Dagur - 01.03.1996, Side 16

Dagur - 01.03.1996, Side 16
Akureyri, föstudagur 1. mars 1996 BAUTINN 25 ÁRA 6. APRÍL AFMÆLIS TILBOÐ A HAMBORGURUM 'H>4i\linn - ''þé iídí Háskólinn á Akureyri: Tveir sækja um prófessorsstöðu Tveir sóttu um stöðu próf- essors við sjávarútvegs- fræðideild Háskólans á Akur- eyri, sem Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna kostar til þriggja ára. Um stöðuna sækir annars vegar doktor Hjörleifur Einars- son. Hann er verkefnisstjóri við Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins í Reykjavík, en gegnir auk þess hálfri stöðu lektors við Há- skólann á Akureyri. Hjörleifur er doktor í matvæla- og örveiru- fræði frá Chalmers háskólanum í Gautaborg. Hinn umsækjandinn er dokt- or Sigþór Pétursson, lektor í efnafræði við Háskólann á Ak- ureyri. Sigþór lauk doktorsprófi í efnafræði frá háskólanum í Birmingham á Englandi. Skipuð verður dómnefnd þriggja sérfræðinga til að meta hæfi umsækjenda. Einn þeirra skipar Háskólinn á Akureyri, Háskóli íslands skipar annan og þann þriðja skipar menntamála- ráðuneytið. Verði báðir umsækjendur metnir hæfir til að gegna stöð- unni mun háskólanefnd taka endanlega ákvörðun um hvor þeirra verði ráðinn. óþh Akureyri: Börnum fjölgar í elstu hverfunum Nokkrar breytingar eru að verða á aldurssamsetningu íbúa í hverfum bæjarins. Að sögn Ingólfs Ármannssonar, skólafulltrúa Akureyrarbæjar, kemur þetta m.a. fram í því að ungu fólki og þar með börnum er að fjölga í elsta hluta bæjar- ins, það er Innbænum og hluta Brekkunnar. Starfsvæði Bamaskólans á Ak- ureyri nær yfir Innbæinn og þann hluta Brekkunnar sem nær að © VEÐRIÐ Suðvestan og vestan kaldi verður á Norðurlandi vestra í dag og sums staðar all- hvasst og súld með köflum. Hiti verður 3-8 stig. Suð- vestan kaldi verður fram eft- ir morgni en vestan og suð- vestan kaldi í dag á Norður- landi eystra en léttskýjað. Veður fer hlýnandi og verð- ur hiti 5-9 stig í dag en hlý- indin haldast fram yfir helgi. Mýrarvegi, það er Suður- og Norður-Brekka. Talsvert hefur verið byggt í Innbænum á síðustu misserum og ungt fólk þar komið inn. Eldra fólk hefur og verið að flytja úr húsum í nefndum hverf- um í þjónustuíbúðir aldraðra og ungt bamafólk hefur komið inn í staðinn. „Nemendur á Bamaskóla- svæðinu eru heldur fleiri en spár okkar gerðu ráð fyrir. Fjöldi nem- enda á svæði Oddeyrarskóla, Odd- eyrinni, eru hins vegar nokkuð svo í samræmi við spár okkar,“ sagði Ingólfur Ármannsson. „Nemendum í Lundaskóla hef- ur fækkað mjög mikið síðustu ár- in. Sama hefur verið að gerast í Glerárskóla, en því hefur verið mætt með því að beina nemendum úr Giljahverfi þangað, þar til Giljaskóli hefur verið byggður. í Glerárskóla era í dag um 450 nemendur. Giljahverfi er í raun á starfssvæði Síðuskóla. Álag hefur með þessu móti verið tekið af Síðuskóla, sem er fjölmennasti skóli bæjarins, með um 660 nem- endur,“ sagði Ingólfur. -sbs. Kaupfélag Eyfirðinga: Lætur af starfi eftir 54 ár Rögnvaldur Gíslason vann sinn síðasta dag í gær hjá Kaupfélagi Eyfírðinga eftir hvorki meira né minna en 54 ár í starfí hjá félaginu. Eng- inn núverandi starfsmaður KEA hefur lengri starfsaldur og raunar hafa aðeins sjö starfsmenn áður náð hálfrar aldar starfsafmæli. Rögnvaldur var skráður á launaskrá hjá KEA þann 1. maf 1942. Frá 4. febrúar 1943 hefur hann starfað við söludeild félagsins. Þann 1. janúar 1964 tók hann við stöðu sölustjóra söludeildar KEA en síðustu ár hefur hann gegnt stöðu innheimtustjóra söludeildar. Rögnvaldur Gíslason verður sjötugur 10. mars nk. og því hefur hann verið starfsmaður KEA frá sextán ára aldri. óþh ynino laugardag og sunnuðag fra kl. 14-17 Nissan Double Cap er meö rúmgóðu húsi fyrir fjóra farþega auk ökumanns Nissan Patrol GR Oflugur jeppi á góöu veröi velsleðar Skiöavorur fra Skíðaþjónustunni Nissan Terrano II 5 dyra, býöur upp á þægindi og rými sem höfða til fjöl- skyldna meö virkan lífsstíl. Hlaöirm aukahlutum OLW flögur :,rrr Nissan Terrano I Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 461 2960 IARUMIN FRA United SÍeep Gnalander ntr , , „/ fHr.rr ^,urr /ZGd " komin aftur í öllum stierðum Frábært verð Queen rúm frá kr. 47.310 stgr. Kmg rúm frá kr. 73.910 stgi /#| ■«*■ ■■*■*■*■ Tryggvabraut B4 Opið á ’ Mj M ^LMM^MKMá^M EOB Akuregri laugardögum húsgagnaverslun sími 4BB 1410 kl. 10.00-13.00 'ISA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.