Dagur - 09.03.1996, Blaðsíða 15
Laugardagur 9. mars 1996 - DAGUR - 15
UTAN LANDSTEINANNA
ELSA JÓHANNSDÓTTIR
VIÐKVÆM FYRIfí ÓHUGNAÐl!
Tíska 96:
áhyggjur af konu sinni og að hún
kynni jafnvel að hljóta eitthvert
andlegt tjón í þessu ástandi. „Ég
hélt niðri í mér andanum og hugs-
aði: Almáttugur, hver ætli eftir-
köstin verði af þessu? En hún
minntist samt aldrei á neitt.“ Þess
má geta að Clyde og Gillian giftu
sig á nýársdag 1993 og eiga sam-
an dótturina Piper sem er 1 árs.
Það kom framleiðendum þátt-
anna virkilega á óvart hvernig
Gillian „plumaði" sig í hlutverki
Scully, en hún kom eiginlega síst
til greina þegar verið var að ráða í
hlutverkin. Það var handritshöf-
Gillian Anderson, betur þekkt
sem „Detective Scully" úr X-Files
þáttunum vinsælu, er í raun alger
andstæða þeirrar persónu sem hún
túlkar. Sjálf segist hún ekki skilja
hvemig tilfinningamanneskja á
borð við hana skuli standa í því að
leika löggu sem kann ekki að
hræðast og um leið lækni sem
kryfur illa útleikin lfk án þess að
blikna. „Ég botna reyndar ekkert í
því hvernig ég get þetta þar sem
að ég er frekar viðkvæm fyrir alls
kyns óhugnaði,“ segir þessi 27 ára
gamla leikkona. „Eitt sinn á
menntaskólaárunum var ég stödd
á bar og heyrði barþjóninn vera
tala við vin sinn. Kærastan hafði
stungið hann af og barþjónninn
lýsti því á ca. 2 sekúndum hvað
hann langaði mest til að gera við
hana. Ég sá verknaðinn fyrir mér á
augabragði og það var nóg til þess
að ég þaut inn á klósett og kastaði
upp.“
Hún lærir hlutverkið í smá
skömmtum til að lifa sig ekki of
mikið inn í skáldskapinn og á
köflum fær hún nóg. En... hvað
gerir maður ekki fyrir frægðina?
Eins og sjá mátti í nokkrum þátt-
um var Gillian ófrísk og grípa
varð til þess að láta hana hverfa úr
þáttunum með dularfullum hætti
(reyndar var henni rænt af geim-
verum). Eiginmaður Gillian,
Clyde Klotz, vann á þessum tíma
einnig að þáttunum sem listráðu-
nautur og hafði vægast sagt
Pönkari í London 1987. Gillian bjó þar í níu ár ásamt fjölskyldu sinni og
hreifst mikið af bresku pönki.
Ráðgátu-parið fræga, Gillian And'
erson og David Duchovny.
undurinn, Chris Carter, sem sá
eitthvað sérstakt við hana og var
strax sannfærður um að þarna
væri komin rétta manneskjan.
„Það voru sumir kollegar mínir
orðnir ansi taugaveiklaðir yfir
þessari þrjósku minni og höfðu
m.a. áhyggjur af því hvemig hún
myndi líta út í sundbol! Én ég
vildi fá hana og engan annan. Og
hún hefur lfka sannað sig.“
Eins og flestir vita sem horfa á
þættina fer óskaplega lítið fyrir
„heitum" atriðum, hvað þá að
Scully og Mulder séu að tína af
sér spjarimar. Þau ganga nú ekki
lengra en það að faðmast pínulítið
á ca. 10 þátta fresti. En þetta sér-
staka samband milli þeirra skapar
líka spennu og er eitt af því sem
gerir þættina vinsæla.
Eins og venjulega gengu sögur
um að þau hefðu verið eitthvað
saman en mótleikari Anderson,
David Duchovny (Mulder), segir
þau aldrei hittast utan vinnunnar.
Það sé ekkert sniðugt í þáttum þar
sem leikarapar er svo mikið tengt
að það svarar hvort öðru í síma
með því að segja: „Þetta er ég.“
„Það er ekki það að mér sé
neitt illa við hana, mig bara langar
ekki að hitta neinn úr vinnunni."
Gillian er einnig á þeirri skoðun
að það sé nóg að hittast í vinn-
unni. Og þá höfum við það.
Akureyrskur nemi meðal vinningshafa
Um síðustu helgi var haldin stór
sýning eða keppni á Hótel ís-
landi, sem bar yfirskriftina
„Tíska 96“. Keppt var í ýmsum
greinum sem við koma tísku s.s.
fatahönnun, hárgreiðslu, förðun
og fleiru og tóku yflr 200 manns
þátt. Meðal þátttakenda voru
þrír keppendur í hárgreiðslu
sem allir eru frá Akureyri og
einn þeirra var í efsta sæti í sín-
um flokki.
Keppendumir þrír vinna allir á
hárgreiðslustofunni Passion á Ak-
ureyri og heita Sigríður Valdís
Bergvinsdóttir, Hildur Salína
Ævarsdóttir og Eva Ósk Guð-
mundsdóttir. Hildur vann til E
verðlauna í tískulínu í hárskurði
nema en þær Sigríður og Eva
kepptu í tískulínu í hárgreiðslu, sú
fyrmefnda í flokki meistara og
sveina en hin í flokki nema. Þó
hvorug hafi verið í fyrstu þremur
sætunum í sínum flokki segir Sig-
ríður að báðum hafi gengið mjög
vel og þær verið ánægðar með ár-
angurinn. AI
Þrjár akureyrskar konur sem kepptu í hárgreiðslu á sýningunni Tíska 96. Lengst til vinstri er Sigríður Valdís Berg-
vinsdóttir, Hildur Salína Ævarsdóttir, sem var fyrst í sínum flokki, er í miðið og hægra megin við hana er Eva Ósk
Guðmundsdóttir. Mynd: BG
Nissan Patrol 3.3 dísel, '83, rauður,
ek. 295 þ„ 35“. V: 780.000
VW Transporter '83, blár/beis, mjög
fallegur húsbíll. V: 1.200.000
Mikil sala
Vantar mjlega
bíla á skrá og á
staðinn
Mf rílasalmn
öldur hf.
B í L A S A L A
við Hvannavelli
Símar 24119 & 24170
VW Golf station CL1400, '95,
grænn, ek. 14 þ„ álf„ spoi, o.fl.
V: 1.300.000
Toyota Hiace 4x4 dísel, '91, rauður,
ek. 122 þ„ sóll„ vsk„ o.fl.
V: 1.400.000
MMC Space-Wagon 4x4, '91, grár,
ek. 86 þ. V: 1.150.000
MMC L-200 D-C dísel, '92, grænn,
ek. 75 þ„ 32", m/hús, o.fl.
V: 1.390.000
Daihatsu Feroza EL-2 crome, '89,
vínr./grár, ek. 60 þ„ einn eig.
V: 850.000
Renault 19 RT 1800, '93, hvitur, ek.
12 þ„ sem nýr. V: 1.100.000