Dagur - 01.03.1996, Side 15

Dagur - 01.03.1996, Side 15
IÞROTTIR Föstudagur 1. mars 1996 - DAGUFt - 15 FROSTI EIÐSSON Karfa - Úrvalsdeild: Þórsarar tóku ÍA í kennslu- stund í fyrri hálfleiknum Björn Sveinsson átti mjög góðan ieik með Þór gegn í A í gær- kvöld. Hér er hann kominn upp að körfu Skagamanna og þeir Bjarni Magnússon og Dagur Þórisson fá engum vörnum við komið. Mynd: BG Handbolti: KA mætir Víkingum Næstsíðasta umferð 1. deildar- keppninnar í handknattleik fer fram á sunnudagskvöldið og topp- liðið, KA, mætir þá andstæðing- um sínum úr bikarúrslitunum, Víkingi, og má búast við spenn- andi viðureign. Leikur liðanna hefst í KA-heimilinu klukkan 20. Íshokkí: SA leikur gegn SR á Akureyri Fyrsti leikurinn í úrslitakeppninni í íshokkí fer fram á Skautasvellinu á Akureyri á morgun. Þá mætast Skautafélag Akureyrar og Skauta- félag Reykjavíkur í fyrsta úrslita- leik liðanna um Islandsmeistaratit- ilinn og hefst leikurinn klukkan 14. Liðin mætast síðan í öðrum leik sínum um aðra helgi. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki er meist- ari. Ef til oddaleiks kemur fer hann fram á Akureyri. Þór-ÍA 106:83 Gangur leiksins: 7:2, 13:5, 19:8, 32:15, 47:21, (51:25), 55:25, 68:41, 73:49, 79:61, 106:83. Stig Þórs: Fred Williams 29, Kristján Guðlaugsson 22, Böðvar Kristjánsson 16, Bjöm Sveinsson 15, Konráð Óskars- son 7, Hafsteinn Lúðvíksson 6, Stefán Hreinsson 5, Birgir Öm Birgisson 2, John Carraglia 2, Davíð Hreiðarsson 2. Þriggja stiga körfur: 6. Stig IA: Milton Bell 34, Bjami Magnús- son 13, Elvar Þórólfsson 12, Dagur Þór- isson 11, Jón Þór Þórðarson 4, Sigurður Jökull Kjartansson 3, Brynjar Sigurðsson 2, Fred Williams 2. Þriggja stiga körfur: 6. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Sig- mundur Herbertsson. Kristinn dæmdi prýðilega en Sigmundi vom mislagðar hendur. Áhorfendur: Um 60 greiddir miðar, en um 200 manns í húsinu. Þórsarar gerðu út um leikinn gegn Akranesi í fyrri hálfleikn- um í leik liðanna. Segja má að í hálfleiknum hafi aðeins annað liðið leikið körfuknattleik, Skagamenn náðu ekki upp stemmningu í lið sitt og voru 26 stigum undir í leikhléi. Þrátt fyr- ir að gestirnir haf! bitið frá sér í síðari hálfleiknum, með ágætri pressuvörn þá kom hún alltof seint og Þórsarar unnu sann- gjarnan sigur, 106:83. Það kem- ur því í hlut IA að leika við næ- stefsta lið 1. deildarinnar, um sæti í úrvalsdeildinni. Þórsliðið barðist gífurlega vel í fyrri hálfleiknum. Fred Williams fór á kostum í byrjun og fór oft illa með Bandaríkjamanninn hjá Akranesi, Milton Bell. Fred skor- aði 17 af fyrstu 23 stigum Þórs og Bjöm Sveinsson, lét líka mjög mikið að sér kveða og báðir nýttu sér vel, hve vörn Akurnesinga var slök og reyndar er mjög sjaldgæft að sjá lið fá aðeins á sig fjórar villur í hálfleik, eins og lið IA í fyrri hálfleiknum. Mesti munurinn lá í vörninni, Milton Bell, sem að öllu jöfnu er einn besti sóknar- maðurinn í úrvalsdeildinni, var haldið niðri, svo hann skoraði að- eins sjö stig í hálfleiknum og Þórsarar voru komnir með gjör- unna stöðu, 51:25 þegar þeir fóru til búningsherbergja. Það var mun meira líf í gestun- um í síðari hálfleiknum. Þórsarar byrjuðu þó betur, náðu þrjátíu stiga mun en Skagamönnum tókst síðan að saxa á það forskot með ágætri pressuvöm, sem þeir beittu stóran hluta hálfleiksins. Þórsarar gátu tekið lífinu með ró og leyft varamönnunum að spreyta sig í lokin án þess að eiga það á hættu að missa leikinn úr höndum sér. Lokatölur urðu 106:83. Þórsliðið var jafnt, baráttan var fyrir hendi hjá flestum leikmönn- um og sóknarleikurinn var spilað- ur af meiri skynsemi en oft áður. Vömin var oft geysisterk sérstak- lega í fyrri hálfleiknum, þegar gestimir áttu oft í erfiðleikum með að finna samherjar til að gefa bolt- ann á. Fred Williams, var allt í öllu í byrjun leiksins, en lítið bar á honum í síðari hálfleiknum. Böðv- ar Kristjánsson og Bjöm Sveins- son vom báðir mjög sterkir í sóknarleiknum. Akumesingar voru ótrúlega slappir í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari sýndi Milton Bell hvers hann er megnugur, með því að skora 27 stig. Karfa - Urvalsdeild: Úrslit urðu þessi í leikjunum í gærkvöld: Njarðvík-ÍR 97:93 Breiðablik-Keflavík 74:77 Skallagrímur-KR 66:81 Valur-Grindavík 74:88 Lokastaðan er því þessi: Njarðvík 32 28 4 2936:2538 56 Haukar 32 27 5 2830:2472 54 Grindavík 3223 9 2942:257246 Keflavík 32 22 10 2972:270144 KR 32 17 15 2766:2718 34 Skallagrímur 32 16 162538:2603 32 ÍR 3214 18 2616:2713 28 Tindastóll 32 13 192442:254226 Breiðablik 321022 2569:2901 20 Þór 32 9 23 2660:2701 18 ÍA 32 7 25 2740:3050 14 Valur 32 6 26 2501:3005 12 Eftirtalin lið mætast í úrslita- keppninni: (1) Njarðvík - (8) Tindastóll (2) Haukar - (7) ÍR (3) Grindavík - (6) Skallagrímur (4) Keflavík - (5) KR Karfa - Urvalsdeild „Vorum inni í leiknum fram á síðustu sekúndurnar" - sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari Tindastóls sem mátti þola tap gegn Haukum útur voru til loka, 47:48, en Hauk- amir hleyptu þeim ekki lengra. Tindastólsliðið lék mjög góða vöm og baráttan var nær allan tímann til staðar. Hittnin var mis- jöfn og Tindastólsliðið hélt niðri hraðanum í leiknum með hægum sóknum. Hinrik Gunnarsson og Ómar Sigmarsson voru bestu „Varnarleikurinn hjá okkur var mjög góður, við náðum að stjórna vel ferðinni í leiknum og vorum inni í leiknum fram á síð- ustu sekúndurnar. Næsta skref er að undirbúa sig fyrir næsta skref, sem eru leikirnir gegn Njarðvík í úrslitakeppninni. Við ætlum að gera þeim lífið leitt,“ sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari Tindastóls, eftir ósigur liðsins gegn Haukum, 60:67 í Síkinu á Sauðárkróki í gærkvöld. Torrey John lék ekki með Tindastóli í leiknum, vegna meiðsla á fingri og munar mikið um fjarvem hans fyrir Tindastóls- liðið. Baráttan var hins vegar fyrir hendi hjá öðrum leikmönnum og leikurinn í jafnvægi lengst framan af. Haukarnir tóku völdin á vellin- um í byrjun síðari hálfleiksins og náðu um tíma fimmtán stiga for- skoti, en heimamenn komust inn í leikinn að nýju. Aðeins einu stigi munaði á liðunum þegar sjö mín- menn liðsins, áttu báðir góðan dag í vöm og sókn. Hjá Haukunum vom það Jason Williford og Jón Amar Ingvarsson sem báru af. GG/fe UMFT-Haukar 60:67 Gangur leiksins: 0:2, 15:7, 15:15, 19:23, (22:30), 26:41, 47:48, 53:61, 58:64, 60:67. Stig UMFT: Ómar Sigmarsson 16, Hinrik Gunnarsson 14, Pétur Guð- mundsson 10, Lárus Dagur Pálsson 9, Amar Kárason 4, Óli Barðdal 3, Atli Þorbjömsson 2, Halldór Hall- dórsson 2. Stig Hauka: Jason Williford 22, Sigfús Gissurarson 14, Jón Amar Ingvarsson 14, Björgvin Jónsson 6, Pétur Ingvarsson 5, Bergur Eðvarðs- son 4, Ivar Ásgrímsson 2. Dómarar: Kristján Mölter og Þor- ^eir Jón Júlíusson, dæmdu mjög vel. Áhorfendur: 300. Hamar félagsheimili Þórs: MARSTILBOÐ Nýjar perur í ljósabekkjunum Frábært verð: Stakur tími fyrir kl. 14.00 kr. 250,- Eftir kl. 14.00 kr. 350,- Þórsarar, mætið í morgunkaffi á föstudögum kl. 09.00' Hamar sími 461 2080 Jón Guðmundsson, þjálfari: „Búinn að læra mikið og fer reynslunni ríkari" „Ég er mjög feginn að sleppa við þennan aukamánuð sem hefði þurft ef við hefðum þurft til að leika aukaleikina. Við vorum ákveðnir í að það mundi ekki gerast og ég verð að segja það, að ef við hefð- um spilað svona vel í allan vetur, værum við ekki á þessum stað á töflunni," sagði Jón Guðmundsson, þjálfari Þórs, sem stjómaði liðinu í síðasta skipti í gærkvöld, gegn ÍA. „Ég er búinn að læra mikið í vetur og fer héðan reynslunni rík- ari. Ég er líka viss um að Þórsarar verða góðir á næsta ári. Þór hefur aldrei verið þekkt fyrir að spila góða vöm, en varnarleikurinn hef- ur verið til fyrirmyndar í vetur, sem sést best á því að það em ekki mörg lið sem hafa verið að skora 100 stig hjá okkur. A móti kemur að sóknarleikurinn hefur ekki ver- ið nógu góður og hittni leikmanna var ekki nógu góð, sérstaklega á leikköflum þar sem við vorum undir,“ sagði Jón.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.