Dagur - 08.05.1996, Blaðsíða 9

Dagur - 08.05.1996, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 8. maí 1996 - DAGUR - 9 „Fjóla Díana er fínleg og kvenleg. Við vildum fá fram grófa pönklínu en út- færa hana á kvenlegan hátt," segja þær stöllur, Nanna, Sólrún og Sigríður Soffía, um módelið sitt að þessu sinni. Jakkinn sem Fjóla Díana klæðist er úr versluninni Perfect. Förðunin er mjög einföld. Augnaumgjörðin er dökk með svörtum og silf- urlitum augnskuggum og mjög löngum gerviaugnhárum. Varalitur er dökkur en farðinn frekar ljós til að undirstrika andstæður, þ.e. dökk augu og varir. Fjóla er frekar villt í útliti þannig að hárið er blásið upp í góða fyllingu og klipið í það með gelvaxi á eftir. í anda pönklínunnar var bakgrunnur búinn til á staðnum, frjálslegur og ljósið notað beint og hart. Uppstilling er líka frjáls og óheft. Fjóla Díana Gunnarsdóttir er 27 ára og borinn og bamfæddur Ólafsfirðingur en flutti til Akur- eyrar frá Reykjavík síðasta sumar. Hún vinnur á Snyrtistofu Nönnu sem snyrti- og förðunarfræðingur og því vanari að vera sú sem farðar frekar en sú sem í stólnum situr. Henni fannst það þó góð tilbreyting að skipta um hlutverk og hafði gaman af því að vera módel hjá samstarfskonu sinni. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég sit fyrir því þegar ég var yngri var ég stundum módel; þó ekki mjög oft," segir Fjóla Díana. Þess má til gamans geta að fyrr á þessu ári tók Fjóla Díana þátt keppninni Tíska '96 og var í fyrsta sæti í dagförðun nema en á þeim tíma var hún á nemasamningi sem hún hefur nú lokið. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.