Dagur - 15.02.1996, Síða 7

Dagur - 15.02.1996, Síða 7
Fimmtudagur 15. febrúar 1996 - DAGUR - 7 Danskir kennaranemar vid æíingakennslu í Glerárskóla á Akureyri: „Auðveldara ef meira danskt efni væri í sjónvarpinu“ - segja Jeanette og Trine frá Ribe Statssemenarium Jeanette og Trine, dönsku kennaranemarnir, hiusta á nemanda í 9. bekk Glerárskóla lesa ritgerð á dönsku, byggða á grein í dönsku blaði. Mynd: GG Hluti af kennaranámi í Kenn- araháskóla íslands felst í að afla sér „verklegrar“ þekkingar og í því skyni halda kennaranemar út í grunnskóla landsins og taka að sér hlutverk kennarans tíma- bundið, að hluta til, eða með hans aðstoð. Flestir grunnskóla- nemendur hafa sjálfsagt fengið að njóta nærveru kennaranema á skólaárunum eða hafa orðið þeirra varir í skólanum. Svipað- ar aðferðir virðast tíðkaðar í dönskum kennaraháskólum, en kannski ekki daglegt brauð að danskir kennaranemar haldi til íslands til að afla sér reynslu á kennslusviðinu. í janúarmánuði komu tveir danskir kennaranemar, þær Jean- ette Jensen og Trine Wittorff, til Akureyrar frá kennaraháskólanum Ribe Statssemenarium á Jótlandi í Danmörku og dvöldu um skamma hríð við kennslu í Glerárskóla á Akureyri. Kennaranám í Dan- mörku er ívið lengra en hérlendis, eða fjögur ár á móti þremur ámm hér. Þær Jeanette og Trine heim- sóttu einnig kennaradeild Háskól- ans á Akureyri og segja að af stuttri kynningu sýnist þeim kenn- aranámið þar töluvert frábrugðið því sem þær eiga að venjast í Dan- mörku. Én af hverju komu þær til Islands? „Þetta var hrein tilviljun. Það var öðruvísi og viss ögrun að koma hingað í stað þess að kenna í dönskum skóla, sem vissulega hefði verið auðveldara og ódýr- ara! Við komum hingað á eigin kostnað og ætli kostnaðurinn nemi ekki um 10 þúsund dönskum krónum. Við búum heima hjá kennurum hér, þeim Þórönnu Þórðardóttur og Nönnu Þórsdótt- ur, sem var öðrum fremur okkar tengiliður. Við höfum aldrei kom- ið til Islands áður og við áttum von á miklu meiri snjó. Hér er enginn snjór en okkur er sagt að á þessum tíma í fyrra hafi verið mikill snjór hér. En það er kalt hér og mikið myrkur sem varir lengi, en við höfum undrað okkar á öll- um þessu nýju húsum á Akureyri, sem nánast öll eru byggð úr stein- steypu, bara fá timburhús. í Dan- mörku eru bæimir yfirleitt mikið „eldri“, hér er ekki mikið um gömul hús,“ sögðu þær Jeanette og Trine. Þær stöllur sögðust hafa staðið í þeirri trú að fyrsta tungumálið sem íslensk böm lærðu væri enska og urðu mjög hissa þegar þeim var sagt að það væri danska. Dönsk börn byrja tungumálanám á ensku í 4. bekk og síðan tekur þýska við í 7. bekk. En hvemig dönsku fannst þeim nemendumir tala? „Þau eru vanari því að hlusta á dönsku en tala hana en skilja mik- ið í lesmálinu en það hefur verið erfitt að fá mörg þeirra til að tala við okkur á dönsku. Kannski væri dönskunámið þeim auðveldara ef meira danskt efni væri í íslenska sjónvarpinu. íslenska sjónvarpið er mjög ólíkt því danska og minna um íslenskt efni í því en um danskt efni í danska sjónvarpinu." - Er íslenskan ykkur framandi, hafið þið t.d. reynt að Iesa íslensk dagblöð? „Já svolítið, en skildum ekki mikið. Mörg orð eru þó lík dönsk- um orðum og því oft hægt að geta í eyðumar. Við höfum líka skilið mun meira þegar íslendingar tala saman ef við vitum um hvað þeir eru að tala.“ - En hvað er þeim Jeanette og Trine minnistœðast úr íslands- dvölinni? „Það er ferð sem við fórum til Mývatns. Öll náttúran þar er hreint stórkostleg og það hlýtur að vera mjög fallegt þar á sumrin. Það var hins vegar mjög undarlegt að koma til Keflavíkurflugvallar og sjá þar engan snjó og lítinn gróður og engin tré á leiðinni til Reykjavíkur. Við höfum lesið töluvert um ísland, ekki síst um eldfjöll, en myndir héðan vom svolítið eins og í öðrum ferða- bæklingum, landið gert svolítið fegurra. Nafnið á landinu er líka dálítið kuldalegt en það er mjög stórt, töluvert stærra en Danmörk. Við höfum ekki tækifæri til að sjá meira af íslandi nú, við fljúgum frá Akureyri til Reykjavrkur og síðan til Kaupmannahafnar því við þurfum að mæta aftur í skól- ann. Við vonumst til að geta kom- ið hingað aftur og kannski koma fleiri kennaranemar frá Ribe Statssemenarium seinna til Akur- eyrar í sömu erindagjörðum og við,“ sögðu þær Jeanette Jensen og Trine Wittorff, danskir kenn- aranemar, sem völdu að inna af hendi æfingakennsluna í íslensk- um skóla, sem er hluti af þeirra námi. GG Gott að fá útskýringar á því tungumáli sem maður er að læra Þau Indíana Magnúsdóttir og Rögnvaldur Snæbjörnsson eru nemendur í 9. bekk Glerárskóla og nutu því dönskukennslu þeirra Jeanette og Trine. Hvern- ig fannst þeim að Danir kenndu þeim dönsku? „Mér fannst það mjög gott. Maður heyrir miklu betur hvemig danskan er töluð og svo tala þær líka svo hægt og skýrt að það eru ekki mikil vandræði að skilja þær. Svo verður maður að hlusta á út- skýringar og spumingar á dönsku svo athyglin er í góðu lagi. Þeir sem ekki skilja allt fá svo útskýr- ingar hjá þeim sem hafa skilið þær, þannig að bekkurinn hjálpast allur að við dönskunámið. Mér hefur alltaf þótt skemmti- legt í dönsku en þetta er bara enn skemmtilegra. í sumar fór ég til Danmerkur að keppa í handbolta og fótbolta og það var mjög gott að kunna eitthvað í dönsku því sumt af því fólki sem við vorum að tala við skildi ekki þá krakka sem reyndu að tala við þau á ensku. Svo er til eldra fólk í Dan- mörku sem vill ekki tala ensku, þó það kannski kunni hana,“ sagði Indíana Magnúsdóttir. Rögnvaldur Snæbjömsson seg- ir að það sé mjög góð tilbreyting af fá Dani til að kenna sér dönsku og það væri gott innlegg í dönsku- kennsluna ef það gæti orðið á hverju ári. „Maður skilur nokkum veginn það sem þær Jeanette og Trine eru að segja og það er mjög gott að fá kennara sem útskýrir á því máli sem maður er að læra. Þessi kennsla er auðvitað dálítið öðru- vísi en við höfum haft og það er að mestu frí frá gömlu dönsku- bókunum. í tímunum eru við aðal- lega að tala við þær og horfa á myndbönd. Síðan höfum við t.d. verið að skrifa útdrátt úr dönsku blaði sem þær komu með og feng- um við að velja um hvaða grein eða efni í blaðinu við skrifuðum um. Þessir tímar hafa aukið áhuga minn á dönsku og tilbreytingin þessa daga hefur verið góð. Þau Indíana og Rögnvaldur telja að krakkar hafi almennt meiri áhuga á að læra t.d. ensku fremur en dönsku og þar gæti áhrifa frá sjónvarpi. Þau telja íslendingum þó nauðsyn að læra dönsku eða eitthvert annað Norðurlandamál- anna því það auðveldi t.d. nám á Norðurlöndunum og einnig ef fólk er að ferðast um Danmörku, Nor- eg eða Svíþjóð. GG Indíana Magnúsdóttir. Auðbrekku 4, 640 Húsavík Eiríkur Sveinsson, háls-, nef- og eyrnalæknir verður á Heilsugæslustöðinni Húsavík 26. febrúar. Loftur Magnússon, augnlæknir verður á Heilsugæslustöðinni Húsavík, 4.-8. mars. Geir Friðgeirsson, barnalæknir verður á Heilsugæslustöðinni Húsavík, 20. mars. Upplýsingar og tímapantanir í síma 464 0518. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN HÚSAVÍK.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.