Dagur - 30.03.1996, Blaðsíða 20

Dagur - 30.03.1996, Blaðsíða 20
Verið viðbúin vinningi! Séra Kristján Björnsson, sóknarprestur á Hvammstanga, hefur sent kirkjumálaráðherra bréf: Viðeigandi ráðstafanir verði gerðar til að víkja biskupi íslands úr embætti Séra Kristján Björnsson, sókn- arprestur á Hvammstanga, hefur sent Þorsteini Pálssyni, dóms- og kirkjumálaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir því að ráðherra geri viðeigandi ráðstafanir til að víkja herra Ól- afi Skúlasyni, biskupi íslands, úr embætti. Þetta kemur fram í „Hvammstangabréfi“ séra Kristjáns, sem birtist á blaðsíðu 4 í dag. I skrifum sínum fer séra Krist- ján ekki leynt með þá skoðun sína að biskupi íslands beri að segja af sér embætti. Hann hafi orðið upp- vís að alvarlegum trúnaðarbresti. Um þetta segir Kristján m.a.: „Ég veit ekki hvað er það versta í við- brögðum herra Ólafs síðan ásak- anirnar komu fram. Ef til vill eru það hörkuleg viðbrögð gegn kon- unum sem ásökuðu hann. Ef til vill er það framganga lögmanna hans er komu mér fyrir sjónir eins og hundamir í Animal Farm, þeg- ar þeir létu hæst. Líklega var það þegar hann sjálfur fékk starfsfólk kirkju einnar til að rita sér trúnað- arbréf um það hver sótti viðtöl til prestsins. Það var ótrúlegt brot. Það var þó fullkomnað með því að rjúfa síðan trúnaðinn við þetta starfsfólk og senda bréfið inn á allar helstu fréttastofur landsins. Það var alvarlegt brot á þagnar- skyldu og siðareglum presta." Og síðan segir sr. Kristján Bjömsson: „Ég ætla ekki að dæma í máli Ólafs og kvennanna. Við- brögð hans á opinberum vettvangi hafa þó verið þannig að þau em ekki líkleg til að auka tiltrú á al- gjöru sakleysi hans. í ljósi alls þessa hef ég skorað á herra Ólaf Skúlason að víkja þegar í stað úr embætti og ég hef óskað eftir því við kirkjumálaráðherra að hann geri viðeigandi ráðstafanir til að honum verði vikið úr embætti. Síðarnefnda þungbæra skrefið tók ég þegar mér varð ljóst að Ólafur ætlaði ekki að virða áskorun mína viðlits. Mér er auk þess orðið ljóst að hann mun líklega sitja af sér allar raunir.“ Kristján segir að ef biskup ís- lands sitji áfram sé ljóst að „þessu ömurlega máli“, eins og hann orð- ar það, ljúki ekki. Eina vonin til að þvf ljúki sé að hann hverfi úr biskupsstóli og málið verði tekið til meðferðar af vinnuhópi sér- fræðinga úr ýmsum áttum. „Með því að fara í gegnum smánina, þótt sár sé, nálgumst við friðinn í kirkjunni að nýju. Það á við okkur öll.“ óþh Sjá „Hreinsun pálmasunnu- dags“ á bls. 4. Páll Skúlason um forsetaframboð: laugardag og sunnudag frá kl. 12.00-17.00 báða dagana, í sýningarsal Höldurs við Trygg\abraut A sýninguimi verður meðal annars: Nýr Lancer, besti vinur fjölskyldunnar, ásamt mörgum öðrum bílum frá Heklu hf., svo sem breyttum KIA, Audi A4, VW Vento, VW Passat dísel og fleiri gerðum „Framboð er stór ákvörðun" Nei, ég hef enn enga ákvörð- un tekið í þessu máli og get ekkert sagt um hvenær það verður, af eða á,“ sagði Páll Skúlason prófessor í samtali við Dag. Nafn hans hefur oftsinnis verið nefnt að undanförnu í sambandi við hugsanlegt for- setaframboð. „Það er flókin og stór ákvörðun að fara í framboð, bæði þá efnis- lega og tæknilega. En ég geri mér grein fyrir því að málið verður að fara að komast á hreint - og það er leitt að láta fólk bíða eftir sér,“ sagði Páll Skúlason. -sbs. og stunda félagslífið t Hvar finnur þú orhu til að reha heimili og sinna börnunum ogstunda tíhamsræhtina og...? iEf þér líður stundum eins og þig vanti orhu ofurmennis til að ráða við þetta allt getur 1 belgur á dag af Ostrin CTZ plus verið einmitt það sem þú þarfnast. )Komdu í Hellsuhornið og hynntu þér þennan nýja orhugjafa frá Japan. Hentar sérstahlega t.d. íþróttamönnum og öldruðum. Skipagötu 6 600 Akureyri Sími/fax 462 1889 Mitsubishi Pajero Wagon V6 Galant 2000 GLSi KIA Sportage, 4ra dyra, 5 manna jeppi Audi A4 Veitingar í boði Vífilfells ®\SSH Mskhr U. HEKLA HF Tryggvabraut 10, sími 461 3000 VW Vento VR6. Frábær bíll Lancer 1300 GLX. Nýr Lancer, besti vinur fjölskyldunnar REYNSLUAKSTUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.