Dagur - 08.05.1996, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. maí 1996 - DAGUR - 5
Háskóli í bemlímisambandi
við atvinnulífið?
Verkefnatengt nám er eitt megin
markmið Háskólans á Akureyri
þar sem nemendur fá tækifæri til
að glíma við alvöru vandamál.
Skólinn byggir því á góðu sam-
bandi við fyrirtæki og stofnanir
landsins og viðmælendur blaðsins
staðfesta að samspilið á milli Há-
skólans og atvinnulífsins sé stöð-
ugt að aukast og að beðið sé eftir
að stúdentar ljúki námi.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri, segir það
vera stefnu yfirstjórnarinnar að
Háskólinn tengist atvinnulífinu
sem best þó það sé ekki skráð í
reglugerðum skólans. Með slíku
samstarfi öðlast nemendur reynslu
auk þess sem fyrirtækin geta haft
einhver áhrif á kennsluefnið.
Háskólinn hefur notað ýmsar
aðferðir til þess að efla þessi
tengsl. Nefna má samstarfsamn-
inga við rannsóknastofnanir at-
vinnuveganna en í þeim felst að
starfsmenn eru ráðnir samhliða til
rannsóknastarfa hjá viðkomandi
stofnun og Háskólanum, auk þess
sem þeir kenna við skólann. Þor-
steinn telur að seta ýmissa framá-
manna í atvinnulífinu í nefndum
skólans geti einnig stuðlað að
tengslum auk þess sem kennarar
og prófdómarar komi gjaman frá
fyrirtækjunum. Ennfremur gefst
nemendum kostur á að vinna að
verkefnum á vegum fyrirtækj-
anna, bæði verkefnum í ákveðn-
um námsskeiðum og lokaverkefn-
um.
Meginglugginn út í atvinnulíf-
ið er Rannsóknastofnun Háskól-
ans, segir Þorsteinn. Rannsókna-
stofnun tekur að sér þjónustuverk-
efni fyrir fyrirtæki og sveitarfélög
og nýútskrifaðir nemendur frá
okkur hafa gjaman verið ráðnir í
vinnu hjá stofnuninni í þessi verk-
efni.
Þorsteinn er bjartsýnn á
áframhaldandi tengingu skólans
og atvinnulífsins og telur að eftir-
spurn eftir nemendum sé að auk-
ast. Það er ekkert offramboð af
menntamönnum frá okkur. Sam-
starfið hefur hingað til gengið vel
og fyrirtæki leita eftir háskóla-
nemum, jafnvel með framtíðar-
starfsmenn í huga.
Samstarf við fyrirtæki for-
senda menntunarinnar
Undir þetta tekur Jón Þórðarson
forstöðumaður sjávarútvegsdeild-
ar Háskólans á Akureyri. Hann
segir háskólastarfið fyrir norðan
byggja á atvinnulífinu. Hann er
sannfærður um að samstarf við
fyrirtæki sé ekki aðeins æskilegt í
menntun nemendanna heldur
hreinlega forsenda hennar. Hlut-
verk sjávarútvegsdeildarinnar er
að mennta fólk til starfa í atvinnu-
lífinu. Þess vegna miðar hún við
atvinnulífið í starfsemi sinni. Jón
segir að tengsl deildarinnar við
fyrirtæki séu mikil og sterk.
Starfsmenn deildarinnar koma
flestir úr fyrirtækjunum og verk-
efni sem notuð eru í kennslu eru
gjarnan byggð á efni sem fyrir-
tækin láta af hendi. Langflestir
nemendur fá sumarvinnu í tengsl-
um við námið. Jón telur það vera
sltkri samvinnu að þakka að nem-
endur eru vel undirbúnir þegar
þeir ljúka námi.
Hlutverk sjávarútvegsdeildarinnar
er að mennta fólk til starfa í at-
vinnulífinu. Þess vegna miðar hún
við atvinnuhTið í starfsemi sinni,
segir Jón Þórðarson forstöðumaður
sjávarútvegsdeildar Háskólans ^
á Akureyri.
K. ' f ; ; * I
i m Æ « ■ 1. . ag
Sólborgarsvæðið, framtíðar-
svæði Háskólans á Akureyri.
Steinrunnið tröll?
Jón er hins vegar afar gagnrýninn
á menntakerfið hér á landi. Hann
segir þekkingu inni í fyrirtækjum
ekki alltaf vera sérlega mikla. Ég
er ekki viss um að það sé vegna
þess að fyrirtækin séu treg til að
ráða faglærða einstaklinga. Mér
finnst líklegra að ástæðan sé sú að
nám starfsmanna hafi ekki verið
raunhæft, segir Jón. Menntakerfið
á íslandi er ekki enn komið á þá
braut að það sé farið að taka mið
af atvinnulífinu. Ástæðan er lík-
Bjarni Kristinsson, framkvæmda-
stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarð-
ar. Hann segir æ betur Ijóst hversu
mikið gagn skólinn hafi gert í ný-
sköpun í atvinnulífinu.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há-
skólans á Akureyri. Hann segir
samstarfið við atvinnulífið gefa
nemendum reynslu og fyrirtækjun-
um tækifæri til að hafa einhver
áhrif á kennsluefnið.
lega sú að hingað til höfum við
fengið miklar tekjur af sjávarút-
veginum án þess að hafa mikið
fyrir því.
Jón gagnrýnir Háskóla íslands
fyrir að vera úr tengslum við um-
hverfi sitt.
„Starfsmenn skólans eiga ekki
uppruna sinn í atvinnulífinu og
námið er ekki miðað við atvinnu-
markaðinn sjálfan. Að sögn Jóns
eru nemendur hans ef til vill vel
undirbúnir undir framhaldsnám en
ekki undir þátttöku á vinnumark-
aðnum.
Jón Þórðarson, forstöðumaður sjáv-
arútvegsdeildar HA. Hann segist
líta á það sem hrós þegar skólinn sé
gagnrýndur fyrir að vera of hagnýt-
ur.
Höfundar eru Inga Sigrún
Þórarinsdóttir oa Marín
Guðrún Hrafnsdóttir, nemar
í hagnvtri fjölmiSlun viS
HósKóía Islands
Dylgjur og hrós
Jón gerir lítið úr þeirri gagnrýni
sem heyrst hefur varðandi það að
Háskólinn á Akureyri sé of hag-
nýtur og standi því ekki undir
nafni. Hann lítur fremur á þetta
sem hrós og segist vera afskaplega
ánægður með það. Svona raddir
staðfesta bara að við séum að
kenna eitthvað sem kemur að
gagni, segir Jón.
Bjami Kristinsson, fram-
kvæmdarstjóri Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar, segir að það sé alltaf
að koma betur í ljós hvað Háskól-
inn á Akureyri hafi gert mikið fyr-
ir nýsköpun í atvinnulífi bæjarins.
Hann segir að stofnunin dragi til
sín alls konar þekkingu sem síðan
smitar frá sér. „Þekkingarstig fyr-
irtækjanna eykst með ýmsum til-
raunarverkefnum nemenda sem
ráðnir eru til fyrirtækjanna á með-
an á námi stendur. Markmiðið
með tilraununum er fyrst og
fremst þekkingarleit sem er þá
skjalfest og til staðar.“
Nemendur grufla
Bjami segir sambandið á milli fyr-
irtækjanna og skólans mjög gott
og sérstaklega eigi þetta við um
sjávarútvegsdeildina. „í gegnum
nemendaverkefni sjá menn vanda-
málin oft f öðm ljósi því nemend-
ur hafa meiri tíma til að grufla í
hlutunum." Bjami nefndi þara-
verkefni sem dæmi um slíkt en
þar var unnið áfram úr upplýsing-
um sem komu frá Kínverja sem
kunni að nýta verðmæti úr hráefn-
um sem yfirleitt eru ekki notuð
hér. Kínverjinn var á Akureyri við
rannsóknarkennslu og var nem-
andi ráðinn til að vinna úr upplýs-
ingunum sem hann bjó yfir m.a.
um þara og þorskheila.
Markaðssetning á báða bóga
Guðbjörg Glóð Logadóttir er á
þriðja ári í sjávarútvegsdeildinni.
Þar er hún ein af níu konum en í
allt eru nemendur um sextíu. Hún
segir að þetta nám sé merkilega
vannýttur kostur af námsfólki ekki
síst í ljósi þess hve möguleikamir
eru miklir að námi loknu. „Við
verðum að sinna sjávarútveginum
ef við ætlum að búa í þessu landi
því það er jú hann sem við lifum
á.“
Guðbjörg segir að fyrirtækin
taki nemendum yfirleitt vel þegar
leitað er til þeirra við úrlausn
verkefna eða eftir samstarfi.
Kennarar útvega líka fyrirtækjum
gjaman starfskrafta úr röðum
nemenda en auk fastra kennara
hafa nokkrar stofnanir og fyrir-
tæki kennsluskyldu við skólann.
Einnig koma svokallaðir „flug-
kennarar" frá Reykjavík.
Guðbjörg segir nauðsynlegt
fyrir deildina að hafa mikil og
bein tengsl við atvinnulífið. Mark-
aðurinn geti auðveldlega sinnt öll-
um þó sjávarútvegsdeildin hafi
stækkað. Guðbjörg segir að þó
skólinn sé staðsettur á Akureyri
einbeiti nemendur sér ekki sér-
staklega að Eyjafjarðarsvæðinu.
Nemendur hafa farið víða og
heimsótt fyrirtæki og stofnanir og
Guðbjörg segir að ferðimar efli
verulega tengslin á milli nemenda
og atvinnulífsins. Það er því mikil
synd að hennar mati að verulega
er búið að skera niður fjárveitingu
til slíkra ferða í spamaðarskyni.
Nemendur hafa nýtt þessar ferðir
mjög vel til þess að kynna sér nýj-
ustu aðferðir fyrirtækjanna en eins
er mikilvægt að nemendur fái
tækifæri til að kynna sig og skól-
ann.