Dagur - 15.03.1996, Blaðsíða 5

Dagur - 15.03.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. mars 1996 - DAGUR - 5 Dómsmálaráðherra með frumvarp um helgidagafrið á Alþingi: Ýmislegt er ekki kirkjunni að skapi - prestar viðurkenna þó hagsmuni ferðaþjónustunnar Séra Svavar Alferð Jónsson segir að í frumvapi til breyttra laga um friðhelgi á stórhátíðum séu ákvæði, sem kirkjunnar menn treysti sér ekki til að eiga frumkvæði að. Páll Pór Jónsson, hótel- stjóri á Húsavík, segir að öll löggjöf um þetta efni verði að vera sem rýmst. Ragnar Sverrisson í JMJ, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, seg- ist styðja allt það sem til framfara horfí. Verulegar breytingar verða á lögum um friðhelgi á stórhátíð- um, samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra, sem nú ligg- ur fyrir Alþingi og er til umfjöll- unar þar. Rauði þráðurinn í frumvarpinu er að heimildir ým- iskonar samkomuhalds á helgi- dögum verði rýmri en nú er. Nú- gildandi lög um þetta efni eru frá árinu 1926 og hafa þau þótt þröng og ekki í samræmi við að- stæður nútímans. Skiptar skoð- anir éru þó um þetta efni. Séra Svavar Alferð Jónsson, aðstoð- arprestur við Akureyrarkirkju, segir að í frumvarpinu séu ýms- ar hugmyndir, sem kirkjunnar menn treysti sér ekki til að eiga frumkvæði að. Hann viðurkenn- ir þó að hagsmunir ferðaþjón- ustunnar séu að opnunartími sé sem rýmstur. „Löggjöf um helgidaga og helgidagahald á langa sögu að baki... Löggjöfin hefur lengstum verið af trúarlegum toga spunnin. Ýmis önnur sjónarmið hafa þó tengst löggjöfinni. í því efni hafa á síðari árum tengst málefninu vinnuvemdarsjómarmið, í þeirri viðleitni að tryggja fólki frí frá vinnu á helgidögum... Á undan- fömum árum og áratugum hefur orið veruleg breyting á þjóðfé- lagsháttum hér á landi. í því efni má t.d. nefna rúman opnunartíma verslana, skemmtanahald fer í vaxandi mæli fram í tengslum við helgidaga svo og íþróttakeppnir ýmiskonar... Nokkur umræða hef- ur einnig skapast um að veitinga- staðir séu lokaðir á tilteknum helgidögum þjóðkirkjunnar, eink- um um páska og hvítasunnu. Hef- ur það m.a. verið tengt þeirri við- leitni að markaðssetja fsland í auknum mæli sem ferðamanna- land og þetta verið talið því fjötur um fót,“ segir í greinargerð með frumvarpi þessu. Það lagði Þor- steinn Pálsson, dómsmálaráð- herra, fram fyrir skemmstu og er það nú til umfjöllunar á Alþingi. Stefnt er að því að frumvarpið fái afgreiðslu fyrir vorið. Ýmis nýmæli í frumvarpinu eru ýmis nýmæli. Þar er lagt til að áfram verði gild- andi almennt bann við samkomu- haldi, íþrótta- og útvistarstarfsemi og opnun verslana eftir kl. 18 á aðfangadegi jóla og fram til kl. 6 að morgni annars dags jóla. Hins vegar er lagt til að veita megi und- anþágur frá þessu ákvæði ef nauð- synlegt reynist. Svo hefur ekki verið til þessa. Föstudagurinn langi verður áfram helgur dagur, en dansleikja- hald verður hins vegar heimilt fram til kl. 3 aðfaranótt þess dags. Frá þeim tímapunkti og fram til kl. 6 að morgni laugardags fyrir páska verður samkomuhald og opnun verslana óheimil, nema með undanþágum. Hið sama gildir um páskadag, en dansleikjahald verður þó heimilt fram til kl. 3 að- faranótt páskadagsins. Til þessa hefur verið lagt bann við skemmtanahaldi fram til kl. 15 á sunnudögum. Verslanir hafa á þeim dögum ekki mátt vera opnar með undanþágum og almennar takmarkanir hafa verið með vinnu. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir því að þessar takmarkanir verði úr gildi numdar. Hið sama yrði á öðrum degi jóla, nýjársdegi, skírdegi, öðrum degi páska og hvítasunnu, hvítasunnudegi og laugardaginn fyrir hana, sem og á uppstigningardegi. Alla þessa daga yrði öll almenn starfsemi heimil, skv. frumvarpi dómsmála- ráðherra. Hvað er helgidögum sæmandi? „Þetta frumvarp var lagt fram til kynningar á Kirkjuþingi sl. haust, en í því er að finna nokkrar hug- myndir sem kirkjan treysti sér ekki til að eiga frumkvæði að. Engu að síður gera rnargir innan kirkjunnar sér fulla grein fyrir af- stöðu og hagsmunum þeirra sem starfa við þjónustu ferðamanna," sagði sr. Svavar Alfreð Jónsson, aðstoðarprestur við Akureyrar- kirkju, aðspurður um lagafrum- varp þetta. Hann sagði að virðing manna fyrir því hvað sæmandi væri á helgidögum hefði breyst. Hins vegar yrði því ekki breytt með lagaboðum heldur þyrfti þar ann- að að koma til. „Hinn ytri laga- rammi um hver opnunartími þjón- ustufyrirtækja megi vera á helgi- dögum skiptir vissulega máli um hvaða virðing er fyrir þeim borin. Ég er þó ekki endilega að segja að hann hafi úrslitaþýðingu, þetta verður að koma innanfrá,“ sagði sr. Svavar. Þyrnir í augum „Okkur hefur til dæmis verið þymir í augum það ákvæði í frum- varpinu að heimila megi dansleiki allt til kl. þrjú, aðfaranótt föstu- dagsins langa. Við hljótum að vilja halda í gömul og góð lög um opnunartíma á þessum dögum. Einnig höfum við kirkjunnar menn átt samherja í þessum efn- um í verkalýðshreyfingunni, sem vill halda í sem flesta daga sinna félagsmanna,“ sagði Svavar. Sr. Svavar Álfreð sagði að kirkju- og safnaðarstarf dagsins í dag væri komið í farveg almenns tómstundastarfs. „Ég veit ekki hvort það er eðlileg staða sem við emm að því leyti komin í. Að fólk leggi að jöfnu það tómstundagam- an um páska að fara á skíði og í messu. Sumir hafa leyst þetta mál með því að messa í skíðabrekkum, en ég veit ekki hvort rétti ramm- inn um helgihald getur verið í brekkum í Hlíðarfjalli. Ég hef ekki á móti slíku, en það er spurn- ing hvort aðstæðumar eru beinlín- is heppilegar. Svo ég tali fyrir sjálfan mig er ég ekki í hugleið- ingum um helgihald þegar ég fer á skíði, en mér finnst afar gaman að renna mér í brekkunum," sagði sr. Svavar Alfreð. Svo langt sem það nær... „Ég er hlynntur þeirn breytingum á lögum sem frumvarpið gerir ráð fyrir, svo langt sem þær ná. Öll löggjöf um þetta efni þarf að vera nógu rúm og takmarkanir sem minnstar. Ný lög um þetta efni mega ekki seinni vera og hags- munir eru í húfi,“ sagði Páll Þór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Húsa- vík. Páll segir að Hótel Húsavík hafi misst viðskipti út á þessi þröngu lagaákvæði. Fyrir nokkr- uin ámm hafi staðið til að halda á Húsavík lokahóf ráðstefnu og það átti að standa fram á aðfaranótt hvítasunnudags. En slíkt er bann- að og því féll ráðstefnan og allt sem tilheyrði niður. Málið féll um sjálft sig. „Við verðum að horfa á það sem er að gerast í ferðaþjón- ustunni. Opnunartími er að rýmk- ast víða og ferðamenn vilja koma hingað um jól og áramót. Þessu fólki verður að sinna. Nei, það hefur ekkert reynt á það að fá fólk til vinnu um hátíðar af skiljanleg- um ástæðum. En við verðum að gera fleira en það sem er skemmtilegt - og margir til dæmis í heilbrigðisþjónustunni og lög- reglumenn vinna á þessum tíma,“ sagði Páll. Er hlynntur framförum Ragnar Sverrisson, kaupmaður í Herradeild JMJ, er formaður Kaupmannafélags Akureyrar. Hann sagði að frumvarp þetta hefði ekki komið með beinum hætti til umræðu hjá félaginu. „Ég er hlynntur öllu því sem er til framfara,“ sagði Ragnar. Hann sagðist telja að ýmis ákvæði í frumvarpinu væru fyrst og fremst viðurkenning á orðnum hlut, svo sem almennri opnun verslana á laugardögum. Núverandi lög kveða á um almennt bann við opnun verslana á sunnudögum, en slíkt er þó aðeins á borði. Þannig væru stóru matvöruverslanimar, KEA Nettó og Hagkaup á Akur- eyri, opnar á sunnudögum og ýmsar fleiri verslanir. -sbs. Afsláttur af öllum AEG vörum í verslunum okkar! IIWIildí.VlllíllllV.TaHillllllll V42[9(íni 94 pffnuj \fEG Aninuj I Aeufnuni KEA, Lónsbakka, Akureyri. KEA SiglufirSi, ÓlafsfirSi og Dalvík. SkagfirSingabúð, Sauðárkróki. KH, Byggingavörur, Blönduósi. KÞ. Smiðjan, Húsavík. Kf.V. -Húnvetninga, Hvammstanga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.