Dagur


Dagur - 16.02.1996, Qupperneq 6

Dagur - 16.02.1996, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Föstudagur 16. febrúar 1996 „Gaman að fylgjast með hvemíg tekst að reka sjávarútvegsfyrirtæki í þremur sveitarfélögum“ - segir Atli Viðar Jónsson, framleiðslustjóri Fiskiðjunnar-Skagfirðings hf. Við sameiningu Fiskiðjunnar- Skagflrðings hf. (FISK) og Hraðfrystihúss Grundarfjarðar hf. (HG) um sl. áramót undir nafni þess fyrrnefnda varð FISK eitt öflugasta fiskvinnslu- og út- gerðarfyrirtæki landsins með þrjú fiskvinnsluhús í þremur sveitarfélögum, fimm ísfisktog- ara og einn frystitogara með samtals um 10.500 tonna þorsk- ígildiskvóta. FISK átti um ára- mótin um 85% hlut í HG og því var sameining fyrirtækjanna rökrétt afleiðing auk þess að vera hagkvæm frá mörgum sjónarmiðum, m.a. verður afla- miðlun milli fiskvinnsluhúsa og allur rekstur hagkvæmari. Atli Viðar Jónsson var fram- kvæmdastjóri HG fram að sam- einingunni en tók við starfi framleiðslustjóra FISK um ára- mót og verður því tíður gestur á næstu mánuðum á þeim þjóð- vegum sem tengja Grundarfjörð og Sauðárkrók saman, eða um 270 km leið. Hann mun búa á Grundarfirði fram til vors en þá flytjast búferlum til Sauðár- króks. Miklar og gagngerar endurbæt- ur fara nú fram á húsnæði og tækjakosti rækjuverksmiðjunnar til þess að uppfylla ströngustu kröfur erlendra kaupenda hvað varðar gæði og hreinlæti og er áformað að þeim breytingum verði lokið um miðjan marsmán- uð. Kostnaður við þann áfanga sem þá verður tekinn í notkun liggur á bilinu 20 til 25 milljónir króna en þessar breytingar miða einnig að því að aðskilja rækju- vinnsluna frá bolfiskvinnslunni og endumýja lausfrysti og taka auk þess í notkun nýjan og fullkominn lausfrysti, sem er alíslensk smíði. Á aíla veggi verksmiðjunnar verða sett veggefni sem er mun auðveldara að þrífa. Einnig verður soðin rækja aðskilin frá ósoðinni rækju sem er hluti af því að upp- fylla og aðlaga verksmiðjuna að ströngustu kröfum kaupenda. Atli Viðar segir að samstarf sé við heimabáta um hráefnisöflun og fyrirtækið eigi 30% hlut í bát sem heiti Farsæll SH-30 og er gerður út frá Grundarfirði. Utgerð Far- sæls er að endumýja bátakostinn um þessar mundir; selja bátinn og kaupa í hans stað Klæng frá Þor- lákshöfn, sem áður var gerður út frá Vopnafirði og hét þá Eyvindur Vopni. Hann verður afhentur í febrúarmánuði. Til fróðleiks má geta þess að Eyvindur Vopni var seldur frá Vopnafirði þegar Tangi hf. keypti nýtt skip í hans stað, og það frá Fiskiðjunni-Skagfirðingi hf. Auk þess hefur verið gott sam- starf við útgerð Haukabergs, 100 tonna báts, sem gerður er út frá Grundarfirði. Sú skel sem Farsæll og Haukaberg hafa veitt hefur ver- ið unnin hjá HG, en rækju sem unnin er í Grundarfirði hafa bát- arnir fyrst og fremst fengið í Kolluál, vestur af Snæfellsnesi, og eru gæði hennar mjög mikil. Kvótastýring og útgerðarstjórn á Sauðárkróki I Grundarfirði hafa auk HG verið rekin tvö önnur frystihús; Soffan- ías Cecilsson hf. er með rækju- og bolfiskvinnslu og útgerðarfélagið Guðmundur Runólfsson hf. rekur frystihús. Það á togarann Runólf SH-135. Þessi þrjú fyrirtæki eru stærstu atvinnurekendumir í Grundarfirði. „Það er óhjákvæmilegt við þessa sameiningu að það verði einhverjar breytingar á starfs- mannahaldi hér í Grundarfirði. Meginhluti bókhaldsins og fleira flyst norður þó launaútreikningur verði áfram hér en hér verður allt- af til staðar ákveðin þjónusta vegna fjarlægðarinnar við Sauðár- krók en samskiptin verða aukin með nýrri samskiptatækni. Vinnsluferlið breytist, það verður meira um sérhæfingu. Kvótastýr- ing og útgerðarstjóm verður norð- ur á Sauðárkróki en togaramir tveir, Klakkur og Drangur, verða áfram gerðir út frá Gmndarfirði. Við erum vel í sveit settir hér gagnvart góðum fiskimiðum og emm í nábýli við góðan fiskmark- að, Fiskmarkað Breiðafjarðar hf„ sem stofnaður var árið 1992. Um fjarskiptamarkað er að ræða sem er fyrst og fremst með starfsemi sína í Stykkishólmi, Ólafsvík, Rifi og Arnarstapa auk Grundarfjarðar. Það verður mjög gaman að fylgjast með því í framtíðinni hvemig okkur tekst að skipuleggja starfsemi sjávarútvegsfyrirtækis sem er rekið í þremur sveitarfé- lögum í tveimur landshlutum. Hér er mjög gott starfslið sem ég treysti fullkomlega og þannig er því einnig farið fyrir norðan þann- ig að ég kvíði ekki framhaldinu. Það er auðvitað mín von að starf- semin hér verði ekki nein aukabú- grein hjá Fiskiðjunni-Skagfirð- ingi, heldur hafi báðir hag af sam- einingunni. Ástæða þess að ég er þátttakandi í þessu er sú að ég hef fulla trú á þessu og þeir fyrir norð- an hafa fullkomlega staðið við allt það sem þeir hafa sagt. Til þess að ná góðum rekstri hér þurfti að fara í töluverðan samdrátt, en það var mjög góð Fiski iandað í Grundarfirði, sem að hluta til var unninn á Norðurlandi. Fjær stendur Hraðfrystihús Grundarfjarð- ar, nú eitt af þremur húsum Fiskiðjunnar-Skagfirðings hf. Er sameining Hraðfrystihúss Grundarfjarðar og Fiskiðjunnar-Skagfirðings heillaspor fyrir byggðarlagið? Nokkrir Grundfirðingar voru teknir tali og spurðir álits á því hvemig þeim fyndist að eitt stærsta fyrirtæki bæjarfélagsins, Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf., væri orðið í meirahlutaeigu Fiskiðjunnar-Skagfirðings hf. og sameinað norðlenska útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu og hvort sú þróun hafi komið þeim á óvart? Albert Porvaldsson: „Ég hef nú eiginlega ekki tekið eftir því ennþá og ég held að fólk sé sátt við þessa þróun mála. Þetta eykur atvinnuöryggi þeirra sem vinna hjá fyrirtækinu en þetta er ekki mikið rætt þar sem ég vinn. En það verður vonandi gott að starfa með Norðlendingunum." Örn Arnason: „Ég er Grundfirðingur en er að fara burtu í skóla. Ég stórefa að þetta sé gott mál fyrir Grundfirð- inga. Nú eiga þeir á Sauðárkróki fyrirtækið og geta farið með kvót- ann í burtu ef þeim sýnist svo því þeir áttu orðið meira en 80% hlut í því. Það óttast margir þá þróun, ekki síst fiskverkunarfólk og þeir sem eru á sjónum. Það hefði verið betri lausn ef fiskvinnslufyrirtækin í Grundarfirði hefðu verið samein- uð, t.d. Hraðfrysihús Grundarfjarð- ttr og Soffanias Cecilsson, þótt ég Albert Þorvaldsson. Örn Árnason. sé efins um að þeir hefðu gengið í eina sæng. Forsvarsmenn Hrað- frystihúsins hefðu einnig átt að reyna fyrst að sameinast öðrum út- gerðum hér á norðanverðu Snæ- fellsnesi." Jófríður Friðgeirsdóttir: „Mér finnst fólk vera hálf- smeykt en ég vona að það sé ástæðulaus kvíði. Það óttast að tog- aramir fari í burtu seinna." Arni Halldórsson: „Það var nauðsynlegt að fá nýtt blóð og fjárstreymi inn í fyrirtækið, en ég óttast ekki að Skagfirðingar taki togarana og kvótann norður og segi bless meðan reksturinn gengur vel hjá þeim. Þeir hafa til þess öll völd en þeir eru byrjaðir að byggja upp og stækka rækjuverksmiðjuna og það gera varla þeir sem ætla að flytja í burtu af staðnum. Það á svo að byrja rækjuvinnslu í mars.“ Sigurjón Jónsson: „Þetta skiptir ekki neinu máli og ef eithvað er þá tryggir þessi breyt- ing betur atvinnu hér í Grundar- firði. Þeir hjá Fiskiðjunni-Skagfirð- ingi áttu meirihluta í fyrirtækinu áður og svo eru þeir að endur- byggja rækjuverksmiðjuna. Þetta var eina sóknarfærið sem við átt- um, því sameining fyrirtækja hér á Snæfellsnesi kom ekki til greina að mínu áliti.“ Jófríður Friðgeirsdóttir. Sigurjón Jónsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.