Dagur - 08.03.1996, Side 6

Dagur - 08.03.1996, Side 6
6 - DAGUR - Föstudagur 8. mars 1996 i i Afslöppun í lauginni á Hveravöllum. Sigurkarl og félagar njóta afslöppunar eftir keyrsluna, enda segja jeppamenn það misskilning að halda að fjallamennskan snúist eingöngu um keyrsluna. íshellirinn í Kverkfjöllum skoðaður. Eyjafjarðardeild ferðaklúbbsins 4x4: Snýst um fleira en það sem er undir vélarhlífínni - segir Sigurkarl Aðalsteinsson, formaður Uppi á háiendi. Vegvísirinn nánast í kafi og virðist lítill í samanburði við jeppana. Eyjafjarðardeild ferðaklúbbsins 4x4 hefur verið starfandi um fimm ára skeið og er félagið angi af Ferðaklúbbnum 4x4, sem starfar á landsvísu. Eins og nafnið bendir til er þetta félagsskapur áhuga- manna um fjórhjóladrifsökutæki og í meirihluta eru jeppaeigendur, sem útbúa bíla sína til ferðalaga, jafnt á sumrum sem vetrum. Mik- ill kraftur er í starfi Eyfirðinga og formaður deildarinnar er Sigurkarl Aðalsteinsson, rakari á Akureyri. Hann segir mikið lagt upp úr að ná til sem flestra jeppamanna og ferðaáhugamanna til að sýna fram á að félagsskapurinn sé til muna meira en klúbbur tækjadellu- manna. Stór liður í þessu sé Jeppadagur fjölskyldunnar, sem deildin heldur í annað sinn næst- komandi sunnudag. Góð þátttaka var í jeppadeginum í fyrra og sú ætlan félaga í klúbbnum tókst að ná til jafnt þeirra sem eru á útbún- um bílum og þeirra sem eru á óbreyttum fjölskyldujeppum en geta engu að síður hleypt úr dekkjunum og fylgt dekkjastærri bílunum eftir. Viljum breyta viðhorfinu „Við höfum skráða og virka fé- laga á bilinu 60-70 en við getum sagt að 30-40 manns af þessu taki þátt í nánast öllu sem deildin stendur fyrir,“ segir Sigurkarl fyrst um þennan félagsskap. „Við höldum fundi á Furuvöllum 3 á Akureyri fyrsta þriðjudagskvöld í hverjum mánuði og þar eru fræðsluerindi um hin ýmsu mál sem varða ferðamennskuna. Ég get til dæmis nefnt Hjálp í viðlög- um, notkun á staðsetningarbúnaði, kynningu á hellum landsins, fræðsluerindi jarðfræðinga um einstök svæði landsins og svo framvegis.“ - Þetta er með öðrum orðum félagsskapur sem snýst um fleiri atriði en bílana? „Já, þetta snýst sannarlega um fleira en það sem er undir vélar- hlífinni. Raunar er það bara auka- atriði hjá okkur,“ svarar Sigurkarl og hlær við. „Jú, ég viðurkenni að við verðum vör við þennan mis- skilning að 4x4 sé bara félags- skapur tækjadellumanna. Okkur þarf að takast að breyta þessu við- horfi vegna þess að við viljum ná til þess fólks sem hefur áhuga á ferðalögum almennt. Okkur vant- ar fleira fólk og það er hægt ef við miðum við hversu algent er að fólk velji jeppa sem fjölskyldubíl. Og mér finnst ástæða til að taka skýrt fram að jeppi er ekki nauð- synleg eign fyrir þá sem vilja vera með því félagsskapurinn er öllum opinn og öllum frjálst að koma á fundina og sjá starfsemina. Ég vil því hvetja sem flesta til þess.“ Sigurkarl segir að félagar borgi 3000 króna árgjald í félaginu en fái á móti afsláttarkort, sem gildi á mörgum þeirra staða sem bifreiða- eigendur þurfi að leita til, svo sem varahlutaverslana, bensínstöðva og smurstöðva. Á þann hátt fái fé- lagar strax þetta árgjald til baka. Konurnar og börnin með Eins og áður segir eru fundir haldnir í hverjum mánuði og starf- semi ferðaklúbbsins 4x4 því í full- um gangi allt árið. Sigurkarl við- urkennir að meiri kraftur sé í starfinu á vetuma enda dreifist hópurinn meira yfir sumarið. „Við höldum þó sumarhátíð fjölskyld- unnar eina helgi yfir sumarið og famar eru alls konar ferðir á okkar vegum að sumrinu líka. Við leggj- um mikið upp úr því að þetta sé fjölskylduáhugamál en ekki „pabbasportið" eins og margir halda. Auðvitað fara konumar og bömin síður í erfiðustu vetrarferð- imar en þegar aðstæður gefa og leyfa eru heilu fjölskyldumar með.“ Stærð hópanna í ferðum getur takmarkast af skálaaðstöðu á há- lendinu, þ.e. í þeim ferðum þegar lengra er farið inn á hálendið. Sig- urkarl segir að þessar ferðir séu alltaf vel undirbúnar og stór þáttur í undirbúningnum er að tryggja gistiaðstöðu í fjallaskálum. Hann segir að milli þeirra aðila sem eru í ferðamennsku á fjöllum sé gott upplýsingastreymi og þannig losni menn við óþarfa árekstra. „Við er- um líka að ljúka við byggingu á skála á Réttartorfu en sá skáli er í eigu 4x4 landsklúbbsins en þetta verður skáli sem Norðlendingar koma til með að nota mikið enda t.d. ekki nema í tveggja tíma akst- ursfjarlægð frá Akureyri," segir Sigurkarl. Hættulítil ferðalög ef farið er varlega Félagar í Eyjafjarðardeild 4x4 hafa ferðast víða um landið þó Sigurkarl segi að á vetuma vinnist ekki tími til að fara í langar ferðir á suðurhluta hálendisins. „Okkar ferðasvæði spannar allt frá Snæ- felli í austri og vestur fyrir Lang- jökul. Á sumrin stækkar svo svæðið og þá veljum við okkur gjarnan einstök svæði til að skoða nánar. Um leið og við kynnumst náttúrunni að sumarlagi söfnum við staðarpunktum og kynnum okkur landið þannig að við getum farið um sömu svæði áhyggjulaust á vetuma. Með þessu móti getum við komist hjá því að lenda óvænt í giljum eða sprungum.“ - Nú kann einhver að spyrja hvort þið séuð ekki að leika ykkur að hættunum með þessum vetrar- ferðum? Er þetta hættulegt fyrir menn og bíla? „Þessi hópur okkar í Eyjafjarð- ardeild ferðaklúbbsins 4x4 hefur ekki lent í slysum en auðvitað er slysahætta alltaf fyrir hendi. Áhættan er til staðar en þegar við erum kunnugir landinu, þekkjum svæðin og notum staðarákvörðun- arbúnaðinn án þess að keyra í blindni eftir honum þá getum við komist áfram án slysa. Þama kem- ur sterkt inn þessi nauðsynlegi þáttur að hafa kynnt sér landið og gefa sér tíma til að læra á það. Margir halda að á jöklum séum við í mikilli hættu á að fara niður í sprungur en svo er ekki. Við kynnum okkur jöklana og vitum að þeir springa á vissum stöðum sem em þekktir en komi sprungur á nýjum svæðum eru upplýsingar um það fljótar að berast milli há- lendisferðamanna. Þessi svæði eru þá sniðgengin. Við emm þarna líka að nýta okkur þekkingu á landinu, þó að uppi á jöklum sé, og ég fullyrði að slysin væru tíðari ef menn færu ekki svona varlega eins og raun ber vitni,“ segir Sig- urkarl. Áhugamál og tómstundagaman Staðsetningar- og fjarskiptabúnað- ur er jafnan í góðum ferðajeppum og sú spurning er áleitin hvort þetta sé ekki búnaður sem margir ráði ekki við að kaupa. Sigurkarl segir að svo þurfi alls ekki að vera. Símar séu mjög algengir í bflum í dag og ódýr GPS-tæki fást fyrir 30-40 þúsund krónur. „Þetta er því orðið á því verði sem flestir geta ráðið við. Bflamir nýtast líka sem fjölskyldubflar en standa ekki ónotaðir milli ferða heima í skúr. Þannig stendur jeppamennskan undir nafni sem fjölskylduáhuga- mál og tómstundagaman,“ segir Sigurkarl Aðalsteinsson. JÓH Hestamenn v Hestamenn Sætaferðir á órshátíð hestamanna í Laugarborg laugar- daginn 9. mars verða sem hér segir: Frá Sunnuhlíðarplani kl. 20.00. Frá Hrísalundsplani kl. 20.10. Frá Kaupangsplani kl. 20.20. Frá Fiölaraplani kl. 20.30. Verð kr. 500,- Hestamenn, höfum hugfast: Eftir einn ei aki neinn. «V*W,V fM/fJJJbl tliili WAV/iW/W .* L

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.