Dagur - 08.05.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 8. maí 1996
FRÉTTIR
Jeppi og fólksbifreið
rákust saman á
brúnni yfir Norðurá
Kaldbaksmenn
gefa hjálma
Félagar í Kiwanisklúbbnum Kaldbaki á Akureyri afhentu sl.
laugardag öllum börnum á Akureyri, sem fædd eru árið 1989,
reiðhjólahjálma og veifur á hjól. Afhendingin fór fram í versl-
unarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Börnin sem fengu hjálmana og
veifurnar eru um 250 og samanlagt verðmæti gjafanna er um
800 þús. kr. Þess fjár öfluðu Kiwanismenn með ýmsum hætti,
meðal annars með framlögum frá fyrirtækjum á Akureyri. Á
þessari mynd sést Stefán Jónsson, formaður hjálmanefndar
Kalbaks, afhenda Sigurbjörgu Auðbjörnsdóttur, sjö ára Akur-
eyrarsnót, smekklegan reiðhjólahjálm. Mynd: Sigurður Bogi
Vísnavinir í S-Þing.
stofnuðu .,Kveðandi“
Jeppi og fólksbifreið rákust
saman á sunnudag á brúnni yfir
Norðurá í Skagafírði og voru
Leiðrétting
I grein um miðbæjarskipulagAk-
ureyrar í blaðinu í gær var rang-
lega sagt að frestur til að gera at-
hugasemdir væri næstu mánuðir.
Hið rétta er að hann er aðeins til
28. þessa mánaðar. Er beðist vel-
virðingar á þessari missögn.
báðar óökufærar á eftir; stýris-
gangur jeppans úr sambandi og
fólksbifreiðin mikið skemmd að
framan. Báðar bifreiðarnar
þurfti að fjarlægja af árekstrar-
stað með aðstoð dráttarbíls.
Tveir ljósastaurar voru brotnir
á Akureyri um helgina. í fyrra til-
fellinu var verið að flytja yfir-
byggingu af ferjunni Sæfara frá
geymslustað í Tollvörugeymsl-
unni og í hinu tilfellinu var verið
að flytja bát úr Sandgerðisbót þeg-
ar báturinn kræktist í staurinn. GG
Stofnað hefur verið á Húsavík
nýtt félag, Kveðandi, vísnafélag
Þingeyinga. Á stofnfundinn
mættu 15 manns og síðan þá
hafa nokkrir félagar bæst í hóp-
inn og enn er tækifæri til að ger-
ast stofnfélagi.
Kveðandi er félagsskapur bæði
þeirra sem fást við að yrkja og
einnig þeirra sem hafa áhuga á
hefðbundnum kveðskap og bera
hag stökunnar fyrir brjósti.
Að sögn Hreiðars Karlssonar
er megin markmiðið með stofnun
félagsins að skapa vettvang fyrir
þá sem hafa áhuga á vísnagerð og
gaman af hefðbundnum kveðskap
og að stuðla að viðgangi hefð-
bundins kveðskapar og íslenskrar
tungu samhliða því.
Formaður félagsins er Jóhanna
Steingrímsdóttir í Ámesi í Aðal-
dal; með henni í stjóm sitja Þor-
finnur Jónsson á Ingveldarstöðum
í Kelduhverfi og Hreiðar Karlsson
á Húsavík. Allir þeir sem áhuga
hafa er hvattir til að hafa samband
við einhvern stjómarmanna og
skrá sig í félagið, það skal ítrekað
að félagið er ekki aðeins fyrir þá
sem hagmæltir em heldur líka þá
sem hafa gaman af stökum og
áhuga á hefðbundnum kveðskap.
Hreiðar sagði að á stofnfundin-
um hefðu nokkrar vísur orðið til,
Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
stjórnarformaður Kaupfélags
Eyfirðinga, útilokar ekki að rétt
sé fyrir félagið að selja Hótel
KEÁ. Hann nefndi þetta á opn-
um fundi um ferðamál, sem
Framsóknarflokkurinn hélt á
Akureyri í síðustu viku. Jóhann-
es kveðst þó ekki hafa talað á
neinn hátt í umboði stjórnar fé-
lagsins á þessum fundi.
„Þetta voru ummæli sem áttu
sinn stað og sinn tíma. Sveinn
Jónsson í Kálfskinni var næstur á
mælendaskrá á undan mér á þess-
um fundi - og í tölu sinni snupraði
Sveinn Flugleiðamenn fyrir að
halda ferðamönnum sem mest á
Reykjavíkursvæðinu, í stað þess
að beina þeim til dæmis norður.
Þetta væri gert af ásettu ráði.
Flugleiðamenn ættu nokkur af
stærstu hótelunum í Reykjavík og
vildu þar af leiðandi sem mest
halda ferðamönnum syðra, á sín-
um eigin hótelum, enda högnuðust
þeir mest á því. Eðlilegt væri að
þeir ættu einnig hótel á Norður-
landi. Eg tók Svein á orðinu og
Kristbjörg Steingrímsdóttir í
Hrauni í Aðaldal hefði haft á orði
á fundinum að henni þætti lítill
hlutur kvenna í vísnagerð, að
minnst kosti upphátt, og í fram-
haldi af því hefði hún farið með
þessa hvatningu: KLJ
Kátt og öflugt karlaveldi
kveður liðugt stökurnar
eg vil draga undanfeldi
allar konur hagmæltar.
Síldin komin
til Þórshafnar
Færeyski síldarbáturinn Krist-
ján í Grjótinu landaði 1109
tonnum af síld hjá Hraðfrysti-
stöð Þórshafnar hf. sl. föstudag
og er það fyrsta sfldin sem berst
þangað á þessu ári.
Annar færeyskur bátur landaði
á föstudag á Eskifirði en fyrir
nokkru landaði færeyskur bátur á
Seyðisfirði. Kristján í Grjótinu var
22 tíma að sigla til Þórshafnar en
sfldin veiddist um 80 mflur norður
af Færeyjum. Mun styttra, eða um
9 tíma sigling er til sfldarverk-
smiðjunnar í Fuglafirði í Færeyj-
um, en þar hefur verið löndunar-
stopp. Síldarbátar tínast nú út einn
af öðrum, þ.á.m. Júpíter ÞH og
Júlli Dan GK frá Þórshöfn. GG
sagði að ef Flugleiðamenn hefðu
áhuga þá skyldi ég beita mér fyrir
því innan KEA að selja þeim
hótelið," sagði Jóhannes Geir í
samtali við Dag.
Rekstur Hótels KEA hefur ver-
ið þungur síðustu ár og það verið
rekið með nokkru tapi, þótt reynt
hafi verið að bregaðast við því á
hverjum _ tíma með margvíslegu
móti. Ymsir möguleikar um
breytta eignaraðild hafa verið
ræddir og skoðaðir á síðustu ár-
um, en engir af þeim hafa orðið að
veruleika.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
segir að fyrir ferðaþjónustu á
Eyjafjarðarsvæðinu sé lífsnauð-
synlegt að þar sé eitt stórt hótel í
fyrsta klassa - eins og til dæmis
Hótel KEA. Hverjir eigi hótelið
skipti ekki öllu máli. Ef til vill
standi það mörgum nær en kaup-
félaginu, til að mynda þeim aðil-
um sem eru í fylkingarbrjósti
ferðaþjónustu hér á landi, að reka
stórt hótel á Akureyri eins og til
dæmis Flugleiðum, enda sé þetta
fjölfarnasti áfangastaðurinn í inn-
anlandsflugi félagsins. -sbs.
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
Gjaldskylda felld niður
Á fundi bygginganefndar 19.
apríl sl. var tekið fyrir bréf frá
Guðmundi Árnasyni, hótel-
stjóra á Hótel Hörpu, þar sem
óskað er eftir að gjaldskylda
verði felld niður á stæðum
framan við hótelið og að 30
mínútna hámarksstöðutími
gildi. Skipulagsnefnd sam-
þykkti til bráðabirgða að gjald-
skylda verði á tveim stæðum
framan við Hafnarstræti nr. 83-
85 felld niður. Á sama stað
verði leyfður hámarksstöðutími
bifreiða 30 mínútur á ttmabilinu
10-17.30 alla virka daga.
Samið við KEA
Hafnarstjórn hefur heimilað, í
framhaldi af þeirri ákvörðun að
rífa núverandi áhaldahús hafn-
arinnar (Atlahús), að ganga til
samninga við Kaupfélag Ey-
firðinga um leigu á 200 fer-
metra húsnæði fyrir starfsemina
að Óseyri 16 til eins árs.
Framlenging Laufásgötu
Á fundi hafnarstjómar voru
lögð fram drög að samkoniulagi
milli Akureyrarhafnar og Út-
gerðarfélags Akureyringa hf.
um eftirgjöf ÚA á lóð vestan
bflastæða ÚA milli Fiskitanga
og Ióðar Valgarðs Stefánssonar
heildverslun, alls um 11 þúsund
fermetrar. Lóðin er ætluð að
hluta undir framlengingu Lauf-
ásgötu til norðurs að gatnamót-
um við Grenivelli. Hafnarstjórn
fól hafnarstjóra að ganga end-
anlega frá samkomulaginu. Þá
fól hafnarstjórn hafnarstjóra að
ganga frá formlegu samkomu-
lagi við aðra hagsmunaaðila á
svæðinu á grundvelli samkomu-
Tagssem erfyrir hendi.
Steinefni til malbikunar
Framkvæmdanefnd hefur sam-
þykkt að taka tilboði Amarfells
vegna kaupa Akureyrarbæjar á
steinefni til malbikunar. Arnar-
fell bauð steinefnið fyrir rúmar
4 milljónir en Möl og sandur
bauð rúmar 5,8 milljónir króna.
Göngbrú á Glerárstíflu
í bókun framkvæmdanefndar
15. apríl sl. segir að þar sem
gerð og bygging göngubrúar yf-
ir Glerárstíflu tengist mjög Raf-
veitu Akureyrar, sem eiganda
og umsjónaraðila stíflumann-
virkis, beini framkvæmdanefnd
þeim tilmælum til veitustjómar
að Rafveitan taki þátt í kostnaði
við brúargerðina og sjái um
hönnun og byggingu brúarinnar
yfir stíflumannvirkið í samráði
við hlutaðeigandi deildir tækni-
og umhverfissviðs. „Göngubrú
yfir Glerárstífluna er þýðingar-
mikill hlekkur í göngustígakerfi
bæjarins og mun tengja meg-
ingöngustíg sem gerður hefur
verið frá Gerðahverfi um
Klettaborgir að Sólborg, göngu-
stígum í Hlíðarhverfi norðan
Glerárstíflunnar," segir orðrétt í
bókun framkvæmdanefndar.
RAFIÐNADARSAMBAND
ÍSLANDS
Rafiðnaðarmenn
Norðurlandi
Heilsumæling verður föstudaginn 10. maí nk. í hús-
næði sambandsins, Skipagötu 14, Akureyri.
Mælingin hefst kl. 10 og stendur til kl. 17.
Tímapantanir í síma 568 1433.
Rafiðnaðarsamband Islands.
TONLISTARSKOLINN A AKUREYRI
Tónlistarskólinn á Akureyri
heldur ókeypis fjögurra
tíma námskeið
til að kynna forskólanám
Námskeiðið verður 13.-17. maí
Forskóladeild Tónlistarskólans á Akureyri er ætluð börnum frá
aldrinum 5-8 ára og fer kennslan fram á þann hátt sem hæfir aldri
barnsins. Kennt er í hópum allt að 8 börnum í senn, tvær
kennslustundir í viku. Kennt er með leikjum, söng, hlustun (m.a. með
myndböndum) og hljóðfæraleik. í forskólanum er lagður grunnur að
ákveðnum sjálfsaga sem fylgir tónlistarnámi og skilar sér oft í betri
árangri nemenda í öðru námi.
Skráning á kynningarnámskeiðið fer fram á skrifstofu
Tónlistarskólans í Hafnarstræti 81 í síma 462 1788
næstu daga og þar eru veittar nánari upplýsingar.
Skólastjóri.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
stjórnarformaður KEA:
Ekki útilokað að
selja Hótel KEA