Dagur - 15.02.1996, Page 16

Dagur - 15.02.1996, Page 16
Samgonguráðherra um endurskoðun vegaáætlunar: Niðurskuröur á Norðurlandi Samkvæmt endurskoðaðri vegaáætlun verða framlög til vegamála á þessu ári skert um 800 milljónir króna,“ segir Hall- dór Blöndal, samgönguráðherra, í samtali við Dag, en fyrr í vik- unni lagði hann fram á Alþingi endurskoðaða vegaáætlun, sem nú er til umræðu. Vegaframkvæmdir, sem unnið er að, skiptast í tvo flokka. Annars vegar almennar framkvæmdir, en þær verða samkvæmt áætluninni skomar niður um 18% í Norður- landskjördæmi eystra, frá því sem áformað var í upphaflegri gerð vegaáætlunar. Hins vegar er um að ræða sérstakt framkvæmda- átak, sem hófst á síðasta ári, þar sem unnið er í samræmi við íbúafjölda í hverju kjördæmi. Þar kemur niðurskurður nokkuð hart niður á Norðurlandi eystra, sem er fjölmennasta landbyggðarkjör- dæmið. „Það sem við gemm er að fresta framkvæmd þessa átaks úr fjórum árum í fimm, eða allt til ársins 1999. Framkvæmdir áttu að vinnast á fjórum árum fyrir tekjur sem komu inn á fimm árum. Það sem við gerum hins vegar er að fresta framkvæmdum fyrir 350 millj. kr. í eitt ár, eða til 1999, þegar allar tekjur eru komnar inn,“ sagði samgönguráðherra. Að sögn ráðherrans hafa enn engar ákvarðanir verið teknar um hvaða vegaframkvæmdum á Norðurlandi eystra verður frestað. Það mál verður rætt á sameigin- legum fundi þingmanna kjördæm- isins, sem verður í næstu viku. Þá standa vonir manna til þess að hægt verði að hefjast handa um breikkun Akureyrarflugvallar á þessu ári, en sú framkvæmd er orðin aðkallandi. Samkvæmt flug- málaáætlun var gert ráð fyrir veru- legum niðurskurði í framkvæmd- um við flugvöllinn á Akureyri og til flugmála almennt. Að sögn Halldórs Blöndal hafa tekjur flug- málayfirvalda af flugvallarskött- um hins vegar aukist á síðustu ár- um með sívaxandi ferðamanna- straumi til landsins, þannig að niðurskurðar í þessum málaflokki verður minni en sýnt þótti. -sbs. Fjárhagsáætlun Þórshafnarhrepps: Eignabreytingar ískoðun Aætlaðar skatttekjur Þórs- hafnarhrepps á þessu ári eru áætlaðar 61,2 millj. kr. sam- kvæmt tekjuhlið ijárhagsáætl- unar hreppsins, sem þegar ligg- ur fyrir. Félags- og fræðslumál, auk yfirstjórnar sveitarfélagsins, verða stærstu útgjaldaliðirnir, að sögn Reinhards Reynissonar sveitarstjóra. Endanleg útgjaldáhlið fjárhags- áætlunar liggur enn ekki fyrir, en búast má við að svo verði í kring- um mánaðamót og hún þá endan- lega afgreidd. Reinhard sveitar- stjóri segir að búist sé við að 65 til 70% tekna fari til reksturs mála- flokka, en annað geti þá farið í fjárfestingar og framkvæmdir. Þó sé ljóst að grynnka verði eitthvað á skuldum sveitarsjóðs, sem eru umtalsverðar og tilkomnar meðal annars vegna hlutafjárkaupa og framkvæmda af ýmsum toga. Því sé nú verið að skoða hugmyndir Q VEÐRIÐ Veðurstofan spáir austan- eða norðaustanátt á Norð- urlandi í dag. Vestantil verð- ur allhvasst en annars hæg- ari vindur. Búast má við snjókomu eða éljagangi og 1-5 stiga frosti. Undir kvöld snýst vindur til suðvestlægr- ar áttar og hlýnar. Framan af degi á morgun verður vestanátt en síðan stíf norðanátt með snjókomu. um ýmsar eignabreytingar, en með þeim hætti sé hægt að losa um fjármuni sem illa nýtast. -sbs. Fjárhagsáætlun Ólafsfjarðarbæjar samþykkt: Lítið um framkvæmdir Fjárhagsáætlun Ólafsfjarð- arbæjar var samþykkt við síðari umræðu á bæjarstjórn- arfundi sl. þriðjudag. Hverf- andi breytingar urðu á henni milli umræðna, að sögn Hálf- dáns Kristjánssonar, bæjar- stjóra, eða innan við 2 millj- ónir. „Þetta var einn styttsti fund- ur sern ég hef setið. Fjárhags- áætlunin rúllaði í gegn þannig að ekki voru nú átökin um hana,“ sagði Hálfdán. Hann segir lítið verða um fram- kvæmdir á þessu ári á vegum bæjarins að undanskyldum nokkrum viðhaldsverkefnum, en ekkert standi upp úr. Einn stærsti liðurinn er að endur- nýja þarf tölvubúnað á bæjar- skrifstofunum vegna þess að ekki er Iengur hægt að fá þjón- ustu á það kerfi sem notað er, en annars er áætlunin mjög hefðbundin, segir bæjarstjóri. HA f augnsímasambandi! Einar Reynis, rafeindavirkjameistari hjá Pósti og síma, kynnti í gær á Akureyri hið nýja Samnet P&S sem hleypt var formlega af stokkunum í gær. Þar líkti hann netinu við byltingu í símamálum því nýja netið gefur m.a. möguleika á tengingum á fleiri en einum síma á hverri línu, til muna auknum flutnings- hraða gagna, myndsímum, hraðvirkari faxsendingum og fleiru. Sem dæmi er á Samnetinu hægt að tengja síma, fax og tölvu inn á eina símalínu. A myndinni hér að ofan sést skjár á einkatölvu sem við er tengdur sími og kvikmyndavél og í stærri glugg- anum sést viðmælandi Einars í Múlastöð P&S í Reykjavík en á minni myndinni sjást fundarmenn á kynning- unni á Akureyri. Þannig geta viðmælendur á Samnetinu, að því gefnu að þeir hafi viðhlýtandi búnað á báðum endum, horfst í augu á tölvuskjánum rneðan þeir talast við. JÓH/Mynd: s t: I |i \\ ' 20-60% Qts/áttur UTSALA á húsgögnum Tausófasett, borðstofusett, leðursófasett, eldhúsborð, eldhússtólar, skópasamstæður, sófaborð, smóborð, einnig mikið úrval af alls konar húsgögnum ó fróbæru verði. Dæmi um verð: Verð áður Verð nú Sófaborð .... 33.700,- 10.000,- Hillusamstæða, svört króm .... 43.600,- 21.800,- Borðstofusett, hvítt .... 87.500,- 49.000,- Borðstofusett, svart .... 1 11.300,- 59.000,- Eldhússtólar, beyki .... 8.400,- 6.000,- Hvíldarstólar, leður .... 38.800,- 29.000,- Tausófasett 3+1+1 grænt .... 166.470,- 89.000,- Tausófasett 3+1 + 1 beige .... 127.700,- 79.000,- Leðursófasett 3+1 + 1 svart .... 198.700,- 139.000,- Leðurhornsófi 3+H+2 koniak .... ... 136.700,- 98.000,- Einnig tilboðsverð á hornsófum. Tauhornsófar, 6 sæta. Verð kr. 69.500,- 72.900,- og 84.900,- Leðurhornsófar, 6 sæta. Verð kr. 124.900,- margir litir. Útsalan stendur aðeins fram að helgi örubær Tryggvabraut B4 BOH Ahuregri úsgagnaverslun sími 4BB i4ia aogreioslur Visa og Euro mnmmmmmmmmimnmmmmmmnmmimmmmmwmnmtmmmmmmimnnmuffiumummmm. § jii

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.