Dagur - 01.03.1996, Side 4
4 - DAGUR - Föstudagur 1. mars 1996
UTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN:
AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON,
HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir),
BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK- SÍMIÁ SKRIFSTOFU 464 1585,
FAX 464 2285. HEIMAStMI BLAÐAMANNS 464 3521
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087
LEIÐARI
Húsnæðislánakerfíð
Það er aldeilis makalaust hversu illa virðist ætla að
ganga að koma á vitrænu húsnæðiskerfi á íslandi.
Lengi hefur það verið boðorð númer eitt að allir
eigi að eiga sitt eigið húsnæði og á tímum óðaverð-
bólgu og í þá daga er fjármagnið var óverðtryggt,
var ekki jafn erfitt og það er í dag að eignast sitt
eigið húsnæði. Þetta boðorð virðist ekki vera leng-
ur jafn heilagt og það var og til þess að létta fólki
með lágar tekjur róðurinn var smíðað félagslegt
íbúðarkerfi.
Þetta kerfi hefur reynst meingallað, eins og at-
hugun Stefáns Ingólfssonar, verkfræðings, hefur
leitt í ljós og birst hefur í Neytendablaðinu. Það
kemur sem sagt á daginn að greiðslubyrðin í félags-
lega íbúðarkerfinu er umfram það sem láglaunafólk-
ið ræður við. Og er þá nema von að spurt sé; fyrir
hvern var þetta kerfi smíðað, eða hefur það ef til vill
farið gjörsamlega úr böndunum? Það er athyglis-
verð niðurstaða Stefáns Ingólfssonar að í Búseta-
kerfinu sé greiðslubyrðin minnst og hún þarf út af
fyrir sig ekki að koma á óvart.
Um félagslega íbúðarkerfið eiga menn ekki að ríf-
ast á pólitískum nótum. Þess í stað eiga menn að
hafa manndóm í sér og viðurkenna þá staðreynd að
núverandi kerfi er óviðunandi og á því verður að
finna viðunandi lausn áður en það springur í ioft
upp. Sveitarfélögin í landinu eru mörg hver að slig-
ast undan þessu kerfi, það er ómótmælanleg stað-
reynd. Það er hárrétt sem félagsmálaráðherra hefur
látið hafa eftir sér að félagslegar fbúðir hafa reynst
allt of dýrar í byggingu og á byggingu þeirra hefur
verið litið sem atvinnumál út um allt land. Til þess
að standa undir svo fjárfrekri fjárfestingu hafa fjár-
skuldbindingar láglaunafólksins verið of miklar.
Þessu til viðbótar hefur kaupskylda íbúðanna
reynst mörgum sveitarfélögum fjárhagslega ofviða.
Á þessum vettvangi hefur sú skoðun verið viðr-
uð að færa beri húsnæðiskerfið á íslandi inn í bank-
ana. Það er nauðsynlegt að kannað verði í fullri al-
vöru að stíga þetta skref. I það minnsta sakar ekki
að láta gera á því nákvæma úttekt og vonandi verð-
ur það einn liður í starfi nefndar sem ætlað er að
skoða félagslega íbúðarlánakerfið. Þeirri spurningu
verður að fást svarað hvort þeim fjármunum sem
fara í að reka dýrt apparat eins og Húsnæðisstofn-
un ríkisins, sé betur varið á öðrum sviðum.
í upphafí skal endinn skoða
Dagur birti 21. febrúar sl. grein eftir
Sigurð J. Sigurðsson bæjarfulltrúa,
sem bar yfirskriftina „Úrbætur við
sundlaug 395 milljónir!"
Þessi grein er að því leyti merkileg
að hér skrifar leiðtogi og aðalforsvars-
maður fyrrverandi meirihluta í bæjar-
stjóm Akureyrar. Þetta er sá maður
sem mestu gat ráðið um það hvemig
staðið var að undirbúningi við hönnun
og framkvæmdir sem hefjast skyldu á
sundlaugarsvæðinu 1994.
Allir voru sammála um að úrbætur
á þessu svæði voru löngu tímabærar
og hjá þeim yrði ekki komist lengur.
Engir kostnaðar-
útreikningar voru gerðir
Ég gagnrýndi hins vegar oftsinnis
hvemig staðið var að þeim undirbún-
ingi, mér fannst þau vinnubrögð sem
voru viðhöfð oft á tíðum dæmi um
hvemig ekki á að vinna, engir faglegir
kostnaðarútreikningar vom lagðir
fram, einungis ágiskanir.
Óskatölur um kostnað
160-200 milljónir
í þeim forsendum sem í upphafi voru
gefnar við útboð hönnunar að breyting-
um, endumýjun og nýbyggingum við
Sundlaug Akureyrar í mars 1993, var
gert ráð fyrir að núverandi sundlaug
yrði breytt, auk 300 fermetra nýbygg-
ingar ásamt kjallara kæmu útiklefar og
sturtur, nuddpottur, vaðlaug, vatns-
rennibraut, eimbað og gagngerar end-
urbætur yrðu gerðar á núverandi mann-
virkjum. Þetta svæði var hugsað sem
paradís fjölskyldunnar og heildarkostn-
aður sagður verða 160-200 milljónir og
að verkinu mætti ljúka á 4 ámm.
Síðan var reiknað með svæði þar
sem kæmi ný laug og pottur eftir
nokkur ár.
Verkið gert umfangsmeira
Efnt var til hugmyndasamkeppni
meðal hönnuða á Akureyri og eftir að
hugmyndir þeirra höfðu verið skoðað-
ar var ljóst að gera yrði ráð fyrir stærri
nýbyggingu en menn höfðu áætlað í
upphafi.
Þann 29. desember 1993 á fundi
með samstarfshópi um sundlaugarmál,
sem skipaður hafði verið af bæjar-
stjóm Akureyrar, kynntu þeir hönnuðir
sem valdir höfðu verið til verksins,
teikningar að nýju húsi og breytingum
á eldra húsi og lóð. Stærð nýja hússins
var þá orðin um 500 fermetrar á fyrstu
hæð og um 200 fermetrar í kjallara.
Tillögumar voru samþykktar í
íþrótta- og tómstundaráði 11. janúar
1994 og í bæjarstjóm sama dag.
Hvað er búið að vinna?
Hér skulum við staldra við og skoða
hvað þegar hefur verið framkvæmt af
verkinu sem Sigurður ætlaði að láta
framkvæma fyrir 160-200 milljónir.
Búið er að byggja eimbað, vatns-
rennibraut ásamt vaðlaug og buslupoll
fyrir böm og að ganga mjög glæsilega
frá öllu svæðinu norðan gömlu sund-
laugarinnar. Þennan áfanga segir Sig-
urður hafa kostað 65 milljónir og gerir
ekki ágreining úr því!
Hvað á eftir að framkvæma?
Þá skulum við skoða hvað er eftir að
framkvæma.
Það á að gera gagngerar breytingar
á gamla sundlaugarhúsinu, byggja
nýtt hús sem samkvæmt nýjustu teikn-
ingum skal vera 530 fermetra hæð
ásamt 402 fermetra kjallara með til-
heyrandi tækjum, tólum, vélum og
hreinsibúnaði fyrir nýja keppnislaug
sem skal vera 25x16,2 m að stærð,
auk þessa skal samkvæmt áætlunun-
um sem Sigurður stóð sjálfur fyrir,
byggja bæði nýjan pott og nuddpott
og að sjálfsögðu að ganga frá lóðinni
allri með svipuðum glæsibrag og gert
hefur verið með norðursvæðið.
Allt þetta virðist Sigurður hafa ætl-
að að framkvæma fyrir 95-135 millj-
ónir!
Ennþá stækkaði verkið
I dag 1996 liggja fyrir teikningar af
nýbyggingu 530 fermetra á fyrstu hæð
og 402 fermetrar í kjallara, þetta eru
nettó stærðir byggingarinnar.
Hvað hefur gerst í millitíðinni?
Þetta er stækkun frá teikningunum
sem höfðu verið samþykktar 1993.
Búið er að bæta inn á teikningamar
nauðsynlegri aðstöðu sem ekki var
fyrir, svo sem skiptiklefa fyrir fatlaða
9 fermetrar, herbergi fyrir sundkenn-
ara og þjálfara 12 fermetrar o.fl.
Breyting á framkvæmdaröð
Tekið hefur verið tillit til samþykktar
frá íþrótta- og tómstundaráði um
breytingar á framkvæmdaröð á þá leið
að í næsta áfanga skuli byggja nýju
laugina upp á 25x16,2 m. Hún hafði
ekki verið á upphaflegri 4 ára áætlun,
en gert hafði verið ráð fyrir lauginni
síðar eins og áður kom fram. Þetta
hafði í för með sér að stækka varð
kjallara nýbyggingarinnar til að koma
fyrir nauðsynlegum tækjum og
hreinsibúnaði fyrir þessa nýju laug.
Breytingin á framkvæmdaröðinni var
samþykkt í bæjarstjóm í janúar sl. og
þótti vænlegt að fá þessa nýju laug í
gagnið sem fyrst.
Oútfyllt ávísun á bæinn
Eins og fyrr segir var upphaflega
áætlað að heildarkostnaðurinn við
verkið allt yrði á bilinu 160-200 millj-
ónir. Þetta vora tölur sem að menn
gáfu sér, nokkurs konar óskatölur, án
þess að fram hefðu farið nákvæmir,
faglegir útreikningar af neinu tagi.
„Það er mér aftur
á móti alveg óskilj-
anlegt hver ástæðan
er fyrir því að
Sigurður J. Sig-
urðsson ryðst nú
fram á ritvöllinn til
þess að agnúast út í
núverandi meiri-
hluta vegna fram-
kvæmda og hönn-
unar við Sundlaug
Akureyrar.“
Gísli Bragi Hjartarson
Úrbætur við sundlaug 395 milljónir!
A «tUvx t* <*>.»» í
1 í>*<* aIE^KHu
" ' * t
fi M« «?ao4 i sV.iy.*VK<
I ?«<.»* »<AKt«*í::voy.
vx *o»y «■ 'MiX/xf A»»vií»
»»\3 > )ÍK» <)N» í
m»»» Kxf >f< :■><« «*<<>:<■
i »S J>»x« xSk««w»k< h*k<«V-
S <»*;<■>: < 'XVv !*<• r< »'■■>,<■'■.
SÍVVVM >»k xf> <<•»*. ><x« SýVM,
»<<■*■<: >■><<<< y; i {x<X>> (<*. v»
gO’W ** te< v»
l'HHdwfÚS «!)«.{■ »V>< >MC
1 <:•«■« K*j«x<v l<*v> :v<S»»«
g»x>fi< l»»x<«x<« Axí.V
jx«»A f>*A)»t»4 wí. ■'•.:«
>>ft vwkiM'w
«vi IX?% <*<« Va<
t-vfrmt tí i frM »*«< K*H
•/MulX J)»l*t><K *><>«
14* >■< *«)>«<«» £*)<* <>«»{:<:
t«« >VJ» V> í'«t*> "«<» »>)< »)
t«S«< Íxmv* »■*> xfy
'<mi vw >):<«»>»:<•>.
ÁfrMttiukt ftjmtitimíLt
■’< ■*>■»»> -«>1 « v* *»>>» <!<)■»
* »x4>V»» i>m W »»:>»>»»: i
jgkKXXv >x
<t >< »:<*.'« <*k **»•><■
HíiOttUU IIAfXtU
vrrkþ.ítla c.r nú <tA
ficfj.iAt <>g því tt.cgur
ttm* til u<\ {vKRtJUft
yfíf I«í«ta vwik að
nýju. tftt nhír að
þctrri böfittun lykur
vrrÁur ckki tU baL*
snuiA. {»rck<tð;u
áltnmlingur tnmir í
þfj**;* ^tt cru liun.v-
dðar fuilyrt j»ð
fylivtti ftaj>Lt;rmni
** %Xlt.
'*>wx :<x« ■>( (itl f <»;«*»., v*
'fm XMfiXttð «■» xXf >:XM f:
t.S><»» xS •>*■>: x»x* Xt UUw 1
Wi «>>S V»
J>x.n:<««•£«* f ■<
«> i> fx*cVx <« i) J~< .*.'• f,
)* r«»x UnAwi
4>:*»>k»>*t)'f :f* »S*xtt>
•» <:X'< > f iA J<< <<x<-k>.<>:*fx- |
v* y<x*: }*» «<*»>». /» ít «t ^
íxx)! W » x<>:<.vf. ;:> /vt.'WMí.l.
BfsxKxt x*x« >xf<ja.xx « a» y
(«>><« >» )'t <t<j» tXIM vf «l
i*rÚM >fx ;vt« <t>k d y.ifX n
Þetta þýddi í raun það sama og að
bærinn legði fram óútfyllta ávísun
sem enginn vissi hvað yrði há þegar
hún yrði innleyst, þ.e. í verklok þegar
raunverulegur heildarkostnaður lægi
fyrir.
Framkvæmdanefnd kom
að málinu
Eitt af fyrstu verkum framkvæmda-
nefndar, nýrrar nefndar sem stofnuð
var í janúar 1995 fyrir forgöngu nú-
verandi meirihluta bæjarstjómar til að
hafa yfirstjóm á öllum framkvæmdum
bæjarins, var að láta vinna áætlun um
heildarkostnað framkvæmda á sund-
laugarsvæðinu.
Þar með lágu fyrir í fyrsta skipti
tölur um raunverulegan heildarkostnað
við verkið og þær hljóðuðu upp á 359
milljónir! (miðað við fyrirsögn Sigurð-
ar 395 milljónir, hvað ætlar hann að
gera við mismuninn = 36 milljónir?).
Framkvæmdum var dreift
fram til 2004
Þessi niðurstaða sem nú lá fyrir setti
menn í svolítið einkennilega stöðu.
Nú fyrst urðu menn að horfast í augu
við staðreyndir málsins og að gera sér
grein fyrir hvað þeir höfðu farið af
stað með.
Þetta var arfur sem núverandi
meirihluti stóð uppi með, samþykkt lá
fyrir á öllum stöðum að í þessar fram-
kvæmdir skyldi fara og auðvitað var
það ekki meining okkar að hlaupast
frá því verki, en það var líka skylda
okkar að gera öllum ljóst af hvaða
stærðargráðu þessar framkvæmdir
raunverulega yrðu.
Það er líka ljóst að fjárhagsstaða
bæjarins leyfir það ekki að það verði
hægt að Ijúka þessu verki á þeim
árafjölda sem hafði verið áætlaður í
upphafi, enda um allt aðrar tölur að
ræða.
Akveðið var að finna hvar við gæt-
um stoppað við með nýtanlegan
áfanga hverju sinni og hvflt okkur á
þessum framkvæmdum í nokkur ár í
senn og haldið svo verkinu áfram eftir
því sem fjárhagsstaða bæjarins leyfír.
Niðurstaðan varð sú að gerð var áætl-
un fram yfir aldamótin til 2003-4.
Gagnstætt því sem bæjarfultrúi
Sigurður J. Sigurðsson heldur fram í
sinni grein þá hefur verið farið í allar
tölur og allar forsendur hafa verið
skoðaðar upp á nýtt. Niðurstaða okkar
er sú að við ætlum að verja á næstu
árum 154 milljónum í verkið og telj-
um þá að við séum komin með áfanga
sem muni gjörbreyta aðstöðunni þama
þrátt fyrir að þar með verði verkinu
ekki endanlega lokið.
Hver er tilgangur Sigurðar?
Það er mér aftur á móti alveg óskiljan-
legt hver ástæðan er fyrir því að Sig-
urður J. Sigurðsson ryðst nú fram á
ritvöllinn til þess að agnúast út í nú-
verandi meirihluta vegna fram-
kvæmda og hönnunar við Sundlaug
Akureyrar. Undir hans stjóm var skip-
aður vinnuhópur til að gera áætlanir
um þörfina til úrbóta og hvemig að
þeim breytingum og framkvæmdum
skyldi staðið.
Hópurinn valdi hönnuði og teikn-
ingar, þetta var niðurstaða þeirra sem
þarna voru í vinnuhópi, héldu eitthvað
um 50 fundi, gerðu rýmisáætlun og
fóru margsinnis yfir það hvemig þeir
vildu hafa þetta sundlaugarsvæði okk-
ar, kynntu sér laugar hérlendis og er-
lendis, tveir vom meðal annars sendir
í skoðunarferð til Kölnar.
Ekkert var til sparað þá
Ekki var verið að líta til dagsins í dag,
hvað hentaði okkur núna, heldur að
gerð yrði áætlun um það hvemig við
vildum hafa svæðið að lokum.
Þá var tekin pólitísk afstaða um að
þama skyldi framtíðarsundlaugar-
svæði Akureyrar vera, öllum til sóma.
Hvað er Sigurður að fara?
í lok greinar sinnar kemur Sigurður J.
Sigurðsson að því hvemig Dalvíking-
ar hafa staðið að sinni sundlaugar-
byggingu, en ég skil ekki hver er til-
gangur hans að hnýta þessari athuga-
semd aftan við. Ég lít helst þannig á
að hann telji að Akureyringum, 15
þúsundum manna, eigi að nægja að-
staða sambærileg þeirri sem Dalvík-
ingar hafa nú byggt fyrir 1600 manna
bæjarfélag.
Ég samgleðst Dalvíkingum með að
þeir eru nú komnir með svo glæsilegt
mannvirki sem raun ber vitni, en það
mundi hvergi nærri anna þörfinni á
Akureyri.
Því er ég hvergi nærri sammála
Sigurði. Við emm að huga að framtíð
Akureyrar og að fullnægja þörfinni
hér og við ætlum að hafa þetta svæði
þannig úr garði gert að hingað komi
ferðamenn til að nýta sér þessa að-
stöðu með okkur. Nýju sundlaugar-
mannvirkin á Dalvík kostuðu 1600
íbúa 170 miljónir að sögn Sigurðar
eða 106.250 krónur á hvem Dalvíking
- og nú hefur Sigurði enn láðst að
reikna dæmið til enda. Ættu þá ekki
15.000 Akureyringar að þola fram-
kvæmdir fyrir 359 milljónir króna
sem dreifast á nokkur ár, eða sem
svarar 23.934 krónum á hvem íbúa!?
Hinar svokölluðu „ítrekuðu ábend-
ingar“ Sigurðar gat hann komið með
hvenær sem var á fyrri stigum þessa
máls sem forystumaður fyrrverandi
meirihluta, en nú skal hann horfast í
augu við staðreyndimar, útkomuna úr
dæminu sem hann sjálfur setti upp en
hirti ekki um að reikna til enda.
Gísli Bragi Hjartarson.
Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fram-
kvæmdanefndar.