Dagur - 08.03.1996, Side 11

Dagur - 08.03.1996, Side 11
HVAÐ ER AÐ ÚERA5T? Föstudagur 8. mars 1996 - DAGUR - 11 Hagyrðingakvöld á KEA í kvöld verður efnt til hagyrðinga- kvölds á Hótel KEA á Akureyri og hefst það kl. 21. Stjómandi er Birgir Sveinbjömsson e.. hagyrð- ingamir Halldór Blöndal, Hákon Aðalsteinsson, Hjálmar Frey- steinsson, Ósk Þorkelsdóttir og Stefán Vilhjálmsson láta gamm- inn geysa. Aðgangur er ókeypis. Annað kvöld leikur hljómsveit- in Norðan 3 og Asdís fyrir dansi á Hótel KEA og verður sömuleiðis frítt inn. Gunnar, Skúli og Júlíus á Oddvitanum Þeir félagamir Gunnar Tryggva- son og Skúli Gautason skemmta gestum Oddvitans í kvöld, föstu- dagskvöld. Annað kvöld verða KVAKsýnir „Prestur" Kvikmyndaklúbbur Akureyrar (KVAK) mun nk. sunnudag og mánudag sýna kvikmyndina Prestur (Priest) í Borgarbíói á Akureyri. Sýningamar verða kl. 17 á sunnudag, 10. mars, og kl. 18.30 mánudaginn 11. mars. Kvikmyndin Prestur hefur vakið miklar deilur víða um lönd og notið mikilla vinsælda, enda er tæpt á stórum siðferði- legum og trúarlegum spuming- um í henni. Myndin fjallar um ungan, myndarlegan og kapps- fullan kaþólskan prest sem finnur að hefðbundnum skoðunum hans er ekki vel tekið í nýju sókninni. Honum er brugðið að uppgötva að samprestur hans býr með konu fyrir opnum tjöldum. Þetta rof á skírlífsheitinu veldur honum vandræðum þegar hann reynir að koma siðaboðskap sínum á framfæri við sóknarbömin. Hans eigin vandamál halda innreið sína. Hann heldur hempulaus inn á hommabar þar sem hann lendir í nánara sambandi en hann átti von á og stuttu síðar hlýðir hann við skriftir á unga stúlku sem tjáir honum grátandi að faðir henn- ar misnotað hana kynferðis- lega. Bundinn af þagnarheiti sínu er hann ekki megnugur að hjálpa henni og veldur þetta honum gríðarlegum sálarkvöl- um auk þess sem samband hans við samkynhneigðan elskhuga ruglar hann enn frek- ar í ríminu. Allir eru velkomnir. Miða- verð er kr. 550. Skólafólk greiðir 450 krónur. síðan þeir Gunnar og Júlíus Guð- mundsson á skemmtipalli Oddvit- ans. Húsið verður opnað kl. 23.45 annað kvöld vegna árshátíðar Slippstöðvarinnar. Aldurstakmark er 20 ár og er snyrtilegur klæðn- aður áskilinn. Papar í Sjallanum I kvöld verður lokað í Sjallanum á Akureyri vegna einkasamkvæmis, en annað kvöld leikur hljómsveit- in Papar frá Vestmannaeyjum fyr- ir dansi. Húsið verður opnað fyrir aðra en matargesti kl. 24. í Kjallaranum verða Rúnar Þór og félagar í kvöld og annað kvöld, en Karakter verður á Góða dátan- um í kvöld. Kristján Pétur og Kalli á Pollinum Þeir Kristján Pétur og Kalli sjá um skemmta gestum á veitingastaðn- um Við Pollinn á Akureyri um helgina, í kvöld og annað kvöld. Tónlist þeirra félaga verður m.a. með írsku ívafí. Saumastofan um helgina Leikdeild Ungmennafélags Skriðuhrepps sýnir um helgina að Melum í Hörgárdal Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson í leik- stjórn Aðalsteins Bergdals. Sýnt verður í kvöld, föstudaginn 8. mars kl. 20.30, á sunnudag, 10. mars, kl. 15. Miðapantanir í sím- um 462 6793 og 462 6794 á milli kl. 17 og 20. Nissan dagar hjá Bif- reiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Nú standa yfir Nissan dagar hjá Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar á Akureyri. Til sýnis er nýr Nissan Maxima QX, sem búinn er 6 cyl 24 ventla vél og ýmsum aukabúnaði. Opið er virka daga milli 10 og 18 en á morgun laugardag milli 13 og 17. Teflt á Akureyri Tvö mót verða um helgina á veg- um Skákfélags Akureyrar. Á laug- ardaginn kl. 13.30 hefst hraðskák- mót Akureyrar fyrir böm og ung- linga. Á sunnudaginn kl. 14 verð- ur síðan 15 mínútna mót. Teflt er í húsnæði skákfélagsins við Þing- vallastræti. Karlakór Bólstaðarhlíð- arhrepps með tónleika Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps mun heimsækja Eyjafjörð á morg- un, laugardag. Kórinn mun syngja í Ólafsfirði kl. 16 og í Glerár- kirkju á Akureyri annað kvöld kl. 20.30. Kórinn átti 70 ára afmæli á síðasta ári. Stofnendur voru aðeins átta, en nú eru í honum nálægt 30 félagar. Söngskrá Karlakórs Bólstaðar- hlíðarhrepps er fjölbreytt. Stjóm- andi hans er Sveinn Árnason Víði- mel og undirleikari Peter Wheeler. Einsöngvarar með kómum eru Svavar H. Jóhannsson og Sigfús Guðmundsson. Gamlir Geysisfélagar munu koma fram á söngskemmtun Ból- hlíðinganna og syngja nokkur lög undir stjóm Guðmundar Þor- steinssonar. Carina E til sýnis hjá Stórholti Bílasýning verður hjá Bílasölunni Stórholti á Akureyri um helgina. Þar verður til sýnis ný Toyota Carina E, sem meðal annars er bú- in svokallaðri hreinbrunavél. Opið verður milli kl. 13 og 17 á laugar- dag og sunnudag Gréta teiknar Gréta Berg verður í Blómaskálan- um Vín í Eyjafjarðarsveit um helgina, á morgun laugardag og sunnudag kl. 13-19 báða dagana og teiknar fyrir fólk með litkrít og rauðkrít. Jón Laxdal sýnir í Deiglunni Nú stendur yfir sýning í Deiglunni á einum hlut og þremur mynd- römmum eftir Jón Laxdal Hall- dórsson. Sýningin ber yfirskriftina „tikk takk“ og er eins konar til- raunir um tíma. Deiglan er opin daglega milli kl. 14 og 18. Sýn- ingunni lýkur fimmtudaginn 14. mars. / Arshátíð hestamanna Árshátíð hestamannafélaganna Léttis og Funa verður haldin ann- að kvöld, laugardag, 9. mars, í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. Húsið verður opnað kl. 20.30. Borðhald hefst stundvíslega kl. 21. Hljómsveitin Félagar leikur fyrir dansi. Miðaverð kr. 2.500 og eru þeir seldir í Skeifunni og Hestasporti, Höfðahlíð 1. Aðalfundur Ferðafélags Akureyrar Aðalfundur Ferðafélags Akureyr- ar, sem halda átti 24. febrúar sl., verður í húsnæði félagsins að Strandgötu 23b á morgun, laugar- dag, kl. 14. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa verða lagabreytingar og önnur mál. Orgeltónleikar í Akureyrarkirkju Wolfgang Tretzch, tónlistarkenn- ari við Tónlistarskólann í Mý- vatnssveit, spilar á orgel Akureyr- arkirkju á hádegistónleikum í kirkjunni á morgun, laugardag, kl. 12. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Mendelssohn, Eben og An- talffy-Zsiross. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis og allir vel- komnir. Að tónleikunum loknum Flytur Messe Basse í hátíðar- messu á sunndag Kór Akureyrarkirkju flytur Messe Basse eftir franska tón- skáldið Gabriel Fauré í hátíöar- rnessu á kirkjuviku í Akureyrar- kirkju nk. sunnudag kl. 14. And- ers Ohrwall útsetti fyrir blandað- an kór. Einsöngvarar með kóm- um verða Björg Þórhallsdóttir, mezzósópran, og þrjár stúlkur úr Bamakór Akureyrarkirkju, þær Eyrún Unnarsdóttir, Sólbjörg Bjömsdóttir og Þómý Haralds- dóttir. Dóróthea Dagný Tóinas- dóttir leikur á orgel en Björn Steinar Sólbergsson stjómar llutningnum. í þessari hátíðarmessu prédikar sr. Guðmundur Guð- mundsson, héraðsprestur, en sóknarprestarnir og Valgerður Valgarðsdóttir, djákni, þjóna fyrir altari. Guðríður Eiríksdórt- ir, formaður sóknamefndar, flyt- ur ávarp. Jeppar i göngu- götunni Milli kl. 14 og 16 á morgun verða félagar í Eyjafjarðar- deild ferðaklúbbsins 4x4 með ferðajeppa sína til sýnist í göngugötunni á Akureyri. Þar gefst fólki kostur á að kynna sér vel búna bfla til fjallaferða og ræða við félaga í klúbbnum um starfið og ferðamennskuna. Áhersla er líka lögð á að fólk geti nálgast upplýsingar um Jeppadag fjölskyldunnar sem klúbburinn stendur fyrir næst- komandi sunnudag. Állar upp- lýsingar um dagskrá hans verða veittar á staðnum en þetta er annað árið í röð sem Eyjafjarðardeild ferðaklúbbs- ins 4x4 stendur fyrir dagskrá af þessu tagi. Tónleikar Helgu Bryn dísar og Guorúnar Guðrún Þórarinsdóttir, víólu- leikari, og Helga Bryndís Magn- úsdóttir, píanóleikari, halda tón- leika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju á morgun, laugar- daginn 9. mars, kl. 17. Á efnis- skránni eru verk eftir J.S. Bach, Robert Schumann og Johannes Brahms. Guðrún Þóarinsdóttir lauk burtfararprófi á víólu frá Tón- listarskólanum á Akureyri og kennara- og einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún stundaði síðan framhalds- nám við Tónlistarskólann í Aac- hen í Þýskalandi. Guðrún hefur leikið með hljómsveitum á ís- landi og erlendis auk þess að spila kammertónlist. Hún kennir nú við Tónlistarskólann á Akur- eyri og leikur með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands. Helga Bryndís Magnúsdóttir útskrifaðist sem kennari og ein- leikari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði fram- haldsnám í Vín og Helsinki. Hún hefur haldið tónleika víð um land og erlendis. Hún hefur gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp. Helga er meðlimur í Caput-hópnum og starfar sem kennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Benjamín dúfa í Borgarbíói Borgarbíó sýnir kl. 15 á sunnu- dag íslensku kvikmyndina Benjamín dúfa. Þessi mynd Gísla Snæs Erlingssonar, sem hann gerði handrit að ásamt Friðriki Erlingssyni, hefur feng- ið prýðisgóðar viðtökur jafnt hér heima sem erlendis. Þá sýnir Borgarbíó einnig um helgina Ameríski forsetinn (Am- erican President) með Michael Douglas og Annette Bening í aðalhlutverkum. Douglas fer með hlutverk Andrew Shepherd, forseta Bandaríkjanna, myndar- legs ekkils sem verður ástfang- inn af gullfallegri konu sem svo óheppilega vill til að er talsmað- ur þrýstihóps umhverfisverndar- sinna. Þriðja mynd helgarinnar í Borgarbíói er Waiting To Ex- hale með Whitney Houston, Forest Whitaker, Angelu Bass- ett, Lorettu Devine og Lelu Roc- hon í aðalhlutverkum. Waiting To Exhale er gerð eftir samnefndri metsölubók Terry McMillan þar sem skyggnst er bakvið reynsluheim fjögurra blökkukvenna. verður boðið upp á léttan hádegis- verð í Safnaðarheimilinu. Aðalfundur Náttúrulækninga- félagsins Aðalfundur Náttúrulækningafé- lags Akureyrar verður haldinn á morgun, laugardag, kl. 14.30 í Kjamalundi. Nýir félagar eru boðnir velkomnir. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður boðið upp á veitingar og gamanmál. Síðasta sýningarhelgi þriggja sýninga Hlyns Nú um helgina lýkur þrem mynd- listarsýningum Hlyns Hallssonar. í nýju sýningarrými á Akureyri, sem hlotið hefur nafnið Gallerí + sýnir Hlynur innsetningu, sjón- deildarhring, hljóðverkið útvörp og bókverk. Gallerí + er opið á morgun, laugardag, og sunnudag kl. 14-18. Sýningin á efri pöllun- um í Nýlistasafninu í Reykjavík ber titilinn „Átta götumyndir frá Akureyri“ og samanstendur af myndum textum og bókverki. Henni lýkur einnig á sunnudag. Hlynur sýnir auk þess innsetningu fyrir kaffihús á Mokka í Reykja- vík og eru þar 55 vaxhúðaðir kaffibollar ásamt kaffiorðum og texta. Þeirri sýningu lýkur á morg- un, laugardag. Flóamarkaður Hjálpræðishersins Flóamarkaður Hjálpræðishersins er opinn vikulega og í dag verður opið milli kl. 10 og 17. Á mark- aðnum er hægt að gera góð kaup á eigulegum fatnaði. Markaðurinn er til húsa að Hvannavöllum 10. Heimur Guðríðar í Akureyrarkirkju Heimsókn Guðríðar - síðasta heimsókn Guðríðar Símonar- dóttur í kirkju Hallgríms, eftir Steinunni Jóhannesdóttur, verður sýnd í Akureyrarkirkju nk. mánudagskvöld, 11. mars, kl. 20.30. Tónlist er eftir Hörð Áskelsson, Elín Edda Áma- dóttir er höfundur leikmyndar og búninga en persónur og leikendur eru; Guðríður eldri - Margrét Guðmundsdóttir, Guðríður yngri - Helga Elín- borg Jónsdóttir, Hallgrímur - Þröstur Leó Gunnarsson, Söl- mundur bamungur - Guðjón Davíð Karlsson og Sölmundur unglingur - Björn Brynjúlfur Bjömsson. Aðgöngumiðar verða seldir við kirkjudyr. Þetta leikrit er komið út í bókarformi og verð- ur til sölu í anddyri kirkjunnar í tengslum við sýninguna. Efni leikritsins er sögulegt eins og nafn þess bendir til. Aðalpersónan er Guðríður Símonardóttir sem kemur öldr- uð kona í kirkju síns látna maka Hallgríms Péturssonar og hefur upp eintal sitt við hann og þann guð sem skapar manneskjunni örlög. Hún rek- ur sögu sína, sem er saga stórra atburða, mikilla hamia, djúprar ástar, skammvinnrar sælu, endurtekinna áfalla og sorga. Ævi Guðríðar Símonar- dóttur varð langt og strangt ferðalag jafnt í eiginlegri sem óeiginlegri merkingu þess orðs, hún varð afar óvenjuleg en einnig dæmigerð fyrir örlög konu á 17. öld og þó að farið sé út fyrir þann tíma.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.