Dagur - 16.02.1996, Blaðsíða 1

Dagur - 16.02.1996, Blaðsíða 1
Verið _ viðbúin vinningi! Opinn dagur Lundar- skólabarna Það var sannarlega líf og fjör í íþróttahúsi KA í gær, þar sem börnin í Lundarskóla og kennarar þeirra skemmtu sér saman á svo- kölluðum opnum degi. Kennar- arnir klæddu slg í hin furðuleg- ustu föt og vöktu kátínu krakk- anna og það var ekki að sjá ann- að en allir skemmtu sér hið besta þegar Ijósmyndari blaðsins mætti á Staðinn. Óþh/Mynd: BG Akureyri: Byggt við ráðhúsið? Afundi bæjarráðs Akureyrar í gær voru ræddar hugmynd- ir um breytingar og hönnun skrifstofuhúsnæðis að Geisla- götu 9, sem er ráðhús bæjarins. Svanur Eiríksson, arkitekt, og Ágúst Berg, forstöðumaður byggingadeildar bæjarins, komu á bæjarráðsfundinn og kynntu hugmyndir að breytingum á skrifstofuhúsinu og hönnun ný- byggingar við það. Lengi hefur verið í umræðunni að breyta ráðhúsi bæjarins við Geislagötu, enda starfsemin fyrir löngu mun meiri en með góðu móti rúmast í húsinu. Með flutn- ingi Slökkviliðs Akureyrar af jarðhæð ráðhússins í núverandi húsnæði við Árstíg varð til rými í ráðhúsinu sem fyrir liggur að nýta fyrir starfsemi bæjarskrifstofanna. Flest bendir til þess að afgreiðslan flytjist af annarri hæð niður í rými á jarðhæð, þar sem slökkviliðið var áður. Spumingin er sú hvort ráðist verður í viðbyggingu við ráðhúsið, en hugmyndir eru um að hún komi austan við húsið. Á fjárhagsáætlun 1996 eru 20 milljónir króna ætlaðar til breyt- inga á Geislagötu 9, en ljóst er að ef ákveðið verður að ráðast í við- byggingu, nægir sú fjárveiting hvergi. óþh Deiliskipulag á Hveravöllum: Sjö at- huga- semdir Svínavatnshreppur Húnavatnssýslu í A- hefur sem kunnugt er látið vinna og auglýst deiliskipulag fyrir Hveravelli á Kili og jafn- framt auglýst eftir athuga- semdum vegna mats á um- hverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út í gær, fimmtudag. Höfðu borist sjö athugasemd- ir síðdegis í gær og ekki loku fyrir það skotið að fleiri hafi verið á leiðinni. Þær upplýsingar fengust hjá Skipulagi ríkisins að bæði væri um að ræða athugasemdir frá einstaklingum og félagasam- tökum. Þar fyrir utan er óskað umsagnar nokkurra aðila sem lögum samkvæmt eiga að segja álit sitt á svona fram- kvæmdum. Framhald málsins er að næstu þrjár vikur mun Skipulag ríkisins fara yfir gögn frá framkvæmdaaðila, greinagerðir umsagnaraðila og þær athugasemdir sem berast. Að þeim tíma liðnum þarf stofnunin að kveða upp úr- skurð um hvort fallist verður á framkvæmdina eða hvort þörf er talin á frekara mati. Sem kunnugt er eru mjög deildar meiningar um málið, svo sem um eignarrétt á svæð- inu, um uppbygginguna og urnfang þjónustunnar, hvort ýmsir umhverfisþættir hafi verið nægjanlega kannaðir o.fl. Hörðust hefur gagnrýnin verið frá Ferðafélagi Islands, senr verið hefur með aðstöðu á Hveravöllum og selt gistingu í skála sína. HA Skíðafólk á Siglu firði vantar snio F1 1 nn hefur ekki tekist að (opna skíðasvæði Siglfirð- inga fyrir almenning. Þar er að sjálfsögðu snjóleysi um að kenna og sérstaklega vantar snjó á neðra svæðið. Elstu keppniskrakkarnir hafa þó verið að æfa. Kristján L. Möller, kaup- maður f versluninni Siglósport, er gjörkunnugur íþróttalífi á Siglufirði í gegnum árin. Að- spurður hvort það væri ekki óvenjulegt ástand að ekki væri kominn snjór á Síglufirði á þessum árstíma sagði hann að fólk væri gjarnan fljótt að gleyma þegar um er að ræða hluti tengda veðurfari. „Mér er sagt að það þurfi ekki að fara lengra aftur en til 1990 til að finna eitthvað svipað.“ Hann viðurkenndi að snjó- leysið hefði það í för nreð sér að afar dauft hefur verið yfir verslun með skíðavörur það senr af er vetri. „Maður vonar að snjórinn fari að korna og þetta er fljótl að gerast ef fer að snjóa á annað borð. Jörðin er köld og einhver snjór fyrir, en það vantar að fylla betur í gil og þess háttar.“ Hann segir skíðagöngufólk eitthvað hafa verið á ferðinni en aðstæður til þeirra hluta hafa einnig verið bágbomar. HA Vinabæjasamband Dal- víkur og Scorebysunds? Bæjarstjórn Scorebysunds á Grænlandi leitaði nýlega eft- ir vinabæjasambandi við Akur- eyrarbæ en erindinu var ekki tekið jákvætt. í framhaldi af því spurðist Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands, fyrir um það á Dalvík hverjar undirtektir slík beiðni fengi, bærist hún bæjar- stjórn Dalvíkur. Rögnvaldur Skíði Friðbjöms- son, bæjarstjóri á Dalvík, segir að engin beiðni hafi borist frá Scor- esbysundi en Sigurður Aðalsteins- son hafi kynnt málið fyrir bæjar- ráði og var bæjarstjóra í framhaldi fundarins falið að skoða málið frekar. „Við munum ekki hafa frum- kvæði í þessu máli eða óska eftir vinabæjasambandi, en það má vel kanna möguleikana. Akureyri varð fyrst fyrir valinu vegna sam- gangna sem Flugfélag Norður- lands heldur uppi milli Akureyrar og Scoresbysunds. Því er nú leitað til nærliggjandi sveitarfélags,“ sagði Rögnvaldur Skíði Frið- bjömsson, bæjarstjóri. GG Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi: Sr. Guðmundur Guðmunds- son ráðinn héraðsprestur Héraðsnefndir Eyjafiarðar ( Log Þingeyjarprófastsdæma, samþykktu á fundi á Akureyri í gær að ráða sr. Guðmund Guð- mundsson héraðsprest fyrir pró- fastsdæmin, og var jafnframt lagt til við Biskup íslands að sr. Guðmundur tæki við starfinu í dag, 16. febrúar. Sr. Svavar A. Jónsson, aðstoð- arprestur í Akureyrarprestakalli, hefur gegnt starfi hérðaðsprests eftir að hann var kjörinn í aðstoð- arprestsembættið, en hann gegndi áður embætti héraðsprestsins. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.