Dagur - 15.03.1996, Blaðsíða 1

Dagur - 15.03.1996, Blaðsíða 1
Tvöfaldurl. vinningur 79. árg. Akureyri, föstudagur 15. mars 1996 53. tölublað Tímamót í menntun leikskólakennara á íslandi: Námsbraut stofnuö við Háskólann á Akureyri - námið samþætt námi grunnskólakennara Menntamálaráðuneytið hefur heimilað Háskólanum á Akureyri að stofnsetja náms- braut í leikskólakennslu við kennaradeild háskólans. Námið í leikskólakennslu er þriggja ára nám, eða 90 einingar, og lýkur með B. Ed. prófgráðu. Hér er um merkan áfanga að ræða í íslenskri skólasögu, þar sem þetta er í fyrsta skipti sem nám fyrir leikskólakennara er formlega skipulagt á háskólastigi og samþætt eftir því sem kostur er, námi grunnskólakennara. Námið er talið mikilvægur þáttur í að efla starfsemi Háskólans á Ak- ureyri og kennaradeild hans. Kennsla á námsbraut í leikskóla- kennslu mun hefjast strax á næstu haustönn, þ.e. næsta haust, enda þörfin brýn því mikill hörgull er á menntuðum leikskólakennurum, ekki síst á landsbyggðinni. Skipaður hefur verið starfshóp- ur til að vinna að námslýsingu og gera tillögur að inntöku nemenda á leikskólabraut. Formaður er dr. Ingólfur Á. Jóhannesson, lektor í kennaradeild, en aðrir nefndar- menn Guðrún Alda Harðardóttir, formaður Félags íslenskra leik- skólakennara, og Trausti Þor- steinsson, fræðslustjóri Norður- landsumdæmis eystra, en starfs- maður Anna Þóra Baldursdóttir, lektor. GG Hjóla sem á sumar- degi í stað þess að krakkarnir renni sér á sleðum eða snjóþotum, hafa reiðhjólin verið dregin fram úr hjólageymslunum. Þessi ungu hjólreiðamenn voru að hjóla upp Háuhlíð á Akureyri þegar ljós- myndara Dags bar að í gær. óþh/Mynd:BG Kæru vegna lostugrar myndbirtingar á Internetinu vísað frá: Ríkissaksóknari segir engin rök til frekari rannsóknar Rannsókn á kæru vegna myndbirtingar á Internetinu er tengist ákæru ríkissaksókn- ara á hendur manni sem hlaut 30 daga skilorðsbundinn fang- elsisdóm fyrir kynferðisafbrot gagnvart 18 ára pilti í septem- bermánuði sl., hefur verið vísað frá þar sem rannsókn Ríkissak- sóknara leiddi ekki til neinnar niðurstöðu. Dæmdi á að hafa með lostugu athæfí sært blygð- unarsemi piltsins og sýnt honum kynferðislega áreitni og tengist myndbirtingin því athæfí. Frumrannsókn fór fram af hálfu Rannsóknarlögreglunnar á Akureyri og kom Rannsóknarlög- regla ríkisins einnig að þeirri rannsókn, sem m.a. beindist að þvf að finna út hver hefði komið umræddri mynd inn á Intemetið. Að lokinni rannsókn var málið sent Ríkissaksóknara, sem síðan felldi það niður, þar sem ekki tókst að finna þann sem hlut átti að máli. í bréfi Ríkissaksóknara til sýslumannsembættisins á Akur- eyri segir m.a.: „Ljóst er að allnokkur vinna hefur verið lögð í rannsókn þessa máls en jafnframt virðist ljóst að litlar líkur em á að takist að upp- lýsa málið. Að svo vöxnu máli þykja ekki efni til að mæla fyrir um frekari rannsókn en komi eitt- hvað það fram sem þætti geta orð- ið til frekari upplýsinga um hina Leikklúbbur Framhaldsskól- ans á Húsavík, Piramus og Þispa, sýndi á árshátíð skólans nýverið skopstælingu á sjón- varpsþættinum „Þeytingur“ við miklar vinsældir, svo miklar að ákveðið hefur verið að sýna leik- inn fyrir almenning, en dagsetn- ing þeirrar sýningar er enn óákveðin, þó líklega strax eftir páska. Alls taka um 15 nemendur þátt í uppfærslu á „Þeytingi" Fram- haldsskólans á Húsavík, en hlut- verk stjómandans, Gests Einars Jónassonar, leikur Kristján Þór Magnússon og ferst það listavel úr hendi. „Þeytingur“ Ríkissjón- varpsins fer sem kunnugt er þvers meintu, ólöglegu dreifingu, ber að taka málið til rannsóknar eftir því sem efnisþættir standa þá til.“ GG og kruss um landið en í uppfærslu nemenda Framhaldsskólans á Húsavík er hann látinn gerast á Hesteyri. Hvort það er Hesteyri í Jökulfjörðum við ísafjarðardjúp skal ósagt látið. Höfundur leik- verksins er Oddur Bjami Þorkels- son frá Hvoli í Aðaldal en Borgar Garðarsson á Akureyri útsetti tón- listina sem flutt er, en það eru þekkt lög við íslenska texta Odds Bjama Þorkelssonar. Margrét Sverrisdóttir, talsmaður Piramusar og Þispu, segir að til tals hafi komið á bjóða Gesti Einari á sýn- inguna ef það sé þorandi því gert sé góðlátlegt grín að honum. Nafn leikklúbbsins er fengið úr verkum Williams Shakespieres. GG „Þeytingur" á Hesteyri - skopstæling sjónvarpsþáttar flutt af nemendum Framhaldsskólans á Húsavík Lágheiðin opin Starfsmenn Vegagerðarinn- ar á Sauðárkróki luku síð- degis í gær við að opna Lág- heiðina, veginn milli Óiafs- Qarðar og Fljóta. Sjaldgæft er að heiðin sé opnuð svo snemma árs en alls ekki eins- dæmi, að sögn Gísla Felixson- ar, rekstrarstjóra Vegagerðar- innar á Króknum. Snjór á heiðinni var að hans sögn minni en oft er í vor- mokstri en engu að síður tók þrjá daga að opna veginn. Helg- ast það af því að harðfenni var mikið. Opna átti heiðina með blásara en frá þvt varð að hverfa og notast við stórar hjólaskófl- ur. „Meginhlutinn af þessum snjó hefur fallið í októberbyln- um eða Flateyrarveðrinu og liann var geysilega erfiður," sagði Gísli. Heiðin er nú fær öllum bílum en mikil svell eru á háheiðinni og eins í Heiðarhallinu. Þá segir Gísli frost hafa lyft veginum á nokkmm stöðum og ekki ólíklegt að setja þurfi þungatakmarkanir ef hlýtt verður áfram. HA Marauö jörö um allt Norðurland: „Andrésarmenn hvergi smeykir" Nei, við erum hvergi smeykir við snjóleysi og unnið er að undirbúningi áfram af fullum krafti,“ sagði Gísli Kr. Lórenzson, formaður framkvæmdanefndar Andrés- ar andarleikanna í skíða- íþróttum barna og unglinga, sem verða á Akureyri í lok apríl. Búist er við 800 til 900 kepp- endum og koma þeir allir úr yngstu aldursflokkunum. „Við höfum áður sé marauða jörð, en aldrei hefur komið til þess að fresta hafi þurft leikun- um eða aflýsa þeim. Þess vegna höldum við okkar striki,“ sagði Gísli. „Mér sýnst þetta ætla að falla um sjálft sig, að svo komnu máli,“ sagði Hallgrímur Halls- son hjá skíðadeild Völsungs, en skíðamót var fyrirhugað á Húsavík um páskana. Marauð jörð er nú á Húsavík og skíða- iðkun er Húsvíkingum nú fjarri í hugsun. -sbs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.