Dagur - 23.04.1996, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 23. apríl 1996
VELSOPAR
Til sölu notaðir götu- og gangstéttasópar
ásamt gangstéttaþvottabíl.
Gott verð.
Nánari upplýsingar í síma 567 7090.
MINNINC
rF
Funafélagar
athugið!
Hittumst á Melgerðismelum kl. 14 á
sumardaginn fyrsta og fáum okkur kaffi,
spjöllum saman og tökum lagið.
Áður auglýstu íþróttamóti er aflýst vegna
framkvæmda á staðnum.
Mótanefnd Funa.
MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ
Barnamenningarsjóður
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.
Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði
barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á
sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn
og/eða með virkri þátttöku barna.
Á yfirstandandi ári hefur sjóðurinn 900.000 kr. til ráð-
stöfunar.
Umsóknir skulu berast Barnamenningarsjóði, mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir
1. júní 1996.
Stjórn Barnamenningarsjóðs,
18. april 1996.
FELAGSMALARAÐUNEYTIÐ
Styrkir til atvinnumála
kvenna
Félagsmálaráðuneytið hefur á þessu ári 20 milljónir króna til
ráðstöfunar til atvinnumála kvenna. Við ráðstöfun fjárins er
einkum tekið mið af þróunarverkefnum sem þykja líkleg til að
fjölga atvinnutækifærum kvenna á viðkomandi atvinnusvæð-
um. Sérstök áhersla er lögð á að efla ráðgjöf til kvenna sem
eru í atvinnurekstri eða hyggjast fara út á þá braut. Við skipt-
ingu fjárins eru eftirfarandi atriði höfð til hliðsjónar:
• Verkefnin skulu vera vel skilgreind og fyrir liggja fram-
kvæmda- og kostnaðaráætlun.
• Ekki verða veittir beinir stofn- eða rekstrarstyrkir til ein-
stakra fyrirtækja nema sérstakar ástæður mæli með.
• Verkefnið skal koma sem flestum konum að notum.
• Að öðru jöfnum skal fjármögnun af hálfu ríkisins ekki nema
meir en 50% af kostnaði við verkefnið.
• Ekki eru veittir styrkir til starfsemi, ef fyrir liggur að hún er í
beinni samkeppni við aðra aðila á sama vettvangi.
• Að öðru jöfnu eru ekki veittir styrkir til sama verkefnis oftar
en tvisvar í senn.
Umsóknareyðublöð fást í félagsmálaráðuneyti, Hafnarhúsi
v/Tryggvagötu, Reykjavík og hjá atvinnu- og iðnráðgjöfum á
landsbyggðinni.
Umsóknarfrestur er til 10. maí nk.
Félagsmálaráðuneytið.
ORÐ DAGSINS
462 1840
Bjðrn Pálsson
Fæddur 25. febrúar 1905 - Dáinn 11. apríl 1996
Deyr fé,
deyja frœndur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur
Við brottför samferðamanna
eða ástvina héðan af heimi getur
þakklæti fyrir liðin kynni eða ein-
ungis það að hafa fengið að vera
samtfðarmaður hins horfna vegið
|ryngra en harmur og eftirsjá. Svo
hygg ég að flestum sé nú farið,
þegar héraðshöfðinginn Björn á
Löngumýri er allur, en hann varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
lifa langa og viðburðaríka ævi,
oftast nær sér til gamans-. Við sjá-
um nú á bak manni, sem sleit
bamsskónum og mótaðist fyrir
tæpri öld og varðveitti sjálfstæði
sitt og sjálfsvirðingu hvern einasta
dag síns níutíu og eina aldursárs.
Dæmi hans er hollt okkur, sem
lifum í nútímanum, sem hefur til-
hneigingu til að hygla þeim, sem
fúsir eru að selja sig og fórna sér-
kennum sínum. Fyrir það ber hon-
um heiður og þökk.
Björn átti engan sinn líka.
Hann fékk stóru hlutverki úthlutað
og reis undir því. Þótt hann væri
ekki maður gallalaus, fléttuðust
gallar hans þó flestir saman við
kostina með einhverjum hætti.
Kröfur hans til sinna nánustu voru
angi af kröfuhörku hans við sjálf-
an sig og ofurkappi við draga
björg í bú, ná markmiðum sínum
og vinna þau verk í almannaþágu,
sem honum var til trúað. Stríðni
hans og hrekkir voru hluti af lífs-
orku hans og glaðværð, sem ávallt
mörkuðu samskipti hans við aðra
og létti þeim líðandi stund. Hann
setti svip sinn á umhverfi sitt, hvar
sem hann kom, og hann var maður
þeirrar stærðar og gerðar, að gall-
ar urðu að algjöru aukaatriði í
samanburði við kostina. Hann var
í eðli sínu kappsfullur baráttuinað-
ur, sem fagnaði verðugum and-
stæðingi til að heyja við íþrótt
sína og leik.
Björn á Löngumýri var allt í
senn ntargfróður og víðförull
heimsmaður, djarfhuga athafna-
maður, sem hvergi fór troðnar
slóðir, gróðamaður tneð gott
hjartalag, hugmyndaríkur braut-
ryðjandi og glöggskyggn foringi,
málsnjall sveitarhöfðingi og litrík-
ur þingmaður auk þess sem hann
var bæði félagshyggju- og ein-
staklingshyggjumaður. En fyrst og
síðast var hann bóndi að eðli og
uppruna, sem naut þess að fylgjast
með og hlú að margbreytilegu líft.
Hann naut samvistanna við náttúr-
una og landið. Af jörðu var hann
kominn og á vordegi hverfur hann
í gróandi faðm jarðar, þar sem
hann átti æskuheimili sitt.
Pétur Pétursson.
Ragnar Jónsson
Fæddur 5. maí 1919 - Dáinn 14. apríl 1996
Kveðja frá börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum
Hljóð og klökk og hlý er okkar lund
hugitr ristur sárri tregans und.
Komin hinsta kveðjustundin er.
Kallið Itljómar: Leiðir skilja hér.
Skilning sýndir, umhyggju og ást.
Aldrei hjálp né fórnarvilji brást.
Velferð okkarfyrir brjósti barst,
blíður, trúr og ráðhollurþú varst.
Faðir og afi okkur hugumkœr
frá innstu rótum þakkarrósin grœr.
Lýsa mun um lífs-ófarinn stig
Ijúf ogfögttr minningin um þig.
Höf: Haraldur Zophoníasson.
Aðalfundur Sjálfsbjargar á Akureyri:
Síendurteknar árásir
ríkisstjómarinnar
Á aðalfundi Sjálfsbjargar, félags
fatlaðra á Akureyri og nágrenni,
í síðustu viku, var samþykkt
ályktun þar sem mótmælt er „sí-
endurteknum og áframhaldandi
árásum núverandi ríkisstjórnar á
kjör og afkomuöryggi fatlaðs
fólks og öryrkja," eins og orðrétt
Skilafrestur
auglýsingo
í biaðið á fimmtudag,
sumardaginn fyrsta,
er til kl. 14 á
þriðjudag.
í laugardagsblaðið
til kl. 10 föstudaginn
26. apríl.
mm
auglýsingadeild,
sími 462 4222, fax 462 2087
Opið frá kl. 08.00-17.00
segir í ályktuninni.
Minnt er á að með samþykkt
fjárlaga hafi. ríkisstjómarflokkamir
ákveðið margháttaðar skerðingar á
kjörum fallaðra. Lífeyrislaun hafi
með reglugerð ekki hækkað jafn
mikið um áramót og almennt gerð-
ist, sérstök lífeyrisuppbót hafi ver-
ið lækkuð auk jtess að með reglu-
gerð hafi réttur fatlaðra til bif-
reiðakaupastyrkja verið skertur
umtalsvert og styrkþegum í lægri
flokki fækkað um tæpan helming.
Aðalfundur Sjálfsbjargar beinir
því til öryrkja og lífeyrislaunaþega
að minnast „þessara árása og
skerðinga og telur að vilji þeir
reyna að verja og eða bæta kjör sín
og afkomumöguleika, þá eigi þeir
sjálfir þá einu möguleika að liætta
að kjósa þá flokka sem þannig ráð-
ast að og skerði kjör þeirra."
Aðalfundurinn tekur undir mót-
mæli verkalýðs- og stéttarfélaga
vegna frumvarpa um stéttarfélög
og vinnudeilur og væntir þess „að
samtök þessara félaga minnist þess
í komandi kjarasamningum, að
þau eru eina haldreipi öryrkja og
lífeyrislaunþega, sem geta tryggt
þeim mannsæmandi framfærslu-
laun og félagslegt öryggi.“ óþh