Dagur - 23.04.1996, Síða 9
ENSKA KNATTSPYRNAN
Þriðjudagur 23. apríl 1996 - DAGUR - 9
SÆVAR HREIÐARSSON
Sálarstríð á lokakaflanum
- allt í járnum á toppi og botni úrvalsdeildarinnar
Ekkert var leikið í ensku úrvals-
deildinni um helgina vegna und-
irbúnings enska landsliðsins fyr-
ir æfíngaleik gegn Króatíu á
morgun. Liðin fengu því kær-
komna hvfld til að undirbúa sig
fyrir hasarinn á lokakaflanum.
Urslitin eru enn óráðin bæði á
toppi og botni deildarinnar og
aðeins tvær umferðir eftir.
Raunar eiga sex lið eftir frestaða
leiki og hjá þeim verður stutt á
milli leikja síðustu vikuna.
Deildarkeppnin fer aftur af stað
27. aprfl og lýkur sunnudaginn
5. maí.
Staðan í dag
Man. United 36 23 7 6 65:35 76
Newcastle 35 23 4 8 63:35 73
Liverpool 35 19 9 7 67:32 66
.Aston Viila 36 18 9 9 52:33 63
Arsenal 35 16 10 9 46:30 58
Blackbum 36 17 6 13 57:44 57
Tottenham 35 15 11 945:35 56
Everton 36 15 1011 58:42 55
N. Forest 35 14 12 9 46:48 54
West Ham 3614 8 14 42:48 50
Chelsea 36 12 13 11 43:4049
Middlesbr. 36 11 10 15 35:46 43
Leeds 35 12 6 17 39:53 42
Wimbledon 36 10 10 16 55:68 40
Sheff. Wed. 36 10 9 17 45:55 39
Southampton 36 8 10 18 33:52 34
Coventry 36 7 13 16 40:60 34
Man. City 36 8 10 18 30:56 34
QPR 36 8 6 22 35:54 30
Bolton 36 8 5 23 38:68 29
• Markahrókurinn Alan Shearer
er meiddur á nára og leikur ekki
síðustu tvo leikina með Black-
burn.
• Glenn Hoddle hefur neitað að
skrifa undir nýjan samning við
Chelsea og er talið líklegt að
hann taki við enska landshðinu.
Jafnvel er búist við að Ruud
Gullit verði ráðinn sem aðstoð-
armaður hans.
• Gianluca Vialli er með lausan
samning hjá Juventus í surnar og
hefur verið orðaður við Chelsea,
Middlesbrough, Arsenal óg Tott-
enham. Chelsea þykir líklegast
til að næla í kappann. Ég veit að
Chelsea er ekki neitt sérstakt lið
eins og er en þar eru hlutirnir að
gerast og markið er sett hátt,
sagði Vialli. Ég þarf ekki að
hugsa um tjárhaginn þannig að
ég get farið þangað sem hjartað
og hugurinn leitar, sagði Vialli.
• Michael Laudrup hefur einnig
verið orðaður við Middlesbro-
ugh.
• Tomas Brolin leikur sénni-
lega ekki meira fyrir Leeds.
Hann er með ákvæði í samningi
sínum að hann megi yfirgefa fé-
lagið í sumar ef hann er ekki
ánægður með stöðu sína hjá fé-
laginu.
• Matthew Le Tissier hefur lýst
því yfir að hann fari: senniíega
frá Southampton ef liðið fellur í
I. deild.
• Manchester City mun ekki
selja Gerogi Kinkladze þó liðið
falii, sama hvað þeim býðst.
Hann hefur verið orðaður við
Juventus og AC Milan.
• QPR er staðráðið í að halda
Ray Wilkins sem framkvæmda-
stjóra þó Iiðið falli. Forráða-
menn félagsins hafa einnig lýst
þyí yfír að Trevor Sinclair sé
ekki til sölu.
Manchester United er á toppn-
um með 76 stig og á eftir að leika
á heimavelli gegn Nottingham
Forest og á útivelli gegn Middles-
brough. Newcastle er með 73 stig
en á eftir þrjá leiki; á útivelli gegn
Leeds og Nottingham Forest og á
heimavelli gegn Tottenham. Lík-
legt þykir að úrslitin ráðist ekki
fyrr en í síðustu umferðinni og
menn eru jafnvel famir að gæla
við þá hugmynd að liðin verði jöfn
að stigum og með sömu marka-
tölu. Ef til þess kemur verður grip-
ið til aukaleiks á Wembley til að
skera úr um úrslitin. Éróðlegt
verður að fylgjast með lokaleikj-
um félaganna þegar Man. Utd.
heimsækir erkifjendur Newcastle,
lærisveina Bryan Robson hjá
Middlesbrough, en Newcastle fær
Tottenham í heimsókn í næstu
borg og Tottenham berst fyrir sæti
í UEFA keppninni.
Knattspymufræðingar spá nú í
spilin og skiptar skoðanir eru um
hverjir séu líklegastir til að fagna
sigri. Flestir eru sammála um að
Manchester United eigi auðveldari
leiki eftir og liðið á aðeins tvo
leiki eftir á meðan Newcastle á
þrjá. Newcastle fær því fleiri tæki-
færi til að klúðra en á móti kemur
að ef bæði lið vinna þá leiki sem
eftir eru fær Newcastle fleiri leiki
til að bæta markahlutfall sitt. Man.
Utd. er með betra markahlutfall
eins og er, 30 mörk í plús en
Newcastle hefur 28 mörk.
Nokkuð hefur verið um meiðsl
í báðum liðum og má gera ráð fyr-
ir að þau geti sett strik í reikning-
inn. Hjá United munar mest um
fyrirliðann Steve Bruce, sem haltr-
aði meiddur útaf snemma leiks
gegn Leeds í síðustu viku. Líkur
eru á að hann missi af lokakaflan-
um og jafnvel af bikarúrslitaleikn-
um gegn Liverpool. A móti kemur
að enski landsliðsmiðvörðurinn
Gary Pallister kom aftur inn í lið
United gegn Leeds eftir langvar-
andi meiðsl og stóð sig mjög vel.
Þá hafa tveir af efnilegri leik-
mönnum liðsins, David Beckham
og Phil Neville, verið meiddir en
Eric Cantona fagnar með stjóra sín-
um, Alex Ferguson. Iþróttafrétta-
menn völdu Cantona knattspyrnu-
mann ársins og er það í fyrsta sinn
síðan George Best var valinn fyrir
27 árum sem leikmaður Man. Utd.
verður fyrir valinu.
búist er við að þeim verði tjaslað
saman fyrir lokasprettinn. Þriðji
ungliðinn, Nicky Butt, verður í
leikbanni þegar að United mætir
Forest um næstu helgi.
Meiðsl hafa einnig sagt til sín
hjá Newcastle og þar á bæ eru
menn fegnir hvíldinni. Markahrók-
urinn Les Ferdinand og tengiliður-
inn Robert Lee drógu sig út úr
enska landsliðshópnum vegna
meiðsla. Ferdinand er tábrotinn og
hefur leikið á sterkum verkjalyfj-
um síðan í byrjun aprfl en Lee er
meiddur á hásin. Báðir verða þó
með á lokasprettinum og sömu
sögu er að segja af miðverðinum
Steve Howey og kantmanninum
Keith Gillespie en óttast hafði ver-
ið að báðir misstu af lokaslagnum
vegna meiðsla.
Alex Ferguson, stjóri United,
segir að það geri liði sínu erfitt
fyrir hversu margir leggist á sveif
með Newcastle og geri allt til þess
að stöðva sigurgöngu Man Utd.
Ég held að það sé rosaleg afbrýði-
semi gagnvart okkur um allt land.
Ég skil ekki hvers vegna þetta er
því allt sem United hefur unnið til
hefur áunnist með mikilli vinnu og
góðum leikmönnum, segir Alex
Ferguson. í augnablikinu nýtur
Newcastle mikillar samúðar lands-
manna, segir Ferguson. Kevin
Keegan, stjóri Newcastle, hefur trú
á sínum mönnum. Manchester
United er enn líklegast til að vinna
en það rnunar ekki miklu. Ég hef
enn hug á að vinna titilinn án þess
að til úrslitaleiks komi, segir
Keegan.
í baráttunni á botninum er ekki
síður spenna og Southampton,
Coventry og Manchester City eru
öll jöfn með 34 stig. QPR er með
30 og Bolton 29. Southampton
virðist eiga léttasta leikjaplanið eft-
ir þar sem liðið mætir Bolton á úti-
velli og Wimbledon á heimavelli.
Coventry á að heimsækja Wim-
bledon og fær síðan Leeds í heirn-
sókn. Manchester City á erfiðan
útileik gegn Aston Villa fyrir hönd-
um og lýkur tímabilinu á heima-
velli gegn Liverpool. Það gæti þó
hjálpað City að andstæðingar þeirra
eru öruggir með Evrópusæti og
hafa í raun að engu að keppa. QPR
fær nágranna sína í West Ham í
heimsókn og sækir síðan Notting-
ham Forest heim og Bolton endar
tímabilið á útivelli gegn Arsenal.
Baráttan er einnig mikil um
sæti í Evrópukeppni félagsliða,
UEFA bikamum, næsta vetur.
UEFA ákvað fyrir skömmu að taka
eitt sæti í keppninni frá enskum
Coventry og QPR berjast fyrir lífi sínu í úrvalsdeildinni. Hér er gamla brýn-
ið Gordon Strachan í baráttu við Kevin Gallen, framherjann efniiega hjá
QPR. Strachan er orðinn 38 ára og enn í fullu fjöri. Auk þess að spila er
hann aðstoðarframkvæmdastjóri Coventry og gerði í síðustu viku fjögurra
ára samning við félagið. Honum er ætlað að taka við sem framkvæmdastjóri
á næsta ári, þegar Ron Atkinson verður færður upp metorðastigann og fær
starfsheitið stjórnandi knattspyrnumála hjá félaginu.
Sunderland öruggt upp
David Batty hefur breytt leik New-
castle mikið síðan hann kom til liðs-
ins. Hann aðstoðar vörnina vel og
tekur fast á andstæðingunum en
hægir jafnframt á sóknarleiknum
með rólegu spili. Kevin Keegan er
ánægður með strákinn og vill að
hann verði valinn i enska landsliðið
áný.
Sunderland er öruggt með sæti í
úrvalsdeildinni næsta vetur
þrátt fyrir að liðið hafí aðeins
gert markalaust jafntefli gegn
Stoke á sunnudag. Reyndar var
Sunderland tryggt með úrvals-
deildarsætið á laugardag þegar
að Derby náði aðeins jafntefli
gegn Birmingham. Sunderland
þurfti að sigra Stoke til að
tryggja sér titilinn í 1. deild en
Lárus Orri Sigurðsson og félagar
hans í Stoke áttu svör við öllum
sóknaraðgerðum toppliðsins.
Sennilega byrjuðu leikmenn
Sunderland að fagna strax á laug-
ardagskvöld því þeir voru heillum
horfnir gegn Stoke. Stoke átti
meira í leiknum en tókst ekki að
nýta færi sín. Sunderland var ná-
lægt því að stela sigrinum í lokin
þegar að unglingurinn Michael
Bridges slapp í gegn en skot hans
fór í utanverða stöngina. Þar var
réttlætinu fullnægt því Bridges
hafði greinilega brotið á Lárusi
Orra með því að toga í skyrtu hans
og komast þar með innfyrir vörn-
ina.
Tvö lið fara rakleitt upp í úr-
valsdeildina en fjögur næstu lið
berjast um þriðja lausa sætið í úr-
slitakeppni. Derby vantar enn þrjú
stig til að tryggja sér sæti í úrvals-
deildinni en liðið fær Crystal Pal-
ace, sem er í þriðja sæti, í heim-
sókn á Baseball Ground í næstu
viku. Derby náði aðeins jafntefli
gegn Binningham en Palace sigr-
aði Úlfana á útivelli, 2:0.
Oldham lagði Millwall á úti-
velli og á enn von um að bjarga
sér frá falli. Þorvaldur Örlygsson
hefur verið meira og minna
meiddur síðan hann kom til Old-
ham og hann lék ekki með um
helgina.
liðum fyrir næsta vetur vegna þess
hversu lítinn áhuga ensk lið sýndu
á forkeppni UEFA bikarsins á síð-
asta ári. Englendingar hafa áfrýjað
þessum dómi og verður málið tek-
ið fyrir undir lok mánaðarins. Ef
ekkert breytist verða aðeins fimm
ensk lið í Evrópukeppni næsta vet-
ur og þegar eru Man. Utd., New-
castle, Liverpool og Aston Villa
ömgg með sæti. Það er því aðeins
eitt sæti laust og Arsenal er í væn-
legri stöðu. Blackbum og Totten-
ham eru skammt undan og Everton
og Nottingham Forest eiga enn
möguleika. Arsenal á eftir að leika
gegn Blackbum, Liverpool og
Bolton en Tottenham á leiki gegn
Chelsea, Leeds og Newcastle og
Blackbum leikur gegn Arsenal og
Chelsea. Búast má við að þessi lið
leggi allt í sölumar í lokaleikjun-
um og eykur það á hasarinn bæði á
toppi og botni.
1. deild:
Úrslit
Sunderland-Stoke 0:0
Derby-Birmingham 1:1
1:0 Paul Simpson (55.)
1:1 Gary Breen (74.)
Grimsby-Sheff. Utd. 0:2
0:1 Andy Walker ( 7.)
0:2 Taylor (22.)
Leicester-Huddersfield 2:1
1:0 Steve Walsh (40.)
1:1 Darren Bullock (47.)
2:1 Steve Claridge (62.)
Luton-Watford 0:0
Rautt spjald:
Alexander, Luton (90.)
MiIlwall-OIdham 0:1
0:1 Richardson (57./víti)
Rautt spjald:
Rae, Millwall (79.)
Rautt spjald:
Makin, Oldham (79.)
Norwich-WBA 2:2
0:1 Bob Taylor (30.)
0:2 Richard Sneekes (61.)
1:2 Jamie Cureton (78.)
2:2 Darren Eadie (84.)
Port Vale-Tranmere 1:1
0:1 Liam O Brien (70.)
1:1 Ian Naylor (84.)
Portsmouth-Barnsley 0:0
Reading-Charlton 0:0
Southend-Ipswich 2:1
0:1 Simon Milton ( 6.)
1:1 Keith Dublin (30.)
2:1 Mike Marsh (90.)
Wolves-Crystal Palace 0:2
0:1 David Hopkin (31.)
0:2 Alex Dyer (55.)
Staðan
Sunderland 44 22 16 6 59:31 82
Derby 44 20 16 8 67:47 76
C.Palace 44 20 15 9 66:45 75
Stoke 43 18 13 12 56:45 67
Charlton 43 1618 9 53:43 66
Leicester 44 1714 13 62:60 65
Ipswich 4317 11 15 76:68 62
Hudderstleld 4317 11 15 60:55 62
Birmingham 44 1513 16 60:59 57
Sheff. United 4415 1316 53:53 55
Southend 44 1513 16 51:59 55
PortVale 4214141454:5955
WBA 43 15 10 18 56:65 55
Barnslev 43 1316 14 55:63 55
Tranmere 43131515 61:59 54
Norwich 44 13 15 16 57:5354
Grimsbv 43 1412 17 50:6154
Wolves 43 13 1416 55:58 53
Millwall 44 1312 1941:60 51
Reading 4311 1715 49:59 50
Portsinouth 4412 1319 60:68 49
Oldham 43 121318 50:49 49
Watford 43 8 17 17 54:6542
Luton 42 1011 20 36:57 42