Dagur - 16.02.1996, Síða 14

Dagur - 16.02.1996, Síða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 16. febrúar 1996 MINNINO IÞROTTIR FROSTI EIÐSSON Bjarní Sigurðsson Fæddur 22. júlí 1934 - Dáinn 9. febrúar 1996 Bjarni Sigurðsson fæddist á Ak- ureyri 22. júlí 1934. Foreldrar hans voru Kristín Bjarnadóttir og Sigurður O. Björnsson, prent- smiðjustjóri. Bjarni hóf nám í handsetningu í POB á Akureyri 1. október 1953 og tók sveinspróf í setningu 1. október 1957. Hann vann þar fyrst við handsetningu og vélsetningu, síðar aðallega við myndmótagerð og Ijósmyndun og loks var hann prentsmiðju- stjóri POB til ársins 1995, er hann hóf störf hjá Asprenti/POB og starfaði þar til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona Bjarna (5. nóvember 1954) er Kristjana Ríkey Tryggvadóttir. Dóttir þeirra er Valgerður Hjördís, f. 24. janúar 1954. Barn hennar er Sunna Elín. Þegar ég hóf störf í Prentverki Odds Bjömssonar á Akureyri á haustmánuðum 1966 var þar margt gjörvilegra manna í vinnu sem betra en ekki var að kynnast. Einn af þessum mönnum var Bjarni Sigurðsson. Atvikin höguðu því þannig að ég gerðist eins konar blaðamaður við tímaritið Heima er bezt jafn- hliða prentvinnunni. Tímaritið var gefið út af Bókaforlagi POB. Bjami vann við ljósmyndun og myndamótagerð í POB og ég þurfti mikið að starfa með honum í sambandi við blaðið. Þá komst ég að því að þessi hógláti og prúði starfsmaður var góður drengur og ýmsum kostum búinn sem sjald- gæft er. Hann gat sett sig í spor annarra í ýmsum orðræðum og álitamálum sem upp komu á vinnustaðnum. Hann gerði aldrei lítið úr skoðunum annarra þótt hann væri þeim ekki sammála. Hann var vinsæll og virtur af öll- um sem með honum störfuðu. Mér fannst Bjarni alltof hóg- vær maður, stundum svo lítillátur að mér þótti alveg nóg um þótt ég væri alveg viss um að hann hefði metnað góðs og samviskusams starfsmanns, því að ég varð ekki var við annað en allt það sem hann vann í fyrirtækinu væri af- skaplega vel gert. Utan fyrirtækis- ins þekktumst við lítið. Eg þykist þess fullviss að Bjami hefði kunnað mér enga þökk fyrir að hlaða á hann látinn lofi. Og það ætla ég mér ekki að gera. En ég get ekki stillt mig um að kveðja þennan nána samstarfs- mann um margra ára bil hinstu kveðju með þakklæti fyrir við- kynninguna á lífsins leið. Hún er mér mikils virði. Góu, Valgerði og afastúlkunni litlu er vottuð dýpsta samúð, sem og öðrum vandamönnum, því þeir hafa mikið misst. Bjami Sigurðsson var fæddur á Akureyri 22. júlí 1934. Hann lærð prentiðn (setjari) í ættarfyrirtæk- inu POB. Hann lést eftir tiltölu- lega stutt og skyndilegt veikinda- stríð 9. febrúar sl. Blessuð sé minning hans. Eiríkur Eiríksson. Guð gefur Guð tekur, það eru stað- reyndir sem við búum öll við, en nú er stórt skarð rofið í okkar vina- hóp. Hann Bjami er dáinn. 1 okkar huga koma fram þakkir fyrir að hafa auðnast sú gæfa að hafa feng- ið að kynnast og fá að vinna með þeim öðlingsmanni sem hann var. Okkar kynni hófust fljótlega eftir að við tókum við prentsmiðj- unni Asprent fyrir 17 árum síðan. Oft á tíðum þurftum við að leita ráða hjá Bjama hvað prentsmiðju- rekstur varðar og þótti honum sjálfsagt að aðstoða okkur á allan þann hátt sem hann átti kost á og þó að við ættum að heita keppi- nautar þá unnum við alltaf saman sem vinir. Við kaup Ásprents á Pob í fyrra, var Bjarni manna fyrstur til að óska okkur gæfu og gengis í framtíðinni og í hans huga var enginn vafi á að slík sameining myndi ganga vel. Einnig var hann sá tengiliður og leiðtogi í að þjappa saman starfsfólki þannig að úr yrði ein heild í traustu og góðu fyrirtæki sem ætti að hafa alla möguleika til að standa af sér harða samkeppni. f þessari sam- vinnu var hann sannur vinur sem leitaði lausna á þeim fjölda vanda- mála sem upp komu við samein- ingu á áðumefndum fyrirtækjum. Við Bjarni sátum oft saman og ræddum um hvað gaman yrði að sjá stöðuna eftir tvö til þrjú ár og vorum mjög bjartsýn á þá framtíð. Eftir skamman tíma hjá okkur fór hann að kenna sér meins sem síð- ar dró hann til dauða. En alltaf var hann jafn bjartsýnn og brosandi þegar talað var við hann þó að þjáningamar væru oft miklar, þægilegri manni höfum við ekki kynnst. f okkar huga em því þakk- ir fyrir þann tíma sem við vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sitja við hlið þessa bjartsýna og ljúflynda manns og ræða við hann um málefni líðandi stundar og prentsmiðjunnar, sem var okkur öllum svo kær. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja Bjarna vin okkar og vonum að Guð gefi Kristjönu, Valgerði Hjördísi og Sunnu Elínu styrk á þessum erfiðu stundum. Rósa, Kári, Þórður, Unnur, Olafur, Margrét og Alexander. Eg verð að segja það eins og það er, að mér brá illilega, þegar ég frétti lát Bjama Sigurðssonar, prentsmiðjustjóra, en hann andað- ist að heimili sínu föstudaginn 9. febrúar sl. eftir erfíð veikindi. Bjama kynntist ég fyrst, þegar ég stráklingur hóf nám í prentiðn í POB árið 1947, hjá pabba hans, Sigurði O. Bjömssyni. Bjarni hóf síðan nám í POB árið 1953 og vor- um við vinnufélagar til ársins 1967, þegar leiðir skildu. Á þessum ámm var mikið líf og fjör í POB, margir ungir strákar unnu þar og fannst þeim eldri galsinn í okkur stundum keyra úr hófi. Með okkur Bjama tókst strax góður kunningsskapur, enda unnum við að segja má hlið við hlið, hann við gerð plastmynda- móta en ég við setjaravél. Ekki get ég hugsað mér ljúfari vinnufélaga en Bjama og um hann vil ég segja, að hann var drengur góður. Ekki spillti það fyrir að Bjami kvæntist skólasystur minni úr Innbænum, Kristjönu Tryggvadóttur (Góu) árið 1954. Þau voru mjög samstíga alla tíð og eignuðust þau eina dóltur, Valgerði. Þó leiðir okkar Bjarna skildu héldum við góðum vinskap. Er Prentverk Odds Bjömssonar flutti út í Tryggvabraut tók Bjarni fljót- lega við prentsmiðjustjórn og fórst honum það vel úr hendi eins og annað, sem hann tók að sér. Og það segja mér vinnufélagar hans úr POB í Tryggvabraut, að þeir hafi ekki getað hugsað sér betri húsbónda en Bjama. Að leiðarlokum vil ég segja: Far þú í friði, Bjami minn, friður Guðs blessi þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Aðstandendum Bjarna, Kristj- önu, Valgerði, dótturdótturinni og öðrum ástvinum sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur og bið Guð að blessa þá. Svavar Ottesen. Okkur langar til að kveðja góð- an dreng og einstakan samstarfs- mann með örfáum orðum. Þrátt fyrir vitneskjuna um erfíð veikindi Bjama síðustu vikur kom fregnin um andlát hans eins og reiðarslag. I andlitum fyrrum sam- starfsfólks mátti lesa djúpa sorg. Öll söknurn við sárlega góðs drengs og frábærs samstarfsmanns. Minningin um hann er hlý og nota- leg og þar ber engan skugga á. Sennilega er það vegna þess hve einstaklega gott var að vinna með honum og leita til hans með hin ýmsu mál. Það sem einkenndi við- mót Bjarna var jákvæðni. Hann tók öllu vel, hvort sem viðfangsefnið var erfitt eða auðvelt, skemmtilegt eða leiðinlegt. Bjami var prentsmiðjustjóri POB til fjölda ára. Það var erfitt og krefjandi starf og mikill fjöldi viðskiptamanna á eftir að sakna Bjama vegna hjálpfýsi hans og áreiðanleika. Þótt menn kæmu til hans með lítt mótaðar hugmyndir hafði hann einstakt lag á því að laða fram kjama málsins og ráðleggja síðan sjálfur af smekk- vísi og fagmennsku þannig að út- koman yrði sú sem að var stefnt. Bjami reyndist okkur nýgræð- ingunum í prentiðnaðinum frábær kennari og hjálparhella þegar við komum til samstarfs við hann í POB á sínum tíma. Hann miðlaði okkur ótæpilega af reynslu sinni og þekkingu og umgekkst okkur sem jafningja. Fyrir það erum við honum afar þakklátir. Bjarni fylgdist vel með tækni- nýjungum og þróun í prentiðnaði, m.a. með lestri erlendra fagtímarita og samtölum við kollega. Hann var fagmaður fram í fingurgóma og naut sem slíkur virðingar starfs- bræðra sinna um land allt. Þetta kom berlega í ljós á ráðstefnu um prentiðnaðinn, sem haldin var í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Þótt við samstarfsmenn Bjarna vissum að hann væri vel kynntur og virtur, kom það okkur á óvart að bókstaflega allir þekktu hann og heilsuðu honum með virktum. Bjami var fróður maður og víð- lesinn og víðsýnn eftir því. Hann var líka mikill mannvinur og nátt- úruunnandi í bestu merkingu þeirra orða. Flestar frístundir not- aði hann með Góu sinni austur í Sellandi. Þar áttu þau hjónin sum- arhús sem segja má að hafi verið þeirra annað heimili. Til baka kom Bjami ávallt hress og endur- nærður, tilbúinn til að takast á við verkefnin sem biðu. Að leiðarlokum kveðjum við mannkostamanninn Bjama Sig- urðsson. Veröldin er snauðari við fráfall hans. Elsku Góa, Valgerður og Sunna. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum almættið að styrkja ykkur og styðja í sorginni. Far þú ífriði, friður Guðs þig blessi, liafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem). Daníel, Eyþór og Jóhann. Knattspyrna: Margir leikmenn skipta um félög Það styttist óðum í vertíð knatt- spyrnumanna. Nokkuð hefur verið um félagaskipti leikmanna að undanförnu og listinn hér að neðan sýnir þá leikmenn sem tilkynnt hafa félagaskipti til skrifstofu KSÍ eftir Islandsmót- ið í innanhússknattspyrnu, sem lauk um iniðjan síðasta mánuð. Eflaust em mörg dæmi um leikmenn sem samið hafa við önn- ur félög en eiga eftir að ganga frá félagaskiptum sínum með form- legum hætti og er þau ekki að fmna á þessum lista. Þá er félaga- skiptum í yngri aldursflokkum sleppt í þessari upptalningu, en listinn lítur þannig úr. Aron Tómas Haraldsson KFA-ValurRf. Ágúst Þór Benediktsson Valur-ÍR Ásmundur Þórhallsson Þrymur -Tindastóll Birkir Kristinsson Fram-Brann Bjarki Gunnlaugsson IA-Mannheim Dejan Stojic IA-Eintracht Braunsweig Hafliði Hörður Hafliðason KR-Fylkir Hallur Ásgeirsson Neisti D-Stjaman Heimir Gunnlaugsson Hörður Gestsson Ingi Bjöm Pétursson Ingólfur Ingólfsson Jón Sveinsson Karl Einarsson Kristján Kristjánsson Þórir Áskelsson Valgeir Baldursson Valur Fannar Gíslason Stefán Gíslason Öm Ámason Hamar-Víkingur Afturelding-Fjölnir Fjölnir-Fylkir Haukar-FH Breiðablik-Selfoss Fram-Breiðablik BÍ-BoIungarvík Þór-þýskt féiag (22/1) Raufors-Stjaman Arsenal-Fram Arsenal-Fram BÍ-ÍA Nöfnin hér að neðan eru fé- lagaskipti sem borist hafa skrif- stofu KSÍ en hafa ekki verið sam- þykkt. Brynja Guðjónsdóttir Víkingur-Haukar Jirene Hustada Norskt. fél-KR Jónas Ástþórsson Keflavík-Víðir Mihaljo Bibercic KR-ÍA (Vantar undirskrift frá KR) Ómar Öm Jónsson Magni-Grótta Radislav Lazorik Petrimex Prievidza-Leiftur (Vantar undirskrift leikm. og erl. félags) Steinar Ingimundarson Fjölnir-Víðir Sigurjón Jónsson BÍ-BoIungarvík Tryggvi Tryggvason Skallagn'mur-Grótta Skíöi: Hermannsmótiö Hermannsmótið á skíðum fer fram í Hlíðarfjalli um helgina og keppt verður í í svigi og stór- svigi í flokkum 15-16 ára og í fuilorðinsflokkum. Mótið hefst klukkan 10 á morgun, en þá verður keppt í stór- svigi drengja og karla. Klukku- stundu síðar hefst keppni í svigi stúlkna og kvenna. Á sunnudeginum klukkan tíu verður keppt í stórsvigi stúlkna og kvenna og klukkustundu síðari í svigi drengja og karla. Keppendur verða af öllu landinu og búast má við að fjöldi keppenda verði á bil- inu 70-80 talsins. Skíöi: Keppt á Dalvík í svigi og stórsvigi Stórsvig Dalvíkurmótið á skíðum var haldið um síðustu lielgi og urðu úrslit þessi. Svig Stúikur 9-10 ára: Telma Ýr. Óskarsd. 1:05,32 Sandra Dögg Guðmundsd. 1:10,99 Strákar 9-10 ára: Kristinn Ingi Valsson 55,61 Sveinn Elías Jónsson 1:15,35 Stúlkur 11-12 ára: Elsa Hlín Einarsd. 55,83 Anna Sóley Herbertsd. 56,02 Sara Vilhjálmsd. 57,23 Piltar 11-12 ára: Árni Freyr Ámason 52,21 Ómar Freyr Sævarsson 1:03,68 Hjalti Steinþórsson 1:03,87 Stúlkur 15-16 ára: Inga Lára Óladóttir 53,31 Ásrún Jónsdóttir 1:08,42 Piltar 15-16 ára: Björgvin Björgvinsson 42,95 Reimar Viðarsson 1:00,77 Lárus Sveinsson 1:01,22 Karlaflokkur: Valur Traustason 44,00 Tryggvi Herbertsson 59,70 Hreggviður Símonarson 1:20,84 Stúlkur 9-10 ára: Telma Ýr Óskarsd. 1:11,90 Bergþóra Jónsdóttir 1:12,46 íris Daníelsdóttir 1:13,29 Strákar 9-10 ára: Kristinn Ingi Valsson 1:02,18 Sveinn Elías Jónsson 1:04,87 Ivar Öm Pétursson 1:12,69 Stúlkur 11-12 ára: Elsa Hlín Einarsdóttir 1:03,16 Anna Sóley Herbertsd. 1:04,05 Sara Vilhjálmsdóttir 1:04,65 Piltar 11-12 ára: Ámi Freyr Ámason 1:03,21 Snæþór Arnþórsson 1:08,36 Ómar Freyr Sævarsson 1:08,51 Stúlkur 15-16 ára: Ásrún Jónsdóttir 1:02,11 Berglind Óðinsdóttir 1:08,11 Piltar 15-16 ára: Björgvin Björgvinsson 52,04 Skafti Þorsteinsson 54,04 Þorsteinn Marinósson 54,51 Karlaflokkur: Tryggvi Herbertsson 1:16,10 Hreggviður Símonarson 2:06,86 Kvennaflokkur: Eva Bragadóttir 57,78

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.