Dagur - 30.03.1996, Blaðsíða 15

Dagur - 30.03.1996, Blaðsíða 15
KVI KMYNDI R Laugardagur 30. mars 1996 - DAGUR - 15 ELSA JÓHANNSDÓTTIR Köflótt efni er þaö sem blívur... Óskarsverðlaunin 1996: Skotajnlsið gerði lukku Líkt og flestir kvikmyndaáhuga- menn vita þá er nýafstaðin 68. óskarsverðlaunaafhendingin í Hollywood og það var enginn annar en ástralski leikarinn Mel Gibson sem hreppti eftirsóttustu styttumar fyrir mynd sína Brave- heart. Óskarinn fyrir leikstjóm og bestu mynd ársins féll honum í skaut, auk þess sem Braveheart hlaut verðlaun fyrir kvikmynda- töku, förðun og tilbúna hljóðsetn- ingu. Alls hlaut myndin 10 til- nefningar. Þegar Gibson tók við verðlaununum varð honum að orði að líkt og allir aðrir leikstjór- ar langaði hann bara til þess að leika en þetta er í fyrsta skipti sem Gibson tekur að sér að vera „báð- um megin myndavélarinnar". Þess má geta að nú sjá Skotar fram á líflegan ferðamannabissness í kjölfar þessa en það þykir eftirsótt að komast á fomar slóðir frægra hetja á borð við William Wallace og Rob Roy og lifa sig inn í for- tíðina. Susan Sarandon hlaut að mati flestra verðskuldaðan óskar fyrir bestan leik í aðalhlutverki í mynd- inni Dead Man Walking og sömu- leiðis Nicholas Cage fyrir leik sinn í Leaving Las Vegas en hann þótti fara á kostum í hlutverki fyllibyttu. Mira Sorvino hlaut óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki í Woody Allen-myndinni Mighty Aphrodite og Kevin Spacey fyrir sitt framlag í Usual Suspects en sú mynd hlaut einnig verðlaun fyrir besta fmmsamda handritið. Myndin Sense & Sensibility sem tilnefnd var ein af bestu myndum ársins, hlaut verðlaun fyrir besta handritið, en breska leikkonan Emma Thompson var tilnefnd þar fyrir bestan leik í að- alhlutverki og Kate Winslet fyrir leik í aukahlutverki í sömu mynd. Meðal annarra punkta frá há- tíðinni sem Whoopi Goldberg kynnti með ágætum, kom Robin Williams fram á sviðið og sló á létta strengi er hann veitti teikni- myndafrömuðinum Chuck Jones sérstakan heiðursóskar. Margar frægustu fígúrur teiknimyndanna hafa komið úr hans smiðju og nægir að nefna Tomma og Jenna, Kalla kanínu, Daffy Duck ofl. ofl. Gamli harðjaxlinn Kirk Douglas var heiðraður fyrir sín störf við kvikmyndir síðastliðin 50 ár og leikarinn Christopher Reeve sem lamaðist í fyrra, kom öllum að óvörum er hann birtist í hjóla- stólnum og minnti á mátt kvik- myndanna þegar þær bregða ljósi á ýmis mál í samfélaginu. PásUamyndir Borgarbíós Bíóunnendur á Akureyri ættu örugglega að geta fundið eitthvað við sitt hæfi um páskana. Spennumyndin Broken Airow, tölvustýrða leikbrúðumyndin Toy Story og ástar- sagan A Walk In The Clouds verða meðal þeirra mynda sem Borgarbíó sýnir yfir hátíð- amar. Islenska myndin Benjamín Dúfa, Fair Game með þeim Cindy Crawford og Willi- am Baldwin, Sabrina með Harrison Ford og gamanmyndin School Trip rúlla síðan með- fram hinum og sem fyrr segir verður fjölbreytnin í fyrirrúmi. Góða skemmtun!! Spennumyndin Broken Arrow verður forsýnd í kvöld og annað kvöld kl. 21. Hér er á ferðinni æsispennandi mynd með úrvalsleikurum og fjallar um tvo félaga í bandaríska flug- hemum sem flytja kjamorkuvopn milli staða. Eitthvað slettist upp á vinskapinn milli þeirra félaga og svo fer að annar þeirra stelur kjamorkuvopnunum og gerir allt vitlaust. Lýst er yfir hættuástandi eða „Broken Arrow“ sem samkvæmt skilgreiningu Pentagon þýðir að kjamorkuvopn sé týnt eða glatað. Upphefst mikill eltingaleikur þar sem allt er lagt í sölumar til að brjálæðingurinn náist. Stórstimin John Travolta og Christian Slater em í hlutverkum flugmannanna auk Samönthu Mathis. Gaman- og ævintýramyndin Toy Story eða Leikfangasaga er nýjasta stórmyndin frá Walt Disney, sem fjallar um ævintýri leikfangakallanna Buzz og Woody. Mynd þessi þykir vera einstök að sinni gerð en sér- stakri þrívíddartækni var beitt auk annarrar nýtísku tölvutækni. Sköpunarverkið tók 4 ár og leikstjórinn John Lasseter hlaut einmitt sérstök óskarsverðlaun fyrir framlag sitt til teiknimynda. Það eru leikaramir Tom Hanks og Tim Allen (handlagni heimilisfaðirinn) sem ljá aðalpersónunum raddir sínar en Felix Bergsson og Magnús Jónsson talsettu á íslensku. Toy Story er bæði sýnd með ensku og íslensku tali. Forsýningar á Toy Story verða á morgun kl. 3 og 21. A Walk In The Clouds nefnist rómantísk og hugljúf mynd með Keanu Reeves í aðalhlutverki, sem sýnd verður miðvikudaginn 3. apríl kl. 23. Sagan gerist á ámm seinni heimsstyrjaldar og fjallar um ungan hermann sem kemst í kynni við dóttur vínekrubónda. Hann samþykkir að þykjast vera eiginmaður hennar svo pabbi gamli slaki á kröfum sínum til dótturinnar. Þau verða síðan „brjálæðislega“ ástfangin en sjá ekki fram á að þau eigi sér framtíð, upp koma ýmsar hindranir sem þarf að yfirstíga og sigrar ástin... eða hvað? Ein af þessum mjúku og fallegu myndum frá leikstjóranum Alfonso Arau, sem einnig leikstýrði myndinni Kryddlegin hjörtu. Félagarnir Buzz og Woody í Toy Story. John Travolta í Broken Arrow. Christian Slater í Broken Arrow.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.