Dagur - 15.03.1996, Page 14
14 - DAGUR - Föstudagur 15. mars 1996
ÍÞRÓTTIR
FROSTI EIÐSSON
Skíðaráð Akureyrar:
Akureyrarmót
í stórsvigi
- í flokkum 10-12 ára
Strandagangan:
Keppendur á níunda tuglnn
Akureyrarmót í stórsvigi í flokk-
um 10-12 ára fór fram um síð-
ustu helgi í Hlíðarfjalli og var
þokkaleg þátttaka þrátt fyrir að
snjóleysið hafi gert unga skíða-
fólkinu lífíð leitt í vetur, líkt og
öðrum skíðaunnendum. Úrslit á
mótinu urðu sem hér segir:
Stórsvig, drengir 12 ára
1. Jón Víðir Þorsteinsson, KA 1:19,39
2. Sævar Eðvarðsson, Þór 1:41,08
3. Almar F. Valdimarss., KA 2:30,70
Stórsvig, stúlkur 12 ára
1. Arna Arnardóttir, Þór 1:16,98
2. Sif Erlingsdóttir, Þór 1:20,78
3. Guðrún Sigr. Þorsteinsd., KA 1:22,26
4. Eva Björk Heiðarsd., Þór 1:27,52
5. María Rut Dýrfjörð, Þór 1:31,10
Stórsvig, drengir 11 ára
1. Arnór Sigmarsson, KA 1:25,54
2. Hlynur Ingólfsson, KA 1:27,25
Um páskana verður í annað sinn
efnt til dagskrár í Mývatnssveit
fyrir útivistar- og göngufólk.
Dagskráin er skipulögð af Snæ-
bimi Péturssyni í samvinnu við
þá Hornstrandafélaga Guðmund
Hallvarðsson og Guðmund
Hjartarson. Sá síðarnefndi er að-
alfararstjóri í ár. Dagskráin
stendur frá skírdegi til annars
páskadags og samanstendur af
gönguferðum, kvöldvökum og
öðrum skemmtilegum uppátækj-
um.
A föstudaginn langa verður efnt
til göngu umhverfis Mývatn eftir
þjóðveginum. Gangan hefur hlotið
nafnið Píslarganga þar sem gengið
er á þessum degi en liér er ekki um
skíðagöngu að ræða heldur verður
gengið á tveimur jafnfljótum.
3. Sigurjón Steinsson, KA 1:33,10
4. Guðjón 0. Sigurðsson, KA 1:36,84
5. Marvin Einarsson, KA 1:42,33
Stórsvig, stúlkur 11 ára
1. Eva Dögg Ólafsdóttir, KA 1:20,74
2. Hrefna Dagbjartsdóttir, KA 1:22,46
3. Sólveig Á. Tryggvad., KA 1:24,46
4. Barbara S. Jónsdóttir, KA 1:26,21
5. Áslaug Baldvinsdóttir, Þór 1:28,92
Stórsvig, drengir 10 ára
1. Almarr Erlingsson, Þór 1:24,51
2. Óðinn Guðmundsson, Þór 1:29,59
3. Karl Ó. Hinriksson, Þór 1:32,75
4. Svavar Á. Halldórsson, Þór 1:34,60
5. Amar Þór Stefánsson, KA 1:41,07
Stórsvig, stúlkur 10 ára
1. Áslaug E. Bjömsdóttir, Þór 1:25,49
2. Kristjana Árnadóttir, Þór 1:26,81
3. Heiðrún Pétursdóttir, KA 1:30,63
4. Fanney Sigurðardóttir, Þór 1:32,79
5. Hrönn Helgadóttir, KA 1:33,05
Vegalengdin sem farin verður er
36 kílómetrar. Bfll fylgir hópnum
eftir þannig að þátttakendur geta
tekið hlé á leiðinni, gerist menn
göngumóðir um of. Gerður verður
stans á Skútustöðum þar sem boðin
verður viðeigandi hressing.
Ætlunin er að skipta þátttak-
endahópnum í nokkur getustig
þannig að llestir fái viðeigandi
verkefni. Mývatnssveitin er fjöl-
breytt gönguland og ættu allir að
geta notið þar góðrar útiveru hvort
sem skíðasnjór verður eða ekki.
Á laugardag fyrir páska verður
farið í hópferðabíl að Kröfluvirkj-
un og gengið þaðan á skíðum ef
færi leyfir. Ætlunin er að koma við
í fjallkofa sem Snæbjöm er búinn
að koma upp þar í nágrenninu en
hörðustu göngumennirnir ganga
Strandagangan fór fram um síð-
ustu helgi og var gengið á Stein-
grímsíjarðarheiði. Gangan er
einn af föstum liðum skíða-
svo um Leirhnúkshraun og Hlíðar-
hæðir, heim í Reykjahlíð en aðrir
taka bflferð og skoða hverasvæðin
við Leirhnúk. Þeir sem vilja geta
eytt nóttinni f Snæbjamarhýði og
þurfa þá að taka með sér viðeig-
andi viðleguútbúnað.
Páskadaginn á svo að nota til að
ganga um Reykjahlíðarheiði sem
er skemmtilegt skíðagönguland og
segja kunnugstu menn að hún gefi
„Nordmarka" lítið eftir. Vönustu
göngumenn geta farið umhverfis
Gæsafjöll en aðrir taka minni
hringi. Verði ekki skíðafæri þessa
daga verður farið í venjulegar
gönguferðir um Hverfjall, Lúdent,
Dimmuborgir og Höfða.
Á annan dag páska er fyrirhug-
að að ganga um Mývatn á ís, koma
við í Ytri- Neslöndum meðal ann-
göngufólks ár hvert og þykir
skemmtileg. Gengnir voru 5, 10
og 20 kílómetra vegalengdir með
hefðbundinni aðferð.
ars og skoða fuglasafn Sigurgeirs
Stefánssonar.
I tengslum við dagskrána verður
Hótel Reynihlíð með tilboð á gist-
ingu og fullu fæði fyrir þá sem
vilja vera þáttakendur. Alls em 41
herbergi á hótelinu, öll með baði,
síma, útvarpi og hárþurrku. Kvöld-
vaka veður þar öll kvöld meðan
dagskráin stendur yfir.
Þátttakendur þurfa að hafa út-
búnað til vetrarútiveru en hægt
verður að útvega skíði til leigu ef
pantað er með fyrirvara. Hægt er
að veiða á dorg að mývetnskum
hætti á þessum árstíma eða gista
eina eða fleiri nætur í fjallakofa ef
menn vilja óvænt ævintýri.
Leiðsögn verður fyrir gesti sem
þess þurfa og er hún innifalin í
verði á gistingu og fullu fæði, alls
15.000 kr. á mann í tvíbýli. JÓH
Keppendur voru alls 82 og luku
allir keppni. Rásmarkið var við
Margrétarvatn og var gengið niður
með veginum og í kringum vatn-
ið. Markið var við þjóðveginn
niður undir Sóleyjarhvammi.
Úrslit í göngunni urðu þannig:
5 km ganga kvenna:
1. Katrín Amadóttir ísaf. 21,26
2. Elísabet G. Bjömsd. ísaf. 22,56
3. Sigríður E. Kristjánsd. HSS 23,40
5 km ganga karla:
1. Sigvaldi Magnússon HSS 17,21
2. Gylfi Ólafsson ísafirði 19,28
3. Þórður Pálsson ísafirði 19,37
10 km ganga kvenna:
1. Guðrún Magnúsd. HSS 46,07
2. Marta Sigvaldad. HSS 50,00
3. Sigrún Halldórsd. UMFÖ 50,06
10 km ganga karla:
1. Helgi H. Jóhannsson Ak. 31,46
2. Bjami Traustas. Fljótum 35,09
3. Sturla Fanndal Birkiss. HSÞ 39,37
20 km karla 16-34 ára:
1. Baldur Hermanss. R.vík 1,03,21
2. Hlynur Guðmunds. ísafirði 1,06,09
3. Birkir Þór Stefánsson HSS 1,06,14
20 km ganga karla 35-49 ára:
1. Jón Konráðsson Ólafsfirði 1,06,02
2. Ingvar Pétursson HSS 1,09,39
3. Ingþór Bjarnason Akureyri 1,10,56
20 km ganga karla 50 ára og eldri:
1. Gunnar Pétursson ísafirði 1,12,10
2. Elías Sveinsson ísafirði 1,12,32
3. Bragi Guðbrandsson HSS 1,23,02
Viðamikil útivistardagskrá
í Mývatnssveit um páskana
Besta handknattleiksdómarapari landsins, Rögnvald Erlingssyni og Stefáni Arnaldssyni, hafnaö á Ólympíuleikana í sumar:
Nær öruggt að Stefán
hættir dómgæslu í vor
Allar líkur eru á að Stefán Arnaldsson, handknatt-
leiksdómari á Akureyri, hætti dómgæslu eftir úrslita-
keppnina sem nú stendur yfir. Stefán og félagi hans,
Rögnvald Erlingsson hafa verið bestu dómarar lands-
ins undanfarin ár og voru meðal fimm bestu dómara á
HM’95 síðastliðið vor. Þeir hafa dæmt í 8 heimsmeist-
arakeppnum frá árinu 1989 og farið auk þess í fjölda
annarra verkefna erlendis. Á dögunum var þeim hafn-
að sem dómurum á Ólympíuleikana næsta sumar þrátt
fyrir mjög góðar einkunnir og árangur sem hefði að
öllu eðlilegu átt að fleyta þeim þangað.
„Það er mjög alvarlegt hvernig dómaramálum er háttað
í alþjóðahandknattleik í dag. Menn þurfa að taka við gjöf-
um og hagræða úrslitum en þetla kunnum við bara ekki.
En til lengri tfma litið, |regar maður verður búinn að finna
sér eitthvað annað, er betra að hafa verið heiðarlegur frek-
ar en hafa tekið þátt í slíku," sagði Stefán í samtali við
Dag í gær.
Einkunnir Stefáns og Rögnvalds fyrir þau verkefni
sem þeir hafa leyst á alþjóða vettvangi eru mjög góðar en
framhjá þeim horfði dómaranefnd alþjóða handknattleiks-
sambandsins við val á dómurum á ÓL. „Þama ræður bara
pólitík og klíka og þarna eru menn sem eru uppteknir af
að koma sínu fólki að. fslendingar hafa enga menn inni í
nefndum og ráðum hjá Alþjóða handknattleikssamband-
inu, sem er óeðlilegt miðað hversu lengi okkar landslið
hefur verið í fremstu röð. Við erum bara frá litlu landi, fá-
um enga hjálp og gjöldum þess einfaldlega," sagði Stefán.
Þróunin í alþjóðamálum handboltans og einnig skipu-
lagsleysi hjá HSÍ hér heima segir Stefán að geri að verk-
um að hann nálgist óðfluga þá ákvörðun að hætta dóm-
gæslu fyrir fullt og allt. Rögnvald hefur þegar ákveðið að
skila alþjóða skírteini sínu en hefur lýst yfir að hann geti
hugsað sér að dæma áfram hér heima á rneðan hann hafi
gaman af því. Stefán segir að eftir HM í vor hafi jteir
ákveðið að láta á reyna hvort þeir kæmust inn á ÓL en
óháð því hafi jreir ætlað að hætta milliríkjadómgæslu eftir
yfirstandandi tímabil. Rögnvald hefur nú gefið þá yfirlýs-
ingu opinberlega og Stefán segist ekki sjá annað hvað
hann sjálfan varðar. „Ég ætlaði mér ekki að gefa það út
fyrr en að lokinni úrslitakeppninni hvort ég gæti kost á
mér í milliríkjadómgæslu eða ekki. Það er ekki launung-
armál að á mig er þrýst að halda áfram en ég hef alltaf lit-
ið svo á að þegar ég hætti millirfkjadómgæslunni þá hætti
ég alveg að dæma. Maður er bara orðinn þreyttur á þessu,
ég hel' ekki eins gaman af þessu og áður og þegar svo er
komið á maður að draga sig út. Á þessari stundu get ég
ekki útilokað að ég haldi áfram en satt besta segja eru nær
100% líkur á að ég hættisagði Stefán. Hann viðurkennir
að ÓL málið hafi skipl miklu því að metnaðarfullir dóm-
arar geli ekki haft áhuga á að starfa á al|)jóðavettvangi
jregar einkunnir og árangur skipti engu máli. Því til við-
bótar konii umhverfið sem dómarar hér hcima búi við,
ekki síst skipulagsmál og ástand mála hjá HSÍ.
„Þetta umhverfi allt er þannig að maður er búinn að fá
nóg af því. Við getum líka hætt sáttir enda búnir að kom-
ast í flest það sem dómarar geta komist. Þá er líka heiðar-
legt að stíga til hliðar og hleypa öðrum að enda eru sem
betur fer til aðrir dómarar sem hafa brennandi áhuga,“
sagði Stefán.
Rögnvald og Stefán dæma í kvöld á leik KA og Sel-
foss á Akureyri en svo kann að fara að þetta verði síðasti
leikurinn sem þeir dæma á Akureyri. JÓH