Dagur - 15.03.1996, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Föstudagur 15. mars 1996
Háskólanemar
sýna söngleik
Á árshátíð Háskólans á Akureyri
annað kvöld, laugardagskvöld, í
Sjallanum, frumsýna 20 háskóla-
nemar söngleik undir leikstjóm
Aðalsteins Bergdals. Söngleikur-
inn fjallar um ungan sveitapilt úr
Hörgárdal, sem bregður sér til
Reykjavíkur (í draumi) og lendir
þar í ýmsum ævintýrum.
synmgui
Listasafni Kópavogs
Sólveig Baldursdóttir, mynd-
höggvari á Akureyri, opnar
höggmyndasýningu í Listasafni
Kópavogs, Gerðasafni, á morg-
un, laugardag, kl. 16.
Sólveig stundaði nám á lista-
sviði Fjölbrautaskólans í Breið-
holti 1978-1980, Myndlista- og
handíðaskólans 1980-1982 og í
höggmyndadeildinni við Kunst-
akademiel í Odense í Dan-
mörku 1983-1987. Sólveig bjó
og starfaði í Carrara á Ítalíu á
árunum 1990-1994. Hún hefur
tekið þátt í samsýningum hér
heima og erlendis en þetta er
hennar fyrsta einkasýning á ís-
landi. Flest verkin eru unnin í
marmara. Sýningin stendur yfir
frá 16. mars til 8. apríl og er op-
in alla daga nema mánudaga frá
kl. 12 til 18.
Sólveig Buldursdóttir á vinnustofu sinni á Akureyri, en hér er hún að
vinna verk fyrir Höldur hf.
Saumastofan í kvöld
Leikdeild Ungmennafélags
Skriðuhrepps sýnir í kvöld kl.
20.30 Saumastofuna eftir Kjartan
Ragnarsson í leikstjóm Aðalsteins
Bergdals. Sýningin í kvöld er sú
sjötta í röðinni og hefur verið upp-
selt á allar sýningar til þessa og
uppfærslan fengið ágætis viðtök-
ur.
Miðapantanir í símaum
4626793 og 4626794 á milli 17 og
20.
Tónleikar og námskeið á
Húsavík
Um helgina, á morgun laugardag
og á sunnudag, efnir Tónlistarskóli
Húsavíkur til námskeiðs þar sem
lögð verður áhersla á hreyfingu í
söng og verður áhersla lögð á
negrasálma. Bæði verður á nám-
skeiðinu söngfólk og einnig
trommuleikarar. Leiðbeinandi
verður Orville Pennant, sem kemur
frá Kramhúsinu í Reykjavík.
Afrakstur námskeiðisins verður
fluttur á tónleikum á sal Borgar-
hólsskóla á Húsavík nk. sunnudag,
17. mars, kl. 16. Þar koma fram
Stúlknakór Húsavíkur, Bama- og
unglingakór Akureyrarkirkju,
Bamakór Borgarhólsskóla og jass-
kórinn NA-12 auk hljómsveitar.
Gospeltónleikar í
Glerárkirkju
Gospeltónleikar verða haldnir í
Glerárkirkju á Akureyri á morgun,
laugardaginn 16. mars, og hefjast
þeir kl. 21. Tónleikamir em liður í
Gospel-helgi, sem ungu fólki úr
ýmsum söfnuðum og æskulýðsfé-
Íögum á Akureyri og Reykjavík
hefur verið boðið til. Búist er við
um 60 þátttakendum sem mynda
stóran kór og æfa skemmtilega
gospeltónlist og árangurinn gefst
Norðlendingum kostur á að heyra á
tónleikunum. Með kómum syngja
góðir einsöngvarar og undirleik
annast færir hljóðfæraleikarar. Enn
er möguleiki fyrir ungt fólk sem
vill vera með að skrá þátttöku sína
í síma 4624406, þar sem allar nán-
ari upplýsingar fást. Aðgangur á
tónleikana í Glerárkirkju er ókeyp-
is.
Gönguferð á Þorvaldsdal
Á morgun, laugardag, stendur
Ferðafélag Akureyrar fyrir göngu-
ferð í Þorvaldsdaí. Lagt verður af
stað kl. 8. Skráning fer fram á
skrifstofunni í dag, föstudag, kl.
17.30-19. Síminn er 4622720.
Deiglunni kl. 10.30 í fyrramálið,
laugardag. Guðmundur Hálfdánar-
son, dósent, nefnir fyrirlestur sinn;
„Hvað er það sem gerir íslendinga
að þjóð? - nokkrar hugleiðingar
um uppruna og eðli þjóðemis“.
Guðmundur Hálfdánarson hefur
verið framarlega í gagnrýnni um-
ræðu um hina svokölluðu „þjóð-
ernislegu söguskoðun íslendinga".
Eftir fundinn verða almennar
umræður um efni fyrirlestursins.
„Sumar á Sýrlandi“ í Freyvangi
Annað kvöld, laugardagskvöld, kl.
21, frumsýnir Freyvangsleikhúsið
Sumar á Sýrlandi, blandað söng-
verk með uppákomum. Verkið er
byggt á samnefndri plötu Stuð-
manna, sem út kom á áttunda ára-
tugnum og náði miklum vinsæld-
um flestra aldurshópa.
Mikið er sungið í sýningunni,
sem Skúli Gautason leikstýrir, en
söguþráðurinn er að öllu leyti
unninn af flytjendunum undir
stjórn Skúla. I grófum dráttum má
segja að þarna sé á ferðinni brot af
þroskasögu ungs manns, Andrés-
ar, sem er að stíga út í lífið og til-
veruna, skemmtanalífið og
kvennaleitina. Andrés lendir,
ásamt félögum sínum, í margvís-
legum hremmingum og upplifun-
um, sem hann skilur misvel, enda
nokkuð óþroskaður að sumu leyti.
Sýningin einkennist af hraða,
söng-, lita- og leikgleði og gaman-
samtölum. Uppistaðan í leikhópn-
um er nýstofnaður kór Frey vangs-
leikhússins undir stjóm Karls Ol-
geirssonar, sem hefur veg og
vanda af þjálfun söngfólksins.
Undirleik í sýningunni annast
hljómsveitin Damaskus.
Sýningar á Sumri á Sýrlandi
eru fyrirhugaðar næstu helgar,
föstudags- og Iaugardagskvöldum
kl. 21, í Freyvangi. Einnig verður
boðið upp á sérstakar sýningar
fyrir skóla. Alhliða veitingasala
verður líkt og síðasta vetur, í
gamla kvennaskólanum á Lauga-
landi, fyrir og eftir sýningar, í
samráði við rekstraraðila í Hótel
Vin. Allar upplýsingar og pantanir
vegna kvöldverðar er að fá í síma
4631333, Blómaskálanum Vín.
Miðapantanir og upplýsingar um
sýningar Freyvangsleikhússins er
að fá í símum 4631196 og
4631395.
Nánar verður fjallað um sýn-
ingu Freyvangsleikhússins á
„Sumar á Sýrlandi" í Degi á
morgun.
Fyrirlestur um söguskoðun
íslendinga
Sagnfræðingafélag Akureyrar
gengst fyrir opnum fyrirlestri í
Kurlakórinn Hreimur í Suður-Þingeyjarsýslu.
Hreimur í Laugarborg
Karlakórinn Hreimur í Suður-
Þingeyjarsýslu heldur söng-
skemmtun í Laugarborg í Eyja-
fjarðarsveit í kvöld, föstudag,
kl. 20.30 og verður þar boðið
upp á skemmtilega og létta
söngskrá. Kórinn verður svo
með söngskemmtun í félags-
heimilinu Skúlagarði í Keldu-
hverfi miðvikudagskvöldið 20.
mars og loks í Ýdölum í Aðal-
dal laugardagskvöldið 30. mars.
Stjórnandi er Robert Faulkner.
í Ýdölum munu auk karla-
kórsins þeir Rangárbræður,
Baldvin og Baldur Baldurssyn-
ir, syngja saman dúetta og ein-
söng hver í sínu lagi, hagyrð-
ingar munu mæta og skemmta
gestum, boðið verður upp
munnhörpuleik og harmoniku-
leik og einnig mun bamakór
Hafralækjarskóla syngja nokkur
lög.
Karlakórinn Hreimur stefnir
síðan að tónleikum á Blönduósi
og í Skagafirði laugardaginn
13. aprfl og að hefðbundnum
vortónleikum á Húsavík og í
Ýdölum í Aðaldal í maímánuði.
Þessi mynd var tekin á einni af sýningum LD á „Ég ætla út í kvöld“ í
Ungó á Dalvík. Hér tekur Kristjana Arngrímsdóttir, ein fjórmenning-
anna í Tjarnarkvartettinum, lagið við undirleik þriggja hljóðfæraleikara.
Leikfélag Dalvíkur sýnir
í Deiglunni í kvöld
Leikfélag Dalvíkur frumsýndi f
Ungó á Dalvík í janúar sl.
söngvasýninguna „Ég ætla út í
kvöld", þar sem tvinnað er sam-
an í tveggja klukkustunda sýn-
ingu fjölmörgum tónlistaratrið-
um, þar sem við sögu koma
þekkt lög af ýmsum toga sem
fólk ætti að þekkja. Ellefu
manns koma fram í sýningunni
og skiptast þátttakendurnir í alls
tíu hljómsveitir og sönghópa.
Þessi sýning LD hefur feng-
ið afbragðs góðar viðtökur jafnt
áhorfenda sem gagnrýnenda og
hafa sýningarnar orðið mun
fleiri en gert var ráð l'yrir í upp-
hafi.
Nú hyggjast félagar í LD
gefa Akureyringum kost að
njóta þessarar dagskrár og verð-
ur hún í Deiglunni í Grófargili í
kvöld kl. 20.30.