálfa félaga í hverskyns fundarsköpum og félags- málum. Flutt eru lengri og skemmri erindi og ávörp. Framlag hvers frummælanda er metið sérstaklega eftir ákveðnu hæfnismati honum og öðrum til lærdóms og leiðbeiningar. Starfið allt miðar að því að byggja upp félagana í deildunum, auka sjálfstraust þeirra og gefa þeim tækifæri til að þjálfa eigin hæfileika. Alþjóðlegar námseiningar A fundinum var meðal annars fjallað um svo kallað AP kerfi, sem er alþjóðlegt námskerfi innan ITC metið til eininga á svipaðan hátt og nám í framhalds- eða háskólum. Víða erlendis eru þessar einingar úr AP kerfinu ITC metnar til starfs eða náms á við einingar úr hefðbundnu skólanámi. Aginn skilar árangri Á fundinn í Sólvangi mættu nokkrar konur úr ITC deildinni Hnotu, sem starfar á Þórshöfn og í nágrenni. Þessir ITC félagar lögðu á sig þriggja klukkustunda akstur til að mæta á fundinn og töldu sig hafa mikið upp úr krafsinu. ITC Hnota er ung deild, aðeins þriggja ára. Forseti Hnotu er Bjamey Sús- anna Hermundardóttir, fjárbóndi í Tunguseli. Bjarney hefur starfað með Hnotu frá upphafi en deildin er þriggja ára gömul. Hún sagði að ITC félagsskapurinn hefði gefið sér ótrúlega mikið og raunar væri þetta eins og hver annar skóli. „Ég hef lært mikið í skipulagningu bæðið að skipuleggja tímann og ýmiskonar starfsemi og öðlast aukinn kjark bæði til að taka til máls fyrir framan fullan sal af fólki og líka almennt í mannlegum samskiptum. I félags- skapnum ríkir mikill agi og því verður allt starf markvissara og ár- angursríkara en ella,“ sagði Bjamey Súsanna. KLJ Á ITC fundum eru ekki eingöngu alvarleg viðfangsefni enda verið að þjálfa rnannleg samskipti og sannarlega nauðsynlegt að kunna að slá á létta strengi. Hér eru fundargestir í léttum snjóskófluleik við undileik fjörugs rokklags og leysti uppátækið mikla kátínu úr læðingi. Hér er það Sigrún Ingvarsdóttir, sem rekur tískuvöruverslunina ESAR á Húsavík, sem nær taki á skóflunni. Hólmfríður Pétursdóttir í Víðihlíð í Mývatnssveit hefur komið víða við í fé- lagsmálum síns héraðs í gegnum tíðina. Hér ávarpar hún fundinn sem for- seti ITC. Þess má geta að innan ITC heldur enginn nokkru embætti lengur en eitt ár og því fá allir félagar hverrar deildar tækifæri til að takast á við þau margvíslegur störf sem fylgja félagsskap sem þessum. Bjarney Súsanna Hermundardóttir, fjárbóndi í Tunguseli, og Ásta Laufey Þórarinsdóttir, læknaritari og bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, starfa í ITC Hnotu. Hnotukonur búa á Þórshöfn og í sveitunum þar í kring. Guðrún Sigurðardóttir, kennari við Hafralækjarskóla, er fyrsti varafor- seti ITC Flugu. Hér er hún að út- hluta verkefnum fyrir næsta fund Flugunnar, sem haldinn verður í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. Hólmfríður Bjartmarsdóttir kenn- ari, myndlistarmaður og tegerðar- kona á Sandi í Aðaldal ávarpaði ITC félaga í upphafí fundar. Nýtt innlegg í listalífið á Akureyri: Gallerí + opnar á laugardaginn Nýtt listagallerí verður opnað á Akureyri næstkomandi laugar- dag í Brekkugötu 35 á Akureyri. Hjónin Pálína Guðmundsdóttir og Joris Jóhannes Rademaker reka galleríið, sem hlotið hefur nafnið Gallerí +. Galleríið er í þremur litlum herbergjum í kjallaranum en gengið er inn að sunnanverðu. Lítil lofthæð er í galleríinu, aðeins um 2 metrar, ekki síst í dyragáttum og krefst það þess að galleríið verði rekið sem heimilisgallerí og gestir þurfa því að hringja upp á við innganginn á þeim tímum sem galleríið er opið, laugardaga og sunnudag frá kl. 14 til 18. Pálína og Jóhannes eru bæði myndlistarmenntuð í Hollandi en fluttu þaðan til Akureyrar árið 1991. Þeim hefur fundist vanta á Akureyri vettvang fyrir ný list- form og tilraunir í listum og er Gallerí + ætlað að þjóna því hlut- verki. Galleríið verður ekki hefð- bundið sölugallerí heldur staður þar sem reynt verður að teygja á landamærum listarinnar í leit að nýjum landvinningum. Samkvæmt upplýsingum þeirra á Gallerí +, líkt og Listasafnið í Reykjavík og Slunkaríki á ísafirði að vera vettvangur listsköpunar, sem vekur áhorfandann til um- hugsunar og umræðu. „Öllum þeim sem fylgt hafa þróun í myndlist síðustu áratugi er ljóst að málverkið sem slíkt hefur tapað forystuhlutverki sínu og önnur listform rutt sér til rúms, eins og innsetningar, myndbönd, hljóð- verk/skúlptúr, gjömingar, bækur (sem listform), veggmálningar, „ready mades“, Ijósmyndir o.m.fl. Ný listform bjóða upp á ótæmandi tilbrigði í tjáskiptum lista- manns/Jistaverks og njótanda þess eða áhorfanda. En þær samræður og miðlun á upplifunum og skynj- unum hlýtur að vera megininntak allrar listsköpunar," segja eigend- ur Gallerí +. Gallerí + er ætlað að vera vett- vangur fyrir yngri listamenn og framsækna og/eða þá listamenn (sem geta verið eldri) sem brjóta nýtt land undir listina. Húsakynni gallerísins setja því ákveðnar skorður (lítil lofthæð og skortur á dagsbirtu gerir það síður fallið til hefðbundinna málverkasýninga), en vonast er til að listamenn nýti sér rýmið í verkum sýnum. Reynt verður að fá erlenda listamenn til að sýna og einnig verður reynt að fylgja vissum listamönnum í þró- un þeirra og gefa þeim kost á að koma reglulega og sýna. Sýning- araðstaðan er listamönnum að kostnaðarlausu. Galleríið býður upp á fleiri möguleika í sýningar- haldi t.d. á ýmiskonar hönnun, tísku, húsagerðarlist, skartgripum, ljóðlist, ritlist og auðvitað málara- list. Fyrstur ríður Hlynur Hallsson á vaðið með sýningu í Gallerí +. Sýning hans ber yfirskriftina „þrjú herbergi" og verður jafnframt opnunarsýning gallerísins. Hún verður opnuð næstkomandi laug- ardag kl. 14. Á eftir sýningu Hlyns kemur Eygló Harðardóttir, þá Gunnar Straumland og síðar á árinu eru Þorvaldur Þorsteinsson og Joris Rademaker bókaðir. Hver sýning stendur yfir fjórar helgar og er galleríið opið á laugardögum og sunnudögum milli kl. 14 og 18. Lokað er á virkum dögum. JÓH Páiína Guömundsdóttir, ásamt syni sínum í hinu nýja galleríi sem opn- að verður um næstu helgi. Hlynur Hallsson verður fyrsti listamaður- inn til að sýna þar og nefnist sýning hans „þrjú herbergi“. Mynd: BG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.