Dagur - 23.04.1996, Page 10

Dagur - 23.04.1996, Page 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 23. apríl 1996 Hef aldrei litið á mig sem rithöfiind - segir barnabókarithöfundurinn Magnea frá Kleifum Magnea frá Kleifum. „Ég er kölluð píslin á prikinu“ af því það næstskemmtilegasta sem ég geri er að þeysa um túnið á brotnu hrífuskafti sem ég nota fyrir hest. Ég valhoppa, brokka, tölti eða stekk niður með bæjar- læknum þar sem fætur okkar systkinanna og margra annarra krakka á undan okkur hafa mark- að djúpan krókóttan götuslóða alla leið niður að Dverg.“ Svona hefst sagan um Sossu litlu skessu eftir Magneu frá Kleifum. Magnea fæddist á Kleifum á Ströndum 18. apríl 1930. Hún bjó á Rauðhólum í Eyjafirði á sjötta ára- tugnum, en flutti þaðan til Akureyr- ar þar sem hún stundaði ýmiss kon- ar atvinnu. Ritferill hennar hófst í tímaritinu Heima er best. Þar birtust sögur hennar sem síðar voru gefnar út af Bókaforlagi Odds Björnssonar. Arið 1992 hlaut hún verðlaun fyrir bókina um Sossu sólskinsbarn. Á morgun, síðasta vetrardag, mun hún taka á móti Barnabókaverðlaunum Skólamálaráðs Reykjavíkur fyrir nýjustu bók sína Sossu litlu skessu. í dag er alþjóðlegur dagur bókarinn- ar og af því tilefni verður dagskrá í Deiglunni á Akureyri, þar sem með- al annars verður lesið úr bók Magn- eu. - Eru Sossubœkwnar saga um Þ'g? „Það sem. maður les í Sossu er ekki líkt aðstæðum mínum, nei, engan veginn. Ég átti bara fimm systkini, en ytra umhverfið og landslagið er eins og þar sem afi og amma áttu heima. Það heitir Birgis- vík, stutl frá Kleifum, en ég veit ekki hvers vegna Sossa er þar. Þeg- ar ég var að alast upp var tvíbýli á Kleifum þar sem bjuggu pabbi og bróðir hans og þeir réru haust og vor. Þeir voru með skepnur líka en það var ekki hægt að lifa bara af landinu. Þegar ég er níu ára er byggt steinhús, meira að segja með bað- herbergi, og þegar ég flutti hingað norður í Eyjafjörð um tvítugt, þá gekk alveg fram af mér að sjá húsa- kynnin héma, því heima hafði ég aldrei séð torfbæ með göngum. Það voru auðvitað torfveggir í gamla bænum og eins heima hjá afa en þar voru þiljaðar bæjardyr. Þetta kemur til af því að það var nógur rekavið- ur.“ - En var þá ekki svolítið merki- legt að það skyldi vera byggður steinbœr á þessu mikla rekasvœði? „Ég veit ekki, ætli þetta hafi ekki verið í tísku. Hann var að mörgu leyti miklu verri en gamli bærinn en hann var samt hlýr. Það var miðstöð og nógar spýtur og nógur mór. Það var aldrei eldiviðarlaust. Það skemmtilegasta sem maður gerði sem krakki var að fara á rekann bæði til að tína spýtur í poka og vita hvað maður fyndi. Ég man eftir að einu sinni fundum við ljósaperu, svona rafmagnsperu, og áttum hana í mörg ár. Hana hafði rekið heila og við gátum aldrei skilið hvernig gat komið ljós á þetta." Finnst ég stela tímanum þegar ég skrifa „Það má kannski segja að það sé eins og í Sossu-bókunum að mig langaði til að læra; eina sem mig langaði til í lífinu - en það varð ekki. Ég var í farskóla sem var til skiptis á bæjunum. Líklega hef ég verið sjö mánuði í allt, frá níu til tólf ára aldurs. Þá var ég látin taka fullnaðarpróf. Við lærðum allt mögulegt. Það var alltaf verið að skrifa str'la um ýmis efni og frá eigin brjósti, en það var aldrei kennd mál- fræði. Reikning og skrift lærðum við og svo náttúrulega Islandssögu og landafræði. Mig langaði að læra meira, en maður talaði aldrei um það. Það var ekki vani að krakkar segðu hug sinn. Það urðu allir að vinna. Ég var mjög löt, ég vann bara af skyldurækni, en mig langaði ekki til að vinna. Enn þann dag í dag hef ég samviskubit þegar ég er að skrifa, mér finnst alltaf ég sé að stela tímanum. Ég las aldrei öðru- vísi en prjónandi. Tvinnaði saman lesturinn og vinnuna. Þess vegna er Sossa svona löt. Það er kannski eitt- hvað af mér í Sossu. Þó sagði ég aldrei það sem mig langaði til að segja. Ég var víst opin þegar ég var lítil sagði mamma. Þá voru móður- bræður mínir heima. Þeir réru. Þeir höfðu mig alltaf frammi hjá sér þeg- ar þeir voru að beita og stokka og létu mig kjafta og segja sögur og syngja. Ég man ekkert eftir þessu. En svo lokaðist ég alveg. Ég var lát- in í burtu þegar ég var 7 ára, til að gæta barna, inn að Drangsnesi. Það hefur verið rosalegt áfall, ég veit það eftir að ég varð fullorðin, því þá lokaðist ég alveg. Eftir það talaði ég ekki um það sem ég var að hugsa“. - Ekki afþví að þú hafir sœtt illri meðferð? „Nei, en ég var reið við mömmu og ætlaði aldrei heim aftur. Konan sem ég var hjá var alveg óskaplega góð kona. En ég grenjaði alltaf á kvöldin. Ég var eins og Sossa, mér fannst ég svo forfrömuð þegar ég kom heim aftur, því ég hafði farið í búð og verslað og gert ýmislegt sem þau vissu ekki hvað var. Jú, líklega er eitthvað r' Sossu úr mér. Það er óhjákvæmilegt, þó maður hugsi ekkert um það meðan maður er að skrifa. Það hlýtur að vera eitthvað frá manni sjálfum." Er ekki manneskja eins og Súsanna - Er ekki ómögulegt að skrifa þvert um geð sér? „Ég get það ekki. Það spurði mig einu sinni maður af hverju ég skrif- aði ekki svona klámsögur, eitthvað tvírætt. Ég sagði honum að það gæti ég bara ekki ég er ekki þannig manneskja, svona eins og Súsanna Svavarsdóttir til dæmis. Þó ég fengi milljarða fyrir gæti ég ekki komið því á blað. Lífið var vinna, en mér finnst ég hafa verið hamingjusöm samt, nema þetta eina að fá ekki að læra. Þegar ég er 15 ára flytja pabbi og mamma inn að Drangsnesi. Þá fór ég að fara í burtu. Fyrst vann ég í frystihúsinu, svo fór ég á Kvennaskólann að Staðarfelli í Dölum þegar ég var 17 ára og síðan á Tóvinnuskólann hjá Halldóru Bjamadóttur á Svalbarðs- eyri. Kaupið var þannig þá að stelpa gat ekki kostað sig í skóla, svo ég vann með skólanum að hálfu um veturinn. Strákur hefði getað borgað þetta, þeir höfðu svo miklu hærra kaup. Én það var yndislegur tími í Tóvinnuskólanum." ...brjálæði að trúlofuð stúlkan ætlaði að fara til útlanda - En hafðir þú ekki miklu meiri áhuga á bóknámi? „Jú, en þetta var það eina sem ég hafði efni á að gera. Það var svo vont um vinnu á þessum tíma. Árið 1949 fékk ég ekki vinnu á Skaga- strönd í frystihúsinu. Þá skrifaði Halldóra mér og sagðist vera búin að ráða mig fram í Eyjafjörð til að setja upp vefi fyrir kvenfélagskon- urnar þar. Hún var ekkert að spyrja mig að því. Og ég tók þessu. Það var gott kaup, 800 krónur á mánuði, þá var vinnukonukaup 500 krónur. Ég hafði aldrei áður sett upp vef ein, en hafði bókina hennar Halldóru hjá mér. Ég setti upp vef á mörgum bæjum í Hrafnagils- og Saurbæjar- hreppi. Og svo trúlofaði ég mig. Ég hitti mannsefnið hérna framfrá, frammi í firði. Ef ég hefði leyft Halldóru að ráða þá... Hún vildi senda mig á lýðháskóla. Þetta var í kalda stríðinu þegar allir voru að tala um að maður sæti á sprengj- unni. Ég átti að fara til Finnlands - en allir drógu úr mér kjark, að fara alein til Finnlands og Rússamir á næsta leyti. En sú gamla gafst nú ekki upp. Veturinn eftir skrifar hún mér aftur að hún sé búin að sækja um húsmæðraskóla í Danmörku, en þá var ég trúlofuð. Það þótti brjál- æði að trúlofuð stúlkan ætlaði að fara til útlanda. En ég fór að búa frammi í Eyjafirði, í Rauðhúsum. Það er í eyði núna. Fyrir ofan gamla flugvöllinn, þar uppi í hólunum. Bjó þar í sjö ár. Með hefðbundinn bú- skap, kýr og kindur." - Basl? „Já, ekkert nema þrælkun. Samt gat maður verið rosalega hamingju- samur þrátt fyrir mikið erfiði. Svo fluttum við því jörðin var seld og ég vildi ekki kaupa hana. Við fluttum í bæinn og ég fór að vinna kvöldvakt. Svo var það frystihúsið, síðan verk- smiðjumar og heimilisþjónustan síðast, þangað til að ég hætti. Já og saumastofan, bæði hjá Burkna og Heklu. Það var alltaf vinna og vinna." ...þetta var draumurinn - Varstu virk í verkalýðsfélögum? „Nei, guð minn almáttugur! Ég rífst heima í eldhúsi, en ekki á mannamótum. Ég held það sé lfka fyrir uppeldið; maður átti ekkert að tjá sig, ekkert að segja. Ég var einu sinni að nöldra yfir lífinu við vina- hjón okkar, að ég fengi aldrei að gera það sem mig langaði til. Mann- inum fannst að ég ætti að vera af- skaplega hamingjusöm; því ég átti mann og böm og heimili. Þá stundi ég því upp í fyrsta skipti á ævinni að mig langaði til að skrifa. Hann hló sig máttlausan. Sko, þetta var draumurinn og ég var sífellt skrif- andi sem barn. En ég var nú ekki alltaf að skrifa um það sem gerðist og mömmu fannst þetta einhver vit- leysa bara.“ - Þú hefur verið að Ijúga eins og Sossa? „Já, ég var að ljúga! Það líkaði ekki mömmu. Ég átti að skrifa stað- reyndir. Hún skrifaði alltaf mömmu sinni. Þá skrifaði ég afa í orðastað litla bróður míns. Þetta vom löng bréf og ég fékk heilmikla útrás í þessu. Þegar aðrir fóru að sofa fór ég að skrifa. Þegar ég var krakki var ég að segja sjálfri mér framhalds- sögur og ég hlakkaði svo til þess að breiða upp fyrir haus á kvöldin og halda áfram með söguna. Þetta er bara einhver þörf. Eitthvað sem hin- ir krakkarnir skildu ekki. Þau höfðu ekki gaman af svona vitleysis sög- um.“ - Þú liefur ekki átt neinn sálufé- laga þarna? „Nei ég átti sko engan sálufélaga og á engan ennþá." Karlmannsímyndin - ,Svo fóru að birtast eftir þig sögur í Heima er best? „Já, ég las sögurnar mínar fyrir eina frænku mína. Þorði nú samt ekki annað en að snúa í hana bakinu á meðan. Hún sagði mér að fara með söguna til Sigurðar O. Björns- sonar í POB sem tók mér vel. Þegar ég skrifaði fyrir Heima er best, gerði ég bara einn kafla í einu og stundum varð ég að fá blaðið hjá honum til að sjá hvar ég hefði end- að. Helgi Valtýsson vélritaði sög- urnar mínar. Ég sá hann aldrei, en hann skrifaði mér oft. Karlsen stýri- maður var fysta bókin mín. Ég fer nú alveg hjá mér þegar ég les hana. Það er bókin sem gamlar konur tala um. Hana skrifaði ég þegar ég kom frá Borgarfirði eystra, frá Desjar- mýri. En það var ekki þess vegna, því það var svo yndislegt heimili, prestsetrið. Það er Borgarfjörður sem aðalpersónan er að fara úr, en allt annað er auðvitað gjöróltkt. Samt fékk ég bréf frá prestsfrúnni, Ingunni, þar sem hún þakkaði mér fyrir nöfnu sína. Hún fann hvað ég lók mikið úr henni í persónuna mömmu hans Karlsens. Hún var svo yndisleg kona hún Ingunn. Seinna uppgötvaði ég að ég var alltaf að skrifa um sömu karlmannsímynd- ina, þennan sterka góða mann sem hægt var að treysta." - Pabba þinn? „Já, pabba minn. Þá fór ég að skrifa barnabækur. Komst ekki út úr þessari karlmannsímynd, þessari sterku hendi sem ég var alltaf að leita að. Ég á uppkast að mörgum sögum, en það er í þeim öllum þessi sama ímynd. Góður gæi.“ - En þú hefur getað leyft þessum góða gœa að vera pabba í barna- sögunum? „Já, en það eru samt margs konar pabbar þama. Ekkert líkir. Móður- systir mín segir að pabbi Sossu sé hann pabbi sinn, en ég þekkti afa minn lítið. Þó eru atvik úr veruleik- anum sem ég tek með; ég kom þar svona tvisvar á ári og þá horfði ég alltaf á brókarrassinn á honum þeg- ar hann lá á bæn við rúmið. Ég fór hjá mér. Ég breiddi upp fyrir höfuð. Maður las bænimar sínar en ekki svona eins og afi gerði. Hann tuldr- aði upphátt. Svo var það kýrin sem kaupmaðurinn tók, en í raun og veru kom hún ekki til baka. I þriðja heft- inu læt ég vera hvítabjöm. Þetta kom fyrir hjá móðursystur minni sem átti heima þama langt norður- frá. Þar kom bjarndýr heim að bæ og var drepið í útihúsi, en frænka mín lagðist á sæng og fæddi bam fyrir tímann af tómri geðshræringu. Þetta má segja að ég taki út úr dag- lega lífinu." i I

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.