Dagur - 15.03.1996, Blaðsíða 4

Dagur - 15.03.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 15. mars 1996 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK- SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS 464 3521 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 ---LEIÐARI-------------------------------------------------------------- Gangur atvinnulífsíns Víða úti á landi í smærri byggðarlögum eru eðlilega skýr tengsl milli fjárhagsstöðu sveitarfélaganna og af- komu atvinnulífsins. Þessa má víða sjá dæmi þar sem einhæft atvinnulíf er undirstaðan. Peningakúrfan stefnir upp og niður í takt við uppgang eða niðurgang atvinnulífsburðarásanna. Gott dæmi um þetta er Skútustaðahreppur og Kísiliðjan, en eins og fram kom í Degi í gær er gert ráð fyrir umtalsverðum tekjuauka sveitarfélagsins í ár miðað við sl. ár vegna uppsveiflu í rekstri Kísihðjunnar. Haft er eftir Sigurði Rúnari Ragnarssyni, sveitarstjóra, að áætlað sé að tekjur sveitarfélagsins i ár nemi 96 milljónum króna samanborið við 60 milljónir króna í fyrra, sem er ótrúleg tekjuaukning. Þetta sýnir svart á hvítu hversu þýðingarmikið eitt fyrirtæki getur verið fyrir atvinnulíf í einu sveitarfélagi, en hitt er svo annað mál að fyrir byggðaþróun úti í hinum dreifðu byggðum getur ekki verið æskileg staða að byggja atvinnulífið á einum stór- um burðarás. En það er einmitt vandamálið víða úti á landi, að þar vantar smærri iðnfyrirtæki til að styrkja stoðir atvinnulífsins og þau hggja ekki á lausu. Mótmælaflóð Miðað við það flóð símbréfa sem borist hefur ritstjóm Dags síðustu dag, má ætla að þorri opinberra starfs- manna sé á suðupunkti vegna breytinga á ýmsum réttindum þeirra, hvað varðar Lífeyrissjóð opinberra starfs- manna, réttindi og skyldur þeirra og sáttastörf í vinnudeilum. Fuhyrða má að mörg ár séu síðan jafn margar mótmælaályktanir hafi verið samþykktar um aht land og vegna fmmvarpa og frumvarpsdraga ríkisstjórnarinn- ar sem snerta áðurgreinda málaflokka. Þetta vekur þá áleitnu spurningu hvort ríkisstjórnin fari offari í þessum málum og það hlýtur að vera gmnd- vaharatriði að ekki sé farið fram með slík mál í algjörri andstöðu við aUa þá sem málið snerta. Það kann ekki góðri lukku að stýra, enda hefur komið á daginn að vegna þessa máls hafa kennarasamtökin í landinu tekið gmnnskólayfirfærsluna í gíslingu. Sá gjörningur er reyndar afskaplega umdehanlegur, en hitt er það að hann sýnir þann þunga sem í málinu er af hálfu opinberra starfsmanna og þá kröfu verður að gera til málsaðha að viðunandi lausn finnist strax. Ljósagangur á suðurhimnimim Veðurblíðan í vetur hefur fært okkur mörg tækifæri til að njóta fegurðar himinsins. Stundum hafa sést litfögur glitský, og á kvöldin skartar himinhvelfingin fögmm norðurljósum, sem teygja sig sem skrautborði á milli fjallabrúnanna þvert yfir Eyjafjörðinn. Norður- ljósin minna mig ætíð á eina af uppáhaldsbókunum mínum úr bamæsku. Hún heitir Selurinn Snorri og í henni vom forkunnar- fagrar myndir af norðurljósum, sem ég í æsku horfði dreyminn á. Og nú í nóvember sáum við hjón- in í tvígang afburðaskær stjömu- hröp, annað svo skært að Hörgár- dalurinn ljómaði allur. Það var á gamlárskvöld að Brynjar í Litlu-Brekku sagði mér frá því að hann hefði nokkmm kvöldum fyrr séð undarleg og afar skær ljós á fjallatoppunum frammi í Hörgárdal. Virtust honum ljósin hreyfast hægt til vesturs. Taldi hann að þama hefði annað hvort verið um vélsleða að ræða eða flugvél með lendingarljós. Við ræddum þetta nokkuð án þess að komast að niðurstöðu, og tók ná- granni okkar, Sigurður Aðal- steinsson flugmaður, þátt í þeim umræðum. Nokkmm kvöldum síðar er ég var á heimieið um klukkan sjö að kvöldi varð mér litið fram Hörgárdalinn og sé þá þessa sömu sýn og Brynjar hafði lýst; skæran bjarma yfir fjöllunum frammi í dal, og fannst mér þetta vera á milli fjallatoppanna, rétt vestan við Hraundranga, þannig að í fyrstu taldi ég líklegast að þetta væri flugvél á leið í áttina til mín út Hörgárdalinn. Hringdi ég í Sigurð flugmann á Björgum, sem einnig sá þetta, og kom okkur loks saman um að þetta væri hvorki vélsleði né flugvél, heldur væri þetta skær reikistjama sem færi hægt til vesturs. Birtunnar vegna hlaut þetta að vera Venus, svo þama horfðum við í orðsins fyllstu merkingu á „Ástarstjömu yfir Hraundranga“. Síðan naut ég þess margt kvöldið í heiðríkjunni í vetur að sjá þessa skæm stjömu ferðast um suðvesturhimininn, og verð ég að segja að ég hef aldrei á æfinni séð jafn bjarta stjömu. Hef ég fært þetta í tal við nokkura kunningja mína og hafa ýmsir, einkum þeir sem búa utanbæjar, tekið eftir þessari óvenjulegu birtu. Það er nefnilega svo, að þeir sem búa innan um ljósastaura- skóginn í þéttbýlinu sjá ekki feg- urð himinsins eins vel og við sveitamennirnir. Hef ég lengi ætl- að að vekja athygli á þessu opin- berlega en ekki komið því í verk fyrr en nú. Nú er Venus kominn hærra á himininn og ekki eins áberandi og hann var í janúar. Mér þótti þessi birta Venusar ekki einleikin og velti fyrir mér hvort eitthvað væri að gerast í „Ástæðan fyrir því að við Norð- lendingar höfum notið ástar- stjörnunnar sér- staklega undan- farið er sú að í bjartviðrinu í vetur hafa engin næturský skýlt henni.“ himinhvolfinu sem ylli þessari ótrúlegu birtu. Fyrst datt mér í hug að stjaman sendi geisla sína gegn- um gatið á ósonlaginu, eða að mengunin í heiminum væri ástæð- an. Eða gat verið að ég með aldr- inum væri farinn að sjá betur það sem í fjarlægð er? Loks hringdi ég í Þorstein Sæmundsson stjömu- fræðing og leitaði álits hans. Hann staðfesti að um Venus væri að ræða, bjartasta stjaman á himin- hvolfinu og er hún frekar björt nú í vetur, en björtust verður hún fyrst í maí. Birtan ræðst af afstöð- unni til sólar, sem upplýsir stjöm- una, og nú í vetur er afstaðan hag- stæð. Þetta stemmir allt við Al- Bjarni E.Guðleifsson manak Þjóðvinafélagsins. Þá sagði Þorsteinn mér að í Morgun- blaðinu á Þorláksmessu hefði ver- ið greint frá því að torkennilegt ljós hefði sést í suðvestri frá Blönduósi, og taldi hann að þar hefði líklega verið um Venus að ræða auk þess sem þar hefði sennilega einnig verið flugvél með lendingarljós á ferðinni. Ég leitaði uppi greinina í Morgun- blaðinu og segist sjónarvottur líkt og við „hafa haldið að flugvél væri að koma inn til lendingar“. Þetta er eflaust sama loftsjónin og við Hörgdælingar sáum um ára- mótin og margir fleiri hafa eflaust séð. Jónas Hallgrímsson orti: „Ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla nœturský. “ Ástæðan fyrir því að við Norð- lendingar höfum notið ástarstjöm- unnar sérstaklega undanfarið er sú að í bjartviðrinu í vetur hafa engin næturský skýlt henni. Og úr því ég er að minnast á Jónas og loftsjónir og Húnvetninga þá fer vel að enda með því að birta glefsur úr lýsingu Jónasar á norðurljósunum á Grímstunguheiði 26. ágúst 1837: „Fljótlega hófust hinir tindrandi sveipir sem venjulegir eru. Ljós- megnið óx skyndilega líkt og þeg- ar kveikt er á gasi og stóð norður- himininn að stómm hluta í ljósum logum. Ég hef reyndar oft séð mikilfenglegri norðurljós, en vart nokkur jafn fögur svo ég muni. Léttar, glóandi bylgjumar flugu í ýmsar áttir um himininn með öll- um litbrigðum logans, grænum, eldgulum og rauðum.“ Sköpunarverkið er fagurt og stórkostlegt, sérstaklega ef við gefum okkur tíma til að njóta þess. Bjarni E. Guðleifsson. Höfundur býr á Möðruvöllum í Hörgárdal. St. Georgsgildið á Akureyri styrkir ýmis sérverkefni skáta: Þátttakendur á Landsmótið fá ferðastyrk St. Georgsgildin eru alþjóðlegur félagsskapur fyrrverandi skáta og velunnara skátahreyfingar- innar. St. Georgsgildið á Akur- eyri hefur frá stofnun þess fyrir 35 árum stutt eftir mætti skáta- starf á Akureyri. Helsta tekju- lind þess er leiðalýsing í Akur- eyrarkirkjugarði um jól og ára- mót. Nýlega afhenti St. Georgsgild- ið á Ákureyri styrki til ýmissa sér- verkefna sem skátar á Akureyri Pétur Torfason, forseti St. Georgs- gildisins á Akureyri, í hópi skáta ◄ sem veittu styrkjunum mót- töku. hafa sjálfir valið og var styrkupp- hæðin liðlega 700 þúsund krónur. Endanleg styrkupphæð ræðst af þátttöku akureyrskra skáta á Landsmótið að Úlfljótsvatni dag- ana 21. til 28. júlí í sumar en St. Georgsgildið styrkir hvem þátt- takanda um 3.000 krónur. Meðal styrkverkefna má nefna tækjakaup til vetrarskátunar, varðelda- skikkjugerð, gönguferðir á fjöll og útilegu fyrir yngstu skátana. Styrkveitingunum fylgja óskir um velfamað í starfi. Fundir í St. Georgsgildinu á Akureyri eru haldnir fyrsta mánu- dag hvers mánaðar yfir vetrartím- ann í skátaheimilinu Hvammi klukkan 20.30, og eru nýir félagar velkontnir. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.