Dagur - 08.05.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 8. maí 1996
LErl'PARl
Áhrifjaðarskattanna
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1600 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 150
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN:
AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON,
HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (Iþróttir),
BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK- SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585,
FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS 464 3521
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087
Finnur Birgisson, arkitekt á Akureyri, hefur kann-
að áhrif jaðarskatta á afkomu barnafjölskyldna í
landinu og komist að sláandi niðurstöðu. í sam-
antekt hans hefur komið í ljós að af hundrað þús-
und króna launahækkun barnafjölskyldna, úr ca.
130 þúsund krónum upp í 230 þúsund krónur á
mánuði, verða aðeins eftir um 30 þúsund til
launaauka fyrir viðkomandi fjölskyldu. Mismun-
inn hirðir rikið vegna áhrifa hinna svokölluðu jað-
arskatta.
Þetta eru hrikalegar upplýsingar sem segja
margt um ranglæti íslenska skattakerfisins. En
því miður er þetta hárrétt, eins og áður hefur ver-
ið fjallað um á þessum vettvangi. Það er með
ólíkindum að stjórnvöld skuli byggja skattakerfi
þannig upp að það hreinlega letji fólk á svo
grimmilegan hátt við að afla sér meiri tekna til
þess að sjá sér og sínum farborða. Þetta er fjöl-
skyldufjandsamlegt kerfi, annað orð er ekki hægt
að hafa um það.
Af hverju hefur það verið markviss stefna rík-
isvaldsins á undanfömum árum að ráðast að hag
barnafólksins? Geta þeir þingmenn sem ábyrgð
bera á þessu svarað því? Af hverju hafa þeir með
öllum ráðum séð til þess að gera unga fólkinu,
sem er að basla við að eignast húsnæði, eiga
börn og borga af námslánunum, lífið leitt? Því
verður ekki trúað að þessir ágætu menn hafi ekki
vitað hvað þeir voru að gera. Og það er ekki ann-
að hægt en að brosa þegar fjármálaráðherrann
segir sem svo í fjölmiðlum að ekki verði lengra
gengið í álagningu jaðarskatta! Það er ágætt að
hæstvirtur fjármálaráðherra er þó búinn að kom-
ast að raun um hver áhrif þessarar vitleysu er.
Batnandi mönnum er best að lifa. Það er ekki að-
eins að ekki verði gengið lengra á þessari óheilla-
braut, það verður að stokka þetta jaðarskatta-
kerfi upp frá grunni og smíða annað sem gefur
barnafjölskyldunni aftur vonina um að hún geti
dregið fram lífið á sómasamlegan hátt. Þetta er
forgangsverkefni, eða ætti í það minnsta að vera
það. Ef ekki, þá skulu ráðamenn þjóðarinnar ekki
voga sér að setja upp margfrægan undrunar- og
sakleysissvip þegar næstu tölur Hagstofunnar
um flutning íslendinga af landi brott birtast. Það
er löngu kominn tími til að tengja!
Mælsku- og rökræðukeppni Junior Chamber:
Keppnislið JC Akureyri
komið í þriðju umferð
Tveimur umferðum er lokið í
mælsku- og rökræðukeppni Junior
Chamber og fer þriðja umferðin
fram í Reykjavík laugardaginn I.
júní, þar sem mætast lið JC
Reykjavík og JC Akureyri.
Fyrsta umferð keppninnar fór
fram í Reykjavík 22. febrúar og
þar mætti lið JC Akureyri liði JC
Borg. Keppt var í Grafarvogs-
kirkju og lagði lið JC Akureyri til
að Vetraríþróttamiðstöð íslands
yrði ekki á Akureyri en andstæð-
ingarnir töluðu með
áframhaldandi veru miðstöðvar-
innar þar. Tekist var hart á í
keppninni og keppendur frá JC
Borg urðu að játa sig sigraða fyrir
kraftmiklum ræðum Akureyringa
þó þeir hafi vísast talað í þessari
keppni gegn sannfæringu sinni. JC
Akureyri sigraði með 2377 stigum
gegn 2240 stigum JC Borgar.
Ræðumaður dagsins var Eygló
Amardóttir frá JC Akureyri.
í næstu umferð mætti rökræðu-
lið JC Akureyri ræðuliðið JC Nes
og var keppt þann 13. aprfl síðast-
liðinn. Keppnin fór fram í félags-
heimili JC Akureyri að Óseyri 6.
Þar lagði JC Akureyri til að Island
yrði gert að heilsu- og umhverfis-
paradís en félagar í JC Nes reyndu
allt hvað af tók að fella þá tillögu.
Þeir höfðu samt ekki árangur sem
erfiði og sigraði JC Akureyri með
2450 stigum gegn 2283 stigum JC
Nes. Ræðumaður dagsins var Eg-
ill Steingrímsson frá JC Akureyri.
„Ég er vel af guði gerður/ gleðin enn í brjósti mínu rís/ því ísland góða er og
verður/ umhverfis- og heilsuparadís." Þessari vísu varpaði Egill Steingríms-
son fram, ræðumaður dagsins í annarri umferð ræðukeppni JC en hann sést
hér í ræðupúlti. Egill er í ræðuliði JC Akureyri.
Ræðulið JC Akureyri.
Eygló Arnardóttir, ræðumaður dagsins í fyrstu umferð, sýnir hér tilþrif í ræðupúltinu.
Vortónleikar
Kirkjukórs
Húsavíkurkirkju
nk. sunnudag
- Barnakór Borgarhólsskóla kemur
einnig fram á tónleikunum
Kirkjukór Húsavíkurkirkju heldur
vortónleika í Húsavíkurkirkju
sunnudaginn 12. maí nk. klukkan
17.00 og er aðgangur ókeypis.
Tónleikarnir eru liður í tónleika-
ferð til Hafnarfjarðar en þar mun
kórinn halda tónleika með Kirkju-
kór Víðistaðakirkju í Víðistaða-
kirkju 18. maíklukkan 17.00.
Söngskrá Kirkjukórs Húsavík-
urkirkju er mjög fjölbreytt, en ein-
söngvarar með kórnum eru Natal-
ia Chow, Matthildur Rós Haralds-
dóttir, Sighvatur Karlsson og
Halldór Sigurðsson. Stjórnandi
kórsins er Natalia Chow en undir-
leikari Helgi Pétursson.
Á tónleikunum kemur einnig
Kirkjukór Húsavíkurkirkju ásamt stjórnanda og undirieikara.
fram Barnakór Borgarhólsskóla Sóley Jóhannsdóttir leikur á fiðlu.
undir stjóm Line Wemer, en Lára GG
Díddú, Egill
Ólafs og Sig-
mundur Emir
á árshátíð KA
- Aggi slæ og
Tamlasveitin með
stórdansleik
Árshátíð KA fer fram í KA-heim-
ilinu nk. laugardag, 11. maí, og
hefst klukkan 19.30. Hátíðin er
fyrir alla KA-menn, jafnt leik-
menn, stjórnarmenn sem og áhorf-
endur.
Skemmtidagskráin verður fjöl-
breytt, s.s. Diddú og Egill Ólafs-
son og kynnir verður Sigmundur
Ernir. Eftir miðnætti verður stór-
dansleikur með Agga slæ og
tamlasveitinni. Miðasala er í KA-
heimilinu, verð kr. 2.500. GG