Dagur - 01.03.1996, Side 2

Dagur - 01.03.1996, Side 2
2 - DAGUR - Föstudagur 1. mars 1996 FRÉTTIR Organista Vallar- og Urðarkirkna í Svarfaðardal sagt upp störfum: „Þessi aðgerð gegn mér hefur verið vel skipulögð" - segir organistinn, Johann Olafsson á Ytra-Hvarfi Organista Vallar- og Urðar- kirkna í Svarfaðardal, Jóhanni Ólafssyni á Ytra- Hvarfi, hefur verið sagt upp störfum af sóknar- nefndum Vallar- og Urðarsókna. Sami kór syngur í öllum þremur kirkjunum í Svarfaðardal. Jóhann Ólafsson sagðist að- spurður í gær ekki vita hvað olli því að honum var sagt fyrirvara- laust upp störfum, ástæðunnar hefði ekki verið getið í uppsagnar- bréfinu og hún lægi ekki á lausu hjá sóknamefndunum. „Það hefur valdið vandræðum að fólk hefur ekki viljað virða þær Laser- faxtæki Tökum gamla faxtækid upp í nýtt laserfaxtæki LVUTÆKI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 leikreglur að hafa samráð við mig um æfingar og fleira. Ég hef sagt við sóknarprestinn að orð séu til alls fyrst og málin séu rædd við mig, en ég hef aldrei verið boðað- ur á sóknamefndarfund til að ræða um þau verk, sem ég hef lýst mig reiðubúinn til að inna af hendi. Það er því enginn vilji til að ræða hlutina, enda voru viss öfl hér sem vildu alls ekki fá mig sem organ- ista fyrir fimm árum síðan og lýstu mig óhæfan til starfsins. Mér hefur fundist að sóknar- presturinn hafi haft lítinn áhuga á samstarfi við mig. Það skýrist Sundlaug Akureyrar: Diskótek í kvöld Diskótek fyrir unglinga á aldrin- um 13 til 18 ára verður í Sund- laug Akureyrar í kvöld, fóstu- dagskvöld. Ýmsar uppákomur verða því samhliða, að sögn Sig- urðar Guðmundssonar, for- stöðumanns sundlaugarinnar. Sundlaugardiskótekið stendur frá kl. 22 og fram til miðnættis. Aðgangur er ókeypis. Meðal þess sem gert verður til hátíðarbrigða, fyrir utan diskótek, eru slöngu- og rennibrautarkeppni. Þrír eru í hverju í liði og snýst keppnin um að ná bestum árangri í samanlögð- um tíma, annars vegar að komast yfir laugina á slöngu og hins veg- ar að renna sér niður brautina. Vegleg verðlaun eru í boði. Að sögn Sigurðar Guðmunds- sonar er í bígerð að halda aðra uppákomu fyrir ungt fólk í sund- lauginni um páskana, jafnvel ólíka þeirri sem verður í kvöld. -sbs. Vdkomin á Otsen OLSEM A K U R E Y R I Súpa dagsins meS brauði...... kr. 250,- BLT 3 laga samloka með beikoni, tómötum og kóli. Franskar og sósa........... kr. 690,- kr. 690,- Olsens samloka, nautasneið i brauði með lauk, sveppum og tómötum. Franskar og sósa........ Olsens borgari, hamborgari með lauk, sveppum, kóli og tómötum. Franskar og sósa.................kr. 590,- Tvöfaldur Olsen borgari, með lauk, sveppum, :ka kr. 710,- kóli og tómötum. Franskar og sósa Olsen steik, buffsteik entricote, með frönskum, salati, sósu og djúpsteiktum tómat...............kr. 990,- Marengskaka Olsens.............................. kr. 350,- Uppóhald Olsens, súkkulaðiterta með rjóma........kr. 450,- Rjómaís með sósu að eigin vali...................kr. 350,- Föstudagskvöld: Arnar Guðmundsson trúbador Laugardagskvöld: Óvænt uppókoma Þar sem þér líður vel m.a. í því að ég er síðastur manna til að fá að vita hvenær eigi að messa. Hann lofaði að láta mig hafa messuskrá, en hún hefur ekki borist og frá jólum hefur ekki ver- ið messað í Vallar- eða Urðar- kirkju. Þessi aðgerð gegn mér hef- ur því verið vel skipulögð. Sókn- amefndimar vilja ekki upplýsa sóknarböm um ástæðu uppsagnar- innar þrátt fyrir að þeim beri það samkvæmt stjórnsýslulögum,“ sagði Jóhann Ólafsson. Formaður sóknamefndar Vall- arkirkju, Elínborg Gunnarsdóttir á Syðra-Hvarfi, vildi ekki tjá sig um málið, vísaði til aðalsafnaðarfund- ar sem haldinn verður í þessum mánuði, og Lena Gunnlaugsdóttir á Atlastöðum, formaður sóknar- nefndar Urðarkirkju, sagðist ekki ætla að ræða við fjölmiðla um málið. Ekki náðist í sr. Jón Helga Þórarinsson í gær. GG Útgerðarfélag Akureyringa: Tekur upp heim- sendingarþjónustu Útgerðarfélag Akureyringa hf. hefur hafíð heimsendingarþjón- ustu á sjófrystum afurðum og veitir Jón Norðkvist innanlands- söludeild ÚA forstöðu. í upphafi verður sérstök áhersla Iögð á sjó- fryst ýsuflök, roðlaus og bein- laus en einnig þorskflök, með og án roðs. Síðar verður boðið upp á fleiri tegundir sem framleiddar eru hjá ÚA. Jón Norðkvist segir að bæði sé um sölu að ræða til einstaklinga og mötuneyta fyrirtækja og fleiri, en lágmarkskaup eru ein askja, sem er um 10 kg, en nettóþyngd hennar 9,07 kg sem miðað er við, þannig að kaupandinn fær yfir- vigtina frítt. Verð hverrar öskju ætti því að vera kr. 3.356. Ut- keyrsla er þegar hafin og þau mötuneyti sem ekki eru á svæðinu fá öskjumar sendar með flutninga- bílum. Jón segir að á næstunni muni ýmiss þróunarvinna eiga sér stað og hugmyndin sé sú að þjón- ustan nái til alls landsins og jafn- vel einnig miðanna. Það sé ekki út í hött að selja fisk til fiskiskipa, t.d. skipa sem veiða rækju með rækjuskilju og frysta aflann. Markaðurinn er mjög stór og oft er töluverðum erfiðleikum háð að ná í fisk á Islandi, en með þessari þjónustu ÚA telja forsvarsmenn fyrirtækisins að komið sé til móts við neytendur. Jón Norðkvist var áður með sjálfstæðan rekstur á þessu sviði á Akureyri, þ.e. fisk- söluskrifstofu, sem kom frosnum fiski til neytenda til sveita og m.a. í byggðarlög sent ekki liggja að sjó eins og Egilsstaðir. Reksturinn var stöðugt að vefja utan á sig og kemur sú reynsla sem þar skapað- ist til með að nýtast innanlands- söludeild ÚA. GG Leikfélag Raufarhafnar: Frumsýnir „Margt býr í þokunni" annað kvöld Leikfélag Raufarhafnar frum- sýnir annað kvöld breskt saka- málaleikrit í léttum dúr sem nefnist Margt býr í þokunni. Verkið er eftir bresku höfund- ana William Dinner og Villiam Morum. Það hefur nokkrum sinnum áður verið fært upp hér- lends, meðal annars af Frey- vangsleikhúsinu og Ungmenna- félaginu Mývetningi. L#TTé VINNINGSTÖLUR I MIÐVIKUDAGINN I 2Ö.U2. 1996 AÐALTÖLUR ÍH (20, BÓNUSTÖLUR © ( Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö 1 . 6 af 8 4 34.470.000 n 5 af 6 /L. + bónus 1 597.680 3. 5a,e 3 90.170 4. 4 af 6 210 2.040 r- 3 uf 6 J. t bónus 807 220 Samtals: 1025 351.801.130 Heildarvinningsupphœð: Á íslandi: 139.354.130 1.474.130 Upptýsingar um vinningstölur fást einnig í símsvara 568-1511 oða Grœnu númeri 800-6511 og f toxtavarpi á sfðu 453. „Það er mikill leiklistaráhugi hér á Raufarhöfn, sem meðal ann- ars kviknaði á 50 ára afmæli byggðarlagsins í fyrra. Margir sem lengi hafa verið í leiklistar- starfi hér eru nú baksviðs en á sviðinu eru nýgræðingar í leik- starfinu,“ sagði Om Ingi Gíslason, leikstjóri, í samtali við blaðið. Hann sagði æfingar vegna þessa verks hafa tekið óvenju skamman tíma. Fyrir sex vikum fór Öm á Raufarhöfn og setti mannskapnum fyrir að læra texta verksins á þremur vikum. Að þeim tíma liðn- um kom hann aftur og nú, síðustu þrjár vikumar, hefur verið æft stíft og þá á sviði. Æfingar hefjast dag hvem kl. 16 og standa fram til miðnættis. „Við æfum þetta á helmingi styttri tíma en aðrir, enda er óþarfi að hanga yfir þessu,“ sagði Öm Ingi í samtali við Dag. Átta leikarar taka þátt í þessari uppfærslu verksins. Með aðalhlut- verk fara Hjördís Ragnarsdóttir, Anna María Hjálmarsdóttir og Helga Jóhannesdóttir. Að sögn Amar Inga er byddað uppá marg- víslegum nýjunum í þessari upp- færslu. Þar má nefna að leikarar munu í hléi blanda sér á meðal leikhúsgesta, en slíkt hefur ekki áður tíðkast í norðlensku leikhús- lífi. -sbs. Akureyri: Punktar úr bæjarráði Starfshópur um Ketilhúsið Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær að skipa starfshóp sem geri tillögur um nýtingu og framkvæmdir við Ketilhús- ið. Starfshópurinn verði skip- aður fulltrúum frá bæjarráði, menningarmálanefnd, skóla- nefnd Tónlistarskólans og Gil- félaginu. Samþykkt var að skipa Sigfríði Þorsteinsdóttur fulltrúa bæjarráðs í starfshóp- inn. Menningarfulltrúa var fal- ið að kalla starfshópinn saman. Kaup á tölvum Kynnt vora á bæjarráðsfundin- urn tilboð sem borist hafa í tölvur og tölvuvörur fyrir Ak- ureyrarbæ og Ólafsfjarðarbæ. Alls bárust sjö tilboð og þrjú frávikstilboð. Bæjaraáð sant- þykkti að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Akurstjömuna. Tilboðsupp- hæð er kr. 4,86 milljónir króna, þar af er hluti Ólafs- fjarðarbæjar kr. 529 þúsund. Kaup á Lundgarði Með vísan til bókunar bæjar- ráðs 8. febrúar sl. var lagt fram minnisblað frá bæjarlögmannj, þar sem hann gerir grein fyrir athugun sinni á kaupum á Lundgarði og færir fram rök með og á móti því að eignin verði keypt. Bæjarráð sam- þykkti að halda við fyrri sam- þykkt sína og fól bæjarlög- rnanni að ganga frá samningi um kaup á eigninni á grand- velli þeirra verðtilboða sem fram koma í bréfi hans. Sumarvinna hjá Akureyrarbæ Bæjarráð samþykkti að öll sumarstörf fyrir 17 ára og eldri hjá deildum og stofnunum bæjarins verði auglýst af starfsmannastjóra og ráðningar fari fram í samráði við starfs- mannadeild. Sömu reglur gilda um þessar ráðningar og sl. ár. Jafnframt ákvað bæjarráð að 16 ára unglingum fæddir 1980 verði gefinn kostur á 6 vikna vinnu í sumar, sjö tírna á dag, samtals 210 vinnustundir. Vinna unglinga 14 og 15 ára verði með sama hætti og sl. ár. Starfsmannastjóra var einnig falið að auglýsa eftir umsókn- um um þessi störf. Mál Hólmfríðar Kynnt var niðurstaða kæru- nefndar jafnréttismála í máli Hólmfríðar Sveinsdóttur gegn Akureyrarbæ, en eins og Dag- ur hefur greint frá komst kæru- nefnd að þeirri niðurstöðu að bærinn hafi brotið jafnréttislög þegar hann réð Þórgný Dýr- fjörð starfsmann reynslusveit- arfélagsverkefnis. í bókun bæjarráðs kemur fram að það muni taka málið til umfjöliun- ar á næsta fundi þess.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.