Dagur - 08.03.1996, Page 4

Dagur - 08.03.1996, Page 4
4 - DAGUR - Föstudagur 8. mars 1996 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK- SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS 464 3521 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 LEIÐARI Þróun í heimi sjónvarpstækninnar er með ólíkindum og fólk hefur varla við að meðtaka hana. Gervihnatta- væðingin hefur gert það að verkum að landamæri eru ekki fyrir hendi hvað varðar aðgang að sjónvarpsefni frá fjarlægum heimshlutum. Þetta hefur bæði á sér jákvæðar og neikvæðar hliðar, en greinilegt er að lög- gjafmn hefur ekki áttað sig á hvemig beri að taka lagalega á skuggahhðum sjónvarpsbyltingarinnar. Dagur greindi frá því í gær að ákveðið væri að hefja útsendingar á kristilegri sjónvarpsrás á Húsavík og Ómar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Elnets, lót svo um mælt að mikill áhugi væri á örbylgjusjónvarps- sendingum bæði á Akureyri og Sauðárkróki og ffam kom hjá Ómari að þegar væru slíkar sendingar hafnar í Vestmannaeyjum og næstu skref í þessum efnum verði stigin á Húsavík, Selfossi og ísafirði. Fyrir nokkrum árum var áhtið að slíkar svæðisbundnar sjónvarpssendingar væru aðeins mögulegar með kapalvæðingu, en tæknivæðingin hefur gert það að verkum að kostnaður við örbylgjutæknina er mun lægri og því fýsilegur kostur. Þessi tæknibylting er athyghsvert innlegg í fjölmiðlun hér á landi og hún gerir það að verkum að víða á landsbyggðinni hefur fólk möguleika á að sitja við sama borð og á suðvesturhorninu. Krabbameinsleit hætt Dapurlegt er það ef sú ákvörðun stjómar Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri stendur að hætta krabba- meinsleit, en sú ákvörðun var tekin í ljósi þess að stöðinni er gert að lækka önnur útgjöld en laun um 10% milli ára. „Við teljum krabbameinsleitina vissulega vera okkar verkefni og vonum að máhð leysist. Það mundi hjálpa mikið ef tekið væri á kostnaði heilsugæslustöðva við leitina í samningi ráðuneytisins við Krabbameinsfélagið,“ sagði Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri í Degi. Það ber sannarlega að taka undir að á þessu verði fundin lausn, því hér er um afar nauðsynlega þjónustu að ræða. Hugleiðingar um málefni Hvað vakir fyrir fulltrúum okkar framsóknarmanna síðustu vikum- ar, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, þegar rædd em málefni Utgerðarfélags Akureyringa hf.? Fyrir ári síðan kemur ekki til greina að selja hlutabréf Akureyr- arbæjar í félaginu, en þegar kemur fram á veturinn skal selja hluta þeirra og nú síðustu vikur skal selja öll hlutabréfin. Manni verður á að spyrja hvort virkilega sé svo komið að ekki sé hagur af því fyrir Akureyrarbæ að eiga þessi hlutabréf og hafa þann- ig veruleg áhrif á rekstur þessa fé- lags, sem veitir hundruðum Akur- eyringa vinnu og lífsviðurværi, föst störf ÚA eru yfir 600, en á launalista eftir árið em í kring um 1000 nöfn. Greidd laun félagsins vom t.d.: 1991 kr. 1.000.3 millj. 1992 kr. 1.013.0 millj. 1993 kr. 1.103.0 millj. 1994 kr. 1.169.2 millj. 1995 kr. 1.306.9 millj. Öllum má vera ljóst hve hlutur bæjarsjóðs úr þessum upphæðum er þýðingarmikill fyrir afkomu hans. Oft heyrist sagt að Akureyrar- bær hafi bjargað félaginu á erfið- leikaárum þess og er það vissu- lega rétt, með framlögum í 11 ár, 1958-1968, samtals að upphæð nýkr. 415.030, og með ábyrgðum, en ekki má gleyma frábærri frammistöðu framkvæmdastjóra félagsins. Allt frá upphafi ÚA hefur bær- inn haft vemlegar tekjur af laun- um starfsmanna félagsins, ásamt þeim gjöldum, sem á félagið er lagt hverju sinni og virðist oft gleymast þegar rætt er um sölu á hlutabréfum bæjarins. í árslok 1980 var hlutabréfa- eign bæjarins yfir 80% af hlutum í félaginu eða kr. 485.815, og þessi eign var við síðustu áramót kr. 409.187.795 og hefur því hækkað þetta tímabil með jöfnunarbréfum um 842.27 prósent, þess utan hef- ur verið greiddur arður öll þessi ár, t.d.: Margir spyrja; hvers vegna vilja framsókn- armenn fækka fulltrúum sínum í bæjar- stjórn við næstu kosningar? Eg átta mig ekki á því... 199110% kr. 25.088.655 1992 10% kr. 28.180.977 1993 6% kr. 18.599.445 1994 10% kr. 30.999.075 1995 10% kr. 34.098.983 Jón E. Aspar. Ég efast um að Akureyrarbær hafi ávaxtað fé sitt betur annar- staðar heldur en hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa hf. Efst í huga almennings er þó ÚA það öryggi, sem skapast með eignarhlut bæjarins í félaginu og það em ábyggilega fleiri en færri, sem telja þetta öryggi í hættu ef af söluhugleiðingum fulltrúa okkar verður í raun, því að þótt kaup- endumir yrðu Lífeyrissjóður Norðurlands, KEA og Samherji hf. þá er það ekki sama og Akur- eyrarbær, þess utan er hæpið að hægt sé að selja þessum aðilum án þess að aðrir hluthafar gefi eftir forkaupsrétt sinn. Margir spyrja; hvers vegna vilja framsóknarmenn fækka full- trúum sínum í bæjarstjóm við næstu kosningar? Ég átta mig ekki á því, en mér dettur stundum í hug er ég hugleiði þetta mál, söguna um prinsinn, sem sendi skamm- sýnum föður sínum plokkaðan fuglinn, þegar pabbi hans ákvað að lífláta hann. Jón E. Aspar. Höfundur er fyrrverandi skrifstofustjóri Út- gerðarfélags Akureyringa hf. Frá skátamótinu í Oddeyrarskóla um þarliðna helgi. Mynd: Tryggvi. Skátafélagið Klakkur: Skátamót innanhúss Skátafélagið Klakkur á Akureyri hélt lítið skátamót í íþróttahúsi Oddeyrarskóla um þarliðna helgi. Nær 60 ungmenni á aldrinum 11 til 15 ára starfa með félag- inu og hefur starfsemin verið öflug að undanfömu. Starfssvæði Klakks nær yfir skólahverfi Oddeyrar- skóla. Félagið var endurreist fyrir fimm árum og áð- umefnt skátamót var meðal annars haldið í þeim til- gangi að kynna félagsskapinn fyrir foreldrum. Mikið er framundan í starfinu á næstunni, að sögn Tryggva Marinóssonar deildarforingja. Þar á meðal nefnir hann þátttöku í Landsmóti skáta að Úlfljótsvatni í Grafningi í júlí næsta sumar. Þangað mæta í heildina um 3.000 skátar, þar af 40 úr Klakki. -sbs. Umhverfisráðuneytið: Nefhd um jarðskjálftavá Guðmundur Bjamason, umhverf- isráðherra, hefur skipað nefnd sér- fræðinga til að fjalla um jarð- skjálftavá og gera tillögur um að- gerðir til að draga úr hættu af völdum jarðskjálfta hér á landi. Formaður nefndarinnar er Ragnar Stefánsson, forstöðumaður jarð- eðlissviðs Veðurstofu íslands. Miklar umræður hafa verið að undanfömu um líkur á stórum jarðskjálfta á Suðurlandi eða nærri byggð á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinnni. Starf nefndarinnar er m.a. hugsað til að kanna hvemig best megi auka öryggi íbúa gagn- vart slíkri vá. Jarðskjálftar valda gífurlegu mann- og eignatjóni í heiminum og íslendingar hafa heldur ekki farið varhluta af slíku. Á þessu ári eru liðin hundrað ár frá því jarð- skjálftar gengu yfir mikinn hluta Suðurlandsundirlendisins og ollu þar tjóni. „Með fyrirbyggjandi aðgerðum er unnt að draga úr hættu sem stafað getur af jarðskjálftum. Þar getur gerð húsa og undirstaða þeirra skipt sköpum, auk skilnings á þeim kröftum sem valda og leysast úr læðingi í skjálftunum. Með bættu eftirliti, rannsóknum, nýrri tækni og vaxandi þekkingu er vonast til að unnt verði að draga úr jarðskjálftahættu,“ segir í tilkynningu frá umhverfisráðu- neytinu. Nefndinni er ætlað að skila af sér tillögum um aðgerðir fyrir 1. júní næstkomandi. I nefndinni eiga sæti, auk Ragnars Stefánssonar: Guðmund- ur Pálmason, forstjóri jarðhita- deildar Orkustofnunar, Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur, Páll Ein- arsson, prófessor og Ragnar Sig- bjömsson, prófessor. Páll Hall- dórsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, mun einnig starfa með nefndinni. JÓH ASÍ: Skerðing á velferðar- kerfinu leiðir til ólgu Miðstjóm Alþýðusambands ís- lands fundaði á miðvikudag og samþykkti þar ályktun þar sem mótmælt er skerðingu bóta elli- og örorkulífeyrisþega. „Miðstjóm ASI mótmælir harðlega nýjustu atlögu heilbrigð- isráðherra að kjörum elli- og ör- orkulífeyrisþega. Með þessu er ráðherrann að vega að þeim 1800 einstaklingum í þjóðfélaginu sem búa við lökustu kjörin með því að skerða greiðslur til þeirra sérstak- lega. Miðstjórn ASI hefur ítrekað varað stjómvöld við því að skerð- ingar í velferðarkerfinu hljóti fyrr eða síðar að leiða til vemlegrar ólgu í þjóðfélaginu."

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.