Dagur - 08.05.1996, Blaðsíða 15
IÞROTTIR
Miðvikudagur 8. maí 1996 - DAGUR - 15
FROSTI EIÐSSON
Handbolti kvenna:
Tveir tapleikir
í Oklahoma
íslenska kvennalandsliðið í
handknattleik mátti þola tvö töp
í vináttuleikjum gegn Banda-
ríkjunum, sem fram fóru um
helgina. Leikið var í Oklahoma
og sigraði bandaríska liðið í fyrri
leiknum 29:20 og í þeim síðari
22:17.
Bandaríska sjónvarpsstöðin
ESPN tók leikina upp og verða
þeir sýndir til kynningar á hand-
knattleiksíþróttinni fyrir Ólympíu-
leikana sem hefjast í Atlanta 19.
júlí í sumar.
Handbolti:
Sigfús til
Selfoss
Sigfús Sigurðsson, línumaðurinn
ungi í Valsliðinu hefur ákveðið að
ganga til liðs við Selföss og leika
með liðinu næsta vetur. Sigfús
skrifaði undir tveggja ára samning
og hann er þriðji leikmaðurinn úr
byrjunarliði Vals sem skiptir um
félag. Dagur Sigurðsson og Ólafur
Stefánsson höfðu áður gert samn-
ing við þýska liðið Wupperthal.
Aflraunir:
Knattspyrnuleikur í kvikmyndahúsi
Daggeir Pálsson var í óða önn að koma upp búnaði í
gær, til að haegt væri að ná gervihnattasendingum
norsku stöðvarinnar NRK í Borgarbíói. Ætlunin er
að sýna úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knatt-
spyrnu á milli Manchester llnited og Liverpool í
beinni útsendingu i að minnsta kosti öðrum sal kvik-
myndahússins og er það líklega í fyrsta sinn sem end-
urvarp af gervihnetti er sýnt í kvikmyndahúsi hér á
landi. Mynd: BG
Knattspyrna - England:
Bikarleikur
sýndur
víða
Að minnsta kosti þrír aðilar á
Akureyri munu sýna útsendingu
norsku gervihnattastöðvarinnar
NRK frá úrslitaleik ensku bikar-
keppninnar á laugardaginn.
Borgarbíó og Herrafataverslun
Joe’s komu sér upp búnaði og
hyggjast stofna klúbb utan um
leikinn, Sportklúbb Joe’s og Borg-
arbíós. Hægt er að ganga í klúbb-
inn í versluninni og er innheimt
500 króna gjald. Klúbbmeðlimir
framvísa síðan skírteini sínu til að
sjá leikinn en Borgarbíó hyggst
sýna alla útsendingu norsku
stöðvarinnar, fráklukkan 13-16.
Að sögn Ragnars Sverrissonar
hjá Joe’s mun leikurinn verða
sýndur í stærri sal Borgarbíós,
sem tekur um 250-300 manns í
sæti og ef þurfa þykir verður hann
einnig sýndur í minni salnum.
Útsendingin næst einnig að
Jaðri, félagsheimili Golfklúbbs
Akureyrar og í KA- heimilinu.
Handknattleikur:
Einn nýliði í fjórtán
manna landsliðshóp
Bryndís sigraði
Bryndís Ólafsdóttir, fyrrum
sundkona bar sigur úr bítum á
aflraunamótinu, „sterkasta kona
íslands,“ sem haídið var um síð-
ustu helgi í Laugardalshöll.
Bryndís sigraði í tveimur grein-
um af sex. Sigrún Hreiðarsdóttir,
meistari síðasta árs hafnaði í öðru
sæti og Unnur Sigurðardóttir í því
þriðja.
Knattspyrna - Deildarbikar:
Valur mætir UBK
Valur mætir Breiðabliki í úr-
slitaleik Deildarbikarsins í
kvennaflokki á fimmtudaginn.
Undanúrslitaleikimir fóru fram
í fyrrakvöld og sigraði Valur KR
5:3 eftir framlengdan leik og
vítaspyrnukeppni. Þá sigraði
Breiðablik lið í A 6:1.
Þorbjörn Jensson, landsliðs-
þjálfari í handknattleik
tilkynnti nýlega hóp sinn sem
leikur tvo leiki gegn Færey-
ingum. Hópurinn er skipaður
eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir: Guðmundur
Hrafnkelsson Val og Bjarni
Frostason Haukum.
Aðrir leikmenn: Amar Pét-
ursson IBV, Bjarki Sigurðsson
UMFA, Björgvin Björgvinsson
KA, Dagur Sigurðsson Wup-
perthal, Davíð Ólafsson Val,
Gunnar Berg Viktorsson ÍBV,
Gústaf Bjamason Haukum,
Júlíus Gunnarsson Val, Ólafur
Stefánsson Wupperthal, Róbert
Sighvatsson Shutterwald, Rúnar
Sigtryggsson Val.
Amar Pétursson, sem valin
var efnilegasti leikmaður 1.
deildar sl. vetur er nýliði í
hópnum og þá vekur athygli að
Rúnar Sigtryggsson, sem ný-
lega gekk til liðs við Valsmenn
er í hópnum að nýju.
Hópurinn heldur utan á
föstudag og mun leika við Fær-
eyinga um helgina.
adidas
Handknattleiksdeild KA gekk nýlega frá fjögurra ára
samningi við Sportmenn h.f., umboðsaðila þýska
íþróttafatnaðarins adidas og Verslunarinnar Topp-
menn & sport á Akureyri um að handknattleiksmenn
í KA leiki í adidas fatnaði. Verðmæti samningsins var
ekki gefið upp. Myndin er tekin við undirskriftina,
frá vinstri: Áskell Gíslason og Þorvaldur Hilmarsson,
eigendur T & S, Sveinn Rafnsson, stjórnarmaður í
handknattleiksd. KA, Julian Duranona, leikmaður í
mfl. KA, Alfreð Almarsson gjaldkeri handknatt-
lciksd. og Stefán Árnason (Stefánssonar) leikmaður í
yngri flokkum KA í handknattleik. Mynd: BG
Þóroddur meistari
í íslandsgöngunni
Þóroddur Ingvarsson frá Akur-
eyri varð sigurvegari í fs-
landsgöngunni í llokki 16-34
ára, sem lauk á ísafirði með
Fossavatnsgöngunni um helg-
ina. Samanlagður árangur úr
mótum vetrarins gilti. Þóroddur
hafnaði í öðru sæti í göngunni
um sl. helgi og dugði það honum
til að komast upp fyrir Baldur
Hermannsson úr Ármanni, sem
hafði flest stigin fyrir síðustu
gönguna. Haukur Eiríksson frá
Akureyri og Kristján Hauksson
frá Ólafsfirði höfðu báðir væn-
lega stöðu fyrir gönguna um
helgina, en hvorugur þeirra
mætti til leiks.
Magnús Eiríksson frá Siglufirði
var íslandsgöngumeistari í flokki
35-49 ára og Kristján Rafn Guð-
mundsson frá ísafirði í flokki 50
ára og eldri.
Annars urðu úrslit þess í Fossa-
vatnsgöngunni:
Karlar 16-34 ára (20 km)
Gísli Einar Ámason, f 54,54
Þóroddur Ingvarsson, A 56,26
Baldur Hermannsson, Á 57,05
Karlar 35-49 ára:
Magnús Eiríksson, S 58,55
Þröstur Jóhannesson, í 61,52
Ingþór Bjarnason, A 61,55
Karlar 50 ára og eldri (20 km):
Kristján Rafn Guðmundss., í 60,30
Konráð Eggertsson, í 65,32
Konur 16-34 ára (20 km):
Helga M. Malmquist, A 74,30
Sigríður Pálína Amard., í 108,53
Konur 35-49 ára (20 km):
Rósa Þorsteinsdóttir, í 92,53
Karlaflokkur (13 km):
Ólafur Th. Ámason, í 45,52
Einar Halldórsson, í 55,44
Kvennaflokkur (13 km):
Sigrún S. Halldórsd., Ö 57,33
Guðrún Magnúsd., HSS 60,47
Karlaflokkur (6 km):
Sigvaldi Magnússon, HSS 18,10
Gylfi Ólafsson, í 19,36
Kvennaflokkur:
Katrín Árnadóttir, í 21,25
Þóroddur Ingvarsson var með best-
an samanlagðan árangur í ís-
landsgöngunni í vetur.
Jóhanna Halldórsd., Ö 22,58
Akureyringar sigruðu í sveita-
keppni 3x20 km. Sveitin var skip-
uð þeim Þóroddi Ingvarssyni,
Kára Jóhannessyni og Ingþóri
Bjarnasyni. Þeir komu í mark á
180,06 mín. Sveit VST frá ísafirði
varð í 2. sæti og skagfirska sveitin
í þriðja sæti.
Hamar
félagsheimili Þórs:
Líkamsrækt og tækjasalur
Ljósabekkir
Vatnsgufubað
Nuddpottur
Salir til leigu
Beinar útsendingar
Getraunaþjónusta
Hamar
sími 461 2080