Dagur - 09.03.1996, Blaðsíða 10

Dagur - 09.03.1996, Blaðsíða 10
I 10 - DAGUR - Laugardagur 9. mars 1996 Bjartsýnissystur í bókaútburði Soroptimistaklúbburinn á Akur- eyri er einn hinna fjölmörgu klúbba, sem hefur það að mark- miði sínu að aðstoða náungann og vinnur verk sín í hljóði. Klúbbur- inn á Akureyri var stofnaður árið 1982 en hann er hluti af alþjóða- hreyfngu og var fyrsti klúbburinn í þessari hreyfingu stofnaður árið 1921 í Oakland í Bandaríkjunum. Klúbburinn er starfsgreinaklúbb- ur, sem felur í sér að í honum eru konur í mismunandi starfsgreinum og verða að líða a.m.k. tíu ár frá því að kona gengur í klúbbinn og þar til bjóða má konu úr sömu starfstétt inngöngu. Nafnið á samtökunum hefur ruglað marga í ríminu og sumir jafnvel ruglað því saman við sjúk- dóminn psoriasis. Margrét Ey- fells, formaður akureyrska klúbbs- ins, segir nafnið vera dregið af lat- nesku orðunum soro og optima og standi fyrir „Bjartsýnissystur'*. A íslandi eru klúbbamir alls sextán og eru t.d. klúbbar á Húsavrk og á Sauðárkróki. En hvaða konur skyldu vera í þessum klúbbum? Margrét Eyfells er formuður Soroptimistaklúbbsins á Akureyri en nafnið er dregið af latnesku orðunum soro og op- „Konur geta ekki sótt um að «ma og þýðir „Bjartsýnissystur“. Mynd:BG komast í klúbbinn," segir Margrét. „Reglumar em þannig að við hún hafi hugmynd um það. Allar í hana og þurfa að líða fjórtán dagar áður en samþykkt er að bjóða stingum upp á konu án þess að klúbbnum verða að samþykkja án þess að nein mótmæli berist henni inngöngu. Síðan er haft Árið 1995 hagstætt í rekstri Flugleiða hf: samband við konuna, sem ákveður hvort hún tekur þessu boði eða ekki.“ Bera út bækur Tilgangur Soroptimistahreyfingar- innar er m.a. áð vinna að mann- réttindum, efla vináttu og auka hjálpsemi og skilning meðal manna. Aðalverkefni klúbbsins á Akureyri til margra ára er að bera út bækur frá Amtsbókasafninu á Akureyri til eldra fólks sem ekki kemst sjálft á safnið. „Við fömm einu sinni í viku, ein eða tvær í senn, og tökum þar við sendingum sem starfsfólk safnsins hefur útbú- ið og keymm þær út,“ segir Mar- grét. Þó bókaútburðurinn sé aðal- verkefnið er ýmislegt annað gert og Margrét nefnir m.a. árlega heimsókn til Skjaldarvíkur, þar sem klúbbmeðlimir bjóði upp á kaffi og kökur, syngi með gamla fólkinu og eigi með því skemmti- lega stund. Einnig er framundan stórt verkefni eftir tvö ár, sem er að taka á móti 300-400 konum á svokölluðum „Norrænum vina- dögum“ en Soroptimistaklúbbar á Norðurlöndum halda slíka daga á tveggja ára fresti. I sumar verða þeir haldnir í Finnlandi og vonast klúbbsystur til að geta sent tvær konur þangað til að kynna sér það sem þar fer fram. Rekstrarhagnaðurinn rúmar 650 milljónir króna - afkoman hefur ekki verið betri síðan árið 1988 Heildarhagnaður af rekstri Flug- leiða varð 656 milljónir króna á síðasta ári og er það um 30 millj- ónum króna betri afkoma en árið 1994. Afkoma félagsins hefur ekki verið betri síðan árið 1988 og farþegafjöldinn á síðasta ári varð sá mesti í sögu félagsins. Þegar ekki hefur verið tekið tillit til fjár- magnsliða og skatta var rekstrar- hagnaður Flugleiða á síðasta ári rúmar 1100 milljónir króna sem er nokkru minna en á árinu 1994. Samkvæmt upplýsingum Flug- leiða skýrist þetta af sölu og end- urleigu tveggja flugvéla í árslok 1994 og ársbyrjun 1995. Bein rekstrargjöld hækka vegna kostn- aðar við leigu flugvélanna tveggja en afskriftir og fjármagnskostnað- ur lækka. Hagnaður af reglulegri starfsemi, sem eru rekstrarliðir auk fjármagnskostnaðar var 262 milljónir króna á árinu 1995 og er það meiri hagnaður en árið áður. Félagið seldi eina Boeing 737- 400 flugvél á síðasta ári og nam hagnaður af sölu vélarinnar 325 milljónum króna árið 1994. Hlut- deild Flugleiða í hagnaði dótturfé- laga árið 1995 var 59 milljónir en var 67 milljónir króna árið 1994. Handbært fé frá rekstri á árinu 1995 var 2.113 milljónir króna en var 1.993 milljónir króna árið á undan. Heildarskuldir félagsins í árslok námu 14.699 milljónum króna en voru 17.495 milljónir króna í árslok 1994. Þessi lækkun um liðlega 3 milljarða króna end- urspeglar uppgreiðslu lána í kjöl- far sölu flugvéla. Handbært fé frá rekstri í árslok nam tæpum 2,4 milljörðum króna en í árslok 1994 var handbært fé 1,8 milljarðar. Eiginfjárhlutfall hækkaði því á árinu og innra virði hlutafjár félagsins var 2,57 í árs- lok en var 2,25 í ársbyrjun. Arð- semi eigin fjár var 14,2% en var 15,8% árið áður. Fyrir aðalfund Flugleiða, sem haldinn verður í næstu viku, verð- ur lögð tillaga stjómar um að greiddur verði 7% arður og að hlutafé félagsins verði aukið um 250 milljónir króna. JÓH Bílskúrssala um helgina Þar sem verkefni klúbbsins á Ak- ureyri byggist fyrst og fremst upp á sjálfboðavinnu kvennanna en ekki á fjárframlögum er fjáröflun ekki stór þáttur í starfseminni. Engu að síður segir Margrét nauð- synlegt að eiga eitthvað í sjóði því oft berist til þeirra ýmiskonar beiðnir um fjárhagsstuðning. Einnig þurfi þær að safna pening- um til að senda fulltrúa sína til Finnlands og því hafa konurnar nú bmgðið á það ráð að halda bfls- skúrssölu. Hún verður til húsa í Ásvegi 23 á Akureyri og byrjar klukkan þrjú í dag, laugardag. „Þama verður dót frá okkur sjálfum sem við þurfum að losna við og verður selt á lágu verði fyr- ir þá sem kynnu að hafa einhver not fyrir þessa hluti. Einnig verða seldar þama kökur,“ segir formað- urinn, Margrét Eyfells. AI Nýtt bætie£ni úr ostrum BÚJÖRÐ Óska eftir kúabúi á Norðurlandi til leigu eða kaups. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dags merkt: „Bújörð“ fyrir 25. mars ’96. a Smíðu eldhús ’eiknum o; Greiðsluskil HVRIMA HR BYGGINGAVERKTAKI . TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 ■ 600 Akureyri ■ Sími 461 2603 • Fax 461 2604 ai fataskápa, baðiaaréttiagar, iaaréttiagar og iaaihurðir gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu. málar við allra hæfi. Ostrur hafa löngum þótt mikill sælkeramatur. í gegnum tíðina hafa ostrur einnig verið taldar búa yfir ýmsum eiginleikum. Nú er komið á markaðinn hér á landi bætiefni sem nefnist Ostrin Plus GTZ 611, sem er blanda ýmissa efna á borð við ginseng, niacin, zink og taurin. Ostran sjálf er lítill en sterkur vöðvi sem heldur ostmskeljunum saman, styrkur þessa vöðva varð mönnum tilefni til rannsókna á ostrunni. Japanir hafa unnið úr ostmm bætiefni sem þeir telja búa yfir góðum eiginleikum. í Japan er ostran þekkt sem „mjólk hafs- ins“ og er safnað á vissum tíma ársins. Taurin er eitt aðalefnið í ostrunum en það er einnig til stað- ar í mannslíkamanum, sérstaklega hjartavöðvunum, taugavef og heil- anum. Það á þátt í virkni fjölda líffæra svo sem heilans, hjartans og æðakerfisins. Taurin hefur eitt og sér áður náð vinsældum sem bætiefni meðal íþróttamanna þar sem það hefur verið talið búa yfir styrktaraukandi eiginleikum. Ostr- in Plus hefur náð töluverðum vin- sældum í Japan þar sem það var fyrst framleitt en þar er það ætlað íþróttamönnum og fólki sem vinn- ur erfiðisvinnu. Efnið er nýtt á Þorkell Bjamason, hrossaræktar- ráðunautur, hefur nýverið sagt upp störfum hjá Bændasamtökunum og mun láta af starfi 1. júlí í sumar eftir 35 ára farsælt starf að hrossa- rækt. Hann heldur í næstu viku fundi með hrossaræktendurm í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslu, að öllum líkindum þá síðustu áður en hann hættir. Þorkell mun funda á mánudags- kvöld með hrossaræktendum í Eyjafirði og á Akureyri. Á þriðju- markaðnum hér á landi. Innflytjandi er Heilsuhomið á Ak- ureyri, þar sem það er selt, en einnig er hægt að fá það í Heilsu- húsinu í Kringlunni í Reykjavík og Hollt og gott á Skagaströnd. dag verður fundur með Norður- Þingeyingum, Suður-Þingeyingum á þriðjudagskvöld og Svarfdæling- um á miðvikudagskvöld. Efni fundanna verður bygging og byggingardómar kynbóta- hrossa, sem Þorkell hefur nýlega sagt vera forgangsmál í hrossa- ræktinni í dag og svo má búast við að margt annað beri á góma á þessum fundum, sem Hrossarækt- arsamband Eyfirðinga og Þingey- inga og deildir þess standa að. Hrossarækt: Síðustu fundir Þorkels Bjamasonar á Norðurlandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.