Dagur - 15.03.1996, Síða 9
Mi
Saga konu
' ánudaginn 11. mars var
leikverkið Heimur Guðríðar
, flutt í Akureyrarkirkju í
tengslum við kirkjuviku. Leiksýn-
ingin var síðasta atriðið á efnisskrá
kirkjuvikunnar og verðugur há-
punktur hennar. Höfundur verksins
og leikstjóri er Steinunn Jóhannes-
dóttir. Tónlist er samin og flutt af
Herði Áskelssyni, en leikmynd og
búningar eru verk Elínar Eddu
Ámadóttur.
Heimur Guðríðar er saga Guð-
ríðar Símonardóttur, sem rænt var
af Tyrkjum, þegar þeir gerðu her-
hlaup í Vestmannaeyjar og víðar á
landinu og fluttu með sér fjölda ís-
lendinga suður í Barbaríið, þar sem
fólkið var selt sem hver annar kvik-
fénaður. Sagan hefst á þeim kvíða-
þrungnu stundum, þegar skip sjást
undan Eyjum. Fólkinu er rænt og
örlög þess, ill meðferð í skipinu og
í höndum nýrra húsbænda er rakin
með áhrifamiklum hætti og nær
þessi hluti verksins hápunkti, þegar
hluti hinna ánauðugu er keyptur
laus og Guðríður hlýtur að skilja
son sinn, Sölmund, eftir þar sem
hann hefur tekið upp siði sinna
múslímsku húsbænda.
Síðari hluti sögunnar hefst við
kynni þeirra Guðríðar og Hallgríms
Péturssonar, þegar hann gerist upp-
fræðari hinna fríkeyptu í Kaup-
mannahöfn. Enn eru átök og sálar-
angist í löðun Guðríðar og Hall-
gríms hvors að öðru, þungum kjör-
um þeirra á Islandi, bamamissi og
loks sjúkdómi þeim, sem dró Hall-
grím til dauða.
Texti verksins er víða magnaður.
Steinunni hefur tekist vel að fyma
málfar þannig, að enginn nútíma-
maður á í vanda að skilja. Einnig
hefur hún gætt verk sitt anda þess
tíma, þegar trú manna var styrk
jafnt í mótlæti sem meðlæti og þeir
vissu, að allt var í Guðs hendi; að
hið harða var tyftun föðurlegs rétt-
lætis og hið ljúfa umbun þess, sem
var Drottni þóknanlegt. Þessi blær
aldarinnar er ríkur í persónu Guð-
ríðar jafnt þar sem hún situr öldruð
LEIKLIST
HAUKUR ACUSTSSON
SKRIFAR
og södd lífdaga á bekknum í kirkju
sr. Hallgríms sem í orðum og æði
Guðríðar yngri í ferð hennar um
sína örlagabraut. Margrét Guð-
mundsdóttir fer með hlutverk Guð-
ríðar eldri. Túlkun hennar er þmng-
in anda þess, sem langt hefur geng-
ið og margt reynt, en sem hefur af
lífsspeki og auðmýkt gert upp líf
sitt svo sem dauðlegum manni er
fært. Hún biður þess eins að mega
senn ljúka ferð sinni um hinn jarð-
neska skuggadal. Margréti tekst að
hræra hjörtu áhorfenda og fylla þau
meðkennd, sem situr eftir ljúfsár í
minningunni.
Helga Elínborg Jónsdóttir fer
með hlutverk Guðríðar yngri. Túlk-
un hennar er einnig innlifuð og tal-
Árnes hf. rekið með
47 milljóna króna halla
Útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
lækið Árnes hf. í Þorlákshöfn
var rekið með 47 milljóna króna
tapi á árinu 1995. Á árinu 1994
var rekstrartap fyrirtækisins um
35 milljónir króna. Ársreikning-
ur fyrirtækisins nú er samstæðu-
reikningur Árness hf. og dóttur-
fyrirtækis þess, Árnes-Europe
bv. í Hollandi.
Rekstrartekjur námu 1.238
milljónum króna á árinu 1995,
sem er samdráttur um 214 millj-
ónir króna milli ára, eða 14%.
Helstu skýringa þess er að leita til
áhrifa af langvinnu sjómannaverk-
falli og og áhrifa þess á veiðar og
vinnslu humars og annarra fisk-
tegunda. Skammtímaskuldir fé-
lagsins námu í árslok 533 milljón-
um króna, langtímaskuldir 557
milljónum króna og eigið fé 54
milljónir króna, en eiginfjárhlut-
fall var 4,7%. Árnes hf. gerir út
fjóra báta og rekur frystihús í Þor-
lákshöfn og humarvinnslu á
Stokkseyri. I desembermánuði sl.
keypti fyrirtækið þrotabú Fisk-
verkunar Jóhannesar & Helga hf.
á Dalvík og hóf rekstur á þessu
ári, aðallega flatfiskvinnslu undir
nafni Árness hf. Á sl. ári störfuðu
220 manns hjá Árnesi hf. og námu
launagreiðslur tæpum 400 millj-
ónum króna. Á aðalfundi félagsins
á Stokkseyri nk. laugardag mun
stjórnin leggja til að heimilt verði
að auka hlutafé félagsins um allt
að 50%, eða úr 260 milljónum
króna í 390 milljónir króna. GG
VISA-Island með 70,3
milljóna króna hagnað
Útgefin VISA-kort voru í árslok
1995 alls 201.580, sem er hæsta
hlutfall miðað við íbúa sem
þekkist í heiminum. VISA-kred-
itkort voru 100.464 og VISA-de-
betkort 101.116 og hafði þeim
Qölgað um 31 þúsund á árinu. í
takt við þá aukningu fjölgaði
rafrænum færslum um 78%,
námu 23 milljónum og að sama
skapi fækkaði tékkum að hluta,
eða nærri 20 milljónum á tveim-
ur árum.
Á aðalfundi VISA-ísland, sem
haldinn var nýverið, kom fram að
heildarvelta í VISA-viðskiptum
nam 73 milljörðum króna á árinu
1995 og hefur aldrei verið meiri.
Þar af námu hefðbundin kredit-
kortaviðskipti 48,6 milljörðum
króna, innlend viðskipti 31,9
milljörðum króna og þar af voru
boðgreiðslur 5,6 milljarðar króna
og raðgreiðslur 3,4 milljarðar
króna. Erlend viðskipti námu 6,8
milljörðum króna og debetkorta-
viðskipti fjórfölduðust milli ára í
krónum en sexfölduðust í magni,
námu 24,4 milljörðum króna.
VISA-ísland er með 76% af kred-
itkortaviðskiptunum hérlendis og
71% af debetkortaviðskiptunum. í
stjóm VlSA-íslands eiga sæti Jó-
hann Ágústsson, Landsbanka, Sól-
on R. Sigurðsson, Búnðarbanka,
Sigurður Hafstein, Sambandi
sparisjóða, og Björn Björnsson,
Islandsbanka. Framkvæmdastjóri
er Einar S. Einarsson. GG
andi, þó að örlítið lýti smáatriði í
framsögn á stöku stað. Sterk er
Helga Elínborg í túlkun sinni á
raunum hinna ánauðugu og ekki
síður í atriðum með Hallgrími.
Hæst rís hún í lokin, þegar hún hlú-
ir að Hallgrími sjúkum og situr loks
með hann látinn í uppstillingu, sem
minnir á hina áhrifamiklu högg-
mynd Michelangelos af Maríu
Guðsmóður og Kristi látnum. Þar
rís verkið hæst - í lokapunkti sínum.
Hallgrím Pétursson leikur Þröst-
ur Leó Gunnarsson. Hann gerir vel
og nær víða góðum þáttum, en hlut-
verkið er ekki á borð við það, sem
konunum tveim er ætlað, enda höf-
uðþunginn á lífshlaupi Guðríðar
Símonardóttur og hennar persónu.
Sölmund yngri leikur Guðjón
Davíð Karlsson, en Sölmund eídri
Björn Brynjólfur Bjömsson. Bæði
hlutverkin eru þögul og hvorugt
stórt, en í túlkun piltanna skilja þau
eftir áhrif, sem auka þunga verks-
ins.
Mikið atriði í leikverkinu Heim-
ur Guðríðar er tónlist Harðar Ás-
kelssonar, sem hann lék sjálfur á
orgel Akureyrarkirkju. Hún, ásamt
vel völdum búningum, yfirvegaðri
leikmynd og hóflegu fasi, skapaði
leikverki Steinunnar Jóhannesdóttur
umgjörð, sem hæfði og jók enn
áhrifamátt sögunnar af konunni
Guðríði Símonardóttur, sem varla
hefur látið nokkum kirkjugest
ósnortinn.
Föstudagur 15. mars 1996 - DAGUR - 9
'------------------1
i
1
i
i
I
1
%
I
I
I
Norðlenskir
dagar
í matvöruverslunum KEA
dagana 8.-23. mars
Kynningar
föstudaginn 15. mars
Nettó .........Bautabúrið, Kristjánsbakarí
Hrísalundur.Kjarnafæði, Haddýarbrauð, Sana
Byggðavegur ..........Bautabúrið
Sunnuhlíð..............Ding Dong
Svarfdælabúð .Brauðgerð KEA, Kjötiðnaðar-
stöð KEA, Mjólkursamlag KEA
Ólafsfjörður..Brauðgerð KEA, Kjötiðnaðar-
stöð KEA, Mjólkursamlag KEA
Siglufjörður.....Kjarnafæði, Stöplafiskur
Grenivík..............Kjarnafæði
Bílasala
Range Rover Vogue, árg. ’92, blár,
ek. 44 þús. ABS o.fl. Verð: 3.500.000,-
Toyota Hilux DC dísel, árg. ’90, blár, ek. MMC Galant Super., árg. ’89, hvítur, ek.
147 þús. 36“, 5:71 o.fl. Verð: 1.530.000,- 99 þús. Sóll., álf. o.fl. Verð: 990.000,-
i • Bílasala
Daihatsu Feroza EL II Crome, árg. '89,
vínr./gr., ek. 60 þús. Einn eig. Verð: 860.000,-
MMC Pajero V6 3 d., árg. ’90, silfur, MMC L-200 DC dísel, árg. ’91, rauður, ek.
ek. 88 þús. Verð: 1.400.000,- 111 þús. Verð: 1.000.000,- Einnig árg. ’92.
MMC Space Wagon 4x4, árg. '91, silfur, ek. 86 Toyota Corolla Sedan A/T, árg. '91,
þús. Verð: 1.150.000,- Einnig ’91, ek. 100 þús. brúnn, ek. 104 þús. Verð: 490.000,-
Vantar allar gerðir bíla
á skrá og á staðinn
Góð inniaðstaða
M
RÍIASALINN
íöldur hf.
B í L A S A L A
við Hvannavelli
Símar 461 3019 & 461 3000