Dagur - 09.03.1996, Blaðsíða 9

Dagur - 09.03.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 9. mars 1996 - DAGUR - 9 „Ég ætla fyrsta kastiö aö vinna að samræm- ingu á íþrótta- og tóm- stundastarfi bæjarins, svo það renni sem mest í einum farvegi. Stilla þar saman íþróttastarfi og til dæmis því starfi sem unnið er í félags- miðstöðvum bæjarins og annarsstaðar," segir Eiríkur Bj. Björgvinsson. Mynd: BG „Ég hef alltaf verið svo lánsamur, að fá að starfa að mínum áhuga- málum. íþróttir og tómstundamál hafa verið mitt hjartans mál frá því ég man eftir mér - og nú á síðari árum starfa ég við að skapa öðrum tækifæri á þessu sviði. Það sem mér þykir skemmtilegast í starfinu er vitaskuld að sjá eitthvað liggja eftir og finna að maður hefur gert eitthvað við hæfi fólksins. Ég vil að mótuð sé stefna sem víðtæk sátt er um. Með þeim hætti komum við Akureyri enn betur inn á kortið sem byggðarlagi, þar sem aðstæður til íþrótta- og tómstundastarfs eru góðar.“ Þetta segir Eiríkur Bj. Björg- vinsson, nýráðinn íþrótta- og tóm- stundafulltrúi Akureyrarbæjar, í viðtali við Dag. Bæjarstjóm gekk frá ráðningu hans nú á dögunum og áformað er að Eiríkur mæti til starfa í byrjun apríl, eða eftir því sem aðstæður leyfa í núverandi starfi. Eiríkur hefur síðasta eina og hálfa árið gegnt starfi íþrótta- og ' æskulýðsfulltrúa Egilsstaðabæjar, sem er sambærilegt starfi því sem hann tekur nú að sér. „Starfið mitt á Egilsstöðum var alveg nýtt starf þegar ég tók við því og ég mótaði þar stefnu og starf. Laut það starf að verulegu leyti að því að sam- hæfa krafta þeirra sem að þessum málum vinna þar,“ sagði Eiríkur. Hann hefur þessa viku dvalist á Akureyri og kynnt sér aðstæður á væntanlegum starfsvettvangi sín- um. Fæddur í Reykjavík Eiríkur Bj. Björgvinsson er fæddur í Reykjavík í september 1966 og er uppalinn í borginni. Að loknu prófí frá íþróttakennaraskóla íslands að Laugarvatni fór hann til framhalds- náms í íþróttafræðum við íþrótta- háskólann í Köln í Þýskalandi. Prófi þaðan lauk Eiríkur vorið 1994. Þá um sumarið starfaði hann sem fyrirlesari um evrópska knatt- spyrnu í háskólanum í Suður- Karólínu. Þeir fyrirlestrar voru íluttir í tengslum við HM í knatt- spymu. Haustið 1994 hóf Eiríkur störf sem íþrótta- og æskulýðsfull- trúi á Egilsstöðum - og mun gegna því að minnsta kosti fram til næstu mánaðamóta. Eiginkona Eiríks er Alma Jóhanna Ámadóttir, sem starfað hefur sem fulltrúi skóg- ræktarstjóra á Egilsstöðum. Eiríkur Bj. mun taka við starfi íþrótta- og tómstundafulltrúa á Ak- ureyri af Hermanni Sigtryggssyni, sem gegnt hefur því starfi síðast- liðin 33 ár. Hennann verður eftir- manni sínum í starfi til halds og traust fyrst urn sinn - og út þennan mánuð mun Hermann sitja á skrif- stofu sinni að Strandgötu 19b, - Að skapa heilbrigt mannlíf - rætt við Eirík Bj. Björgvinsson, nýráöinn íþrótta- og tómstundafulltrúa á Akureyri enda þótt meginhluti skrifstofa fé- lagmálasvið bæjarins hafi nú fyrir skemmstu flutt að Glerárgötu 26. „Ég stefndi hærra“ „Mér er styrkur að vita af Her- manni og hann verður okkur innan handar. Ég er síðustu daga búinn að líta á aðstæður hér í bænum og kynna mér það helsta. Mér líst vel á og ég tek við góðu búi. Mér lík- aði afskaplega vel í starfi mínu á Egilsstöðum. Hinu er ekki að leyna að ég stefndi hærra og vildi komast í starf á sviði íþrótta- og æskulýðs- mála, þar sem meira væri umleikis en var eystra. I það starf er ég nú kominn,“ sagði Eiríkur Bj. „Ég er ekki í vafa um að þau umsvif sem hafa verið í íþróttamál- um í bænum hafa vakið athygli - og þau komið Akureyri á kortið sem íþróttabæ. Og hinu megum við ekki gleyma að íþróttaiðkun al- mennings hér í bænum er almenn, hvort sem það eru skíði, sund, lík- amsrækt í íþróttastöðvum bæjarins eða eitthvað annað. Þess vegna hlakka ég mikið til að vinna hér, í samfélagi sem er íþróttavænt. Hér er meðbyr gangvart þessum mál- um,“ sagði Eiríkur. Heilbrigt aðhald í umræðu bæjarmálanna á Akur- eyri að undanfömu hefur verið rætt um að máski séu íþróttafélögin orðin of sterkir þrýsihópar. Eiríkur var spurður um þetta atriði og þessi félög almennt... „Ég er talsmaður þess að íþróttafélögin hér í bænum starfi sem mest sjálfstætt. Að bæjaryfir- völd horfi ekki sífellt yfir öxlina á þeim, enda þótt þeirra hlutverk sé vissulega að veita félögunum eðli- legt og heilbrigt aðhald. Bærinn styrkir íþróttafélög bæjarins tals- vert og mér finnst eðlilegt að við fylgjumst með þeim peningum sem þar fara í gegn. Áð öðru leyti eiga afskiptin að vera sem minnst. Um íþróttafélög sem þrýstihópa; ég veit ekki hvort rétt er að nota það orð. En vissulega setja þau fram ýmsar kröfur og sjónarmið sem verður að skoða. Á fáum stöðum á landinu þekk- ist það fyrirkomulag að tvö öflug íþróttafélög séu starfandi í sama bæjarfélaginu - og fólk skiptist al- veg í tvær fylkingar. í Eyjum skiptast rnenn í fylkingar milli Týs og Þórs og þar er unglingastarf innan beggja félaganna. En meist- araflokkur er alfarið á vegum ÍBV. Vissulega sameinast menn og fé- lög hér í bæ um viss atriði í íþróttamálum, hvort sem menn styðja Þór eða KA. En ég segi líka; hvar væri stemmningin í bæjarlíf- inu ef þessar tvær fylkingar væru ekki til staðar. Því atriði megum við ekki gleyma,“ sagði Eiríkur. Hægri höndin viti af þeirri vinstri „Allir stjómendur einstakra mála- flokka bæjarfélaga vilja sjá sem mestar framkvæmdir á sínu sviði og að sem mestum fjármunum sé til þeirra varið. En öllu þessu þarf að dreifa eðlilega, í samræmi við fjölbreyttar kröfur samfélagsins. 011 dreymir okkur um byggingar og góða aðstöðu, á hvaða sviði sem er. En að fleiru þarf að hyggja. Ég ætla fyrsta kastið að vinna að samræmningu á íþrótta- og tómstundastarfi bæjarins, svo það renni sem mest í einurn far- vegi. Stilla þarf saman íþróttastarfi og til dæmis því starfi sem unnið er í félagsmiðstöðvum bæjarins og annarsstaðar. Hægri höndin verður að vita hvað sú vinstri gjörir, því allt miðar þetta að því - að skapa heilbrigt mannlíf,“ sagði Eiríkur Bj. Björgvinsson að lokum. sbs. Ekki kaupa fasteign á AkureyriH Nema aö hafa skoöað raöhúsin okkar Við höfum réttu fasteignina fyrir þig, raðhús af mörgum stærðum sem hægt er að aðlaga að þínum óskum. T résmí ðaverkstæði Sveins Heiðars ehf. Skipagötu 16 ■ Sími 461 2366 • Fax 461 2368 - Opið kl. 13-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.