Dagur - 01.03.1996, Side 1
79. árg.
Akureyri, föstudagur 1. mars 1996
43. tölublað
Þrefaldur 1. vinningur
Mál Bjarna Kr. Grímssonar, fyrrverandi bæjarstjóra, gegn Ólafsfjarðarbæ:
Hæstirettur syknaði Olafs-
fjarðarbæ af kröfu Bjarna
Hæstiréttur sýknaði í gær Ól-
afsfjarðarbæ af kröfu
Bjarna Kr. Grímssonar, fyrrver-
andi bæjarstjóra í Ólafsfirði og
núverandi fiskimálastjóra, um
greiðslu vangreiddra launa og
biðlauna vegna fyrirvaralausrar
uppsagnar úr embætti bæjar-
stjóra í Ólafsfírði í nóvember
1992. Gerði Bjarni kröfu við
Pottormarnir úr Árbæ
komu norður:
„Þetta er
vinabæja-
heimsókn"
- segir Haraldur í Andra
Þetta er vinabæjaheimsókn og
við viljum vera vinir í raun,“
sagði Haraldur Haraldsson, for-
stjóri Andra hf., í samtali við
Dag. Nítján manna hópur, Pott-
ormarnir, sem að jafnaði hittast
í heita pottinum í Árbæjarlaug í
Reykjavík að morgni hvers virks
dags, heimsótti Sundlaug Akur-
eyrar í gær, hlaupsárdag.
„Við flugum með íslandsflugi
norður og hér á Akureyrarflug-
velli var lent klukkan tólf mínútur
yfir sjö. Á slaginu hálf átta vorum
við mættir í sund. Nú sem stendur,
þegar þú talar við mig, erum við í
morgunkaffi hér í Leirunesti, en
það á að fara í skoðunarferð í Vík-
ing hf. Mér þætti ekki óeðlilegt að
við fengjum að smakka á veigum
þeim sem þar eru framleiddar.
Síðan er spurning hvort við kom-
ust nokkuð suður aftur,“ sagði
Haraldur.
Að sögn Haraldar reyna pott-
ormamir í Árbæjarlauginni að
eiga þar saman skemmtilega stund
á morgni hverjum - og sneiða
framhjá alvarlegum umræðuefn-
um. „Þetta er sannkallaður
skemmtiklúbbur og ekki síður
hefur verið skemmtilegt að heim-
sækja Akureyringa," sagði hann.
Enn fremur sagði Haraldur að í
Akureyrarlaug í gærmorgun hefðu
menn miðlað gangkvæmri þekk-
ingu í leikfimiæfingum. Akureyr-
armenn væru fimir í Múllersæf-
ingum, sem lítið hafa breyst síð-
ustu áratugina, en Pottormarnir í
Árbæjarlaug væru góðir í nýtísku-
legri leikfimiæfingum, sem væru í
sífelldri þróun frá degi til dags.
„Hlaupársdagur er ekki inni á
dagatalinu og því var ekkert inni á
dagatalinu hjá okkur að mæta í
vinnu. Því var upplagt að mæta í
sund hér á Akureyri. Vel mætti
hugsa sér eitthvert áframhald, eða
þá að norðanmenn mæti til okk-
ar,“ sagði Haraldur í Andra. -sbs.
meðferð málsins fyrir héraðs-
dómi, að Ólafsfjarðarbær
greiddi sér 8,4 milljónir króna
auk dráttarvaxta.
Fyrir Héraðsdómi Norðurlands
eystra kom fram að Bjami byggði
málssókn sína á þeim málsástæð-
um að hann hafi verið kjörinn af
meirihluta bæjarstjórnar Ólafs-
fjarðar til að gegna starfi bæjar-
stjóra í Ólafsfirði frá 12. júní 1990
til loka kjörtímabilsins í lok maí
1994. Bjarni taldi uppsögnina hafa
verið án sakar og ólögmæta og í
andstöðu við vilja stórs hluta bæj-
arbúa. í ljósi þess og með hliðsjón
af dómafordæmum Hæstaréttar í
sambærilegu máli taldi Bjarni að
Ólafsfjarðarbæ bæri að greiða sér
full laun til loka kjörtímabilsins
Heimamenn sýndu komumönnum hvernig tekið er hraustlega á í Miillersæf-
ingurn norðan heiða. Myndir: BG.
Að sjálfsögðu var komumönnum boðið upp á rjúkandi morgunhressingu á
laugarbakkanum.
auk biðlauna í sex mánuði að því
loknu eins og þá hafi verið venja
varðandi ráðningarkjör bæjar-
stjóra í landinu.
Niðurstaða héraðsdóms
Dómur í rnáli Bjama var kveðinn
upp af Frey Ófeigssyni í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra 22. júlí
1994. Niðurstaða dómsins var sú
að sýkna Ólafsfjarðarbæ af öllum
kröfum Bjarna og féll málskostn-
aður niður.
Bjarni áfrýjaði málinu til
Hæstaréttar með stefnu 20. októ-
ber 1994. Kröfur hans voru þær
sömu og fyrir héraðsdómi. Ólafs-
fjarðarbær krafðist aftur á móti
staðfestingar dóms Héraðsdóms
Norðurlands eystra.
Þegar Bjarni Kr. Grímsson hóf
starf sem bæjarstjóri í Ólafsfirði
þann 1. júlí 1988 var gerður samn-
ingur um störf hans, sem staðfest-
ur var í bæjarráði 27. apríl 1989.
Þar segir að ráðningartími sé yfir-
standandi kjörtímabil bæjarstjórn-
ar, en samningurinn sé uppsegjan-
legur af beggja hálfu með þriggja
mánaða fyrirvara. Einnig segir í
samningnum að bæjarstjóri skuli
halda fullum launum í þrjá mán-
uði eftir að hann láti af störfum. f
upphafi næsta kjörtímabils, í júní
1990, samþykkti bæjarstjórn að
ráða Bjarna áfram í stöðu bæjar-
stjóra, en nýr skriflegur samningur
var ekki gerður. Bjarni gegndi
áfram starfi sínu hjá Ólafsfjarðar-
bæ þar til honum var sagt upp.
Hann hafði þó áður leitað eftir að
breytt yrði ákvæði samningsins
um uppsagnarfrest, að hann yrði
sex mánuðir, og að biðlaun yrðu
greidd í sex mánuði, en það var
ekki samþykkt.
Niðurstaða Hæstaréttar
í niðurstöðu Hæstaréttar í gær seg-
ir að þar sem ekki hafi verið gerður
nýr samningur við Bjama í júní
1990, verði að líta svo á að fyrri
samningur hafi gilt áfram, enda
hafi Bjami ekki sýnt fram á að þá
eða síðar hafi verið vikið frá samn-
ingnum um kjör hans. Hæstiréttur
kemst að þeirri niðurstöðu að Ól-
afsfjarðarbæ hafi verið heimilt að
segja Bjama upp með þriggja mán-
aða fyrirvara, en Bjami hafi átt rétt
á biðlaunum í þrjá mánuði að upp-
sagnarfrestinum loknum. Ágrein-
ingslaust sé að Ólafsfjarðarbær
hafi staðið skil á launum í þessa
sex mánuði. Því beri að sýkna Ól-
afsfjarðarbæ af kröfum Bjama og
staðfesta dóm undirréttar.
Hæstiréttur dæmdi Bjama til að
greiða Ólafsfjarðarbæ 150 þúsund
krónur í málskostnað fyrir Hæsta-
rétti. óþh
Skagafjörður:
Grænlendingurinn fannst
heill á húfi í skotbyrgi
Grænlendingurinn sem hvarf
frá Sauðárkróki sl. þriðju-
dagskvöld fannst skömmu fyrir
hádegið í gær í bílflaki á Þverár-
dal í Blönduhlíð, sem notað hef-
ur verið sem skotbyrgi.
Mannsins hefur verið leitað af
lögreglu og björgunarsveitar-
mönnum. Hann var mjög kaldur
og hrakinn en hann var berhöfðað-
ur, klæddur stuttum leðurstakk og
gallabuxunr og var þegar fluttur á
sjúkrahús en er óðunr að ná sér.
Það voru leitarhundar sem fundu
manninn, en þeir urðu hans varir í
vindstrekk sem stóð niður dalinn
en leitin hafði skömmu áður
beinst að slóð sem fannst milli
bæjanna Framness og Syðri-
Brekkna. Lögreglan telur að þátt-
taka hundanna hafi sparað mikinn
tíma og ekki síst fjármuni, en öll
leit er fjárfrek. GG
Dalvík:
Kosið um áfengis-
útsólu í vor
Eins og komið hefur fram í
Degi hafa legið frammi á
Dalvík undirskriftalistar þar
sem þess er óskað að samhliða
forsetakosningunum í lok júní
nk. verði kosið á Dalvík um
áfengisútsölu í byggðarlaginu.
Nú liggur fyrir að þessar kosn-
ingar fara fram, því 490 manns
skrifuðu nöfn sín á listana, en
þriðjungur kosningabærra manna
nægir til að fara fram á slíkar
kosningar. Halldór Gunnarsson
stóð öðrum fremur fyrir þessari
undirskriftasöfnun og hefur nú
þegar afhent Rögnvaldi Skíða
Friðbjömssyni, bæjarstjóra á Dal-
vík, listana. óþh