Dagur


Dagur - 30.03.1996, Qupperneq 7

Dagur - 30.03.1996, Qupperneq 7
Laugardagur 30. mars 1996 - DAGUR - 7 Ég held ab fjöldi klukkutím- anna sem maður er nálægt börnunum skipti ekki mestu máli, heldur hvernig maður ver tímanum með þeim. ið í forsetaframboð nema með Ólaf mér við hlið.“ Guðrún mamma Guðrún og Ólafur eiga tvær dætur, Ásdísi, sjö ára og Mörtu, fjögurra ára. Guðrún segir að meðan sú yngri virðist ósnortin, sé hin eldri svolítið upptekin af framboði mömmu sinnar. „Mér þykir það heldur verra, og ég var hálfkvíðin þegar ég fór og talaði við kennar- ann hennar í ísaksskóla, hana Herdísi Egils- dóttur. Hún stappaði í mig stálinu og í sam- ráði við hana lagði ég línumar fyrir heimilið þannig að það heldur sér nánast alveg óbreytt og líf bamanna raskast sem minnst. Við höfum á heimilinu bandaríska stúlku, Melissu, sem hefur verið hjá okkur hátt á annað ár, mjög hlýr og góður uppalandi, og með auknu álagi fengum við Söru Maríu vinkonu hennar til að taka vaktimar á kvöld- in, því þá á Melissa að vera laus. Stelpumar fá að vita af ferðum okkar fyrirfram, ég veit að morgni hvort ég verð heima að kvöldi eða ekki, - þetta vex þeim ekkert í augurn. Við höfurn líka reynt að halda helgunum lausum þannig að fjölskyldan sé saman allan daginn, að minnsta kosti annan dag helgarinnar. Ég held að fjöldi klukkutímanna sem maður er nálægt bömununt skipti ekki mestu máli, heldur hvernig maður ver tímanum með þeim, að þá fái þau athygli manns óskipta og trúnaðarsambandið haldist. Þannig sjáum við Ólafur fyrir okkur kosn- ingabaráttuna, og svo tekur bara við annar kapítuli, hver hann verður fer eftir niðurstöðu kosningarinnar." Ekki pólitísk valdastaða Talsverð umræða hefur farið fram um for- setaembættið undanfama mánuði, og meðal annars hafa spumingar vaknað um völd, eða réttara sagt valdaleysi forsetans. „Ég held að í grundvallaratriðum sé for- setaembættið í réttum farvegi," segir Guð- rún, „í takt við það sem mér sýnist fólk al- mennt vilja. Þingræðið er homsteinn stjóm- kerfis okkar. Ég sé ekki fyrir mér að það eigi að stórauka völd forseta og ég tel ekki að þetta eigi að vera pólitísk valdastaða. Ef menn vilja það, þarf að taka um það mark- vissa ákvörðun, það á ekki að vera háð því hver gegnir embættinu. Þegar gengið er til kosninga verður kjósandinn að vita í hvers konar embætti verið er að kjósa menn. Forsetinn er eini þjóðkjömi fulltrúinn, sem þjóðin á. Ég held að inntakið í starfi forseta sé það að vera hvetjandi afl og sameiningar- tákn innanlands og verðugur og góður full- trúi erlendis. Forsetinn verður að vera haftnn yfir hversdagslegt dægurþras og ríg, en fundvís á það sem þessi þjóð getur sameinast um. Islenska þjóðin stendur um þessar mund- ir á krossgötum. Ný öld gengur í garð eftir nokkur ár. í fyrsta sinn um aldir gerum við kröfu til þess að land okkar veiti okkur sömu eða svipuð kjör og nágrannaþjóðir okkar njóta beggja vegna hafsins. Éf ég ber til þess gæfu að ná kjöri vil ég gjarnan eiga minn þátt í að leiða þessa þjóð, sem á sér svo djúp- ar rætur í menningu sinni, inn í framtíðina sem fullgildan þátttakanda í samfélagi nú- tímaþjóða. Þar er menntun upphaf og endir alls og nú dugar okkur ekki lengur skólaganga við upphaf ævinnar, heldur verð- ur hún að blandast störfum, verða símenntun allra stétta. Ein okkar mikilvægustu auðlinda er vel menntað fólk. Við verðum að vinna upp fólksfæð okkar í stóru og strjálbýlu landi með því að eiga betur menntaða ein- staklinga en aðrar og mannfleiri þjóðir. Við stöndum nokkuð vel að vígi nú, en við verð- um að halda áfram að byggja menntakerfið upp og líta á það sem fjárfestingu sem borgar sig. Við megum ekkert til spara til að skipa verknámi réttmætan sess í skólakerfi okkar og flétta saman nám og störf. Undanfarin ár höfum við sýnt að við getum í síauknum mæli sótt okkur verkefni til annarra landa. Þetta getum við vegna þess að við kunnum til verka.“ Hugðarefnin Hugðarefni forsetaframbjóðandans eru mörg, en ofarlega í huga eru umhverfismál og unga fólkið. „Forsetinn getur lagt málefnum lið, getur vakið athygli á þeim, eins og umgengninni við auðlindimar í hafinu, mengunarvömum og öðrum þáttum umhverfis okkar. Við þurf- um líka að hugsa vel um landið okkar, náttúr- an er viðkvæm og við þurfum eins og ýmsir Ég sé ekki fyrir mér að þafc eigi áb stórauka völd for- seta og ég tel ekki aö þetta eigi að vera pólitísk valda- staða. hafa bent á, að laga ferðamannastaðina að aukinni ásókn, svo þeir geti tekið við sívax- andi fjölda. þetta er mjög brýnt verkefni og alltof víða vanrækt. í námi mínu og starfi hef ég aldrei kynnst öðru en fullkomnu jafnrétti kynjanna og við þau viðhorf vil ég að unga kynslóðin vaxi upp og sjái til þess að öll kynjabundin mis- munun í launum og starfsfrömun hverfi eins fljótt og auðið er. Fordæmi núverandi forseta hefur haft mikla þýðingu á þessu sviði en margt er þó óunnið. Fíkniefnavandi unga fólksins er mál, sem við verðum að taka á. Ég sá mynd um dag- inn í sjónvarpinu, hluta af jafningjafræðslu framhaldsskólanema, sem hafði mikil áhrif á mig. Ég vissi að þetta var vandamál, en að hlusta á fjórtán ára börn tala um að reyna að halda sér þurrum í viku... Það rennur kalt vatn milli skinns og hörunds á manni. Þama held ég að menntun mín sem sálfræðingur, og menntun mín og reynsla sem taugalíffræð- ingur geti komið að gagni. Mig langar mjög mikið til að leggja lið því unga fólki, sem stendur að jafningjafræðslunni. Mér finnst þessi nálgun sem það hefur valið, að koma innan frá og láta jafningja sína lýsa reynslu sinni, vera mjög sterk og skynsamleg. Þetta er dæmi um málaflokk sem verður mér hug- leikinn, eigi ég þess kost að beita áhrifum. Ekkert er eins mikilvægt og að hlúa vel að þeirri ungu kynslóð, sem nú er að komast til vits og þroska, opna henni möguleika á að nýta kosti landsins og leggja með því traust- an grunn að farsælu og auðugu mannlífi hér á landi í framtíðinni.“ Mynd: Björn Gíslason ViStal: Svanhildur Hólm Valsdóttir

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.