Dagur - 15.03.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 15. mars 1996
FRÉTTIR
Skotið fyrst og spurt svo
- segir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í Hrísey, um uppsögn sína
Eins og fram kom í Degi í gær
hefur hreppsnefnd Hríseyjar-
hrepps sagt upp launasamningi
við Jónas Vigfússon sveitar-
stjóra. Segist Jónas ekki geta
metið málið á annan veg en
þann að honum hafi verið sagt
upp störfum og mun hann
hætta þann 10. maí nk. Rök-
semdir hreppsnefndar eru þær
að kostnaður við yfirstjórn
sveitarfélagsins sé of hár en
hann nemur um 6 milljónum.
„Það kemur á hverju ári upp
umræða um að kostnaður við
yfirstjóm sé of hár. I samanburði
við tekjur eða fjölda íbúa er þessi
tala há en ef þú berð þetta saman
við þann flókna og viðamikla
rekstur sem þessi yfirstjóm á að
stjóma er þetta ekki hátt. Vanda-
málið er fyrst og fremst hvað
sveitarfélagið er lítið,“ sagði Jón-
as.
Þetta er annað kjörtímabilið
sem hann er sveitarstjóri í Hrfsey
og eftir síðustu kosningar var
samstaða unr að hann yrði áfram.
„Ég setti fram ákveðnar launa-
kröfur. Það var gengið að þeim
og hreppsnefnd vissi að ég var
tilbúinn að taka þetta að mér fyr-
ir þessi laun en ekki önnur. Sá
ráðningarsamningur var sam-
þykktur og í mínum huga hefur
ekkert breyst síðan. Forsendur
eru allar þær sömu og af þeirri
ástæðu ekki tilefni til að lækka
launin," sagði Jónas. Aðspurður
um laun sín sagði hann þau svip-
uð og hann myndi hafa á verk-
fræðistofu á Akureyri, en hann er
menntaður verkfræðingur.
A hreppsnefndarfundi sl.
þriðjudag bókaði Þómnn B. Am-
órsdóttir, oddviti, að hún biðjist
afsökunar fh. hreppsnefndar að
launasamningi við sveitarstjóra
skuli hafa verið sagt upp frá 21.
febrúar í stað mánaðamóta eins
og sveitarstjórnarlög kveða á um.
Jónas Vigfússon.
Narfi Björgvinsson, varaoddviti,
var einnig með bókun þar sem
sem hann segir uppsögnina gerða
með vitund allra aðalmanna í
hreppsnefnd. Orðrétt segir:
„Minni ég á forsögu þessa, þ.e.
fund sem sveitarstjóri átti með
oddvita og varaoddvita seint í
desembér en þar voru hafnar við-
ræður í þessa átt sem e.t.v. má
segja að hafi aldrei verið lokið
við og má segja að uppsögn
þessi kalli á lok þeirra viðræðna.
Þegar því væri lokið væri hægt
að taka ákvörðun um það hvort
segja ætti sveitarstjóra upp störf-
um. Harma ég hve mál þetta er
langt gengið án viðræðna og
skora á aðila þess að líta í eigin
barm og leita sátta þeirra sem all-
ir geta sætt sig við.“ Undir þetta
tekur Jónas. „Það má kannski
segja að það hafi verið skotið
fyrst og spurt svo,“ sagði hann.
Narfi kom með tillögu um
samninganefnd sem ræða myndi
við sveitarstjóra og var það sam-
þykkt. Að sögn Jónasar er fyrir-
hugaður fundur í næstu viku. HA
Blóma-
gámurinn
losaður
Eins og komið hefur fram mun
Blómaval í Reykjavík opna versl-
un í Glerhúsinu svokallaða á Ak-
ureyri og er stefnt að opnuninni
laugardaginn 23. mars nk.
Glerhúsið hefur um hríð staðið
autt, en nú er að færast í það líf
og í gær þegar ljósmyndari Dags
átti þarna leið hjá, var verið að
losa gám frá Hollandi með blóm-
um og pálmum. Að sögn fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins verð-
ur Blómaval með allt húsið.
Hluti af því verður tekinn undir
veitingasölu, en í bróðurparti
hússins verða seld blóm og ýms-
ar vörur sem tengjast blómarækt
auk gjafavöru. Sápubúðin, sem
verið hefur í Krónunni, verður að
sögn framkvæmdastjórans, lögð
niður en Blómaval selur þær vör-
ur í Glerhúsinu sem Sápubúðin
hefur verið með á boðstólum.
óþh
Rekstur KEA á síöasta ári:
Hvergi gengið
alveg nógu vel
- segir stjórnarformaður KEA
Sakar Kaupfélag Skagfiröinga fyrir meinta misnotkun á
vörumerki í ferskgrasframleiöslu:
Lögbannskrafa
tekin fyrir
Kaupfélag Eyfirðinga var rekið
með 44 milljóna króna tapi á ár-
inu 1995 en heildarvelta KEA
og dótturfyrirtækja þess var 9,4
milljarðar króna; tekjur 8,8
milljarðar króna og rekstrar-
gjöld 8,7 milljarðar króna.
Jóhannes Sigvaldason, stjóm-
arformaður KEA, segir að gengis-
felling á dollara og pundi í árs-
byrjun 1995 hafi haft veruleg
áhrif á reksturinn og ljóst að sú
gengisbreyting kom mjög illa við
fiskvinnsluna en gengistapið
skaðaði KEA um 50 milljónir
króna. Einnig hafi frystihús KEA
á Dalvík og Hrísey fengið minna
af verðmeiri fisktegundum til
vinnslu vegna niðurskurðar þeirra
tegunda í kvóta og jafnframt varð
almenn hækkun á hráefninu.
„Reksturinn hefur hvergi geng-
ið alveg nógu vel, en rekstur
frystihúsanna var mjög slæmur,
tekjur þeirra lækkuðu um 60
milljónir króna milli ára. Kaupfé-
lagið á í harðri samkeppni í versl-
uninni og verðlag hefur ekki
hækkað en við erum „ofanjarðar"
þar þó ekki sé hagnaðurinn mikill.
Það voru uppi miklar efasemdir
um það að við mundum halda
okkar verðum eftir að Bónus fór
héðan en við liöfum staðið við
það. Það er hins vegar dýrara að
fá vörur erlendis frá til Akureyrar
Sparisjóöur Þórshafnar
og nágrennis:
Halldór Karl
ráðinn spari-
sjóösstjóri
Stjóm Sparisjóðs Þórshafnar og
nágrennis hefur ráðið Halldór
Karl Hermannsson, sveitarstjóra á
Suðureyri við Súgandafjörð,
sparisjóðsstjóra og mun hann
hefja störf um miðjan maí næst-
komandi. óþh
en til Reykjavíkur og að hluta til
má líta á verslun Kaupfélagsins
sem þjónustu. Við erum t.d. með
verslanir á Grenivík, Hrísey og
Grímsey sem eru ekki mjög arð-
bærar og þegar rekin er verslun á
Akureyri með mjög lág verð, þ.e.
Nettó, verður reksturinn á þessum
stöðum erfiðari. Vera kann að ein-
hverjar breytingar séu fyrirhugað-
ar í verslunarrekstrinum, en frá
þeim verður þá skýrt á aðalfundi
KEA, sem haldinn verður eftir um
hálfan mánuð. Unnið er að hag-
ræðingu í fyrstihúsunum á Dalvík
og í Hrísey.
í septembermánuði á sl. ári
keyptum við hlut í Snæfellingi hf.
í Olafsvík og þar með í togaranum
Má, og höfum við fengið bolsfisk-
inn hingað norður til vinnslu. Það
ríkti nokkur bjartsýni í þjóðlífinu
á síðasta ári, þjóðhagsspá góð, og
við þannig aðstæður losnar um allt
en hagvöxturinn í versluninni er
enginn frekar en í landvinnslunni í
sjávarútveginum, hann fyrirfinnst
helst í tölvufyrirtækjum og
einhverjum slíkum þjónustufyrir-
tækjum,“ sagði Jóhannes Sig-
valdason.
„Það hafa verið lagðir verulegir
fjármunir í vatnsútflutningsfyrir-
tækið AKVA og verulegt tap á
rekstrinum. Ut af því að við tók-
um það stökk að fara í þennan
vatnsútflutning árið 1992 þá höld-
um við eitthvað áfram í þeirri von
að þeir peningar sem í þetta hafa
farið skili einhverjum arði. Það er
mjög erfitt að komast inn á smá-
sölumarkaðinn í Bandaríkjunum
og það er auk þess nóg af vatni til
drykkjar í Bandaríkjunum en sal-
an hefur þó heldur verið að sni-
glast upp á við, en gengur mun
hægar en gert var ráð fyrir. Salan
er á vegum hlutafélags sem KEA
rekur í Bandaríkjunum og heitir
AKVA-USA. Kaupfélagið er nú
hætt að setja fjármagn í vatnsút-
flutninginn," sagði Jóhannes Sig-
valdason, stjómarformaður Kaup-
félags Eyfirðinga. GG
Tekin verður fyrir í dag hjá
sýslumanninum á Sauðárkróki
lögbannskrafa Sigurbjörns Á.
Friðrikssonar á hendur forráða-
mönnum Kaupfélags Skagfírð-
inga fyrir notkun félagsins á
vörumerkinu Arctic Grass.
Merkið, bæði í letur- og mynd-
formi, er skráð eign Sigurbjörns.
Merkið og þekkingu við fram-
leiðslu á ferskgrasi lagði Sigur-
björn í púkkið þegar hann og
Kaupfélagið hófu framleiðslu á
þessari afurð sumarið 1992.
Samstarfinu lauk á síðasta ári
með uppsögn af hálfu KS, en þá
hafði Sigurbjörn einnig hafið
umboðssölu á graskögglum frá
félaginu.
Að sögn Sigurbjörns var geng-
ið frá einkaleyfisskráningu hans á
merkinu Arctic Grass í tvígang,
fyrst 1991 og aftur síðasta vor.
Hann segir að á síðasta ári hafi
Kaupfélag Skagfirðinga borið ví-
urnar í merki þetta og sent inn
beiðni til Vörumerkjaskrár um að
fá það skráð sér. Það hafi ekki
gengið eftir. Hins vegar hafi þeir,
án neinna leyfa, látið prenta gras-
kögglapoka með skráðu mynd-
merki því sem hann var réttilega
eigandi að og undir var nafn
Kaupfélagsins og helstu símanúm-
er þess. „Þetta var í júlí á síðasta
ári og ég fór þá strax til lögmanns
míns og óskaði eftir því að þessir
pokar yrðu ekki notaðir, þar sem
ég ætti vörumerkið. Skriflegt lof-
orð þar að lútandi fengum við
strax frá Einari Baldurssyni,
rekstrarstjóra landbúnaðarsviðs
Kaupfélagsins. Fljótlega var mér
sagt upp störfum hjá félaginu,“
sagði Sigurbjörn.
Sigurbjöm segist ætla að halda
áfram framleiðslu á ferskgrasi og
sölu á graskögglum frá öðrum. Sé
hann í samstarfi við aðila þar um.
Hins vegar sé hann í einskonar
herkví sem stendur, þar sem
Kaupfélag Skagfirðinga sé með í
notkun vörumerki sem hann rétti-
lega eigi. Snýst lögbannskrafa
Sigurbjörns um notkun Kaupfé-
lagsins á þessu vörumerki, að
henni verði hætt og grasköggla-
pokar þess, með merkjum hans
verði ekki notaðir. Pokarnir, með
vörumerki Sigurbjöms, eru til í
tugum þúsunda eintaka, að hans
sögn.
Fyrir utan lögbannskröfuna
sem úrskurðað verður um í dag
hefur Sigurbjöm jafnframt kært
meintan stuld Kaupfélags Skag-
firðinga á vörumerkinu til RLR.
Jafnframt sakar hann forráðamenn
félagsins um rógburð um sig og
hann hafi stefnt frekari viðskipt-
um sínum með ferskgras á öðrum
vettvangi í hættu. Kærur þessar
verða nú sendar frá RLR til ríkis-
saksóknara til umfjöllunar. -sbs.