Dagur - 09.03.1996, Blaðsíða 4

Dagur - 09.03.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 9. mars 1996 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, BLAÐAM. HÚSAVÍK - SÍMI Á SKRIFST. 464 1585, FAX 464 2285. HS. BLM. 464 3521 SÍMI: 462 4222 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON SÍMFAX: 462 7639 • SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, hefur látið þau tilmæli út ganga til sveitarstjórna og meðal hönnuða að notuð verði íslensk byggingarefni þegar sýnt þyki að þau standist gæða- og verðsamanburð við erlend. Með því móti verði hægt að leggja lóð á vogarskálar til að styrkja stöðu innlends iðnaðar í framkvæmdum og útboðum á vegum sveitarfélaga. Þetta atriði á í raun alltaf að gilda í framkvæmdum hér á landi, hvort heldur er hjá sveitarfélögum, hinu opinbera eða meðal almennings. Ef aðeins er litið til framleiðslunnar fyrir byggingariðnaðinn nægir að líta til Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki til að taka dæmi um fyrirtæki sem rutt hefur sér til rúms á markaði, ekki bara hér heima heldur erlendis líka og náð fótfestu á grunni gæða og verðs. Fleiri dæmi væri hægt að finna um hæfni íslenskra fyrirtækja í sam- keppninni við innflutninginn. Full ástæða er til að senda út hvatningu til sveitar- stjórna og raunar ætti hið opinbera líka að líta í eigin barm. En það er ekki nóg að hvetja til þess að ís- lenska framleiðslan sé valin ef hún standist saman- burð í verðum og gæðum. íslensku fyrirtækin verða líka, undantekningalaust, að fá tækifæri til að bjóða í verk hjá opinberum aðilum þannig að samanburður- inn fáist. Staðreyndin er sú að alltof oft vill brenna við að þau séu útilokuð frá því að vera með og inn- flutt framleiðsla sé tekin fram yfir að lítið athuguðu máli. Þessu þarf að breyta og gera að skilyrði að op- inberir aðilar bjóði ætíð út verk hjá innlendum aðil- um, sé þess á annað borð kostur. Annað atriði þessu tengt er hvernig bera á saman innfluttar og erlendar vörur. Opinberir aðilar þurfa líka að koma sér upp ákveðnum stuðlum þannig að meta megi ávinninginn af innlendri framleiðslu. Oft á tíðum er aðeins horft á krónutölur en horft framhjá því að jafnvel þó tilboð um erlenda framleiðslu sé lægra í krónutölu þá kunna íslensk boð samt sem áð- ur að vera hagstæðari þegar öllu er á botninn hvolft. Þannig væri íslenska framleiðslan í raun sett á sam- anburðarhæfan stall við innfluttar vörur og viður- kennt að það sé einhvers virði að taka íslenskt fram yfir innflutt. BAKÞANKAR ATLI RÚNAR HALLDÓRSSON um á eldhúsgólfinu og var þá lit- ið gegnum rimla framan á mótor ísskápsins, alveg niður undir gólfi. Þar gat að líta eitthvað sem gegnum rimla gat vel verið sjóð- ur silfurs, en reyndist vera haug- ur af teskeiðum. Eftir því hafði verið tekið að teskeiðum heimil- isins fækkaði jafnt og þétt og menn gerðu sér svo sem litla rellu út af því. Vel gat verið að ein og ein teskeið týndist hér og þar í húsinu, bærist jafnvel út í tunnu með heimilissorpinu eða að einhverjir gestir í húsinu söfn- uðu skeiðum, líkt og sumir safna servíettum, pennum eða póstkort- um. Svo fór að lokum að kaupa varð nýjar hvunndagsteskeiðar, til að ekki þyrfti að grípa til há- tíðasilfurs úr stofuskápnum utan hátíða. Skömmu eftir þá fjárfest- ingu komu sum sé gömlu te- skeiðamar í leitimar undir ís- skápnum. Fá heimili í Smáíbúða- hverfi Reykjavíkur eru því betur búin teskeiðum en Akurgerði 9. Áfram er hins vegar lýst eftir Langholtskómum sem hvarf að heiman frá sér um jól og hefur ekkert til spurst síðan. Lýst eftír Langholtskór II Aldrei stóð nú til að týndur geisladiskur í Akurgerði 9 yrði framhaldssaga á þessum síðum. En að vandlega athuguðu máli þykir ófært annað en birta um málið annan þátt - eða þann síð- ari - eftir atvikum. Margt kemur þar til. I fyrsta lagi er svona fjöl- skyldusaga við hæfi í blaði sem vill standa undir nafni sem fjöl- skyldualbúm Jarðbrúarbræðra. í annan stað verð ég mjög var við að sá hluti þjóðarinnar sem er svo hamingjusamur að njóta reglulegra samvista við Dag vill frekari tíðindi af leitarsvæðinu. í þriðja lagi er komin fram kenn- ing um að almætti drottins hafi þama gert vart við sig. Málsatvik voru þau að húsráð- andinn ég setti geislaplötu með Kór Langholtskirkju á fón á að- fangadag jóla og skildi tæpra tveggja ára sóttheitan snáða eftir í stofu í innan við eina mínútu á meðan náð var í vatn til að brynna sjúklingnum. Tónaflóðið úr stofu þagnaði skyndilega og þegar að var komið blasti við hljóður og tómur plötuspilarinn. Langholtskórinn var horfinn og hefur ekki fundist þrátt fyrir ítar- lega leit og rannsókn um allt hús. Engar skýringar hafa fengist á hvarfinu enn þann dag í dag, nema auðvitað grunur um að ungviðið sjúka hefði látið Lang- holtskórinn hverfa. En eins og sagt er nú í seinni tíð: Enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð. Þar sitja við sama borð biskupar og böm og allir þar á milli. Furðu margir hafa fundið þörf hjá sér til að fjalla um þennan merkilega aðfangadagsatburð hér í Akurgerði. Fáeinir viðmælend- ur - aðallega úr innsta hring fjöl- skyldunnar - dylgjuðu reyndar með að sagan væri uppspuni frá rótum eða í besta falli grófar ýkj- ur sem bitnuðu á saklausu flensu- sjúku bami af svarfdælskum ætt- um. Þeir hinir sömu urðu að éta þær athugasemdir ofan í sig og viðurkenna að vandað hefði verið til sagnfræðinnar í lýsingum á at- burðinum. Eins og raunar hefði mátt búast við af sögumanni í seinni tíð, að minnsta kosti. Svo voru það lesendurnir sem höfðu samband til að ráða hús- ráðendum heilt og grennslast fyr- ir um gang leitar að Kór Lang- holtskirkju: - Er dregill eða motta á stofu- gólfinu? Hefurðu gáð þar undir? - Gæti bamið hafa troðið þessu í hulstur með öðrum geisladiski? - Var opinn gluggi sem barn- ið hefði getað kastað Langholts- kórnum út um, líkt og gert er með léttri sveiflu í kringlukasti á héraðsmótum? Eg tók allar ábendingar alvar- lega, líkt og þegar lögreglan bið- ur almenning um að hjálpa sér að upplýsa bankarán um hábjartan dag. Allt kom fyrir ekki. Frumlegustu kenninguna um hvarf kórsins á aðfangadag jóla heyrði ég frá forystumanni í ein- um af bókstafstrúarsöfnuðum landsins. Sá hafði átt leið til Ak- ureyrar og las ævintýrið um týndu geislaplötuna á hótelher- berginu. Þessi lesandi var sann- færður um að hér hefði orðið táknrænn viðburður. Þegar ró og friður færðist yfir prest, kór og söfnuð í Langholti kæmi geisla- diskurinn í Akurgerði 9 í leitim- ar. Auðvitað hafði hreint ekki hvarflað að mér að sjálfur Guð almáttugur hefði falið fyrir mér plötuna. Og það á sjálfan að- fangadag. En mér dettur ekki í hug að deila um staðreyndir við fólk með sambönd í efra. Hvenær reynir á himnaríkiskenninguna er annað mál. Langholtsdeilan er jafn óleyst nú og hún var á að- fangadag jóla. Og líklega þykir himnafeðgum þref organistans og kórstjórans þá vera óttalegur titt- lingaskítur nú. Víst er að þeir muni eftir að skila mér plötunni aftur. Ég ætla hins vegar ekki að leyfa mér að hafa aðrar skýringar á hvarfi Langholtskórsins en þær jarðbundnu. Tveggja ára snáði er því enn um sinn grunaður um að hafa skotið Langholtskómum undan á fáeinum sekúndum. Sá grunur styrktist enn frekar fyrir nokkru þegar móðir hans var einhverra erinda á fjómm fót- í túninu heima í UPPÁHALPi Með Geirfinns- og Guðmund- armálið á náttborðinu Uppáhaldið okkar í dag er Anna Karen Kristjánsdóttir, 21 árs Akureyrarmær, sem vinnur í tísku- vöruyersluninni Centró. Þessa dagana er hún þó ífríi frá verslunarstörfum þar sem hún er önnum kafin við að undirhúa Fegurðarsam- keppni Norðurlands, sem haldin verður í Sjallanum á Akureyri 29. mars. Anna Karen tók sjálfþátt í keppninni fyrir tveimur árum og var þá kosin ungfrú Norðurland. Nú miðlar hún reynslu sinni því hennar hlutverk er að þjálfa þátttak- endur í göngu og framkomu auk þess sem hún sér um öll atriði sem stúlkurnar koma fram í. „ Undirbúningurinn er mikill enda verður meira lagt í keppnina en áður,“ segir Anna Karen og er hjartsýn á að vel takist til með framkvœmdina. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? Nautasteik með Bcmaissósu. Uppáhaldsdrykkur? Ég held ég verði að segja kók. Hvaða heimilsstörffínnst þér skemmlilegustlleiðinlegust? Skemmtilegast finnst mér að elda Anna Karen Kristjánsdóttir. góðan mat en leiðinlegast að vaska upp. Stundarþú einhverja markvissa hreyfingu eða tíkamsrœkt? Ég fer reglulega í gönguferðir með hundinn og svo fer ég í eróbikk annað slagið. Ert þú í einhverjum klúbbi eðafé- lagasamtökum? Nei, ekki í neinum í augnablik- inu. Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? Ég ies Dag og DV hér heima. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Áminntur um sannsögli" eftir Þorstein Antonsson en það er bók sem fjallar um Geirfínns- og Guðmundarmálið. / hvaða stjörnumerki ert þú? Ég er í fiskamerkinu og á einmitt afmæli í dag (6. mars). Hvaða hljómsveit er í mestu uppá- haldi hjá þér? U2. Uppáhaldsleikari? Um þessar mundir er það Morg- an Freeman en ég sá hann síðast í myndinni Seven. Hvað hoifír þú mest á ísjónvarpi? Gamanþætti, t.d. Seinfeld og Simpsonfjölskyldan. Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestálit? Jóni Baldvin Hannibalssyni. Hver er að þínu mati fegursti staður á íslandi? Eyjafjörður. Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum nú? Á Ítalíu. Efþú ynnir stóra vinninginn í lottó- inu hvernig myndir þú eyða pening- unum? Ég held ég myndi kaupa mér eig- in íbúð og góðan bfl. Síðan myndi ég nota afganginn til að ferðast. Hvernig vilt þú helst verjafrístund- um þínum? í rólegheitum. Hvað œtlarðu að gera um helgina? Ég ætla að halda upp á afntælið mitt í góðra vina hópi. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.